Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1978 Kvikmynda- hátíðin 1978 Fimnitudugur 2.2. Háskólabíó kl. 15.30 Opnun hátíðarinnar 1 láskólabíó kl. 19.00 Ætllciðing Háskólabíó kl.21.00 Kona undir áhrifum Föstudagur 3.2 Háskólabíó kl. 17.00 Fjölskyldulíf Háskólabíó kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabíó ki.21.00 Amcríski vinurinn Háskólabíó kl. 23.30 Frissi köttur Tiarnarbíó kl. 19.00 í tímans rás Laugardagur 4.2. Háskólabíó kl. 14.00 Kona undir áhrifum Háskólabíó kl. 17.00 Sæt mynd Háskólabíó kl. 19.00 Frissi köttur Háskólabíó kl.21.00 Sao Uernardo Háskólabíó kl. 23.00 Frissi köttur Tjamarbíó kl. 19.00 Hræðsla markvarðarins við vítaspyrnu Sunnudagur 5.2. Háskólabíó kl. 15.00 Sirius Háskóiabíó kl. 17.00 ’Óðurinn utn Chile Háskólabíó kl. 19.00 Amcríski vinurinn Háskólabíó kl.21.00 Ættlciðing Háskólabíó kl.23.00 Kona undir áhrifum Tjarnarbíó kl. 14.00 Afleikur Dagskrá kvikmyndahátíóar fyrstu 4 dagana. Hobbv: Úr einni af pólsku teiknimyndunum. Fyrsta kvikmyndahátíð- in á íslandi er nú aö verða að veruleika. Það er Lista- hátíð í Reykjavík, sem stendur aðv þessum við- burði en dagskrá hátíðar- innar er ótrúlega fjöl- breytt, miðað við þá erfið- leika sem við er að etja, þegar svona hátíð er sett upp i fyrsta sinn. í undir- búningsnefnd hátíðarinn- ar eru þeir Thor Vilhjálms- son og Hrafn Gunnlaugs- son af hálfu Listahátíðar ’78 og Gisli Gestsson og Þrándur Thoroddsen af hálfu Félags kvikmynda- gerðarmanna. Starfsmaður hátiðarinnar, ritari og rit- stjóri dagskrár er Friðrik Þór Friðriksson, en hann var í mörg ár fram- kvæmdastjóri Fjalakattar- ins, kvikmyndahlúbbs framhaldsskólanna. Eins og áður hefur kom- ið fram, stendur hátíðin dagana 2.—12. febrúar og meðal gesta á hátíðinni verður þýzki kvikmynda- gerðarmaðurinn Wim Wenders, einn af þekktari höfundum þýzku ,,ný- bylgjunnar“, sem kemur hingað með fjórar af myndum sínum. Þessar myndir eru: Die Angst des Tormanns bein Elfmeter, 1971 (Hræðsla mark- varðarins við vítaspyrnu), fyrsta myrid Wenders eftir að hann lauk skólanámi, sem vakti um leið mikla athygli á honum; Falsche Bewegung, 1975 (Af- leikur) var talin ein af bestu myndum þessa árs (’75) í Þýzkalandi og hún varð til fyrir samvinnu bókmennta, kvikmynda og sjónvarps. Peter Handke skrifaði handitið, sem er nútímaleg útfærlsa á „Willhelm Meister” eftir Göethe og lýsir ferðalagi tilvonandi rithöfundar um Þýzkaland nútímans; Im Lauf der Zeit, 1976 (í tímans rás) segir frá tveim mönnum um þrítugt, sem einnig eru á ferðalagi, nú um strjálbýlli héruó Þýzka- lands. Myndin segir frá samskiptum og vináttu þessara tveggja manna, sem smám saman gera sér ljóst, að þeir eru ófærir um að mynda nokkur varanleg tengsl. Þessi mynd deildi verðlaunum gangrýnenda í Cannes 1976 með mynd Alexanders Kluge, og hlaut gullverðlaun í Chicago, 1976; Ferdinand der Starke; Der Amerikan- ische Freund, 1977 (Ameríski vinurinn) fjall- ar enn um vináttu tveggja manna, en í nokkru öðru samhengi. Myndin er byggð á sakamálasögu eftir Patricia Highsmith, „Ripley’s Game“, og fjallar um glerskera, sem þjáist af hvítblæði og á skammt eft- ir ólifað. Þegar Mafían biður þann um að fremja morð gegn álitlegri pen- ingaupphæð, sér hann möguleika á að afla fjöl- skyldunni fjár til fram- tíðarinnar og tekur verkið að sér. En þegar hann hef- ur. klúðrað verkinu sökum vankunnáttu sinnar berst honum óvænt hjálp frá bandaríkjamanninum Ripley (Dennis Hopper), og með þeim tekst nokkur vinátta, en Ripley er einn- ig flæktur í glæpamál, sem hann ræður ekki við. Myndin vakti mikla athygli í Cannes síðastliðið vor og var af ýmsum talin eiga verðlaun skilið. Kvikmyndahátíðin fer að mestu fram í Háskólabíói og þar verður nýjasta mynd Wenders, Der Amerikanische Freund sýnd 2. feb. sem liður í opnun hátíðarínnar og mun Wenders flytja að | henni inngangsorð. Eins og ! sjá má af dagskrá hátíðar- innar fyrstu fjóra dagana, sem hér er birt, verður þessi mynd sýnd aftur í Háskólabíói 3. feb. kl. 9. og 5. feb. kl. 7. Hinar myndir Wenders verða sýndar í Tjarnarbíói, hver um sig einu sinni og verður Wenders viðstaddur með það fyrir augum, að um- ræður um myndirnar geti orðið á eftir. Á hátíðinni verður einn- ig sérstök sýning á einum 7 íslenskum kvikmyndum og mun sérstök dómnefnd, með Wenders í forsvari, veita einni þeirra viður- kenningu og verðlaun að upphæð 200.000 krónur. Erlendar myndir á hátíð- inni verða um 20 og auk þess verða sýndar 7 