Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
11
við stöndum öll ráðþrota gagn-
vart.
Þeir sem vinna traust ann-
arra í ákveðnum málum og fá
umboð til þess að finna og leysa
þjóðfélagsleg vandamál verða
að mínu áliti að fá viss tækifæri
til þess að sýna hvað í þeim býr.
Eftir stendur þó alltaf sú stað-
reynd, að þeir sem stjórnast af
illum og eða afbrigðilegum
hvötum, annarra eða eigin,
reynast dýrkeyptir, þegar í
raunir rekur og mikið ríður á,
að skilningur, mannúð, heiðar-
leiki, raunsæi og yfirleitt allar
dyggðir mannskepnunnar ráði
ferðinni.
Þeir, sem hafa þær starfsað-
ferðir að ásaka aðra um óheið-
arleika og jafnvel glæpsamlegt
athæfi út frá ósönnuðum full-
yrðingum eða upplýsingum,
fengnum af frumstigi rannn-
sóknar, eru hamlaðir menn og
yfirleitt óhæfir til að kljást við
svo alvarleg vandamál.
Þeir, sem ég deili á í þessari
grein, eru nú landsþekktir fyrir
ofangreindar starfsaðferðir
með afleiðingum, sem þjóðinni
eru svo sannarlega kunnar.
Margir saklausir menn hafa
setið í fangelsi og fengið skaða
af, sem erfitt verður að bæta
þeim. Ymsir ráðamenn þjóðar-
innar, af öllu góðu reyndir,
hafa legið undir slikum
óþverraásökunum og reynst al-
gjörlega saklausir, eins og vitað
var strax í upphafi, að ég efast
um að íslendingum hafi orðið á
jafn alvarleg mistök áður. Dett-
ur einhverjum í hug, að það sé
hægt að sleppa bótalaust frá
því að saka aðra að ósekju um
aðild að morði? Hvar er siðgæð-
isvitund þjóðarinnar á vegi
stödd, ef hún telur í lagi að
sleppa slíkum mannleysum við
refsingu?
Ég hef óbilandi trú á getu
okkar Islendinga og ég veit, að
það vakir ekki fyrir neinum
heiðarlegum borgara að láta af-
brotamenn sleppa jafn auðveld-
lega við refsingu. Ég held hins
vegar, að ekki hafi verið gert
nægilega mikið af því að ræða
þessi mál opinberlega og allt of
margir sitja heima og halda að
sér höndum, en eru þó fyllilega
sammála því, sem ég er að
benda á.
Nú vil ég nota tækifærið og
skora á alla þá, sem hafa vilja,
getu og möguleika til þess að ná
til þessara raanna, að króa þá af
hvar sem til þeirra næst, i al-
mennum umræðum, í útvarpi
og sjónvarpi, dagblöðum og
inni á sjálfu Alþingi, því miður
þá finnast nokkrir slíkir þar nú
þegar.
Ætla þessir menn að biðjast
afsökunar á hegðun sinni og
mistökum og viðurkenna fyrir
allri þjóðinni, að þeir fóru villu
vegar?
Ég vona innilega, að ein-
hverjir þeir, sem renna yfir
þessar línur minar, taki við sér
og haldi áfram og taki þátt í því
þrotlausa starfi, sem fyrrum
ráðamenn og núverandi ráða-
menn ásamt þjóðinni allri, urðu
og verða að glíma við. Hinn
almenni borgari verður að setja
fram skoðanir sínar í ríkari
mæli og þá með því að nota
ábyrg blöð, en ekki þá snepla,
sem nú eru þekktir að svo
slæmu sem að saka aðra um
aðild að morði að ósekju. Oft
var þörf, en nú er nauðsyn.
Frá því að byrjað var að ræða
og rita um spillingu í fjármála-
lífi þjóðarinnar fyrir fjórum til
fimm árum, og ofangreindum
aðferðum beitt af alefli, hafa
velflestir fjármála- og kaup-
sýslumenn, sem þekktir voru
fyrir sín störf, orðið fyrir árás-
um eða dylgjum um misferli.
Ef við setjum okkur í spor
Jón Börkur Ákason
þeirra manna, sem hafa ástund-
að slfkar árásir, þá ættum við
að geta ímyndað okkur hyað
býr að baki slíkum hvötum.
I fyrsta lagi göngum við út
frá þeirri reglu, að yfir 90% af
öllum þeim, sem við höfum hug
á að taka fyrir, hafi á sinni
lífsleið einhverntímann mis-
stigið sig og við verðum helst að
vita um ákvéðið tilfelli, það
verður okkur notadrjúgt, ef við
fáum í andlitið eigin ósannindi.
