Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 19 „Landsbankamál- id” utan dagskrár fliÞinci kom sam- an í gær # Alþingi kom saman til starfa f gær, eftir u.þ.b. mánaðarþing- hlé. Geir Hallgrfmsson, for- sætisráðherra, las forsetabréf þess efnis, að Alþingi bæri að koma saman til framhalds- funda mánudaginn 23. janúar 1978. Hann árnaði þingforseta, þingmönnum og starfsliði gleði- legs nýs árs og lét í ljós þá ósk og von, að störf Alþingis mættu verða landi og lýð til blessunar. # Asgeir Bjarnason, forseti S.þ., las bréf frá bæjarstjórn Vestmannaeyja, ritað í tilefni þess, að 5 ár eru liðin frá því að gos hófst i Heimaey. Bréfið inniheldur þakkir fyrir veitta aðstoð Vestmannaeyingum og því fylgdi upphleypt kort af Heimaey — eftir gos. # Geirþrúður Hildur Bernhöft (S) tekur nú sæti á Alþingi i fjarveru Jóhanns Hafsteins (S), sem er staddur erlendis í opinberum erindagjörðum. Þjófabálkur Jónsbókar í gildi: Frumvarp til laga um geymslufé FRUMVARP til laga um geymslufé var lagt fram á Al- þingi f gær. Efnisatriði frum- varpsins eru m.a. að hver sá, sem inna á af hendi peningagreiðslu, en fær ekki greitt kröfueiganda vegna aðstæðna eða atvika, sem kröfueigandi ber ábyrgð á geti fullnægt greiðsluskyldu sinni með þvf að greiða skuldina á geymslureikning f rfkisviðskipta- banka eða annarri þeirri innláns- stofnun, sem heimild hefur f lög- um til þess að taka við geymslufé (depositum). í greinargerð segir: í gildandi lögum eru ekki al- menn ákvæði um geymslufé. Ákvæði 15. kap. Þjófabálks Jóns- bókar fjalla um önnur atriði og halda vitanlega gildi sínu. Hins vegar er viðskiptabönkum í ríkis- eign falið það hlutverk að taka við geymslufé (depositum). Má um það vísa til e-liðs 5. gr. laga nr. 28/1976 um Búnaðarbanka Is- lands, f-liðs 5. gr. laga nr. 11/1961 um Landabanka íslands og f-liðs 5. gr. laga nr. 12/1961 um Utvegs- banka islands. Bankar þessir hafa við fram- kvæmd geymslu og meðferð geymslureiknings stuðst við hlið- stæð lög á Norðurlöndunum svo og sjálfsettar reglur. Hefur þetta leitt til nokkurrar réttaróvissu, sem er bagalegt, vegna þarfar á starfsemi af þessu tagi. Þá hafa viðkomandi bankar ekki treyst sér til þess að kynna almenningi starfsemi þessa sem skyldi, en það hefur valdið því, að almenn- ingur hefur ekki notfært sér þessa þjónustu. Hins vegar hafa fjölmargir aðiI-‘ ar þörf fyrir þessa þjónustu s.s. skuldarar veðskuldabréfa, sem gefin eru út til handhafa. Greiðsla til geymslu í banka getur verið einasta leiðin til að losna við fjárskuldbindingar. Frumvarp það, sem hér fylgir, er að megin stofni samið eftir norrænum lögum um þetta efni, en gætt íslenskra aðstæðna. Ekki hefur verið talin ástæða til að taka í lögin ákvæði um þóknun til banka fyrir geymslu fjár eða um vexti af því, þar sem Seðlabanka islands ber að setja reglur um þau atriði samkvæmt 13. gr. laga nr. 10/1961. Dómsmálaráðherra boðar frumvarp að nýjum bankalögum og skýrslu um stöðu dómsmála Bankamálaráðherra inntur frétta Sighvatur Björgvinsson (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í S þ. í gær, á fyrsta starfsdegi þings eftir áramót, og gerði að umtalsefni meint fjármuna- misferli í ábyrgðadeild Landsbankans Sagði hann þingmenn litlu nær um þetta mál nú en fram hefði komið í fréttatilkynningu Landsbankans Al- þingi kysi stjórnir bankanna og endur- skoðendur og setti þeim starfsreglur í lögum. Þar af leiddi að eðlilegt og sjálfsagt væri — og jafnvel skylt — að Alþingi léti þetta mál til sín taka Bank- arnir starfi að