Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
33
Pálína Þorsteinsdótt-
ir Akranesi — Sjötug
Pálína Þorsteinsdóttir húsmóð-
ir, Jaðarsbraut 9, Akranesi, er
sjötíu ára í dag. Hún er fædd á
Stöðvarfirði 28. janúar 1908, dótt-
ir hjónanna Þorsteins Mýrmanns
bónda á Öseyri og konu hans,
Guðriðar Guttormsdóttur frá
Stöð.
Fyrir nær 40 árum dvaldi ég um
eins árs skeið á Akranesi. Kom ég
þangað öllum ókunnugur, borðaði
á hótelinu og svaf á skrifstofu
kaupfélagsins. Hjónin Pálína Þor-
steinsdóttir og Guðmundur
Björnsson kennari, sem þá
bjuggu á Suðurgötunni á Akra-
ensi vissu einhver deili á mér og
ekki liðu margir dagar frá komu
minni þar til Guðmundur kennari
tók mig með sér heim í sunnu-
dagsmat, og nokkur skipti sótti
hann mig í kvöldkaffi og upp úr
því fór ég sjálfur að rata á Suður-
götuna og var eftir það löngum
heimagangur hjá Pálínu og Guð-
mundi meðan ég dvaldi á Akra-
nesi. í fyrstu mun hafa flögrað að
mér, að ég kynni að gjöra hjónun-
um ónæði, en þær áhyggjur hurfu
fljótlega vegna einlæga hlýja við-
mótsins, sem ég mætti í hvert
sinn, sem mig bar að garði þeirra.
Heimilið var svo hugþekkt og
skemmtilegt, að það var líka mjög
freistandi að vilja líta á sig þar
sem heimamann. Guðmundur
kennari var alltaf ljúfur og hlýr,
greindur og ræðinn. Og Pálína
með fallega brosið sitt var sól á
sínum stað. Hún hafði sjálfstæðar
skoðanir og yfir henni var reisn,
sem tekið var eftir. En minnis-
stæðast er mér, hvað mér fannst
hún mikil og góð húsmóðir, sem i
huga mínum er kona, sem með
þjónustu sinni og leiðsögn tekst
að búa fjölskyldu sinni heilbrigt
og ánægjulegt umhverfi, heimili
þar sem öllum líður vel, þykir
vænt um og hljóta þar þroska.
Pálína með sina góðu greind og
dugnað hefði trúlega orðið mikils
metinn starfskraftur á almenna
vinnumarkaðnum, ef hún hefði
farið þá leið. En góð örlög leiddu
saman hugi Pálínu og Guðmund-
ar. Þau gengu í hjónaband vorið
1935. Síðan hefir húsmóðurstarfið
verið aðal vettvangur Pálínu. Ár-
ið, sem ég var á Akranesi, voru
tvö elstu börn Pálínu og Guð-
mundar fædd, heilbrigð, frjálsleg
ög yndisleg. En alls eignuðust þau
5 börn, sem öll eru mikið mann-
dómsfólk.
í hinni dásamlegu hringrás til-
verunnar hefur hver árstími sér
til ágætis nokkuð, en flest murium
við þó vilja sem lengst í vor og
sumar. Talað er um sumarauka
þegar gott og fallegt haust tekur
við af sumri. Vil ég óska vinum
mínum Pálínu og Guðmundi slíks
sumarauka um leið og ég þakka af
alúð alla vinsemdina, sem ég naut
á heimili þeirra á sinum tíma.
Vió hjónin biðjum þér, Pálina
mín, allrar biessunar í tilefni
dagsins.
Björn Stefánsson.
Fyrir réttum sjötiu árum, riánar
tiltekið 28. janúar, fæddist i þenn-
an heim hnátintáta austur á fjörð-
um, á Stöð við Stöðvarfjörð. Fljót-
lega var hún vatni ausin og hlaut
nafnið Pálína. Foreldrar hennar
voru þau sæmdarhjón Þorsteinn
Mýrmann, kaupmaður og útvegs-
bóndi, og hans ágæta kona Guð-
ríður Guttormsdóttir.
Þó að okkur Pálinu vinkonu
minni sé vel til vina, tel ég mig
ekki kjörinn til ævisagnargerðar
hennar. Þetta verður einungis
vinarkveðja á merkum tímamót-
um mikillar ágætiskonu.
Við Pálina kynntumst fyrir
rúmum fjörutiu árum, og voru
þau kynni mér afar kær, að ann-
arra sögn. Hampaði hún mér á
fyrsta ári, þá sambýliskona for-
eldra minna. Var hún þá nýgefin
þeim afbragðsmanni Guðmundi
Björnssyni, nýútskrifuðum kenn-
Framhald á bls. 31
Andrés Karlsson
byggingaeftirlits-
maður — Sjötugur
1 aprílmánuði árið 1927 steig
ungur Þjóðverji Kurt Blumen-
stein á land í Reykjavik. Hann
hafði þá nýlokið prófi í húsgagna-
smíði í heimalandi sínu með ein-
staklega góðum árangri. Byrjaði
hann þegar eftir komu sína til
Reykjavikur að vinna við smíðar
og varð brátt þekktur fyrir dugn-
að og vandvirkni.
