Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 Elís Davídsson kerfisfrædingur: Undanfarið hafa almennar umræður og blaðaskrif snúist um efnahagsmál og um auðg- unarbrot. Hvorttveggja er skiljanlegt, enda hefur ásókn eftir peningum og öðrum áþreifanlegum verðmætum aldrei verið jafnmikil og nú. Afleiðingar eru m.a. þungar erlendar skuldir, efasemdir um framtið innlendra atvinnuvega og um getu tslendinga til að lifa i þessu landi, minni samhugur við fátækar og skuldugar þjóð- ir. lýðskrum af ýmsu tagi (t.d. Aronskan svonefnd) og óð verðbólga. Þegar ástandið er jafn ískyggilegt og nú er, byrja menn að setja fram áleitnar spurningar um lífsvenjur, neyslu, eyðslu, tækniþróun og um fleiri þætti nútima þjöðfé- lags, sem hingað til hafa þótt hinir sjálfsögðustu hlutir. Vmsar áleitnar spurningar af þessu tagi hafa einnig vaknað hjá mér, er ég fór að kanna nánar innihaid norrænnar skýrslu, sem rak á fjörur mínar fyrir nokkru. Skýrsla þessi kom út á s.I. sumri á vegum norrænnar ráðherranefndar og fjallar um þá möguleika að reka samnorrænt gervihnatta- kerfi til miðlunar sjónvarps- og útvarpsdagskráa allra Norður- landa. Hugmyndin var skírð NORDSAT. Þar sem NORDSAT- hugmyndin hefur litt verið kynnt hérlendis, en hún er nú á umfjöllunarstigi á öllum Norðurlöndum, hef ég riðið á vaðið og ákveðið að kynna þess áætlun með eftirfarandí greinargerð. En auk þess að kynna áætlunina sjálfa, hef ég reynt að meta hana með tilliti til innlendra aðstæðna, þ.m.t. kostnað Islendinga vegna NORDSAT og þörf landsmanna á nýjum afþreyingar- og menn- ingarmiðli. Loks geri ég tillög- ur, sem ég tel að hæfðu NORDSAT vel og yrðu þjóðinni til sæmdar. Hvað felst í NORDSAT-áætluninni? í skýrslu ráðherranefndar Norðurlanda eru þrjú megin- markmið NORDSAT talin vera: „ — að styrkja norræn menn- ingarsamskipti (kultur- gemenskapen) — að auka valfrelsi einstakl- inga með aðgangi að dagskrám nárannalandanna — að veita norrænum inn- flytjendum á Norðurlöndum tækifæri til að sjá sjónvarps- dagskrár heimalanda sinna.“ Þessum markmiðum er ætl- ast til að ná með þvi — að skjóta á loft gervihnetti til að miðla sjónvarpsdagskrám allra Norðurlanda til allra Norðurlandabúa, og — að fá einstaklinga til að kaupa sérstakan útbúnað og loftnet, svo þeir geti móttekið beinar sendingar á dagskrám allra Norðurlanda á heimilis- tækjum sinum. Rætt var um það, áður en fyrrnefnd skýrsla var lögð fram, að i upphafi mætti spara nokkurt fé með því að senda út eina samnorræna dagskrá (4 klukkustundir á dag), sem yrði samin með samvinnu allra sjón- varpsstöðva Norðurlanda. £n þessi hugmynd, er ekki letigur á dagskrá, enda hefur komið í ljós, að fjárhagslegur ávinningur af þessum valkosti er ekki marktækur, þegar allt er meðtalið. 