hluta til á ábyrgð Alþing- is. S. Bj. beindi því til bankamálaráð- herra að hann léti þingmönnum í té upplýsingar um, hvað hefði raunveru- lega gerzt í Landsbankanum; stærð málsins, hvern veg upp hefði komizt um það o.sv.frv., eftir því sem rann- sókn málsins á núverandi stigi frekast leyfði. í annan stað taldi Sighvatur eðlilegt að þingmenn fengju upplýs- ingar um, hvað hefði verið gert til að upplýsa málið, og til að hraða gangi rannsóknar. Minnti hann á svokallað Alþýðubankamál Mörg ár væru liðin síðan rannsókn þess hófst. 7 mánuðir síðan henni lauk Málið hefði síðan verið sent ríkissaksóknara Enn hefði ekki verið ákveðið neitt um framhalds- meðferð þess Nauðsynlegt væri, þeg- ar menn væru bornir sökum, að hraða uppkvaðningu um sekt eða sýknu. I þriðja lagi spurðist S. Bj. fyrir um, hvað hefði verið gert til að koma í veg fyrir að líkt og hliðstætt gæti endurtek- ið sig, sem nú hefði gerz.t í ábyrgða- deild Landsbankans. Sighvatur sagði fréttir um skipu- lagða fjárdrætti, gjaldeyrissvik, m.a í sambandi við skipakaup, skattsvik og fl af svipuðu tagi vekja menn til um- hugsunar um, hvað gera þurfi til sið- væðingar í þjóðfélaginu. Verðbólgan eigi sinn þátt i upplausninni. Hún væri þó ekki meginorsök hennar. Kosta þurfi meiru til löggjafar og dómgæzlu Ólafur Jóhannesson, dóms- og bankamálaráðherra Ekki megi spara þjóðfélaginu til tjóns. Vmissi löggjöf væri ábótavant: fyrir- tækjalöggjöf. bankalögum og bók- haldslögum Með betri skattalöggæzlu hefði verið hægt að upplýsa ýmis saka- mál mun fyrr en nú væri gert. Loks spurði Sighvatur hvað liði nýju frumvarpi að bankalögum. Frumvarp næstu daga Ólafur Jóhannesson, dóms- og bankamálaráðherra, sagðist fús að koma á framfæri svörum við fyrir- spurnum Sighvats Björgvinssonar, f.h Alþýðuflokksins. Hann hefði þau þó ekki á takteinum hér og nú. Tæpast væri og rétt að svara þeim nema i samráði við Landsbankann og með hliðsjón af rannsókn umrædds máls. En svör myndu fram borin innan stutts tima, eða jafnskjótt og nauðsynlegar upplýsingar bærust sér þar um frá viðkomandi aðilum Ólafur sagði eðlilegt að Alþingi fylgdist með þeirri hlið þessa máls, sem sneri að því. Fjárstjórnarvaldið væri i höndum Alþingis. Alþingi á að hafa sérstaka aðstöðu í þessu efni, þ.e. til að fylgjast með rekstri og málum bankastofnana, þar eð það kysi bæði bankaráðin og endurskoðendur stofn- ananna. Á þessu stigi gæti hann naum- ast fjölyrt frekar um þetta mál en myndi leita eftir umbeðnum upplýsing- um, m a frá stjórnendum Landsbank- ans. Sighvatur Björgvinsson, alþingis maður. Varðandi nýja bankalöggjöf upplýsti ráðherrann, að næstu daga yrði fram lagt á Alþingi sjórnarfrumvarp að nýrri heildarlöggjöf fyrir viðskiptabankana Það frumvarp væri að vísu samið áður en umrætt mál í Landsbankanum hefði komið upp á yfirbörðið Það mál væri því ekki hvati frumvarpsins. Hins vegar væri í þessu frumvarpi ný ákvæði um endurskoðun í bankakerfinu. Þá væri þar og heimildarákvæði fyrir bankaráð- in til að ráða sérstakan starfsmann til að fylgjast með öllum rekstrarþáttum viðkomandi banka, eftir reglum sem bankaráðið setti Takmarkað væri, hvað bankaráð geti nú fylgzt með í heildarrekstri, eftir að umfang banka- starfseminnar óx í núverandi mynd Dómsmálaráðherra sagðist ekki vilja blanda svokölluðu Alþýðubankamáli inn í þessa umræðu Hann myndi fljótlega flytja A(þingi skýrslu um stöðu dómsmála þar sem m a yrði komið inn á þetta tiltekna mál Eðlileg málsmeðferð Sighvatur Björgvinsson (A) sagði eðlilegt að ráðherra tæki