Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 11 Enn er einn á Erlendur Jónsson: Islensk bók- menntasaga 1550—1950. Fimmta útgáfa. — Bókaútgáfan Askur. Reykjavik 1977. Haustið 1928 fluttist ég til Isafjarðar, enda var ég þá ráð- inn þar bókavörður. Laun mín voru í fyrstu aðeins þær 2500 krónur, sem Alþingi hafði veitt bókasafninu með þvi skilyrði, að bæjarstjórn fæli mér starf- rækslu safnsins. Þar eð ráða- mönnum þótti allnaumt skömmtuð launin, var mér gef- inn kostur á kennslu bæði I ungiinga- og kvöldskóla. 1 ungl- ingaskólanum skyldi ég kenna íslandssögu og að auki tvær námsgreinar, sem ekki höfðu verið kenndar þar áður. önnur var félagsfræði, hin saga is- lenzkra bókmennta. Var það Vilmundur Jónsson, sem réð því, að þessum tveimur grein- um væri bætt við námsefni i skólanum. I félagsfræði var þá ekki til nein kennslubók, og Lestrarbók Nordals taldi ég ekki henta nemendum minum, en hins vegar væri mér styrkur að henni sem handbók. Vil- mundur taldi og bezt við hæfi, að ég kenndi báðar þessar námsgreinar í fyrirlestrum, það mundi vænlegast til að vekja áhuga nemendanna, þar eð ég hefði sem fyrirlesari í Noregi og síðan hér heima fengið hart- nær einstæða æfingu i að tala blaðalaust, flytja mál mitt áheyrilega og blanda efnið hæfilega ýmsu spaugilegu. Vil- mundur hafði sitt fram eins og oftast meðan hann var á tsa- firði. k An samfelldra hjálpargagna fræddi ég nemendur mina um skipan þjóðfélagsins og um skyldur þeirra og réttindi, og mat ég það vandlega, að ekki gætti i máli minu pólitiskrar hlutdrægni. I bókmenntasögu- kennslunni studdist ég við bæk- ur eftir Finn prófessor Jónsson og Sigurð skólameistara Guðm- undsson um fornbókmenntirn- ar, og i fyrirlestrum minum um tímabilið frá 1400 til samtímans hann báti hafði ég hliðsjón af greinum Nordals um höfundana, sem hlotið höfðu sæti í Lestrarbók hans. Á þess að þykjast gera mig sekan um sjálfshól leyfi ég mér að fullyrða, að ég hafi aldr- ei unnið þakklátara starf en bókmenntafræðsluna i ungl- inga- og siðan gagnfræðaskóla ísafjarðar, og vissulega jók það mjög á lestur góðra bóka i bóka- safninu. Hins vegar átti hin fyrirhafnarsama kennsia min i bókmenntum drjúgan þátt í þvi, ásamt bókavörzlunni, að engin bók kom frá minni hendi frá 1929 til 1933. Þó að ég næði allæskilegum árangri í kynningu íslenzkra bókmennta, saknaði ég þess, að ekki skyldi vera kostur á ágripi íslenzkrar bókmenntasögu, þvi að ég taldi, að slikt ágrip mundi verða íslenzkukennurum hvati til aukinnar kennslu i bók- menntum. Árið 1942 kom út þriðja útgáfa af Lestrarbók Nordals. Þar var fellt úr tíma- bilið frá 1400—1750, ritgerðin um samhengið i islenzkum bók- menntum og smáletursgrein- arnar um höfundana. Við var svo bætt lesefni eftir 25 höf- unda, þeirra elztur Guðmundur Björnsson (Gestur), en yngstur Kristmann Guðmundsson. Þeg- ar Nordal hefur gert grein fyrir þessu i formála bókarinnar, far- ast honum þannig orð: „Svo er til ætlazt, að seinna komi út lestrarbók, sem nái yfir timabilið frá upphafi íslenzkra bókmennta til 1750 og því næst ágrip islenzkrar bókmennta- sögu handa unglingaskólum, sem sé að nokkru leyti miðað við efni þessara tveggja lestrar- bóka. Með þessum þremur bók- um ætti að vera séð fyrir nauð- synlegustu undirstöðu bók- menntalestrar i íslenzkum skól- um. Vrnsu má síðan bæta við smám saman í útgáfum við hæfi skóla, t.d. úrvali úr bók- menntagreinum, sem hefur orð- ið að ganga fram hjá að mestu i lestrarbókunum (ritgerðum (esseys), fróðleik ýmsum, m.a. um forna og nýja atvinnuvegi Erlendur Jónsson o.s.frv.). Bókmenntakverið ætti líka að geta bent bæði kennur- um og nemendum á annað efni, sem til hraðlestrar væri fallið. Báðum lestrarbókunum þurfa að fylgja skýringar, svo að ekki sé sóað of miklum tíma í kennslustundum til sliks. Er handhægast að hafa þær i sér- stökum heftum. Sveinbjörn Sigurjónsson mag.art. hefur tekizt á hendur að semja skýr- ingar við þessa bók, og koma þær væntanlega út í haust.