Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 Ungur Afríkubúi. Sonur Bokassa, keisara, Jean Bedel Georges Ungur Evrópubúi: Onefndur drengur á Sikiley Hið nýja Þessar tvær myndir virðast hafa endaskipti á hinum venjulegu hugmyndum um heim okkar: Barn með hvítan hörundslit, óhreynt, í rifnum gúmmístígvélum, klætt skítugri skyrtu, berrass- að er það eitf og yfirgefið fyrir framan illa hlaðinn steinvegg húss á Sikiley. Og fjögurra ára gamall strákur með svartan hörundslit, klæddur einkennisbúningi úr dýr- indis efni, sniðnu eftir máli að grönnum limum, i stígvélum úr antilópuleðri, umkringdur þjón- um. Ljósmyndarinn, sem tók myndina af barninu á Sikiley, hirti ekki um að spyrja um nafn þess. Nafn svarta barnsins barst um heim allan. Það er Jean Bedel Georges, krónprins keisararíkis- ins í Mið-Afríku, sonur fyrrverandi fallhlifarher- mannsins Bokassa, sem hinn fjórða desember hins fyrra árs setti sjálfur keisarakórónuna á sitt hrokkna hár Enn er það alltaf tilviljun á jörðu hér, hvernig lífið tekur á móti barni. Jafnir möguleikar eru tóm orð, draumur, sem aldrei getur rætzt. ár er enn En aftur á móti: Líkurnar á sæmilegu lífi eru margfalt meiri fyrir barn með hvítan hörundslit en horfurnar fyrir hið svarta barn á því, að það sleppi við hina erfðu eymd. En einnig mitt á meðal okkará Vesturlöndum býr örbirgðin, eíns og hún hefur gert, frá því er sögur hófust. Hinar mörgu milljónir vel nærðra hvitra barna heyra ekki kveinstafi litla drengs- ins á Sikiley. Fyrir þeim eru fjarlæg tár sem vatn Og andvörp tíu milljóna þeldökkra barna, sem árlega deyja úr hungri, ná ekki eyrum litla prinsins í Afríku. Á þessari jörð lifa 1,5 milljarðar barna undir fimmtán ára aldri, og á hverri mínútu fæðast 135 börn. Þeim öllum, og við getum varla talið öll hin litlu nef, ríkum sem fátækum, hungruðum sem mettum, hafa hinir fullorðnu búið heim, þar sem skynsemi og mannúð ríkir aðeins á ýmsum stöðum, en aðallega vitfirring og siðleysi. í heimkynnum litla drengsins á Sikiley hefur eitt barn Mafían ráðið ríkjum um aldabil með fjárkúgun- um og morðum. í heimkynnum litla prinsins, Jean Bedel Georges, ríkir hrottaskapur pynt- inga og dauðarefsinga. Andlit hins snauða, hvíta barns og hins ríka, svarta barns gefa til kynna, að áhyggjulaust bros sé þeim framandi. Bæði lifa þau — eins og milljónir annarr^ barna — í ótta við heim hinna fullorðnu án þess að geta sagt það með orðum. Svarta barnið á litla hásætinu er umlykt hatri hinna kúguðu og pyntuðu. Hvíta barnið er umkringt vohleysi. Hið nýja ár er einnig barn fullt vonar um frið, hamingju og heilbrigði. Og þó er hætt við, að við lok þess hafi aðeins vonleysi þessa heims bætt einum árhringi við Að þeir tólf mánuðir, sem framundan eru, muni á ný færa sönnur á vizku þeirrar fornþjóðar, sem svo segir um í norrænni sögn: Henni þótti svo vænt um börn að hún ákvað að eignast engin fleiri. — svá — úr „Welt am Sonntag" á nýársdag. Elna Orvokkí sýnir á Mokka ELNA Orvokkí Bárðarson opnaði í gær sýningu á Mokka þar sem hún sýnir 32 verk sem að mestu eru unnin úr steinum ýmiss konar. Sýningin er opin á opnunartíma kaffihússins og stendur í þrjár vikur. Prentvillur í viðtali Soffíu I viðtali við Soffíu Karlsdóttur í Morgunblaðinu á sunnudag breyttist orðið alltaf í aldrei í prentun og munaði um það í merkingu setningarinnar, sem átti að vera: Pabbi lék'alltaf. Þá féll niður sfðasti hluti úr setningu og byrjun á annarri. Þar var verið að segja frá leikskóla Lárusar Pálssonar og átti að standa: Okkur var ætlað að lesa heilmikið af bókmenntum heima, sem maður gerði auðvitað. Ég las meira að segja ensku hjá konu úti í bæ og sálarfræði utan skólans. Ég skil ekki hvernig mér datt það í hug með öllu þessu. Síðan hefi ég alltaf verið að grúska i sálar- fræði, sem hefur reynst mér mjög gagnlegt á lífsleiðinni. Kveikt í póstkössum Á sunnudag var kveikt í fjórum póstkössum aö Asp- arfelli 10. Slökkviliðið kom á vettvang og varð ekki umtalsvert tjón af íkveikj- unni, en þeir sem þar stóðu að verki höfðu ekki fundizt í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.