Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
Störf okkar að allt-
of miklu leyti tengd
áfengismálum
— segir Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn
■'i
Hversu mikill tími lög-1
reglunnar fer í það að hafa
afskipti af drukknu fólki?
Hvaða fólk er það? Er það í
heimahúsum eða á
skemmtistöðum? Eru það
börn, unglingar eða full-
orðið fólk? Eða þeir sem
nefndir eru „góðkunningj-
ar“ lögreglunnar? Til að fá
svör við þessum spurning-
um var leitað til Bjarka
Elíassonar yfirlögreglu-
þións í Reykjavfk og gaf
hann upp ýmsar tölur og
svaraði spurningum.
— Við tökum saman allar
skýrslur og gefum í hverjum mán-
uði upplýsingar til Áfengisvarna-
ráðs um þá sem hafa verið teknir
oftar en tvisvar í mánuði og alla
sem teknir eru undir tvftugu. Þá
höfum við fyrir okkur mánaðar-
legt uppgjör um gistingar i fanga-
geymslum lögreglunnar og þar er
tekið fram af hvða ástæðum fólk
hefur verið tekið, hvar og á hvaða
tíma sólarhringsins.
í skrám yfir handtökur vegna
ölvunar er að finna ýmsar töluleg-
ar upplýsingar og eru t.d. alls
10.145 gistingar í fangageymslum
árið 1975 eða að meðaltali 27 á
sólarhring. Karlar eru í miklum
meirihluta eða 9.378, en konur
eru 767. Flestir eru á aldrinum
40—50 ára, en á aldrinum 12—14
ára voru alls tekin 7.
Margt fólk er tekið oftar en
einu sinni og eru t.d. 23 tvitugir
piltar teknir alls 44 sinnum, en
oftast hefur einn piltur verið tek-
inn 30 sinnum, en hann var þá
sextán ára. Af stúlkum er oftast
tekin 17 ára stúlka, alls 20 sinn-
um. Ef litið er á heildarhandtökur
árið 1974 kemur í ljós að 325
karlar hafa verið teknir oftar en
einu sinni í mánuði, alls í 3.536
‘áx . Wt'
4
I
KRINGUM
ÁFENGISGLASIÐ
Fangaklefarnir voru allir fullskipaðir þrátt f.vrir rólegheitin, en auk þess að sinna ölvuðú fólki sagði Páll
að mikið af tíma lögreglunnar færi í að sinna fólki sem hringir og ætti t.d. í einhvers konar erfiðleikum,
en sérstaka þjónustu vantaði tilfinnanlega fyrir slíkt fólk.
skipti, en konur eru 27 í 373
skipti. Þessar tölur leiða fram þá
spurningu hvort hér sé alltaf um
að ræða sama fólkið, sem lögregl-
an er að fást við, e.t.v. svonefndir
kunningjar lögreglunnar:
— Margt af þessu fólki eru
„góðkunningjar“ okkar, sagði
Bjarki, en á síðustu árum hafa
orðið nokkrar breytingar til batn-
aðar á þessu hjá okkur og kemur
þar margt til. Síðan á> árunum
1973—’74 hefur handtökum þess-
um farið nokkuð fækkandi, þær
voru yfir 10 þúsund bæði árin en
eru 8.800 árið 1975 og 7.500 árið
1976. Skýringin er aðallega sú, að
hægt hefur verið að hjálpa þessu
fólki meira á siðustu árum, þvi
hefur verið komið til meðferðar
t.d. út á land í vis*”n ogvinnii:
rj„tju~:~inn vjfl jblwr**qrrSstræti
er nú opío atlán sólarhringinn, en
ekki aðeins á nóttunni og við höf-
um einnig reynt að breyta okkar
starfsaðferðum á þann veg að af-
greiða þessi mál sem mest á vett-
vangi, þ.e. aka viðkomandi beint
heim ef það er hægt. Um „góð-
kunningjana” er það að segja að
vissulega eru þeir margir, það
koma alltaf nýir og nýir en þeir
hafa líka margir breytt sínum
lifnaðarháttum og tekið að vinna
og ekki má gleyma því að margir
eru líka farnir að líta öðrum aug-
um á þetta vandamál. AA-
Bjarki Elfasson yfirlögreglu-
þjónn.
samtökin eru mjög sterk og þar
eru margir menn sem hafa verið
áfengissjúklingar og þeir geta
bezt hjálpað áfengissjúklingum.
