Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
7
„Stefnt í hreint
öngþveiti”
Dagblaðið Timinn segir
nýlega i forystugrein:
„Hér i blaðinu í gær var
sagt frá nýrri spá Þjóð-
hagsstofnunar um verð-
lagshorfur á árinu 1978.
Samkvæmt spánni mun
verðlagshækkun á árinu
verða 39—40% að
meðaltali en 35—36%
frá upphafi til loka ársins.
Þá hefur Hagstofan áætl-
að að hinn 1. marz næst-
komandi hækki laun um
10% vegna visitölu-
ákvæða kaupgjaldssamn-
inga. Fyrirsjáanleg er
a.m.k. 6»/2% verðbóta-
hækkun hinn 1. júni
næstkomandi, en liklegt
má telja, að hún geti orðið
nær 8%. í Ijósi þessa og
annarra atriða virðast því
að öllu óbreyttu horfur á,
að verðlagslækkun á
árinu 1978 verði eins og
áður sagði 39—40% að
meðaltali en 36—36%
milli áramóta. Tilsvarandi
hækkun launa yrði sam-
kvæmt þessu yfir 50% að
maðaltali og frá upphafi
til loka ársins um 40%, og
er þá reiknað með verð-
bótum 1. desember 1978,
en ekki grunnkaupshækk-
un.
Samkvæmt þessu eru
horfur á, að verðbólgan
verði enn meiri á þessu ári
en hún varð á siðasta ári,
ef engar ráðstafanir verða
gerðar til þess að draga úr
henni. Þá má jafnvel gera
ráð fyrir, að hún verði
mun meiri en spárnar gefa
til kynna, því að reynslan
hefur oft orðið sú, að til
sögunnar hafa komið
ýmsar hækkanir, sem
ekki voru fyrirsjáanlegar,
þegar spáin var gerð.
Óvæntar verðlækkanir
hafa hins vegar verið
ótíðari.
Það þarf ekki að fara
um það mörgum orðum,
að stefnt er i hreint öng-
þveiti, ef verðbólgan
verður látin æða eins
hratt áfram og spárnar
gefa til kynna að verða
muni, ef ekkert verður
gert til að hamla gegn
henni. Það er útilokað
fyrir útflutningsatvinnu-
vegina að taka á sig 50%
kauphækkun á þessu ári,
án þess að það verði bætt
með gengislækkun eða
öðrum tilsvarandi
aðgerðum, sem aðeins
bera árangur um stundar
sakir.
Af þessu má vera Ijóst.
að ráðstafanir til að hamla
gegn verðbólgunni má
ekki draga. Það er jafnt
hagur launþegans og
atvinnurekandans, eftir-
launamannsins og spari-
fjáreigandans að
viðnámið hefjist sem
fyrst. Þvi lengur, sem
slikar ráðstafanir dragast,
verður örðugra að fást við
verðbólguna og að ná til-
ætluðum árangri i glim-
unni við hana."
Fiskihöfnin
í Reykjavík
Þótt næg atvinna sé til
staðar i höfuðborginni
hafa frumatvinnugreinar
dregizt saman. Þetta á
ekki sizt við sjávarútveg
hvers konar. Ein megin-
forsenda þess að sjávarút-
vegur veiðar og vinnsla.
dafni eðlilega, er að tiltæk
aðstaða sé til staðar i
viðkomandi fiskihöfn. Af
þessum ástæðum hafa ís-
lendingar bundið i lög, að
stofnkostnaður við fiski-
hafnir skuli greiðast að 75
hundraðshlutum úr rikis-
sjóði og raunar alfarið í
svokölluðum landshöfn-
um. Frá þessu er ein,
aðeins ein, undantekning
En hún er lika rækileg.
Reykjavíkurhöfn fær ekki
eyri af sameiginlegu fé
landsmanna til sinnar
hafnar, og greiða þeir þó
hlutfallslega sinn hlut til
rikissjóðs, bæði í beinum
og óbeinum sköttum.
Með hliðsjón af þvi,
hver þróun hefur orðið i
sjávarútvegi i höfuðborg-
inni, sem og breyttra for-
senda varðandi tekjur af
fiskihöfninni, verður að
telja eðlilegt, að hlutur
Reykjavikur verði réttur i
þessu efni, t.d. i áföngum.
1
jHleöáur
á morgun
DÓMKIRKJAN Hátíðarmessa
vegna 50 ára afmælis S.V.F.Í.
(Slysavarnafélagsins). Biskup ís-
lands herra Sigurbjörn EinarsSon
prédikar Séra Óskar J. Þorláksson
og séra Þórir Stephensen þjóna fyrir
altari. Messa kl. 2 siðd í upphafi
aðalfundar Hins ísl. Biblíufélags,
sem haldinn verður í kirkjunni að
messu lokinni Séra Hjalti
Guðmundsson.
NESKIRKJA Barnasamkoma kl.
10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd
Helgi Elíasson bankaútibússtjóri
flytur stólræðu. Orgel Reynir Jónas-
son Minnst 50 ára afmælis SVFÍ
Séra Guðmundur Óskar Ólafsson.