“ Ut kom siðan árið 1952 „Sýn- isbók islenzkra bókmennta til miðrar átjándu aldar“ — og tóku hana saman Sigurður Nor- dal, Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri og Jón prófessor Jó- hannesson. Ut komu og þær skýringar þær eftir Sveinbjörn skólastjóra Sigurjónsson, sem um getur i formála Nordals, og var þetta hvort tveggja mæta vel úr garði gert. En þannig liðu átta ár eftir útkomu Sýnis- bókar íslenzkra bókmennta til miðrar átjándu aldar, að ekki bólaði á ágripi af bókmennta- sögu handa skólum. Árið 1955 varð Erlendur Jónsson kennari í islenzku við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann mun hafa sinnt bók- menntakennslu það mikið, að honum mun brátt hafa orðið ljóst, að full þörf væri á þvi, að út væri gefin kennslubók i is- lenzkum bókmenntum til hag- ræðis og áhugaauka jafnt kenn- urum sem nemendum. Svo kom þá frá hans hendi og Rikisút- gáfu námsbóka árið 1960 Is- lenzk bókmenntasaga Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN 1750—1950. Hún kom síðan út að mestu óbreytt tveimur árum seinna og 1966 þannig aukin, að nú tók hún yfir tímabilið frá 1550—1950. Ekki tók það mörg ár að þessi gerð bókarinnar þyrfti að koma út i nýrri út- gáfu. Sýnir þetta ljóslega, hve brýn var þörfin á slíkri bók. Ég hefði oftar en einu sinni minnzt á það við fræðimenn i íslenzkum bókmenntum og sögu, að þeir tækju sig til og rituðu ágrip af islenzkri bók- menntasögu, en þó að þeir teldu hennar brýna þörf, var sem þeir áræddu ekki að ríða á vaðið, og brugðu þeir þvi eink- um fyrir sig, að ekki hefðu enn verið gerðar þær rannsóknir á íslenzkum bókmenntum, sem nauðsynlegar væru sem grund- völlur svona ágrips. Ég minnt- ist þá þess, að ég hafði lesið og lært kornungur mér til mikillar ánægju. Ágrip af sögu tslands eftir séra Þorkel Bjarnason á Reynivöllum, en hún var fyrst gefin út árið 1880, en siðan aft- ur 1903. Siðar lærði ég Stutta kennslubók i tslendingasögu eftir Boga Melsteð, sem fyrst kom út 1904 og svo var endur- prentuð tvisvar. Báðar þessar bækur gerðu mikið gagn, þó að mjög skorti á að islenzk saga hefði þá verið rannsökuð til hlitar. Ég brást svo þannig við bókmenntasögu Erlends, að ég kom mér i kynni við hann og þakkaði honum framtak hans, þó að ég væri ekki alls kostar ánægður með allt, sem þar var sagt og þætti nokkurs vant. Og þó að sú hefði orðið raunin, hver sem hefði samið slíka bók, ritaði ég greinarkorn, þar sem ég gat nokkurra ágalla. En ekki gerði ég það fyrr en bókin hafði sannað svo rækifega gildi sitt, að aðfinnslur mínar næðu ekki að draga úr notkun hennar. Ég hygg að Erlendur hafi bú- izt við því, þegar hann ritaði kennslubók sina, að ekki myndi líða á löngu, unz út kæmi — ekki feiknastór og visindaleg bókmenntasaga heldur allræki- legt rit um íslenzkar bókmennt- ir frá upphafi vega, miðað við þarfir alls þorra manna. Ég hafði orðað það við hann, eftir að hann sendi frá sér þriðju útgáfu bókar sinnar, að næst þegar hún kæmi út, hefði hann prjónað framan við hana ágrip af sögu bókmenntanna frá fyrstu tið til 1550. Sagði ég, að eins og hann vissi engu siður en ég, væru til prentuð rit, sem mættu duga honum til hliðsjón- ar við gerð slíks ágrips. Hann tók tillögu minni viðs fjarri, sagði, að svo margt og misjafnt hefði verið ritað um þetta efni, að erfitt mundi reynast að finna þar sæmilega ^greiðan meðalveg. Og hvað sem því liði, yrði þetta svo timafrekt verk, að hann hefði ekki aðstöðu til að vinna það. En Erlendi mun hafa þótt dragast um skör fram, að út kæmi bókmenntasaga handa al- menningi, þvi að hin nýút- komna og fimmta útgáfa af bók- menntasögu hans er ekki ein- ungis ætluð skólum heldur