Morgunblaðið - 15.09.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977
25
þá hin sveitarfélögin, sem engar
eignir höfóu fram aó ieggja, að
kaupa sig inn í fyrirtækið með
beinum fjárframlögum? Fljótlega
var komizt að þeirri niðurstöðu,
að óraunhæft væri að reikna með,
að sveitarfélögin inntu af hendi
bein fjárframlög við stofnun fyr-
irtækisins. Það var ekki reiknað
með að sveitarfélögin hefðu bol-
magn til sliks eða a.m.k. ekki í það
rikum mæli, að nokkru raunveru-
legu máli skipti fyrir framgang
fyrirtækisins. Margháttuð önnur
vandamál varðandi eignar- og
stjórnunaraðildina komu upp,
sem ég skal ekki fara hér út i
nánar. Og til lausnar á vandanum
voru góð ráð dýr. Niðurstaðan
varð sú, að stofnframlög til fyrir-
tækisins voru einungis bundin við
orkumannvirki þau, sem voru fyr-
ir hendi á Vestfjörðum. Orku-
mannvirkin voru lögð fram án
þess að eignarmat færi fram. En
Orkubúið tók hins vegar við
skuidum þeim, sem hvíldu á
héraðsveitunum og hluta af
skuldum þeim, er hvíldu á mann-
virkjum Rafmagnsveitna ríkisins.
Jafnframt var ákveðið, að þetta
stofnframlag hefði ekki bein
áhrif á eignaraðild þeirra, sem
það lögðu fram. Eignaraðildin
miðast ekki við fjármagn. I lögum
um Orkubú Vestfjarða er einfald-
lega kveðið svo á að eignarhluti
ríkissjóðs skuli vera 40%, en
eignarhlutir sveitarfélaganna
skuli nema samtals 60%. Eignar-
hlutdeild sveitarfélaganna skipt-
ist svo innbyrðis í hlutfalli við
íbúatölu þeirra. Eignarhlutföllun-
um verður ekki breytt nema til
samræmis við íbúafjölda. A aðal-
fundi Orkubúsins eiga sæti full-
trúar sameignaraðila, sem fara
með atkvæðisrétt í hlutfalli við
eignarhlutdeild umbjóðenda
sinna. Fyrir aðalfund skal leggja
skrá um skiptingu eignarhlut-
deildar sameignaraðila og at-
kvæðisrétt samkvæmt manntali 1.
desember árið áður. Fulltrúar
sveitarfélaganna fara með eitt
atkvæði fyrir hvern íbúa í
viðkomandi sveitarfélagi.
Fulltrúi ríkisins fer með at-
kvæðisrétt, sem svarar til 40%
heildaratkvæða. Þessi skipan á
eignar- og stjórnunaraðild Orku-
búsins byggir á þeirri hugsun, að
hér sé um að ræða sameiginlegt
átak Vestfirðinga, þar sem hver
styðji annan eftir getu með sam-
eiginlega hagsmuni fyrir augum
og því beri að deila stjórnunar-
aðild, réttindum og skyldum á lýð-
ræðislegan hátt.
Norðurlandsvirkjun
í tillögum um Norðurlands-
virkjun er gert ráð fyrir, annars
konar aðferð varðandi stofnfram-
lög og eignar- og stjórnunaraðild
að fyrirtækinu. I umræðum um
stofnun Norðurlandsvirkjunar
hafa komið fram margar hug-
myndir um yfirtöku þeirra raf-
orkumannvirkja á Norðurlandi,
sem gert er ráð fyrir, að fyrir-
tækið taki við. Engin þessara hug-
mynda fer í öllu saman við þá
leið, sem valin var fyrir Orku-
búið. Það er ekki mitt að dæma
um, hvaða leið er bezt í þessu efni
fyrir hugsanlega Norðurlands-
virkjun. Ég hef áður lagt áherzlu
á, að það verur að fara eftir að-
stæðum i hverjum landshluta,
hvernig fer um framkvæmd mála
við stofnun landshlutafyrirtækis.
Hins vegar vil ég ekki leyna því,
að mér virðist sem í grundvallar-
atriðum sé um sama vanda og
viðfangsefni að ræða, bæði við
stofnun Orkubúsins og væntan-
lega stofnun Norðurlandsvirkjun-
ar, ef af verður.
Og þá er ég mér meðvitandi um
Kröfluvirkjun. Það er samkvæmt
lögum gert ráó fyrir, að Kröflu-
virkjun geti gengið til Norður-
landsvirkjunar, ef stofnuð verði.
Hins vegar kann að vera
spurning, á hvaða stigi það skuli
gert, eins og málum er nú háttað.