Fyrir allmörgum árum hiaut
hann islenzkan ríkisborgararétt
og tók sér nafnið Andrés Karls-
son.
Nokkru eftir komu sína til ís-
lands kynntist hann ungri síma-
stúlku, Jóninu Jósefsdóttur.
Felldu þau hugi saman og gengu í
hjónaband sem nú mun hafa var-
að í nær hálfa öld.
Andrés Karlsson er einn bezti
og fjölhæfasti iðnaðarmaður sem
ég hef kynnst, vandvirkur og út-
sjónarsamur, enda mjög eftirsótt-
ur til starfa af einkaaðilum og
opinberum stofnunum, en siðast-
liðin 20 ár hefur hann haft um-
sjón og eftirlit með smiði og við-
haldi bygginga á vegum Reykja-
víkurborgar. Hefur hann þar eins
og annars staðar reynst hollráður
og traustur starfsmaður.
Þjóðverjar hafa lengi verið
rómaðir fyrir nákvæmni og
skyldurækni í starfi, og hefur
Andrés frá fyrstu tíð tileinkað sér
þennan framúrskarandi góða kost
þjóðar sinnar.
Að lokum þakka ég Andrési
Karlssyni vináttu og samstarf um
áraráðir og óska honum og fjöl-
skyldu hans innilega til hamingju
með sjötugsafmælið.
Þorsteinn Hjálmarsson.
Bridge
Umsjón ARNÓR
RAGNARSSON
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Um Stórmótið
4. og 5. marz á
Hótel Loftleiðum
Mótið verður sett kl. 13.30
laugardaginn 4. marz af borgar-
stjóranum í Reykjavík, Birgi
ísl. Gunnarssyni.
Tveir erlendir bridgemeistar-
ar hafa þegið boð um þátttöku.
Eru það sænsku Evrópumeist-
ararnir Morath og Göthe. Er þá
ráðstafað þrettán sætum af
tuttugu og átta í keppninni, þar
sem Butler-mótið síðastliðið
haust ákvarðar tólf pör.
Öllum bridgespilurum er
heimilt að sækja um þátttöku í
Stórmótinu en gera verður það
fyrir 2. febrúar. Verða þær um-
sóknir hafðar til hliðsjónar við
endanlegt val para i þau
fimmtán sæti, sem laus eru.
Endanlegur listi yfir þátttak-
endur verður birtur um miðjan
febrúar ásamt hugsanlegum
varapörum.
Há peningaverðlaun verða
Bridgedeild
Breiðfirðinga-
félagsins
12. janúar sl. var spilað I
Landstvfmenningi BSt og var
spilað f einum 14 para riðli.
Urslit urðu þessi:
Sigriður Pálsdóttir —
Eyvindur Valdimarsson 183
Vilhjálmur Guðmundsson —
Kristján Jóhannsson 178
Ingibjörg Halldórsdóttir —
Sigvaldi Þorsteinsson 165
Erla Sigvaldadóttir —
Lovisa Jóhannsdóttir 164
Guðrún Jónsdóttir —
Jón Halldórsson 160
Meðalárangur 156
19. janúar lauk aðalsveita-
keppni félagsins með sigri
sveitar Jóns Stefánssonar sem
hlaut 30 stig yfir næstu sveit.
Með Jóni eru f sveitinni: Þor-
steinn Laufdal, Vilhjálmur
Einarsson, Olafur Gfslason.
Þórarinn Arnason ogGfsli Vfg-
lundsson.
1 öðru sæti varð sveit Magn-
úsar Oddssonar, en ásamt hon-
um eru í sveitinni: Magnús
Halldórsson, Þorvaldur Matt-
hiasson og Guðjón Kristjáns-
son.
Röð sveitanna varð þessi:
Jóns Stefánssonar 153
Magnúsar Oddssonar 123
Sigríðar Pálsdóttur 120
Elísar Helgasonar 113
Cyrusar Hjartarsonar 108
Guðbjörg Jónsdóttir 18
Hreinn Hjartarson 18
Barðstrendinga-
félagið —
bridgedeild
Þremur kvöldum er lokið í
barometer-tvimenningskeppni
félagsins og er staða efstu para
þessi:
stig
Gísli Benjamínsson —
EinarJónsson 64
Finnbogi Finnbogason —
Þórarinn Árnason 57
Ölafur Hermannsson —
Hermann Finnbogason 56
Sigurður Kristjánsson —
Hermann Olafsson 48
Guðrún Jónsdóttir —
JónJónsson 33
Kristinn Öskarsson —
Einar Bjarnason 31
Þórður Guðlaugsson —
Þorsteinn Þorsteinsson 29
Gunnlaugur Þorsteinsson —
Stefán Eyfjörð 21
Viðar G uðmundsson —
Birgir Magnússon 5
Ragnar Þorsteinsson —
Eggert Kjartansson 2
Vil viljum minna á AÐAL-
SVEITAKEPPNINA sem hefst
30. janúar kl. 19/45 stundvis-
lega.
