Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 90.00 kr. eintakið. Markmið kjara- samninga verð- ur að nást SUS fagnar tillögum nefnd- ar um minnkun ríkisumsvifa Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi ályktun frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna, en hún var samþykkt á stjórnarfundi Sambandsins 19. janúar s.l. „Stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna fagnar því að nefnd um minnkum ríkisumsvifa hefur nú sent frá sér fyrstu tillögur sínar, en bendir á, að nauðsynlegt er að endurskoða fjölmörg fleiri atriði. Samband ungra Sjálfstæðis- manna hefur áður bent á, að opin- ber umsvif hafa á liðnum árum aukizt án markmiðs. Nú gefst al- þingismönnum og ríkisstjórn tækifæri til að sýna hug sinn til samdráttar ríkisumsvifa og um leið að setja ríkisumsvifum mark- mið. Þess misskilnings hefur gætt i umræðum síðustu vikur, um þá stefnu sem S.U.S. hefur kynnt 1 undir kjörorðinu „báknið burt“, að hún sé eingöngu bundin við að ýmis rikisfyrirtæki, sem nú eru starfrækt verði seld einstakling- um eða lögð niður. Þess vegna vill stjórn S.U.S. taka fram eftirfar- andi: Tillögur Sambands ungra Sjálfstæðismanna, úndir kjörorð- inu „báknið burt“, miða að alls- herjarendurskipulagningu opin- bers búskapar í landinu, og að draga úr hinum sívaxandi umsvif- um hins opinbera, en gefa ein- staklingum tækifæri til að virkja krafta sína i þágu sjálfra sín og þjóðarheildarinnar. Stjórn S.U.S. itrekar þvi eftir- farandi grundvallaratriði varð- andi þetta stefnumál sitt: 1. Afskipti hins opinbera af láns- fjármarkaðnum verði með eðli- legum hætti. Arðráni á sparifé verði hætt og pólitiskt úthlutun- arkerfi verði afnumið. 2. Virkt eftirlit verði haft með nýtingu opinberra fjármuna til að tryggja mestu mögulegu hag- kvæmni í opinberum rekstri. 3. Skapaðar verði forsendur fyrir afnámi niðurgreiðslna og útflutn- ingsuppbóta. Ungir Sjálfstæðis- menn benda á neikvæðan tekju- skatt sem betra tæki til tekjujöfn- unar. 4. Sífellt endurmat fari fram á opinberri þjónustu, þannig að hún samsvari vilja og þörfum fólksins hverju sinni. Einstakl- ingar fái ekki opinbera þjónustu undir kostnaðarverði án tillits til efnahags nema í undantekningar- tilvikum. 5. Hið opinbera dragi stórlega úr þátttöku sinni í rekstri fram- leiðslufýrirtækja. Ýmis ríkisfyrir- tæki og stofnanir verði lagðar nið- ur en aðrar seldar einstaklingum. Málm- og skipasmíðasamband íslands: Mótmælir lagasetningu um skyldukaup lífeyrissjóða Kjarasamningar þeir, sem gerðir voru sl. sumar á hinum almenna vinnumarkaði svo og þeir sem gerðir voru sfðar á árinu við opinbera starfsmenn, stefndu að sjálfsögðu að þvf að bæta kjör launþega eftir erfiðleika undan- genginna missera. Ekki þarf að draga í efa, að samningar þessir voru gerðir f góðri trú og samn- ingsaðilar hafa bundið ákveðnar vonir við, að þeir mundu leiða til batnandi Iffskjara fyrir almenn- ing. Það er markmiðið með gerð kjarasamninga. Eins og Morgunblaðið hefur margsinnis vakið athygli á hafa kauphækkanir á 12 mánaða tíma- bili frá 1. desember 1976 — 1. desember 1977 numið 60—80%. Þar er bæði um að ræða eftir- stöðvar samningsbundinna kaup- hækkana frá eldri kjarasamning- um og ákvæði þeirra samninga, sem nú eru f gildi. Fyrirsjáanlegt er, að kaup mun enn hækka veru- lega á þessu ári vegna samnings- bundinna áfangahækkana og vísi- töluhækkana. Ekki er hægt að segja nákvæmlega fyrir um hverjar kauphækkanir verða f heild á þessu ári en ekki er ólík- legt, að þær verði a.m.k. 30% og líklega nokkuð meiri. A sfðasta ári urðu nokkrar hækkanir á fiskverði á erlendum mörkuðum. Slfkar hækkanir urðu einnig á árinu 1976. Þessar hækk- anir