Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 21 Matthías íhug- ar tilboð frá 3 sænskum félögum MATTHÍAS Hallgrímsson dvelur um þessar mundir í Svíþjóð, þar sem hann er að kanna nokkur tilboð, sem hann hefur fengið frá sænskum knattspyrnuliðum. Matthías sagði i samtali við Mbl. á sunnudaginn, að hann væri með i athugun tilboð frá þremur liðum i 2. deild, Derby, Sandviken og Eskilstuna og litist sér einna bezt á tilboð síðastnefnda liðsins. Matt- hías sagði að lið úr 1. deild hefðu einnig haft samband við sig en hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir 1. deildinni, þvi liðin þar borguðu minna en lið í 2. deild, þar sem allt kapp er lagt á að komast upp í 1. deildina. Matthías sagði að lokum að hann væri ekki búinn að gera það upp við sig ennþá hvort hann tæki einhverju af þessum tilboðum eða kæmi heim til Akraness og léki með IA í sumar. Hann ætti sitt fyrirtæki á Akranesi og aðeins gott tilboð gæti lokkað sig til áframhaldandi dvalar í Svíþjóð. — SS. GENERALPRUFAN"FYRIR HM ísland vann Refstad 22:18 uðu flest mörkin og réðu norsku markverðirnir illa við undirskot Gunnars. Kristján Sigmundsson og Gunnar Einarsson voru í markinu hvor sinn hálfleikinn og vörðu þokkalega. Viggó Sigurðssyni var vísað þrfvegis af velli og síðast var hann útilokaður frá frekari þátttöku. Mörk íslands: Þorbergur 5, Gunnar 4, Þorbjörn Guðmunds- son 3, Axel Axelsson 3 (2 v), Geir Hallsteinsson 2, Janus Guðlaugsson 2, Björgvin Björg- vinsson, Bjarni Guðmundsson og Einar Magnússon 1 mark hver. Ingebritsen skoraði 5 af mörkum Refstad og Fureseth 4 mörk. 1 leiknum hvíldu Jón H. Karlsson, Ólafur Einarsson, sem er meiddur, og Þorlákur Kjartansson. Ósló 23. janúar frá Agústi I. Jónssyni: ISLENZKA landsliðið lék f kvöld æfingaleik við norska lið- ið Refstad, sem er I 2. sæti f norsku deiidarkeppninni nú sem stendur. tslenzka liðið sigraði 22:18 eftir að staðan hafði verið 12:9 I hálfleik. Þetta er sfðasti leikur fslenzka liðsins fyrir Heimsmeistara- keppnina, sem hefst f Dan- mörku á fimmtudag. Þangað heidur liðið á þriðjudag. i þessum leik var ungu mönn- unum gefið tækifæri og þeir reyndust traustsins verðir. Sér- staklega komu þeir vel frá leiknum Þorbergur Aðalsteins- son og Gunnar Einarsson í Göppingen. Var Þorbergur bezti maður liðsins að þessu sinni, og barðist grimmilega bæði í vörn og sókn. Refstad komst í 3:0 i byrjun en íslenzka liðið jafnaði og staðan var um tíma 9:9 en þá tóku íslendingar sprett og höfðu þrjú mörk yfir i hálfleik. 1 seinni hálfleik var munurinn þetta 2—3 en lokatölurnar 22:18 eins og fyrr segir. Þorbergur og Gunnar skor- Þorbergur Aðalsteinsson var markhæstur með 5 mörk. Olafur brotinn — Páll eða Jón inn í staðinn? Ösló, 23. janúar. fráÁgústi I. Jónssyni, blm. Mbl.: ÞAÐ ER Ijóst að Ólafur Einarsson úr Víkingi verður ekki meðal þátttakenda í Heimsmeistarakeppninni i Danmörku. i landsleiknum á sunnudaginn lenti Ólafur i árekstri við einn norsku leikmannanna með þeim afleiðingum að tvö bein í handarbaki og úlnlið brotnuðu. Frestur til þess að tilkynna endanlegan 16 manna landsliðshóp íslands rennur út á hádegi á miðvikudag. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýr leikmaður verði valinn I stað Ólafs en fullvfst má telja að svo verði og verður þá annaðhvort kallað á Pál Björgvinsson, Vfkingi, eða Jón Hjaltalín Magnússon, Lugi, til þess að taka sæti Ólafs í landsliðshópn- um. Aston Villa keypti Craig ASTON Villa keypti f gær skozka landsliðsmanninn Tommy Craig frá Newcastle fyrir 250 þúsund sterlingspund. Þetta er hæsta upphæð, sem Aston Villa hefur greitt fyrir nýjan leikmann. Þá var tilkynnt f gær að Harry Haslam hafði sagt upp fram- kvæmdastjórastarfinu hjá Luton og tekið við stjórninni hjá Sheffi- eld United, en því félagi hefur gengið herfiiega uppá sfðkastið. Keeganí 8 leikja bann KEVIN Keegan var í gær dæmd- ur i 8 leikja keppnisbann i Þýzka- landi fyrir að hafa slegið til leik- manns i vináttuleik Hamburger SV og VFB LUbeck. Er það áfall fyrir Hamburger að geta ekki not- að þennan snjalla leikmann i svo langan tima. Keegan lék áður með Liverpool i Englandi og hann er fastamaður í enska landsliðinu. Halldór til Svíþjóðar KNATTSPYRNUMAÐURINN Halldór Björnsson, sem leikið hefur með KR og ýmsum fleiri liðum hér innanlands auk lands- liðsins, er farinn til Svfþjóðar til samninga við 3. deildarlið f bæn- um Mora. Hefur félagið gert Hall- dóri tilboð um að gerast leikmað- ur og þjálfari þess og taldi Hall- dór mjög