Upplýsingar gefa Ragnar
sima 41806 og Sigurður i sima
81904.
Hann virðist undrandi hann Gísli Guðmundsson lögregluþjónn eftir síðustu sögn
meðspilara síns, sem tekur lífinu létt og fær sér að drekka. Andstæðingarnir
íhuga málið.
veitt þremur hæstu pörunum i
keppninni.
Monrad-sveita
keppnin
Að loknum sex umferðum af
átta er staða efstu sveita þann-
ig:
Sveit stig.
1. Hjalta Elíassonar 84
2. Guðmundar Hermannss. 83
3. Stefáns J. Guðjohnsens 76
4. Jóns Hjaltasonar 74
5. Sigurjóns Tryggvasonar 72
6. Magnúsar Torfasonar 63
Keppninni lýkur á miðviku-
daginn kemur. Baráttan um hin
eftirsóttu réttindi, að spila i
meistaraflokki aðalsveita-
keppninnar, er hörð eins og sjá
má af upptalningu þessari.
Keppnin veitir tveimur sveit-
um rétt þennan en af þessum
sveitum hefur aðeins sveit
Hjalta þegar náð þeim áfanga,
enda félagsmeistarar 1977. I
síðustu fréttum frá félaginu
var frá því skýrt, að sv. Stefáns
J. Guðjohnsens hefði þegar
áunnið sér réttindi þessi en það
var ekki rétt. 1 fyrra náði sveit
Eiríks Helgasonar 2. sæti I
meistarakeppninni og tryggði
sér þar með réttindi þessi. Eru
þeir félagar beðnir velvirðing-
ar á mistökum þessum.
Skráning i næstu keppni
félagsins, Board A Match, er
hafin. Hún byrjar þann 8. marz
í Domus Medica.
Magnúsar Björnssonar 98
Þórarins Alexanderssonar 93
Öskars Þráinssonar 87
Kristjáns Jóhannssonar 86
HansNielsens 85
Erlu Sigvaldadóttur 80
Haralds Briem 62
Laufeyjar Ingólfsdóttur 29
Jóhönnu Guðmundsdóttur 25
Baronietertvímennings-
keppni hófst hjá okkur sl.
fimmtudag og mun hún standa
í átta kvöld. 40 pör spila i
keppninni. Spilin eru gefin fyr-
irfram. Væntanlega verða
fyrstu tölur í keppninni birtar í
þættinum á morgun.
Bridgefélag
Breiðholts
Aðalsveitakeppni félagsins
stendur yfir og taka 10 sveitir
þátt 1 keppninni. Spiluð eru 28
spil I leik.
Urslit annarrar umferðar
sem spiluð var sl. þriðjudag:
Ölafur Tryggvason —
LárusJónsson 15—5
Sigurbjörn Ármannsson —
Hreinn Hjartarson 20—0
Guðbjörg Jónsdóttir —
Pálmi Pétursson , 18—2
Atli Hjartarson —
Baldur Bjartmarsson 15—5
Heimir Tryggvason —
Eiður Guðjohnsen frestað
Staðan eftir tvær umferðir:
Sigurbjörn Ármannsson 40
Baldur Bjartmarsson 25
Bridgefélag
Stykkishólms
Landstvípienningur var spil-
aður á spilakvöldi félagsins 10.
janúar s.l. Þrettán pör tóku þátt
i keppninni.
Röð efstu para varð þessi:
stig.
1. Ellert og Halldór M. 213
2. Kristinn og Guðni 172
3. Iris og Sigurbjörg 166
4. Leifur og Gisli 164
5. Sigfús og Snorri 163
Miðlungur var 156 stig.
Bridgesamband
Vesturlands
Ákveðið hefur verið að
Vesturlandsmót í sveitakeppni
verði haldið í Borgarnesi helg-
ina 25.—26. febrúar n.k. Þátt-
tökuréttur vinnst með undan-
keppni innan félaganna á svæð-
inu, en þau eru á Akranesi,
Borgarnesi, Borgarfirði,
Stykkishólmi og Ölafsvík. Tvær
efstu sveitir á Vesturlandsmóti
öðlast rétt til keppni i undan-
rásum Islandsmóts.
Vesturlandsmót i tvimenn-
ingi verður haldið í Stykkis-
hólmi helgina 1.—2. apríl n.k
Mótið verður opið fyrir alla
félagá i bridgefélögum á
Vesturlandi, en þátttöku ber að
tilkynna til formanns við’.om-
andi félags fyrir 10. marz.