hafa staðið undir þeirri kjarabót, sem launþegar hafa fengið að svo miklu leyti, sem hún er raunhæf, ásamt aflaaukn- ingu og almennri framleiðni- aukningu f atvinnuvegum lands- manna. A þessu ári eru engar sérstakar ástæður til að ætla, að um einhverjar eða verulegar hækkanir verði að ræða á verði að kom fram f máli Magnús- ar L. Sveinssonar, formanns atvinnumálanefndar Reykjavfk- urborgar, f borgarstjórn nýverið, að allar vinnufærar hendur f höfuðborginni hefðu verk að vinna. Nauðsynlegt væri að fylgj- ast með atvinnuþróun á höfuð- borgarsvæðinu, m.a. til að tryggja rfkjandi atvinnuöryggi til fram- búðar. Af þeim sökum hefði borg- arstjóri falið sérstakri embættis- mannanefnd að gera úttekt á at- vinnustöðu borgarinnar og lagt fram tillögur að atvinnustefnu, grundvallaðar á þeirri úttekt. Tillögurnar miðuðu fyrst og fremst að þvf að tryggja eðlilegan vöxt f frumgreinum atvinnulffs- ins, iðnaði og sjávarútvegi, sem dregizt hefðu saman f hlutfalli við þjónustugreinar. Magnús sagði að á árunum 1971—1977 hefði verið lokið byggingu iðnaðar- og verksmiðju- húsnæðis f Reykjavík að rúmmáli 1154 þúsund rúmmetrar. Hér íslenzkra afurða erlendis. Það þýðir, að við höfum ekkert upp á að hlaupa, sem getur gert okkur kleift að standa undir hluta þeirra kauphækkana, sem nú þeg- ar eru komnar fram, hvað þá þeim launahækkunum, sem fyrir- sjáanlegar eru á þessu ári. Afleiðing mikilla kauphækk- ana langt umfram greiðslugetu atvinnuveganna verður sú, að at- vinnureksturinn lendir smátt og smátt f rekstrarerfiðleikum. Þeg- ar þeir eru komnir á ákveðið stig stöðvast rekstur fyrirtækjanna og starfsfólk þeirra missir atvinnu sfna. Þetta er þvf miður raunhæf- ur möguleiki á þessu ári. Þá eru kjarasamningar þeir, sem gerðir voru á sl. ári, farnir að vinna gegn tilgangi sfnum. í stað þess að stuðla að kjarabótum fyrir laun- þega geta þeir leitt til atvinnu- leysis og þar með kjararýrnunar. Astæðulaust er að deila um það hver sökina á i þessum efnum. Það skiptir ekki meginmáli og raunverulega er ckki hægt að kenna einum um frekar en öðr- um. Bjartsýnin hefur verið of mikil og við höfum öll ætlað okk- ur meira en efni voru til. Nú þarf að takast samstarf milli rfkisstjórnar og Alþingis annars vegar og verkalýðssam- taka og vinnuveitenda hins vegar um leiðir til þess að tryggja að markmiði þeirra kjarasamninga sem gerðir voru á sl. ári verði f raun og veru náð, þ.e. varanleg kjarabót með auknum kaup- mætti. Slíkar aðstæður valda þvf, að það reynir á þroska og yfirsýn forystumanna f stjórnmálum og atvinnulffi. Vonandi reynast þeir þeim vanda vaxnir á næstu vikum og mánuðum. væri aðeins talið fullgert hús- næði. Tillögur borgarstjóra um byggingu iðngarða væru gerðar til að örva enn frekar iðnþróun f borginni. Hins vegar hefðu helztu opinberir f járfestingarsjóðir horft fram hjá Reykjavfk við út- hlutun lánsf jármagns til atvinnu- uppbyggingar. Þannig hefðu Fiskveiðasjóður, byggðasjóður og iðnlánasjóður lánað samtals 19.7 milljarða króna til atvinnuvega á árunum 1973—1976. Þar af hefðu aðeins 2.3 milljarðar eða 11.9% farið til Reykjavfkur — þar sem yfir 40% þjóðarinnar byggju. Þróun fiskveiða og fisk- iðnaðar f höfuðborginni byggist m.a. á þeirri aðstöðu, sem þessum atvinnugreinum er sköpuð f höfn- inni. Allar fiskihafnir á landinu, nema Reykjavfkurhöfn, fá 75% alls stofnkostnaðar greiddan af rfkissjóði. Hún fær ekki neitt. Þessi fjárhagslega mismunun er fyrirbrigði, sem ekki er hægt að una við lengur. A FUNDI miðstjórnar Málm- og skipasmiðasambands tslands 16. janúar s.I. var rædd sú ákvörðun Alþingis að knýja Iffeyrissjóðina með lagasetningu til að kaupa skuldabréf fjárfestingasjóða og