pólsk- ar stuttmyndir, bæði sem aukamyndir og einu sinni allar í heild sem ein sýning. Vegna þess að enn eru ekki öll kurl komin til grafar hvað varðar einstök smáatriði dagsskrárinnar verður hér aðeins getið þeirra mynda, sem sýndar verða fyrstu fjóra dagana. Um myndirnar Örökbefogadás (Ættleið- ing), 1975, er ungversk, gerð af Márta Mészáros, eiginkonu Miklos Jancsó. Myndin segir frá barn- lausri ekkju, Kötu, sem langar til að eignast barn, en elskhugi hennar, sem er giftur, má ekki heyra á það minnst. Kata kynnist ungri stúlku, önnur sem dvelst á uppeldisstofnun skammt frá heimili Kötu og með þeim tekst mikil vinátta. í kynnum sínum við Önnu kemst Kata að hatri þess- ara unglinga á foreldrum sinum, sem hafa brugðist börnunum. Hún hefur hug á að ættleiða Önnu, en Anna er í giftingarhugleið- ingum og Kata hjálpar henni við þau áform. Myndin er gerð df tilfinn- inganæmi og lýsir á mann- legan hátt höfuðpersónun- um. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna á kvik- myndahátiðum og Mészásos hefur nú lokið við sjöttu mynd sína, sem nefnist Níu mánuðir. A Woman under the Influence (Kona undir áhrifum), 1974, er banda- rísk, gerð af leikaranum og leikstjóranum John Cass- vetes. Cassavetes er einn af fáum leikstjórum, sem hefur framleitt myndir sínar sjálfur, ráðið efni þeirra og útliti og jafnvel dreift þeim sjálfur. A Woman under the Influence er af flestum tal- in besta mynd hans, einnig af honum sjálfum. I mynd- inni skoðar Cassavetes inn- viði hjónabands miðaldra fólks. Eiginkonan, sem Gena Rowlands, eiginkona Cassavetes leikur, er þjök- uð af minnimáttarkennd i hjónabandinu og eigin- maðurinn, sem Peter Falk (betur þekktur hér sem Colombo), leikur sýnir henni engin merki sam- úðar. Zycie Rodzinne (Fjöl- skyldulíf), 1971, er pólsk, gerð af Krzysztof helstu kvikmyndaleikstjórum Póllands. 1 þessari mynd fjallar Zanussi um heim- komu ungá manns til fjöl- skyldu sinnar og dregur frarri andstæður nútíðar og fortíðar og tengsl þessara tíma, sem virðist erfitt að rjúfa. Fritz the Cat (Frissi köttur), 1971, er banda- rísk, gerð af Ralph Bakshi. Þetta er að sögn fyrsta teiknimyndin, sem hefur verið bönnuð börnum, en Frissi er nútímalegur breimaköttur, sem heldur út í hinn spillta heim með sínar eigin siðferðisreglur. Allar persónur myndarinn- ar hafa fengið á sig dýra- líki, en umhverfið er það sama og við þekkjum, borg- ir og bílar, barir og brenni- vin. Sweet IWovie (Sæt mynd) 1974, er frönsk kanadísk gerð af júgóslav- neska leikstjóranum Dusan Makavejev. Hann er þekktur hér fyrir tvær myndir, Switchboard Operator og W.R.: Mysteries of the Organism. Makarvejev hefur verid mjög umdeildur leikstjóri og seinni myndin, ásamt Sweet Movie, hafa verið bannaðar i heimalandi hans. Bæði er, að myndirn- ar hafa þótt mjög erótiskar og hafa túlkað óánægju með framkvæmd sósíalis- mans. En Makavejev vegur í báðar' áttir og Sweet Movie er sögð deila á hug- myndafræði kapítalisma og kommúnisma á gaman- saman en um leið átakan- legan hátt. Sao Bernardo, 1974, er brasilísk, gerð af Leon Hirszman, en hann er einn af félögum Glauber Rocha og tilheyrir „Cinema Novo“ stefnunni i Brasilíu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um myndina. Sirius, 1974, er tékkó- slóvakísk barnamynd, gerð af Frantisek Vlacil. Mynd þessi, sem hlaut gullverð- laun á barnakvikmyndahá- tíðinni í Theheran 1976, gerist í Tékkóslóvakiu i seinni heimsstyrjöldinni. Landið er hersetið af þjóð- verjum og þýzkar flutningalestir fara iðulega framhjá litlu varðhúsi í skógi einum, þar sem lítill drengur, Frank að nafni, býr ásamt foreldrum sín- um. Frank á hund sem heitir Sirius og þeir eru nær óaðskiljanlegir vinir. En einn góðan veðurdag tilkynnir þýzki herinn, að hann þurfi á öllum hund- um í nágrenninu að halda i hernaðarskyni og Frank er neyddur til að taka erfiða ákvörðun. Þvi miður er myndin Sirius með dönsk- um skýringartextum og eru foreldrar því hvattir til að fara með börnunum og útskýra, ef með þarf. Cantata de Chile (Oðurinn um Chile), 1976, kemur frá Kúbu og er gerð af Humberto Solas, sem er einn af þekktustu leik- stjórum þar í landi. Efni þess'arar myndar er verk- fall námumanna í Chile 1907. í myndinni er reynt að blása nýju lífi í þessa atburði og lýsa sögulegum bakgrunni þeirra, með tón- list, ljóðum og ritgerðum. SSP. Fjölskyldulíf: Daniel Olhryehski or Maja Komorowska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.