En naumast getur það orkað tví-
mælis, að um enga slíka yfir-
færslu getur verið :ð ræða, nema
eignaraðilar Norðurlandsvirkjun-
ar samþykki. Forsenda fyrir sam-
þykki Norðurlandsvirkjunar
hlýtur að verða sú, að yfirtökunni
fylgi ekki meiri kvaðir eða skuld-
ir en svo, að ekki raski eðlilegum
rekstrargrundvelli fyrirtækisins.
Af þessu leiðir, að vandamál
Kröfluvirkjunar geta ekki orðið
leyst á kostnað Norðurlands-
virkjunar. Hér er um að ræða
vandamál, sem til er stofnað áður
en Norðurlandsvirkjun væri
stofnuð. Þessi vandamál verður
að leysa, hvort sem Norðurlands-
virkjun væri stofnuð eða ekki. Og
það er hlutverk þess, sem til
Kröfluvirkjunar hefur stofnað,
þ.e. ríkisins, að leysa vandamálið,
en ekki hlutverk Norðurlands-
virkjunar. Frá þessu sjónarmiði
virðist mér, að Kröfluvirkjun
þurfi hvorki að útiloka né tefja
stofnun Norðurlandsvirkjunar.
Eins og ég áður sagði, er ekkert
því til fyrirstöðu, að landshluta-
fyrirtæki séu byggð upp með mis-
munandi hætti. Hins vegar verð-
ur að telja, að það, sem varðar
samtengingu landsins í eitt raf-
orkusvæði, hljóti að vera með
sama hætti I öllum landshlutafyr-
irtækjunum. Hér á ég við stofn-
línur eða byggðalínur i sam-
tengdu raforkukerfi landsins.
Gera verður ráð fyrir, að raforku-
kerfi einstakra landshluta verði
tengd saman. Það er skipulags-
atriði, hvernig fer með stofnlínur,
sem tengja landshlutana saman.
Kemur þar ýmislegt til greina.
Það má hugsa sér, að t.d. ríkið
sjálft eigi stofnlínurnar eða Raf-
magnsveitum rikisins verði feng-
ið það verkefni. Sameignarfélag
landshlutafyrirtækjanna gæti
vissulega komið til greina sem
eignaraðili. Þá væri hægt að
hugsa sér, að hvert landshlutafyr-
irtæki ætti stofnlínur í sínu um-
dæmi, en komið væri á fót sam-
starfsnefnd varðandi orkuvinnslu
og samrekstur. Þá lægi næst við,
að hvert landshlutafyrirtæki fyrir
sig bæri kostnað af lagningu
stofnlína i sinu umdæmi. Hins
vegar má einnig hugsa sér, að
rikið stæði undir kostnaði af lagn-
ingu stofnlina, en afhenti siðan
viðkomandi landshlutafyrirtæki
mannvirkið til eignar sem óaftur-
kræft framlag. Það er þessi síð-
asta leið, sem gert er ráð fyrir í
tillögum um Norðurlandsvirkjun.
En hvaða leið, sem farin er í þess-
um efnum, verður að leggja
áherzlu á, að hið sama gildi um öll
landshlutafyrirtæki. Það er ekki
eðlilegt og fær ekki staðizt, að
gert sé upp á milli landshluta i
þessu efni. Við stofnun Orkubús
Vestfjarða var ákveðið, að um
stofnlínu er tengdi orkusvæði
Vestfjarða við heildarorkukerfi
landsins færi svo sem um teng-
ingu annarra landshluta yrði.
Það er ekki enn ákveðið hvaða
skipulag verður tekið upp fyrir
landið í heild á stofnlínum, éign-
araðild þeirra og rekstri. Þetta er
eitt af veigameiri atriðum í þeirri
endurskoðun, sem nú fer fram og
ég áður greindi frá á heildar-
skipulagi orkumálanna i landinu.
Hlutur rtkisins
En það er ekki einungis varð-
andi stofnlínurnar, sem aðgerðir
ríkisvaldsins þurfa að koma til.