var eftirfarandi samþykkt gerð: Miðstjórnarfundur Málm- og skipasmiðasambands Islands mót- mælir þeirri ákvörðun Alþingis, að skylda lífeyrissjóði verkalýðs- félaga, sem tóku til starfa 1. janú- NÝLEGA eru komin út hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins tvö ný upplýsingarit, Vetrar- steypa og Astandskönnun einangrunarglers. Hákon Ölafsson yfirverkfræð- ingur gerir grein fyrir helztu aðgæzluatriðum f steinsteypu- vinnu að vetrarlagi og rekur aðgerðir til þess að komast hjá ar 1970, til þess að kaupa skulda- bréf ríkisins fyrir 40% af tekjum sjóðanna, og skerða þar með ráð- stöfunarfé lífeyrissjóðanna stór- lega. Fyrir þessa sjóði, sem hvergi nærri hafa getað fullnægt lána- þörf sjóðafélaga, verður afleiðing þessarar ákvörðunar sú, að láns- upphæðir lækka og biðtími eftir lánum lengist. örðugleikum við slfkar fram- kvæmdir. Astandskönnun einangrunar- glers er lokaskýrsla allumfangs- mikillar rannsóknar á gleri og glerskemmdum. Jón Sigurjónsson deildarverkfræðingur hefir stýrt rannsókninni og ritað bæklinginn sem er 100 síður. Rannsóknin var eins og áður sagði allumfangsmik- Við það skapast misrétti milli þeirra sem þegar hafa fengið lán og þeirra fjölmörgu sem bíða eftir afgreiðslu lána, t.d. bíða af- greiðslu hjá Lífeyrissjóði málm- og skipasmiða um 270 lánsum- sóknir. Miðstjórnin telur slíka lög- þvingun sem þessa lagasetningu Aþingis forkastanlega, og skorar á háttvirt Alþingi að endurskoða þessa ákvörðun sína. il o§ gefur gott yfirlit yfir ástand þessa veigamikla efnis í bygging- um hér á landi. Um áramótin komu svo út hin ársfjórðungslegu rit stofnunar- innar um vísitölur byggingarhlut- anna. Byggingarvísitala var þá 176 stig, en vísitala vinnuliða var 198 stig og efnisliða 152 stig. Ný snyrti- stofa NÝVERIÐ var opnuð ný snyrti- stofa f húsakynnum Hárgreiðslu- stofunnar Greiðunnar við Háa- leitisbraut 58—60. Þar er á boð- stólum andlitsböð, húðhreinsun, handsnyrting, dagsnyrting, kvöld- snyrting, augabrúnir og aygnhár lituð, fjarlægð óæskileg hár svo sem á fótum og andliti. Fegrunar- sérfræðingur stofunnar er Sigrfð- ur Erla Sigurðardóttir. Hópur lista- manna stofnar N ýlistasaf nid NÝTT listasafn var stofnað í Reykjavík hinn 5. janúar sl. að því er kemur fram f fréttatil- kynningu frá stofnendum, en þeir eru sagðir 26 fslenzkir myndlistarmenn, ýmist starf- andi heima eða erlendis. t und- irbúningi er reglugerð varð- andi aðild erlendra listamanna að safninu. í fréttatilkynningunni segir svo m.a.: Nýlistasafnið var stofnað m.a. vegna óánægju með starf- semi Listasafns islands og inn- kaupa safnráðs, telja stofnend- ur Nýlistasafnsins að inni heiidareign Listasafns tslands vanti 15—20 ára timabil merki- legra hræringa i íslenzkri myndlist. Helztu markmið Ný- listasafnsins eru þaraf leiðandi þau að varðveita og kynna lista- verk og heimildir um listaverk og sýningar þessa timabils, auk þess að vera miðstöð nýjustu strauma I íslenzkri myndlist. * Nýlistasafninu hafa þegar borizt tilkynningar um stórgjaf- ir listaverka eftir heimskunna listamenn. Þá hefur safninu verið ánafnað úrklippusafn í dagblaðsbroti, alls 80 bindi. 5 manna stjórn sér um rekst- ur Nýlistasafnsins. Formaður er Níels Hafstein. Aðrir í stjórn eru Magnús Pálsson, Þór Vig- fússon, Rúrí og Ölafur Lárus- son. 1 varastjórn eru Jón Gunn- ar Árnason, Kristján Guð- mundsson og Steingrímur E. Kristmundsson. Endurskoðend- ur eru Bjarni H. Þórarinsson og Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem jafnframt er lögfræðingur safnsins. Atvinnuþróun í Reykjavík Upplýsingarit um vetrarsteypu og ástandskönnun einangrunarglers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.