miklar lfkur á þvf að hann undirritaði samning við félagið f utanferðinni. — Það er agalegt að lenda í þessu, sagði Ólafur í viðtali við blm. Mbl. í Ósló. I B-kepninni í Austurriki í fyrra lá ég f rúminu allan tímann með flensu og ég spilaði einn leik með harmkvæl- um. Núna brotna ég áður en sjálf A-keppnin hefst og læknirinn sagði að ég þyrfti að vera í gifsi í 8 vikur. Ólafur kvaðst reikna með því að hann færi með liðinu til Dan- merkur þó að svona væri fyrir honum komið. — Mig langar eig- inlega mest heim en ætli maður sjái ekki a.m.k. þrjáfyrstu leikina og sjái svo til, sagði Ólafur von- svikinn. Fleiri meiðsli hrjá menn, t.d. hefur fyrirliðinn Jón H. Karlsson átt við að stríða meiðsli í læri og einnig í baki en hann er á bata- vegi. Janusz Cerwinski landsliðs- þjálfari hittir liðið i Árósum á þriðjudagskvöldið og mun hann hafa hönd í bagga með því hver valinn verður í stað Ólafs ef það verður úr. Birgir Björnsson var að þvi spurður hvert yrði þlutverk Januszar í Heimsmeistarakeppn- Páll dæmdur í þriggja leikja bann hjá UEFA FYRSTI íslenzki landsliðsmaður- inn var um helgina dæmdur í keppnisbann af aganefnd Evrópu- sambandsins. UEFA. Það var Páll Ólafsson unglingalandsliðsmaður úr Þrótti, sem hlaut hvorki meira né minna en þriggja leikja bann og þýðir þetta, a8 Páll getur ekki tekið þátt i lokakeppni Evrópu- keppni unglingalandsiiða, sem haldin verður i Póllandi i mai n.k. Páll var rekinn af leikvelli i hin- um fræga leik Wales og íslands i Wales sl. haust þegar ísland tryggSi sér þátttökurétt i fyrr- nefndri keppni meS þvi aS vinna 1:0. Páli var sýnt rauSa spjaldiS i seinni hálfleik eftir aS hafa fengiS bókun i þeim fyrri. Hann settist á varamannabekkinn islenzka. sem ekki er leyfilegt, og skömmu siSar stöSvaSi dómarinn leikinn og vis- aSi Páli af bekknum og skipaSi honum aS fara til búningsher- bergjanna. Stjóm KSÍ hefur nú til athugun- ar hvort ekki sé unnt aS áfrýja þessum dómi, sem er aS mati kunnugra allt of þungur. Páll Ólafsson var i fyrra markakóngur 2. deildar og hann var einn þeirra leikmanna, sem mestr vonir voru bundnar viS i keppninni i Póllandi. — SS. inni, en sem kunnugt er hefur hann sáralítið getað tekið þátt i undirbúningi liðsins fyrir Heims- meistarakeppnina. — Hlutverk Januszar verður að stjórna islenzka liðinu í leikjun- - um í Danmörku, sagði Birgir. Það er ljóst að hlutverk og ábyrgð landsliðsnefndarinnar verður meira en ætlað hafði verið í leikj- unum vegna þess hve seint Jan- usz kemur til móts við okkur. Eftir sigurinn á sunnudaginn hefur verið mjög góður andi rikj- andi í íslenzka landsliðshópnum. Liðið æfði i dag og einnig var farið yfir myndsegulband af Ólafur Einarsson leiknum og athugað það sem bet- ur mætti fara. íslenzka liðið er ekki það eina sem tók leikinn upp á myndsegulband, þarna var mættur njósnari frá danska lands- liðinu og tók hann allan leikinn upp á band. i frítímunum gripa landsliðsmennirnir í spil og út- vegsspilið er sérstaklega vinsælt um þessar mundir i íslenzka landsliðshópnum. Þrekmælingar — Arni þrek- mestur en Janus er þindarlaus SKÖMMU áður en landsliðið hélt utan voru allír leikmennirnir þrekprófaðir hjá Liff ræðideild Há- skólans. Var útkoman yfirleitt mjög góð og i heildina mun betri en fyrir keppnina i Austurriki i fyrra. Samkvæmt þessum mælingum hefur Árni Indriðason óvenju mik- ið vinnuþrek en Þorbjörn Guð- mundsson stendur honum ekki langt að baki. Janus Guðlaugs- son reyndist vera þolnastur en næstir á eftir Janusi komu Bjarni, Geir, Axel, Árni og Þorbjörn. Sá leikmaður, sem var með slakasta útkomu. var Gunnar Einarsson, Göppingen. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Úrslit Iblaki um helgina: l.DEILD KARLA: UMFL — IS 0:3 UMSE — Þróttur 1:3 1. DEILD KVENNA: ÍMA — UBK 1:3 Völsungur — UBK 3:0 Nánar á morgun. Guðmundur Rúnar Guðmunds- son, FH, vann bezta afrek Reykja- vfkurmeistaramótsins innanhúss um helgina, en hann keppti sem gestur. Guðmundur stökk 2,04 metra I hástökki. Nánar verður sagt frá mótinu sfðar og Stjörnu- hlaupi FH, en þar báru Sigurður P. Sigmundsson og Thelma Björnsdóttir sigur úr býtum. Miillersmótið fór fram viö skfðaskálann f Hveradölum á sunnudaginn en það er sveita- keppni f svigi. Sveit Armanns vann öruggan sigur, sveit KR varð önnur og sveit IR þriðja. Nánar á morgun. Einn leikur fór fram f meistara- fiokki kvenna f islandsmótinu f körfuknattleik um helgina. KR vann ÍR örugglega 76:54.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.