Þannig getum við borið
ákveðna menn þungum sökum,
sem síðan reynast rangindi, við
höfum samt valdið tilætluðum
skaða, og til þess að skjóta okk-
ur undan ábyrgð, sem því fylgir
að sakfella saklausa, þurfum
við aðeins eitt lítið dæmi um
lögbrot viðkomandi fórnardýrs,
þá getum við varist með því að
hampa því afbroti eftir þörfum.
Þetta er óhuggulegt dæmi, en
svo sannarlega nátengt raun-
veruleikanum, enda hefur
framangreind aðferð verið not-
uð af mönnunum, sem halda, að
þeir geti sloppið svo auðveld-
lega, mönnunum sem verður að
refsa eftirminnilega.
Þó nokkuð mikið hefur verið
skrifað um innistæður sumra
íslendinga í erlendum bönkum.
I þvi sambandi held ég, að fólk
ætti að hafa í huga, að það fæst
engin af okkar viðskiptaþjóð-
um til að taka við islenskum
gjaldeyri, af skiljanlegum
ástæðum. Það má þvi í fljótu
bragði ætla, að þeir, sem- eiga
verulegar upphæðir í bönkum
erlendis, séu eða hafi verið með
einhvers konar atvinnurekstur
eða viðskipti erlendis og verði
því að borga skatta og önnur
gjöld i viðkomandi löndum. Þá
fer lika réttur okkar íslendinga
til þeirra peninga að minnka
æði mikið. Ég hvet þess vegna
fólk til þess að taka öllum slík-
um fréttum með varúð.
Það má víst til sanns vegar
færa, að töluverður erlendur
gjaldeyrir sé seldur á bak við
lög og reglur, mest er rætt um
dollara í.þ.s. Við vitum, að þær
upphæðir geta ekki verið afger-
andi fyrir íslenskt efnahagslíf,
vegna þess að það finnst eng-
inn, sem kaupir íslenskan
gjaideyri í það rikum mæli, hér
er einungis um að ræða smá-
upphæðir, sem mest ganga á
milli fólks, sem ferðast erlend-
is.
Leitin að mönnunum með
stóru innistæðurnar og öil völd-
in, sem þeir hafa, ber aldrei
árangur. Henni var einungis
hleypt af stað til þess að lyfta
nokkrum mannleysum í áhrifa-
stöður. Leitin er blekkingaleik-
ur, sem ég vona svo sannarlega
að ekki skili árangri fyrir þær
mannleysur.
Hvað situr þjóðin uppi með
eftir öll blaðaskrifin og svívirð-
ingarnar? Fjögur sek ung-
menni, sem ratað hafa i mestu
ógæfu, sem hægt er að rata í.
Að svipta annan mann lífi. Eng-
inn glæpahringur, engir fjár-
sterkir menn, ekkert. Hvað hélt
meginþorri islensku þjóðar-
innar i mörg ár, að verið væri
að eltast við glæpahring? Ég
get ekki svarað þvi, en ég bendi
aðeins á það, að af starfsaðferð-
um er hægt að þekkja menn.
Sumir trúðu ekki á starfsað-
ferðirnar, aðrir létu blekkjast.
Það, sem vekur ótta minn, er
tilhugsunin um, að þessum
hræðilegu aðferðum verði ef til
vill reynt að beita við lausn
annarra mála, t.d. í samskiptum
okkar við aðrar þjóðir.
Siðastliðin fimm ár hafa fjár-
málaafbrot ekki aukist meira,
að mínu áliti, en búast mátti við
í þjóðfélagi með verðbólgu á
bilinu 25 til 50%. Fólk gripur
til örþrifaráða til að bjarga
þeim verðmætum, sem það hef-
ur verið að berjast við að eign-
ast. Fólk vinnur myrkranna i
milli, en fær þó endana varla til
að ná saman. Það gifurlega
álag, sem íslenska þjóðin er nú
að sligast undan, hefur i för
með sér almenna og réttláta
reiði fólks, sem finnst það ekki
uppskera eins og það sáir. Er
hægt að hugsa sér frjórri jarð-
veg fyrir rógbera og mannleys-
ur?