2. Hverjir eru opinberir aðstandendur „NORDSAT áætlunarinnar? Kveikjuna að NORDSAT- áætluninni má rekja til við- bragða hinnar sænsku „ríkis- nefndar um geimrannsóknir" við skýrslu norrænna embættis- manna, sem samin var árið 1974 og fjallaði um aukna samvinnu sjónvarpsstöðva á Norðurlönd- um. í umsögn sænsku rikis- nefndarinnar kom fram sú skoðun, að notkun gervihnatta- tækni sé raunhæfur valkostur i sambandi við þessa samvinnu. Skv. ákvörðun menntamála- ráðherra allra Norðurlanda frá því i des. 1975, og í framhaldi af tillögum sænsku ríkisnefndar- innar, var sett á fót nefnd til að kanna nánar hinar tæknilegu, lagalegu, menningarlegu og fjárhagslegu hliðar á „samnor- rænni dagskrármiðlun í gegn- um gervihnött". Sú nefnd hef- ur síðan dreift vinnu sinni og komið á laggirnar undirnefnd- um, sem unnu að þessum fjór- um hliðum áætlunarinnar. Aðrir aðilar, einkum á tækni- sviði, hafa veitt „aðstoð" og sent inn skýrslur. Þar skal sér- staklega nefnd geimstofnanir i Evrópu og i Bandarikjunum svo og framleiðendur tækni- búnaðar. Af þeim síðarnefndu verður vikið hér á eftir. Nú er niðurstöður undir- nefndanna og yfirnefndar til- tækar í prentuðu formi, en þær fást hjá menntamálaráðuneyt- um landanna (skýrslur nr. NU A 1977:7, 1977:8, og 1977:9). Almenningur ætti því að hafa tækifæri til að kynna sér þessar skýrslur af eigin rammleik. 3. Hverjir eru hinir síður opinberu aðsfand- endur „NORDSAT“? Það eru þrenns konar aðilar, sem mundu hagnast af tilkomu NORDSAT og þar af tvenns konar aðilar, sem hafa stutt NORDSAT áætlunina bak við tjöldin: — í fyrsta lagi framleið- endur rafeindabúnaðar (gervi- hnettir, eldflaugar, senditæki, móttökutæki, loftnet, o.fl.) — I öðru lagi umboðsaðilar ofangreindra framleiðenda á hverjum stað — í þriðja lagi almenn fjöl- þjóðafyrirtæki. Aðilar fyrsta hóps hafa þegar gefið sig fram við undirbúning tækniskýrslna NORDSAT með „ráðgjöf" og tilboðsgerð (sjá NU 1977:8). Niðurstöður tækniskýrslanna hafa af skiljanlegum ástæðum úrslita áhrif á gerð kostnaðarútreikn- inga (þ|tl, 1977: 7). Nöfn þess- ara aðila eru mörgum kunnug. Hér er um að ræða fjölþjóðar fyrirtæki, sem eru sum hver meðal öflugustu hergagnafram- leiðenda í heiminum: General Electric, Hughes Aircraft, TRW, Siemens, Mitsubishi, Nippon Electric, L M Ericsson, o.fl. í næsta kafla verður getið þeirra fjarhæða, sem hér er verið að tefla. Það er því ekki undarlegt, að þessi fyrirtæki leggi hart að sér að koma NORDSAT sem fyrst f gagnið. Því miður gefst ekki tækifæri til að rannsaka nánar að- ferðirnar sem þessir aðilar hafa beitt og beita áfram, til að sann- *■ færa tæknimenn, embættis- menn og almenning um nauð- syn NORDSAT. Aðila næsta hóps þarf ekki að kynna. Allir hljóta að þekkja Umboðsfyrirtækin, sem höfðu á sinum tíma mikinn áróður i frammi í hérlendum fjölmiðl- um um hag íslenska rikisins af litsjónvarpinu. Eins og þá, má búast við, að umboðsaðílilum takist í framtíðinni að sann- færa landsmenn um, að aukin gjaldeyriseyðsla leiði til.sparn- aðar! Þriðji hópurinn lítur á gervi- hnetti fyrst og fremst sem lykil- tæki til að auka efnahagsleg yfirráð sin i heiminum. Fjöl- þjóðafyrirtækin vita, að með til- komu gervihnatta aukast mögu- leikar þeirra til að koma boðum sinum (auglýsingum og áróðri) til einstaklinga fram hjá eftir- liti og aðhaldi af hálfu lýðræðis- legra stjórnvalda. Þetta þarf e.t.v. nánari skýringa við. 4. Hlutverk gervi- hnatta i útþenslu