Bænamessa kl 5 síðd. Séra Frank
M. Halldórsson
FELLA OG HÓLASÓKN Barna-
samkoma í Fellaskóla kl 1 1 árd
Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu
að Keilufelli 1 kl 2 síðd. Séra
Hreinn Hjartarson.
HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl 1 1
árd Séra Ragnar Fjalar Lárusson
Guðsþjónusta kl. 2 siðd Altaris-
ganga Séra Gsli Jónasson skóla-
prestur prédikar. Lesmessa næst-
komandi þriðjudag kl. 10 30 árd.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson
LANDSPÍTALINN Messa kl. 10
árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson
BUSTAÐAKIRKJA Barnasamkoma
kl 1 1 árd Guðsþjónusta kl 2.
Barnagæzla. Organisti Guðni Þ
Guðmundsson Séra Ólafur Skúla-
son
LAUGARNESKIRKJA Barnaguðs
þjónusta kl 1 1 árd Messa kl 2
siðd Sóknarprestur
BREIÐHOLTSPRESTAKALL Guðs-
þjónusta i Breiðholtsskóla kl 2 síðd
Séra Lárus Halldórsson
FRÍKIRKJAN Reykjavik. Barna
samkoma kl 10 30 árd Guðni
Gunnarsson Messa kl 2 síðd Séra
Þorsteinn Björnsson
ENSK MESSA i Háskólakapellunni
kl 1 2 á hádegi
ÁRBÆJARPRESTAKALL ' Barna
samkoma í Árbæjarskóla kl 10 30
árd Guðsþjónusta i skólanum kl
2 siðd Æskulýðsfélagsfundur á
sama stað kl 8 síðd Séra Guð-
mundur Þorsteinsson
GRENSÁSKIRKJA Barnasamkoma
kl 1 1 árd. Guðsþjónusta kl 2 siðd
Organisti Jón G Þórarinsson Séra
Halldór S. Gröndal
FÍLADELFÍUKIRK JAN Almenn
guðsþjónusta kl 8 siðd Einar J
Gíslason.
SELTJARNARNESSÓKN Barna-
samkoma i félagsheimilinu kl 1 1
árd Séra Guðmundur Óskar Ólafs-
son.
ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 siðd
að Norðurbrún 1. Séra Grimur
Grimsson.
K.F.U.M. Sunnudagaskóli fyrir öll
börn að Amtmannsstig 2B kl
10.30 árd
HÁTEIGSKIRKJA Barnaguðsþjón-
usta kl. 1 1 árd Séra Arngrimur
Jónsson. Guðsþjónusta kl 2 siðd
Séra Tómas Sveinsson Síðdegis-
guðsþjónusta kl 5. Séra Arngrimur
Jónsson
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti. Lágmessa kl 8.30 árd
Hámessa kl 10.30 árd. Lágmessa
kl 2 síðd Alla virka daga er lág-
messa kl 6 síðd , nema á laugar-
dögum, þá kl. 2 siðd
ELLI OG HJÚKRUNARHEIMILIO
Grund Messa kl. 10 árd. Séra Ing-
ólfur Guðmundsson
KIRKJA Óháða safnaðarins Messa
kl. 2 síðd. Séra Emil Björnsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL Barna
samkoma kl 10.30 árd Séra Árelí-
us Nielsson Guðsþjónusta kl 2
siðd Séra Sigurður Haukur Guð-
jónsson Ræðuefni: Að etja kappi
við öldurótið (S.V.F.Í. 50 ára) Ein-
söngur Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari, organisti Jón Stefánsson
Safnaðarstjórn
HJÁLPRÆÐISHERINN Heigunar
samkoma kl 1 1 árd Sunnudaga-
skóli kl. 2 síðd. Hjálpræðissamkoma
kl 8 30 siðd Brigader Óskar Jóns-
son
MOSFELLSPRESTAKALL Fjöl
skyldumessa kl 2 síðd. i Lágafells-
kirkju. Þess er vænst að foreldrar
fermingarbarnanna komi ásamt
börnum sínum til messunnar Séra
Birgir Ásgeirsson
KÁRSNESPRESTAKALL Barna-
samkoma í Kársnesskóla kl 1 1 árd
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl
1 1 árd Séra Árni Pálsson
DIGRANESPRESTAKALL Barna
samkoma að Bjarnhólastig kl 11
árd Guðsþjónusta kl 2 siðd. í
Kópavogskirkju Séra Þorbergur
Kristjánsson
GARÐASÓKN Barnasamkoma í
skólasalnum kl 1 1 árd Séra Bragi
Friðriksson.
BESSASTAÐAKIRKJA Guðsþjón
usta kl 2 síðd Séra Bragi Friðriks-
son
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ Hámessa kl 2 siðd
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði Barna
guðsþjónusta kl 10.30 árd. Messa
kl 2 siðd Séra Magnús Guðjóns-
son
GUÐSPJALL DAGSINS:
Lúkas 8: Femskonar sáðjörð.