Ég bý nú ásamt fjölskyldu
minni meðal þjóðar, sem er ís-
lendingum náskyld og kunn af
góðu einu. Hér hef ég þó dvalist
allt of skamman tima, til þess
að geta talist fær um að leggja
dóma á sænsku þjóðina eða
skipulagið, sem þjóðin býr við,
enda var það ekki tilgangurinn
með þessari grein. Ég get hins
vegar, út frá fyrstu viðbrögðum
fólks og viðmóti þess yfirleitt,
auðveldlega fundið hvaða áhrif
ísland og islenska þjóðin hafa
haft á það, og þau áhrif eru
sannarlega góð. islenska þjóðin
nýtur álits, þrátt fyrir efna-
Framhald af bls. 31.
einungis til að undirstrika, að
vaxtaskrúfa fær ekki staðizt í
opnu hagkerfi sem okkar. Hún
er blaðra, sem er dæmd til að
springa. Við erum bundnir af
gildandi vöxtum í viðskipta-
löndum okkar og hjá keppi-
nautunum. Hvatinn að skrifum
mínum um þessi efni er þó aðal-
lega sá, að vaxtaskrúfan er
byggð á fölskum forsendum.
Því er þráfaldlega haldið fram í
fjölmiðlum okkar, að hærri
vextir auki heildarsparnað.
Engar sannanir eru fyrir þessu.
Sú er niðurstaða marg-
endurtekinna rannsókna, sem
gerðar hafa verið á þessu sviði
erlendis. Hækkun vaxta veldur
oft tilfærslum milli einstakra
sparnaðar-forma, en eykur ekki
sparnaðinn í heild. Fyrir kem-
ur að vísu, að tölur bendi í þá
átt, en aðrar benda til hins
gagnstæða. I nýjustu hagfræði-
ritum er staðhæft, að ekkert
beint samband sé milli vaxta og
heildarsparnaðar.
Spari-innlán í bönkum eru
sögð hafa aukizt seinni hluta
árs 1977. Á þeim tíma er vöxt-
um bætt við innstæðurnar, en
hlutdeildar þeirra í aukning-
unni ekki getið. Ef hrein aukn-
ing spari-innlána hefir orðið,
sem ekki stafar af tilfærslum
sparnaðar-forma, er skýringar-
innar að leita i tekju-auka laun-
þega í kjölfar samninganna við
BSRB á miðju árinu, enda er
náið samband milli tekna og
sparnaðar. Enginn ábyrgur
maður leyfir sér að slá því
föstu, að vaxtahækkunin sé
þarna að verki. Reyndar þarf
ekki hagfræðimenntun, heldur
aðeins brjóstvit, til að skilja
þetta. Innlánsvextir á íslandi
(13—16%) að meðtöldum
vaxta-auka (29%) eru enn nei-
kvæðir, þ.e. þeir bæta sparifjár-
eigendum ekki upp verðfall
peninga af völdum verðbólg-
unnar, sem er 33% minnst.
Hver vill trúa þvi, að menn
hætti við að byggja og leggi fé
sitt inn á bankareikninga, sem
gefa af sér minna en ekki neitt?
Slíkt er að minnsta kosti
ósennilegt, meðan útlit er fyrir,
að verðbólgan sé í vexti, en
ekki rénun.
Borg Mikla-
holtshreppi.
Lionsmenn
afhentu
björgunar-
sveitinni
100.000 kr.
Borg, Miklaholtshreppi,
23. janúar.
LIONSMENN héldu sitt
árlega konukvöld s.l. laug-
ardag í Lindartungu. Að
þessu sinni buðu þeir öll-
um húsráðendum og öðru
ungu fólki að 16 ára aldri,
úr Kolbeinsstaðahreppi,
Eyjahreppi og Miklaholts-
hreppi á þetta ágæta konu-
kvöld. Var þessi samkoma
gestgjöfunum til mikils
sóma, fjölbreytt skemmti-
atriði og framúrskarandi
veitingar. Þorramatur
þeirra var mjög vinsæll. Þá
afhenti formaður klúbbs-
ins, Ingólfur Gíslason
bóndi á Flesjustöðum,
Bjarna Alexanderssyni
bónda í Stakkahrauni,
100.000 krónur sem skal
varið til tækjakaupa fyrir
björgunarsveitina. Ýmis-
legt fleira hafa Lionsmenn
í Hnappadalnum iátið
renna til hjálparstarfsemi
hér á sínu starfssvæði, en
félagar klúbbsins eru nú 23
talsins.
Páll.
HAFRAFELL HF.
VAGNHOFÐA7
SÍMI: 85211
UMBOÐIÐ Á AKUREYRI
VÍKINGUR SF.
FURUVÖLLUM 11
SÍMI: 21670
Billinn
fyrir island
Peugeot hefur orðiö sigurvegari í erfiðustu þolaksturskepprtum
veraldar oftar en nokkur önnur gerð bíla. Þetta sýnir betur en
nokkuð annað, að Peugeot er bíllinn fyrir íslenzka staðhaetti.