sér stuttan frest til að svara fyrirspurnum sínum Eðlilegt væri að hann hefði samráð við þá, er rannsaka viðkomandi mál, áður en svör væru gefin Þetta eru eðlileg vinnubrögð undir ríkjandi kringum- stæðum, sagði S. Bj., sem þakkaði ráðherra góðar úndirtektir við fyrir- spurnir þingmanna Alþýðuflokksins. — Mannfall Framhald af bls. 47. aö S-Libanon, sem liggur að Golanhæðum, sem eru á valdi ísraela nú, geti orðið miðpunktur hugsanlegra framtiðarátaka. Hafa ísraelskir leiðtogar sagt að þeir muni halda uppi vörnum fyr- ir kristna minnihlutann í S- Líbanon. Engu siður hafa tals- menn hans látið í ljós áhyggjur af, að Palestinumönnum kunni að verða gefin stór svæði í S-Líbanon í skiptum fyrir vesturbakka Jórdanár og Gaza-svæðið, sem israelar hafa á valdi sínu. Eftir- litsmenn S.Þ. á svæðinu greindu frá að israelar væru enn með her- lið í sex vígjum í S-Líbanon en að þeir hefðu ekki haft nein afskipti af bardögunum. Er álitið að her Palestínumanna sé 5 til 10 sinn- um stærri en her kristna minni- hlutans. sem telur um 1000 manns og voru þeir fjórir, er létust úr hópi siðarnefndra. - Samvinnufélög sjá um allt_______ Framhald af bls. 47. upphafi árs 1976 Ummerki stríðs- ins sem geisaði 1 970 til 1 975 væru enn sjáanleg, en þau væru minni nú en fyrir tveimur árum Ennfremur sagði sendiherrann að einhver pen- ingaviðskipti ættu sér stað milli ríkis og samvinnufélaga en engin félaga í milli Bjork sænski sendiherrann, sagði að þeir hefðu átt viðræður við varaforsætisráðhérra Kambódíu og hefðu þær einkum snúizt um sam- búð Kambódiu og annarra landa í Suðaustur-Asíu Virtist Bjork sem Kambódíumenn aðhylltust þjóðern- isstefnu sem ætti rætur sinar i gamla Khmerakonungdæminu Suomela, finnski sendiherrann, sagði að svo virtist sem Kambódia væri að opna landið fyrir umheimin- um, en færi sér hægt í þeim efnum. Kambódíumenn hafðu mikinn áhuga á að eiga viðskipti við önnur lönd, sérstaklega þau sem hlutlaus væru. Bjork sagði. að eftirlit með sendi- herrunum hefði ekki verið eins mikið nú og það var fyrir tveimur árum Ennþá væru varðstöðvar í borginni, en þeim væri ekki raðað niður eftir skipulagi og hægt væri að komast framhjá þeim með því að þræða hliðargötur Sendiherrunum var sagt að Kambódíustjórn hefði ekki í hyggju að endurbyggja Phnom Phen, en til stæði að byggja nýja borg og ættu hún að vera iðnaðarborg. Þá var þeim sagt, að þjóðinni hefði verið skipt í samvinnufélög og væru á milli 5 og 6 hundruð fjöl- skyldur i hverju félagi Öllum væri séð fyrir skammti af hrísgrjónum og salti, og allir fengju föt, og sáðkorni var dreift til félaganna, að sögn sendiherranna Sendiherrunum var þó ekki gefinn kostur á að kynna sér starfsemi félaganna af eigin raun — Metútgjöld hjá Carter Franíhald af bls. 1 arða dollara skattalækkun í síð- ustu viku til að örva efnahagslíf- ið. Hann gerir ráð fyrir níu millj- arða dollara greiðsluafgangi 1981 þótt James Mclntyre fjárlagaráð- herra segi þá spá byggða á þeirri forsendu að skattar verði ekki lækkaðir meira. Því er spáð að atvinnulausum fækki úr 6.4% í 5.8% fyrir árslok 1979, en að verðbólgan verði um 6% allt árið. Thomas (Tip) O'neill, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði um frumvarpið að hann vonaði að lækka mætti niðurstöðutölur frumvarpsins niður fyrir 500 milljarða dollara án þess að það kæmi niður á þjóðfélagslegum og efnahagslegum áætlunum. George Mahon, formaður fjár- veitinganefndar fulltrúadeildar- innar, kvaðst óttast að fjárlögin og hallinn á þeim mundu ýta und- ir