fjölþjóða auðhringa Höfundar skýrslanna um NORDSAT gera sér grein fyrir því, að hin einstöku Norður- lönd hafa núna mismunandi af- stöðu til sjónvarpsauglýsinga. I skýrslunni er m.a. bent á, að nú eru þær aðeins leyfðar á lslandi og í Finnlandi. Það er tekið fram, að úr sendingum Islend- inga og Finna til annarra Norð- urlanda yrði að klippa burt aug- Iýsingarnar. Þótt mörgum sé e.t.v. ekki ljóst hvers vegna aukin út- breiðsla gervihnattasjónvarpa stuðli að útvíkkun auglýsinga- starfsemi i sjónvarpi, gera hag- fræðingar og auglýsingastjórar fjölþjóða auðhringa sér fyllstu greirr fyrir þessúm rökrænu tengslum. Skýringin er sú, að gervi- hnattatæknin mun auka veru- lega útgjöld sjónvarpsstöðva, enda ráða mjög fáir aðilar yfir tækniþekkingu — sem þarf til að þróa, skjóta á loft og reka gervihnetti — og þar af leið- andi yfir verðlagningu tækn- innar. Fyrirhafnaminnsta að- ferð sjónvarpsstöðva til að ná inn peningum, til að mæta kostnaðarþenslu verður sú, að leyfa auglýsingar, þar sem þær eru bannaðar og auka auglýs- ingatíma, þar sem þær eru þeg- ar leyfðar. Þar eð gervihnattasjónvarpi er beint til miklu stærra neyt- endahóps en ella, má búast við mikilli ásókn að auglýsingatím- um, með þeim afleiðingum, að taxtar verði látnir hækka. Slikt er einmitt það, sem hin fjár- sterku fjölþjóðafyrirtæki sækj- ast eftir, enda útilokast þannig smærri fyrirtæki, sem ekki hafa efni á þessum auglýsinga- miðli. Það er þvi engin tilviljun, að aðalhvati að útbreiðslu gervi- hnatta, þ.á.m. sjónvarpsgervi- hnatta, skuli koma frá hcima- slóðum fjölþjóða auðhringa, sem sé frá Bandaríkjunum og Efnahagsbandalaginu. And- staða þessara ríkja gegn hug- myndum ýmissa þróunarríkja um vernd eigin fjölmiðla og menningar (t.d. innan UNESCO), endurspeglar ein- mitt þessa hagsmuni. Einstaka sinnum kemur fyr- ir, að forráðamenn fjölþjóða auðhringa lýsi opinskátt fyrir- ætlunum sínum með gervi- hnetti. Lee Bickmore, fyrrv. - forstjóri National Biscuit Com- pany (RITZ-kex o.fl.), sagði eitt sinn 1 blaðaviðtali við tíma- ritið FORBES: „Við gerum ráð fyrir að aug- lýsa fyrr eða siðar um allan heim. Við myndum t.d. eyða 8 milljónum dala i auglýsingar um gervihnött. Auglýsingarnar myndu ná til allt að 360 milljón- um manna. Við erum nú þegar að undirbúa aðstöðu okkar hvarvetna til þess að mæta eft- irspurninni." 4. Hvað er reiknað með að „NORDSAT44 muni kosta? Það er til marks um óheilindi þeirra, sem að „ráðherraskýrsl- unni“ stóðu, hve óljós fjárhags- kafli skýrslunnar er. Til að átta sig á kostnaði NORDSAT áætl- unarinnar, þurfti undirritaður að tina saman tölur frá mis- munandi stöðum i skýrslunum og framkvæma talsverða út- reikninga. Þótt aðalskýrsla ráð- herranefndarinnar sé 370 blað- síður að lengd, er hvergi að finna almennt og tæmandi kostnaðaryfirlit! Skipta má kostnaði við NORDSAT í þrjá höfuðflokka: a) Fjárfesting vegna gervi- hnatta og tækjakosts, sem yrði í umsjón sjónvarpsstöðvanna. b) Fjárfesting vegna móttökubún- aðar á vegum einstaklinga og c) Reksturskostnaður NORDSAT. a) Fjárfesting vegna eld- flauga, gervihnatta, stýriútbún- aðar