Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 — Fréttabann Framhald af bls. 1. KÖngumaður cn hann var sagöur hafa farið frá París í dag í „við- skiptaferð“. Talsmaður innanrikisráðuneyt- isins bar í dag tíl baka þá fregn France Soir, að mannræningjarn- ir hefðu sent fingur af baróninum til fjölskyldu hans. Sagði talsmað- urinn þetta uppspuna frá rótum. Ekki hefur verið gefið upp hversu hárrar upphæðar er kraf- izt, en getgátur hafa verið um að ræningjarnir muni fara fram á allt að 10—12 milljónir dolfera. þótt hærri upphæðir hafi heyrzt. — Túnis Framhald af bls. 1. þeirra ná ekki fram að ganga á stjórn Bourgiba. 1 Túnis búa um sex milljónir manna. Það fékk sjálfstæði frá Frökkum fyrir rúmum tuttugu ár- um. Bourgiba forseti sem er nú á áttræðisaldri er heilsuveill og tal- inn lítt fær um að taka virkan þátt í stjórnun landsins. Hefur þetta og orðið til að auka öryggis- leysi manna á meðal, svo og í röðum stjórnmálamanna, þar sem méð öllu er óljóst hver gæti orðið eftirmaður hans þó að samkvæmt stjórnarskránni sé það forsætis- ráðherrann, Hedi.fiouira. Sá nýt- ur aftur á móti mjög takmarkaðr- ar lýðhylli, en af henni hefur Bourgiba lengst af getað státað. — Engin geisla- virkni... Framhald af bls. 1. un sem kynni að koma fram á mælitækjum gæfi til kynna úraní- um í jörðu áður óþekkt, en ekki í þeim mæli sem áður hafði verið sagt. Þá hafði sérfræðingur látið hafaeftir sér að á ákveðnu svæði skammt frá Bakervatni hefði geislun mælzt svo mikil að annað- hvort væri þar stærstu úraníu- námur í heimi ellegar geislavirkt ryk hefði fallið þar niður. Síðdeg- is í dag fjölgaði um tima leitar- mönnum og flugvélum sem könn- uðu svæðið og Sovétmenn ítrek- uðu aðstoð ef með þyrfti. Skömmu seinna var tilkynnt að geislunarsvæðið virtist skyndi- lega hafa horfið og við nánari rannsókn kom svo í ljós að það hafði aldrei verið um geislun að ræða. — Fundir her- málanefnda... Framhald af bls. 1. orðsendingu þar sem visað er ein- dregið á bug tillögum Sadats um framtíð Vesturbakkans og Gaza- svæðisins. Var gefin út tilkynning þessa efnis að loknum löngum fundi yfirstjórnar PLO. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandarfkjanna, Alfred Atherton, kom til Amman í Jórdaínu síðdeg- is í kurteisisheimsókn til Husseins kónungs að þvf er sagt var. Mun aðstoðarutanríkisráð- herrann einnig ávarpa ráðstefnu bandarískra sendiherra í Miðaust- urlöndum. Atherton fór um Allenbybrúna yfir Jórdaná ásamt sendiherra Bandaríkjanna í Israel, Líbanon, Sýrlandi, Saudi- Arabíu og Egyptalandi. Mun Atherton hitta Hussein á morgun og er ætlunin að hann hleri hjá konungi hvort hann sé reiðu- búinn að taka þátt í fundum Egypta og Israela ef og þegar þær hefjast á ný fyrir alvöru. Ráðherr- ann kemur til Israels aftur á sunnudag og síðan heldur hann til Kairó á mánudag. Samkvæmt frásögn bandaríska stórblaðsins New York Times á samkomulag Israela og Egypta að vera á næsta leiti, þrátt fyrir tregðu þá og gremju sem ein- kenndi síðustu opinbera fundi aðilanna. Ekki hefur þetta verið staðfest en fréttaskýrendum ber saman um að í egypzkum blöðum í dag kveði við betri og hlýlegri tón í garð Israela en áður og þar sé í öllu gætt þess að segja ekki styggðaryrði um Begin forsætis- ráðherra Israels. Sé þetta ótvirætt merki um að allt sé að komast í betra horf. Fréttin um að fundur hermála- nefndarinnar í Kairó sé ákveðinn á nýjan leik þótti og augljóst merki þess að samkomulag milli fulltrúa landanna tveggja af ein- hverjum toga, hefði náðst í opin- berum viðræðum uppá síðkastið. Þá var aðstoðarutanríkisráð- herrann bandariski Atherton nokkuð bjartsýnn í tali í dag og taldi horfur betri en áður á því að stjórnmálanefndin kæmi senn saman aftur og þá gæti upp úr því farið að komast skríður á málin. — Mikil og af- dráttarlaus... mönnum enn of snemmt að spá um hvernig málum vindur fram,“ sagði Kirsten en hún bætti við, að staða þessarar stjórnar væri vitanlega mun sterkari, þar sem hún hefði all- traustan þingmeiri- hluta. Vitor Sa Machado er 44 ára gamall, doktor í lögum. Hann er fæddur í Angola en stundaði há- skólanám sitt i borginni Coimbra í Portúgal. Hann var einn af stofn- endum Miðdemokrata- flokksins eftir bylting- una 1974. Sá flokkur átti síðan mjög erfitt uppdráttar er kommún- istar voru hvað aðsóps- mestir i landinu og voru fylgismenn CDS ofsóttir og hraktir úr stöðum og margir fluttust úr landi á árinu 1975 er ástandið var sem alvarlegast. Sa