is- lenzkum lesendum yfirleitt, sem ekki hafa lagt sérstaka rækt við þessi fræði, enda er það ekki Rikisútgáfa náms- bóka, sem hefur kostað hina nýju bók, heldur fyrirtæki, sem heitir Bókagerðin Askur. Erlendur hefur endurritað alla bókina og lengt samfellt lesmál um tuttugu og fimm blaðsíður. En hann getur ekki fleiri skálda en i þriðju og fjórðu útgáfu bókarinnar, svo að ýmsum mun finnast, að þar sé einhverra vant, sem þar hefðu átt rétt á sæti. Myndir eru sem fyrr af öllum þeim skáldum, sem til eru myndir af og rithandarsýnishornum hef- ur verið fjölgað, sem og mynd- um af blaðsíðum úr merkum ritum. Þá eru og þarna mun fleiri myndir en áður af leikur- um i gervi persóna úr merkum leikritum, sem sett hafa verið á svið eða sýnd i sjónvarpi. Þá er og þarna mynd af listilega skornum skáp, sem til er eftir Bólu-Hjálmar, og þar sem fjall- að er um þjóðsögur þeirra Jóns Árnasonar og Magnúsar Grims- sonar eru myndir af tveimur þjóðsagnamálverkum Ásgríms Jónssonar. Þá er framan við hvern hinna tíu kafla mynd af listaverki eftir Ásmund Sveins- son. Á baksiðu kápunnar segir svo: „Bókina prýða margar mynd- ir, þar með taldar þjóðsagna- myndir eftir Ásgrim Jónsson og ljósmyndir af nokkrum högg- myndum Ásmundar Sveinsson- Framhald á bls. 39. Cellótónleikar Þa8 er staSreynd a8 atburSir hafa oft hvetjandi áhrif langt út fyrir markaS svi8 þeirra í tíma. Me8al viðstaddra er ef til vill ein- hver ung persóna sem ákveSur framtíS sina og setur sér markmiS. Þannig eru athafnir manna ekki takmarkadar vi8 einstaklinga e8a ákveSna stund, heldur eru þeir samtengd þróun, er flyzt frá manni til manns. Hvort sem atburSirnir fela i sér gott e8a illt, fagurt e8a Ijótt, getur bergmál þeirra veriS ótrúlega lifseigt og komiS fram i margvislegum mynd- um. OrSstir fortiSarinnar er ávallt dæmdur eftir tengslum liSandi nútiSar vi8 liSna atburSi og þekking á þeim kallaSur lær- dómur. Þannig ver8a athafnir annaS og meira en einkamál. Þær eru sagan. sem framtiSin segir af miskunnarleysi og athafnir sem hún verSur a8 þiggja sina uppskeru af. Pétur Þorvaldsson er einn þeirra tónlistarmanna sem á langan vinnudag a8 baki. bæSi i Sinfóniu- hljómsveit íslands og sem kennari. Hann hefur staSiS vel á verSinum. þó sjaldan hafi framlag hans veriS lofa8 e8a þakkað. Sessunautur minn á tónleikunum minntist á það hve margt ungt fólk fjölmennti á tónleikana og þa8 þótt efnisskráin væri i þyngra lagi Jafnframt þvi a8 unga fólkiS er á góSri Iei8 meS þvi a8 verSa þeim fullorSnu fyrirmynd i áhuga á góSri tónlist. má og ætla a8 starf Péturs, sem kennara, valdi nokkru Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON um aSsókn unga fólksins a8 þessu sinni. Á efnisskránni voru tvö verk. einleikssónata eftir Bach og sónata fyrir celló og pianó eftir Beethoven, sem Gisli Magnússon flutti með Pétri. Einleikssónatan var skilmerkilega flutt. en nokkuð þunglamalega. Pétur er gætinn spilari, sleppir ekki fram af sér beizlinu og vinnur verk sitt vel. TóngæSin eru nokkuð misjöfn og hljómurinn stundum holur e8a þurr, sem rænir skýran leik Péturs oft mýkt og fegurB. Þama er um herzlumun að ræða. sem skiptir miklu máli og má vera a8 reynslu- leysi i hljémleikahaldi valdi nokkru um og löng seta i Sinfóniu- hljómsveitinni. Þvi hefur oft verið hreyft að hljóSfæraleikurum sé nauSsynlegt að fást vi8 fjölbreytt- ari verkefni. en að leika eingöngu i hljómsveit. Þa8 er erfitt fyrir hljóðfæraleikarana sjálfa að halda hljómleika og þvi nauSsynlegt að starfandi séu félög, sem skipu- leggi slika starfsemi. Reynsla siðari ára hefur sannað gildi slikra félaga og ennfremur að bæði tón- flytjendur og hlustendur eru- fúsir til þátttöku. Um flutning sónötunnar eftir Beethoven (op. 5 Framhald á bls. 31 LAUGAVEGUR ■g-21599 g-M375

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.