Nýju samtökin, SÁÁ, eru þegar
farin að starfa af krafti og árang-
urinn af starfi allra þessara sam-
taka kemur í ljós í okkar tölum.
Þannig voru t.d. um 700 handtök-
ur hvorn mánuð í október og nóv-
ember 1976, en 520 í október 1977
og 559 í nóvember í fyrra, svo
Enn hert að með boðum og
bönnum segia veitingamenn
Um það bil 13% af áfengis-
neyzlu landsmanna mttnu eiga
sér stað á veitingahúsum. Fyrir
Alþingi liggur nú, frumvarp um
nokkrar breytingar á áfengislög-
unum nr. 47/1969 og eru flutn-
ingsmenn þeir Helgi Seljan, Odd-
ur Ölafssoti, Jón Helgason og Jón
Armanjr Héðinsson. Samband
veitinga- og gistihúsaeigenda,
SVG, hefur sent frá sér athuga-
semdir veitingamanna við frum-
,-varpið. Kemur þar m.a. fram það
/ álit þeirra að ekkert nýtt komi
fram í frumvarpi þessu annað en
herða skuli að veitingarekstri
með boðum og bönnum.
Til að heyra nánar skoðanir
veitingamanna verða hér á eftir
birtir nokkrir kaflar úr greinar-
gerð þeirra. Meðal þess sem gagn-
rýnt er við samningu frumvarps-
ins er að ekki skuii hafa verið
haft samráð við veitingamenn. Þá
segir: Þótt horft sé burt frá sjón-
armiði rekstursaðila skemmti-
staða við athugun þessa frum-
varps, þá er erfiðara að horfa
fram hjá því hvaða áhrif það hef-
ur á möguleika fólks til kvöld-
skemmtana og afþreyingar. Fólk
á aldrinum 18—20 ára hefur flest-
um öðrum frekari þörf fyrir að
sýna sig og sjá aðra. Það er ennþá
tiltölulega frjálst af þeim bönd-
Fólk leggur oft á sig harðræði f misjöfnum veðrum til að ná I „snabbann".
um, er fylgja fullorðinsárunum,
og þetta er sá aldur ævinnar, sém
það hefur til þess að skvetta úr
klaufunum og hlaupa af sér horn-
in. Hver er hugmynd flutnings-
manna frumvarpsins um
skemmtistað fyrir þetta fólk? Á
það að taka við Hallærisplaninu
af þeim yngri, sem nú hafa á ný
fengið inni í Tónabæ? Er ekki
líka óeðlilegt að fólk, sem lögum
samkvæmt má stofna til hjóna-
bands og skal gjalda þjóðfélaginu
skatta og skyldur, megi ekki sjálft
ráða því hvers kyns skemmtanir
það stundar, af þeim sem í boði
eru?
Síðan eru nefnd nokkur ákvæði
áfengislaganna og um leið kemur
fram hvað veitingamenn finna
helzt að þeim ákvæðum. Skilyrði
fyrir vínveitingaleyfi er að veit-
ingastaður hafi á boðstólum mat,
— hvort sem eftirspurn er eftir
honum eða ekki. Af þessu leiðir,
að ekki er hægt að selja vín án
þess að á staðnum sé fullbúið eld-
hús og iðnlærður matreiðslumað-
ur. Veitingamenn skulu endur-
greiða ríkissjóði kostnað vegna
eftirlits. Mun það nánast eins-
dæmi þegar um iöggæzlu er að
ræða.
Aður en sett er reglugerð um
vínveitingar þar á meðal um veit-
ingatíma, álagningu og lögreglu-
eftirlit, skal leitað umsagnar
áfengisvarnaráðs. Ekkert segir til
um að umsagnar veitingamanna
skuli leitað.
Óheimilt er að selja áfengi þeim
sem gerzt hafa sekir um óleyfi-
lega sölu eða bruggun áfengis. Á
að krefja menn um sakavottorð
áður en þeir fá afgreiðslu á bar?
— Afengi má aðeins veita frá
kl. 12—14.30 og kl. 19—23.30. —