Machado var þá meðal annars sagt upp starfi sem forstjóra Gulbenk- ianstofnunarinnar í Lissabon sem hann hafði gegnt árum saman. Kirsten sagði að skipan miðdemókrata í ráðherrastöður nú væri mikil uppreist fyrir flokkinn og flokksmenn hans og fylgisaukning hans í kosningunum 1976 sýndi og að fólk hefði ektfi látið áróður kommúnista gegn flokknum ráða afstöðu sinni. Kirsten Th. Sa Machado er eftir því sem Mbl. veit bezt eina íslenzka konan sem er búsett í Portúgal. Hún er fædd í Kaupmanna- höfn og faðir hennar er danskur. Hún og bróðir hennar, Fleming, sem lézt fyrir rúmu ári af slysförum, fluttust ung með móður sinni, Mar- gréti Thorberg, til Is- lands og ólust hér upp. Að loknu verzlunar- skólaprófi stundaði hún síðan ýmis skrifstofu- störf og var um hríð flugfreyja hjá Flug- félagi Islands. Þau Kirsten og Vitor eiga þrjú börn, Paulo 14 ára, Margréti 13 ára og André 8 ára. I AP-frétt frá Lissa- bon sagði að nýja stjórn- in hefði haldið fyrsta fund sinn í dag. I stjórn- inni sitja ellefu fulltrú- ar Sósíalistaflokksins, þrír miðdemókratar og 2 óháðir. Þá'segir í sömu frétt að hernaðarráðgjafar Eanesar forseta, en þeir eru jafnframt hæstráð- endur hæstaréttar landsins, að brottvísun Spinola hershöfðingja og 18 annarra herfor- ingja, sem flúðu Portú- gal eftir tilraun til valdaráns í marz 1975, úr hernum hefði brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Einnig var lýst yfir að sams konar brottvísun nokkurra vinstri sinnaðra herfor- ingja úr hernum eftir aðra slíka tilraun um haustið væri heldur ekki í anda stjórnar- skrár landsins. Anne-Marie drottning með börnin sín. Nichoias. Paul og Alexiu Hjóna- bandið í upp- lausn? Að sögn franska vikurits- ins „Points de Vues" er Anne-Marie fyrrum Grikk- landsdrottning nú að hugsa um að flytjast með börn sin frá London og setjast að hjá systur sinni Margréti Dana- drottningu i Kaupmanna- höfn. Á Anne-Marie að hafa sagt: „Hjónaband mitt er farið út um þúfur. Ég er orðin leið á hliðarsporum mannsins míns." Þau Anne-Marie og Konstantin II fyrrum konungur Grikk- lands eiga þrjú börn, en þau eru Alexia. 12 ára, Paul, 10 ára, og Nicholas, sem er níu ára. Það var fyrir fjórtán árum að Konstantín tók við kon- ungdómi í Grikklandi eftir lát föður síns, og var Konstantín þá rétt orðinn 23 ára. Við það tækifæri sagði konung- urinn ungi: ,,Ást þjóðarinnar er styrkur minn." Aðeins þremur árum síðar gerði her- inn byltingu og hrifsaði til sín völdin í landinu. Ellefu dög- um fyrir jól 1967 yfirgáfu konungshjónin Grikkland og héldu flugleiðis til Rómar. Þar bjuggu þau um skeið, og naut Konstantin lifeyris frá grísku stjórninni, sem nemur um 235 milljónum króna ár- lega miðað núverandi gengi í Róm beið Konstantín í voninni um að fá að hverfa heim og taka við völdum á ný. Haft er fyrir satt að á þessum árum hafi hjóna- bandið farið versnandi, þvi i aðgerðarleysinu hafi konung- ur snúið sér i æ rikara mæli að hinu Ijúfa lifi Rómar, En Anne-Marie gerði tíðreist heim til Danmerkur. Sumarið 1973, tæpum sex árum eftir flóttann frá Aþenu, sökuðu herforingj- arnir grísku Konstantín um að hafa staðið að baki mis- heppnaðri byltingartilraun. Var hann því sviptur lífeyri sínum, og eignir hans i Grikklandi gerðar upptækar, en þær voru metnar á sem svarar 50 milljör^um króna á núverandi gengi Sjálfurfékk hann að halda eftir upphæð, sem nemur um tveimur millj- örðum. Virtust nú allar vonir Ljósmyndafyrirsætan Mynah Bird, sem konungurinn er nú bendlaður við. Konstantin fyrrum Grikkjakonungur. Konstantins að engu orðnar, og keypti hann sér þá hús í London, og þangað fluttist fjölskyldan. Haustið 1974 kviknaði von- arneisti á ný þegar herfor- ingjastjórnin heimilaði starf- semi stjórnmálaflokka í Grikklandi og boðaði til þjóð- aratkvæðagreiðslu um það, hvort taka ætti upp konungs- stjórn á ný Atkvæði voru greidd í desemberbyrjun 1974, og 69,2% þjóðarínn- ar höfnuði konungi. I London hefur Konstantín æ sjaldnar sézt i fylgd eigin- konunnar, en verið bendlað- ur við aðrar, sem hafa verið förunautar hans í samkvæm- um. Fyrst var það prinsessa nokkur, Margarita von Bad- en, sem er tíu árum eldri en Konstantín, svo tók við von Brecknock greifynja, og nú síðast ung blökkukona frá Nigeriu, Mynah Bird, sem er 26 ára gömul Ijósmyndafyrir- sæta i London, en faðir henn- ar er flóttamaður af Ibo- ættflokknum frá Biafra. (Úr Welt am Sonntag)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.