Og aðgerðir rikisvaldsins hljóta
að skipta sköpum í orkumálunum,
hvort sem búið yrði við skipulag
landshlutafyrirtækja eða ekki. Þó
að gert væri ráð fyrir, að ríkið
hefði ekki nema 40% eignaraðild
í landshlutafyrirtækjum, verður
hlutverk rikisvaldsins hið rnikil-
vægasta. Orkuver krefjast mikils
stofnfjármagns og mikillar fjár-
hagslegrar ábyrgðar, sem ríkið
eitt megnar að láta i té. Ríkisvald-
ió með sína fjármálalegu ábyrgð
hefur heildarstjórn og yfirsýn yf-
ir orkumál landsins. Stjórnunar-
legar aðgerðir ríkisvaldsins hljóta
því að ná til allra landshlutafyrir-
tækja. Þaó þýðir hins vegar ekki
það, að aðstoð rikisvaldsins sé hin
sama við öll landshlutafyrirtæki á
hverjum tima. Það hlýtur að vera
hlutverk rikisins i orkumálum að
jafna milli landshluta aðstöðu,
sem stafar ýmist af misjöfnun
landfræðilegum aðstæðum eða
mismunun í raforkuframkvæmd-
uma ' fyrri tið. En grundvallar-
atriði i öllum aðgerðum rikis-
valdsins hlýtur að vera að stuðla
að þeim framkvæmdum, sem
stefna að mestri hagkvæmni og
öryggi i orkubúskap landsmanna.
Þannig getur verið nauðsynlegt,
að ríkisvaldið veiti einu lands-
hlutafyrirtæki meiri aóstoð en
öðru eftir þvi, við hvaða verkefni
er fengizt. Það kann t.d. að þykja
rétt af hagkvæmnis- og öryggis-
ástæðum, að eitt landshlutafyrir-
tæki reisi vatnsvirkjun, sem hef-
ur miklu meira afl og framleiðslu-
getu en nauðsnlegt er til að mæta
orkuþörf i viðkomandi lands-
hluta. Með samtengingu orku-
veitusvæðanna kemur slík fram-
kvæmd öllum landsmönnum til
góða. Þá þyrfti það ekki að fara
eftir stærð og styrkleika hvers
landshlutafyrirtækis, hvar ráðizt
yrði í stórverkefni. Því myndi þá
ráða hagkvæmnis- og öryggis-
ástæður. Það gæti þá verið rétt
stjórnarstefna, t.d. að gera mögu-
lega á vegum Norðurlandsvirkj-
unar stórvirkjun á Norðurlandi,
t.d. í Blöndu eða annars staðar,
þar sem henta þætti. Þá er gengið
út frá þvi, aó það sé rétt stjórnar-
stefna að stuðla að þvi, að næstu
stórátök í virkjunarmálum íands-
manna beinist að virkjunum í hin-
um ýmsu landshlutum í stað þess,
að áfram sé haldið að leggja
áherzlu á virkjanir á hinu eld-
virka virkjunarsvæði sunnan-
lands.
Tæknikunnátta
og reynsla
Þótt fjárhagslegum hindrunum
væri rutt úr vegi, með aðstoð
rikisvaldsins, svo að hin einstöku
landshlutafyrirtæki hefðu bol-
magn til að fást við stórar fram-
kvæmdir i virkjunarmálum, kann
sumum kannski að finnast, að
ekki sé fyrir að fara hjá þessum
fyrirtækjum þeirri miklu tækni-
kunnáttu og reynslu, sem Lands-
virkjun hefur yfir að ráða. Þessu
er fyrst til að svara, að gera verð-
ur ráð fyrir, að hin einstöku
landshlutafyrirtæki eflist með
timanum að þeirri reynslu og
þekkingu, sem nauðsynleg er I
þessu efni. Enn fremur má hugsa
sér, að það sé eðlileg framvinda
þessara mála, að hin einstöku
landshlutafyrirtæki eigi þess kost
að hagnýta hina dýrmætu reynslu
Landsvirkjunar í virkjunarmál-
um. En það gæti verið hagur
beggja aðila, þess, sem lætur
þjónustuna i té og þeirra, sem
hennar njóta. Auðvitað verður
svo að gera ráð fyrir, að hlutverk
Orkustofnunar verði hið saraa,
hvort sem um landshlutafyrir-
tæki er að ræða eða ekki. Það er
hlutverk Orkustofnunar að ann-
ast yfirlitsrannsóknir á orku-
búskap þjóðarinnar, er miði að
þvi að unnt sé að tryggja, að orku-
þörf þjóðarinnar verði fullnægt
og orkulindir landsins hagnýttar
á sem hagkvæmastan hátt á hverj-
um tíma. Þegar á allt er litið ætti
ekki að vera nein hætta á þvi, að
landshlutafyrirtæki geti ekki
fengizt við stórvirkjanir á hverj-
um tíma eftir þvi sem ráðlegt
þykir að stofna til. Allra sízt er
ástæða til þess að óttast um þessi
efni varðandi landshlutafyrirtæki
á Norðurlandi, sem Laxárvirkjun
gengi inn í með alla þá þekkingu
og reynslu, sem þar er þegar fyrir
hendi.