LITUR DAGSINS:
Grænn. Litur vaxtar og þroska
BIBLÍUDAGUR 1978
sunnudagur 29.janúar
GJÖFUM til styrktar starfi HINS
ÍSL. BIBLÍUFÉLAGS verður veitt
viðtaka við allar guðsþjónustur í
kirkjum landsins á morgun og
næstu sunnudaga, þar sem ekki er
messað á bibliudaginn, svo og á
kvöldsamkomum safnaðanna og
kristilegu félaganna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA Barna
samkoma kl 1 1 árd Guðsþjónusta
kl. 2 síðd Bænastund n.k þriðju-
dagskvöld kl. 8 30 Séra Gunnþór
Ingason.
VÍÐISTAÐASÓKN Barnaguðsþjón-
usta kl. 1 1 árd i Hrafnistu Guðs-
þjónusta í Hrafnistu kl 2 síðd Séra
Sigurður H Guðmundsson
NJARÐVÍKURPRESTAKALL
Sunnudagaskóli i Stapa kl 1 1 árd
og i safnaðarheimili Innri-
Njarðvikurkirkju kl 1.30 siðd Séra
Páll Þórðarson
KEFLAVÍKURKIRKJA Messa kl 2
siðd Jónas Þórisson kristniboði pré-
dikar — Lokasamkoma kristniboðs-
vikunnar kl 8.30 siðd Sóknarprest-
ur.
GRINDAVIKURKIRKJA M essa kl
2 síðd Sóknarprestur /
HVALSNESKIRKJA Barnaguðs-
þjónusta kl 1 1 árd Sóknarprestur
ÚTSKÁLAKIRKJA Barnaguðsþjón-
usta kl 1 30 siðd Sóknarprestur.
STRANDAKIRKJA Messa kl 2
síðd Sóknarprestur
EYRARBAKKAKIRKJA Guðsþjón
usta kl 2 siðd Séra Eirikur J
Eiriksson prófastur prédikar —
Sýning á biblium að lokinm guðs-
þjónustu Sóknarp.restur
STOKKSEYRARKIRKJA Barna
guðsþjónusta kl 10 30 árd Sókn-
arprestur
ODDAKIRKJA Messa kl 2 siðd
Séra Stefán Lárusson
AKRANESKIRKJA Barnaguðsþjón
usta kl 10 30 árd Messa kl 2
siðd Séra Björn Jónsson
Jörðin Miðdalur
í Laugardal
er laus til ábúðar frá næstu fardögum. Uppl.
gefnar á skrifstofu Hins íslenska prentarafélags,
Hverfisgötu 21, sími 16313.
Umsóknum skal skila á sama stað sem fyrst
og eigi síðar en 20. febrúar 1978.
Fasteignanefnd H.Í.P.
Fjöltefli
HEIMDALLUR
Heimdallur efnir til fjölteflis í Sjálfstæðis-
húsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag laug-
ardag 28. janúar kl. 14.00
Jón L. Árnason unglingaheimsmeistari
teflir fjölteflið
Væntanlegir þátttakendur
mæti með töfl í Valhöll kl.
1 3.30 á laugardag.
Allir velkomnir.
Jón L. Árnason
BIBLÍUDAGUR 1978
sunnudagur 29.janúar
Arsfundur
Hins íslenzka Biblíufélags
verður í loftsal Dómkirkjunnar í Reykjavík sunnudaginn
29. jan. n.k. i framhaldi af guðsþjónustu í krikjunni, er
hefst kl. 14.00 Sr. Hjalti Guðmundsson, dómkirkju-
prestur, prédikar.
Dagskrá fundarins:
Aðalfundarstörf:
Skýrslur forseta og framkvæmdastjóra, ársreikningar,
kosningar, önnur mál — Kaffiveitingar — Auk féfags-
manna, er öðrum velunnurum Biblíufélagsins einnig
velkomið að sitja fundinn —
Hið isl Biblíufélag styður með árlegum fjárframlögum
útgáfu og útbreiðslu Bibliunnar i Ethiópiu og viðar á
vegum Sameinuðu Biblíufélaganna. Gefið hefur verið
fyrirheiti um 1620 þús. króna framlag ($ 7.500.—) á
yfirstandandi ári til þess starfs og munu framlög til HÍB á
Biblíudeginum nú fyrst og fremst renna til útbreiðslu
Ritningarinnar í Ethiópíu, þar sem Biblíufélögin hafa enn
möguleika til starfs.
Heimafyrir vinnur félagið áfram að undirbúningi nýrrar
útgáfu isl. Bibliunnar og hafði i þjónustu sinni fimm
háskólamenn við það starf á s.l. ári —
Tekið verður á móti fjárframlögum til stuðnings starfi
félagsins á Biblíudaginn við allar guðsþjónustur i krikjun-
um (og næstu sunnudaga i krikjum, þar sem ekki er
messað á Biblíudaginn) svo og á samkomum kristilegu
félaganna.
Heitið er á alla landsmenn að styðja og styrkja starf
Hins ísl. Biblíufélags. — Stjórnin.