og senditækja er áætluð af umræddri ráðherranefnd 575 m. skr. (milljónir sænskra króna), eða um 25 milljarðar fslenskra króna. b) Fjárfestingu vegna mót- tökubúnaðar, þ.e. vegna loft- neta, tengibúnaðar við sjón- varpstæki og uppsetningar þeirra, er aðeins hægt að áætla, því að ekki er vitað hve fljótt sjónvarpseigendur á Norður- löndum muni kaupa slikan út- búnað. Hins vegar er ekki óraunhæft að áætla, að þegar fimm ár eru liðin frá þvi NORDSAT væri komið í gagn- ið, yrðu a.m.k. 75% af sjón- varpseigendum á Norðurlönd- um búnir að fá sér slikan út- búnað. Ekki má gleyma, að selj- endur sliks útbúnaðar og um- boðsmenn þeirra myndu sjá um að örva innkaup einstaklinga (sbr. útbreiðslu litsjónvarps- ins). Sé miðað við þessa áætlun og stuðst við tölur um meðalkostn- að móttökubúnaðar og fjölda sjónvarpstækja í einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsum á Norður- löndum, kemur í ljós að fjár- festing vegna móttökubúnaðar á Norðurlöndum verður um 5.550 m. skr. eða um 246 millj- arðar fslenskra króna. c) Reksturskostnaður NORDSAT er áætlaður 72 m. skr. á ári (um 3.8 milljarðar is. kr.) og er miðað við, að dag- skrár allra Norðurlanda yrðu þýddar yfir á mál sem þegnar hinna Norðurlanda skilja. Það er þó ekki gert ráð fyrir að dagskrár Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar verði þýddar yfir á mál hverra annarra. Þess skal geta, að allar tölur eru teknar úr aðalskýrslu ráð- herranefndarinnar nema tölur um fjölda sjónvarpsviðtækja, sem teknar eru úr tækniskýrsl- unni. í aðalskýrslunni er talið, að hlutdeild íslands i sameiginleg- um kostnaði NORDSAT verði 0.9%. t skýrslunni eru einnig gefnar forsendur um meðal- lendingartíma hinna ýmsu tækja og reiknað með að fjár- magnskostnaður verði 10% á ' ári. Miðað við ofangreindar for- sendur er loks hægt að reikna heildarkostnað Islendinga af NORDSAT sem yrði (i isl. kr.): milljónir á ári Sameiginlegur kostnaður........kr. 73 millj. Einkafjár- festingar .......kr. 528 millj. (15% sjónvarpseigenda fái sér móttökubúnað á ári = 75% á 5 árum) Samtals (afskriftir & vextir ) meðtaldir) ......kr. 601 millj. á ári. Það skal taka fram, að við ofangreindar kostnaðartölur yrði að bæta kostnaði vegna móttökubúnaðar útvarpssend- inga frá gervihnöttum, óski menn sérstaklega eftir þvi. Auk þess mundi útbúnaður til mót- tölu sjónvarpsdagskrá frá öðr- um gervihnöttum en NORDSAT kosta álika mikið og sá útbúnaður, sem NORDSAT heimtar. Ofangreindar tölur eru þó ekki tæmandi þar sem ekki er reiknaður kostnaður vegna flutnings, aðflutningsgjalda, tolla, vátrygginga og söluskatts. Abyrgir aðilar sem rannsakað hafa kostnað við gervihnetti hafa auk þess talið hann van- reiknaðan um u.þ.b. 500 m. skr. vegna of litilla öryggiskrafna. Þannig gæti sameiginlegur kostnaður (srb. lið a) að ofan) aukist í 1.075 m.skr., eða um 47 milljarða ísl. króna. 5. Hvaða áhrif myndi „NORDSAT“ hafa á tómstundaiðju manna? Skv. skýrslu ráðherra- nefndarinnar er talið að auknir Gerf ihnattas j ón var p N or ðurlanda „Nordsat”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.