Orkulán Vestfjarða
Eg hef rætt hér nokkuð um
helztu þætti í stofnun, uppbygg-
ingu og skipulagi landshlutafyrir-
tækja í orkuTnálum. En allar hug-
myndir um landshlutafyrirtæki
hljóta að vera reistar á þeim
grunni, að stofnun slíks fyrirtæk-
is leiði til bætts skipulags frá því
sem verið hefur og til eflingar
framfara og hagsæld i viðkom-
andi landshluta. Við stofnun
Orkubús Vestfjaróa var þetta
ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu
Vestfirðinga. Lögin um Orkubú
Vestfjarða voru sett á þeim
meginforsendum, að
1) fullnægt verði orkuþörf Vest-
firðinga með innlendum orku-
gjöfum,
2) Vestfirðingar búi við sambæri-
legt orkuverð og aðrir landsmenn
og
3) Orkubúið hafi traustan rekstr-
argrundvöll.
Orkubú Vestfjarða var ekki
stofnað fyrr en talið var, aó þess-
um forsendum væri fullnægt. Eg
tel, að hliðstæðar forsendur þurfi
að setja og fullnægja við stofnun
annarra landsfyrirtækja. Þó að
um stofnun landshlutafyrirtækja
verði að fara eftir aðstæðum i
hverjum landshluta, vænti ég
þess, að það geti orðið öðrum
nokkur styrkur að vita einhver
deili á þvi, hvernig Vestfirðingar
burgðust við þeim vanda, sem
fylgir stofnun landshlutafyrir-
tækis og hvaða lausn þeir völdu.
— Sýning
Margrétar
Framhald af bls. 14.
sinni myndlistin. Hún rokkar
þetta til og frá og gerir oft
kröfu til frumleiks, sem þó ein-
att er sóttur langt aftur í tíðina.
en það eru einmitt þessi fyrir-
bæri, sem kölluð eru hreyf-
ingar í listinni. Sumar þeirra
hafa veruleg áhrif, annað
dettur fljótt upp fyrir, en það
er títt, að slík fyrirbæri eigi sér
rætur í skólum meðal ungs
fólks, sem veit, að það verður
að vera frumlegt til að eftir því
sé tekið.
Þetta er snotur sýning hjá
byrjanda, og vel þess verð, að
henni sé veit eftirtekt. Hafi
Margrét Elíasdóttir þakkir fyr-
ir komuna. Vonandi á hun eftir
að gera ýmislegt á því sviði, er
hún nú sýnir okkur.
Valtýr Pétursson.
— Hvað verður
að sjá . . .
Framhald af bls. 15
ur Gunnar Eyjólfsson. Á Litla
sviðinu verða tvö sigild verk.
Einþátturngurinn „Helreið-
in“, eða — „Sjávarreið" eftir
John M. Synge, í þýðingu Karls
Guðmundssonar og „Byssa frú
Karrar“ eftir Bertholt Brecht, i
þýðingu Bríetar Héðinsdóttur.
Efnið er svipað í báðum verk-
unum, í forgrunninum er möð-
ir, sem má horfa eftir syni sín-
um í sjóinn i öðru en i hinu fer
sonurinn í strið. Baldvin
Halldórsson er leikstjóri en
Gunnar Bjarnason sá um leik-
myndir.
A stóra sviðinu verður einnig
sýnt leikritió „Ungfrú
Margrét" eftir Brasilíumann-
inn Robert Athayde, en þetta er
I fyrsta skipti sem leikrit upp-
runnið i Suður-Ameríku er tek-
ið fyrir í Þjóðleikhúsinu. Ulfar
Hjörvar er þýðandi verksins og
Benedikt Árnason leikstjóri.
Herdís Þorvaldsdóttir fer með
aðalhlutverkið, þar sem hún
leikur kennslukonu, en leikrit-
ið á að spegla ástandið í Suður-
Ameriku eins og það er í dag.
Tveir gamanleikir verða
sýndir á stóra sviðinu: leikrit
eftir Bernhard Slade, ,,A sama
tíma að ári“, en höfundurinn er
bandariskur. Leikritið hefur
verið sýnt viðs vegar um heim-
inn og notið mikilla vinsælda.
Stefán Baldursson er þýðandi
verksins og Gisli Alfreðsson
leikstjóri. Leikendur eru tveir
og eins og Þjóðleikhúsið hefur
gert einu sinni áður, verður
frumsýningin úti á Iandi en
ekki hefur verið ákveðið hvar.