meiri verðbólgu. — Auðmanni rænt... Framhald af bls. 1 þar sem hann er háttsettur í samtökum vinnuveitenda hefur hann oft sætt gagnrýni vinstri- hópa i Frakklandi. Ránið gerðist skömmu eftir að baróninn fór frá heimili sínu við Avenue Foch í bíl sinum sem bílstjóri hans ók. Sendibíl og vélhjóli var lagt þvert fyrir bifreið barónsins og bílstjóri hans nam staðar þar sem slys virtist hafa átt sér stað. Tveir grímuklæddir menn stukku út úr sendibílnum og yfirbuguðu bílstjóra barónsins með hjálp mannsins á vélhjólinu. Siðan þustu aðrir vopnaðir mannræn- ingjar inn í bifreið barónsins og óku á brott með hann. Bílstjóranum var fleygt inn í sendibílinn sem var einnig ekið burt. Hann var látinn laus skömmu siðar. Hann var svo illa haldinn eftir barsmíðar að hann gat ekki gefið nákvæma lýsingu á mannræningjunum. Sjónarvottur að nafni Pierre Roy kveðst hafa séð um fjóra grímuklædda menn stökkva inn i bil barónsins og gerði hann lögreglunni viðvart. Síðasta meiriháttar mannrán- ið í Frakklandi var ránið á Luchino Revelli-Baumont, yfir- manni Frakklandsdeildar Fiats, í apríl í fyrra. Hann var látinn laus gegn tveggja milljóna dollara lausnargjaldi þremur mánuðum siðar. Megn- ið af peningunum náðist og átta Argentinumenn voru hand- teknir. Seinna var sagt að bill Empains baróns hefði fundizt á stæði í norðvesturhluta Paris- ar. Valery Giscard d’Estaing for- seti fékk skýrslu um málið á kiukkustundarfresti í dag og ræddi málið við Alain Peyrefitte dómsmálaráðherra og Christian Bonnet innanríkis- ráðherra sem hélt skyndifundi um málið með aðstoðarmönn- um sinum. — Gyðingahatur segir Begin Framhald af bls. 1 i utanríkisráðuneytinu í Kairó er sagt að herferðin sem Egyptar ætla að hefja á alþjóðavettvangi mundi meðal annars felast i þvi að nefndir yrðu sendar til við- ræðna við Carter forseta i Washington og að málstaður egypzku stjórnarinnar yrði kynnt- ur fyrir evrópskum, arabískum og afrískum leiðtogum. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum í Kairó binda bæði E'gyptar og isaeismenn vonir sinar við það að Bandarikjamenn komi aftur skriði á viðræöurnar. Starfs- maður egypzka utanrikisráðu- neytisins sagði i dag að viðræð- urnar hefðu komizt i sjálfheldu en þeim hefði ekki verið slit.ið. 1 Damaskus var haft eftir opin- berum heimildum að æðstu menn svokallaðra harðlínuríkja Araba- heimsins mundu koma saman til fundar i Algeirsborg í lok mán- aðarins. Fyrri tilraunir róttækra Araba til að samræma baráttu sina gegn friðartilraunum Sadats forseta hafa hingað til strandað á gamalli úlfúð Íraks og Sýrlands, en margt bendir til þess að baathistastjórnir landanna séu fúsar að sættast. Árás Begins forsætisráðherra á egypzk blöð kom fram i þingræðu þar sem hann kvaðst enn hafa áhuga á samningaumleitunum. Hann kvaðst vona að egypzka stjórnin mundi múlbinda blöðin til þess að stuðia að þvi að koma á „andrúmslofti þar sem halda megi áfram rólegum samninga- viðræðum." Begin benti einkum á grein i egypzka blaðinu AI-Akhbar þar sem hann var kaliaður „Shylock" (úr Kaupmanninum i Feneyjum eftir Shakespeare). Hann svaraði ræðu þeirri sem Sadat flutti í egypzka þinginu á laugaraginn og sagði að ísraelsmenn gætu ekki fallizt á kröfu hans um algeran brottflutning Ísraelsmanna frá herteknum arabiskum svæðum. Hann lagði aftur á það áherzlu að byggðir Gyðinga yrðu að vera áfram á Sinaiskaga þegar friðar- samningur hefði verið gerður At’tiI.VSIMiASlMINN KK. 22480 J i4i«n}iuibttiíii:i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.