Hitt gamanleikritið er ítalskt,
frá Napóli, og nefnist „Laugar-
dagur, sunnudagur, mánudag-
ur“, og höfundurinn heitir
Eduardo de Filippo. Sonja
Diego þýddi leikinn og Gunnar
Eyjólfsson er leikstjóri.
Kabarettsýning er fyrirhug-
uð í Leikhúskjallaranum siðar í
vetur.
Listdanssýningar og söngleik-
ir eru einnig á vetrardag-
skránni. Jólasýningin er ballet
—„Hnotubrjóturinn" — við
tónlit Tsjaíkovskis. Hér er um
að ræða sýningu fyrir alla fjöl-
skylduna. Helgi Tómasson
ballettdansari verður gestur
þjóðleikhússins fyrstu
sýningarní\r að minnsta kosti.
Bandarískur ballettmeistari
George Yuri Chatal, er
kominn hingað til landsins og
stjórnar undirbúningi
sýninganna. Önnur listdanssýn-
ing verður sennilega í febrúar-
ntánuði.
Öperettan „Káta ekkjan" eft-
ir Franz Lehár veróur frum-
sýnd í marzmánuði. í aðalhlut-
verkum eru hjónin Sieglinde
Kahmann og Sigurður Björns-
son, en þau hafa súngið i þess-
um hlutverkum viðsvegar i
Evrópu og hlotið mjög góða
dóma. Það má því segja, að það
sé mikill fengur fyrir Islend-
inga að þau hjónin hafa setzt að
hér á landi.
Þrjú leikrit verða tekin upp
frá því í fyrra: „Gullna hliðió"
eftir Davíð Stefánsson, „Nótt
ástmeyjanna" eftir Per Olof
Enquist og „Dýrin i Hálsa-
skógi“, og verða þau öll sýnd á
stóra sviðinu. I lok mánaðarins
verður farið í leikför um landið
með „Nótt ástmeyjanna“, en
það er nýnæmi á þessum árs-
tíma.
Alls verða um 16 verk sýnd í
Þjóðleikhúsinu í vetur, að
gestaleikjum meðtöldum um
20, og er það svipað og undan-
farin ár.
I Þjóðleikhúsinu er sala haf-
in á áskriftarkortum og verður
henni haldið áfram fram undir
fyrstu frumsýningu. Kortin eru
keypt fyrir allt árið og veita
25% afslátt á miðaverðinu, en
þau hafa notið mikilla vinsælda
hjá almenningi. Fyrir fólkið úti
á landsbyggðinni hefur beinni
línu frá Landsímanum verið
komið fyrir á miðasöluna í
Þjóðleikhúsinu til miðapant-
ana.
Sveinn Einarsson lét vel af
aðsókninni að leikhúsinu
undanfarin ár og sagði að met-
aðsókn hafi verið síðustu þrjú
árin. _____ _
— Frakkland
Framhald af bls. 19
stóraukin verðbólga, gengisfall
frankans, fjármagnsflótti og
jafnvel enn meira atvinnuleysi.
Kommúnistar vilja hafa stefnu-
skrána mun róttækari en sösíal-
istar, með því að lágmarkslaun-
in skulu strax hækkuð, launa-
jöfnuður verði meiri i landinu.
50% hækkun ráðstöfunartekna
og lægri eftirlaunaaldri. Þetta
yrði siðan greitt með aukinni
skattlagningu á þá ríku þ.á.m.
mikilli sköttun á erfðafé.
Kommúnistar láta ekki heldur
lengur nægja þær þjóðnýting-
aráætlanir, sem þeir sam-
þykktu með sósialistum árið
1972, en vilja bæta þar við stál-
iðnaðinum, bílaverksmiðjunum
Peugeot-Citroén og aðalolíufyr-
irtæki landsins. Auk þess krefj-
ast þeir þess, að þau fyrirtæki,
sem eru ríkisrekin að nokkrum
hluta, verði 100% eign rikisins.
Gagnrýnendur þessarar
stefnu segja hana vera áætlun
um að franskt efnahagslíf yiði
að öllu leyti i höndum rikisins
sem hefði i för með sér óaftur-
kallanlegar breytingar á
frönsku þjóðlífi.
Franeois Ceyrac, fofmaður
bandalags atvinnurekenda í
Frakklandi, hefur látið hafa
eftir sér: „Ef þessar tillögur
koma til framvkæmda, gera
þær að engu þær efnahags-
framfarir sem orðið hafa í
Frakklandi siðustu 20 árin.
Leiöa til verri lifskjara og i
rauninni skilja Frakkland frá
hinum vestræna heimi.”