Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
37
Þjóðarhagur
Þjóðhagsleg hagkvæmni fram-
leiðslu byggist á því, að á hverju
vinnslustigi verði sem mest verð-
mætaaukning á unna vinnustund.
Raunveruleg lífskjör og margum-
rædd greiðslugeta atvinnuveg-
anna byggjast á þessari megin-
reglu. I henni felst, að ekki er
kappsmál í sjálfu sér að fullvinna
vöru, ef vinnuframlag til þessarar
vinnslu er óvenju mikið í hlutfalli
við aukið verðmæti. Við getum
tekið óvenjuskýrt dæmi úr ís-
lenzka ullarvöruútflutningnum.
Meðalútflutningsverð fyrir ullar-
band vará fyrstu 11 mánuðum
ársins 1977 kr. 1416 á kg. Meðalút-
flutningsverð fyrir ullarteppi var
á sama tíma kr. 1455 á kg. Vefnað-
ur, þvottur, ýfing og annar
frágangur ullarteppisins skilar
heilum 39.— kr. í þjóðarbúið.
Menn þurfa ekki að vera sér-
fræðingar í framleiðslu ullar-
teppa til að sjá að þjóðarhagurinn
vænkast lítið við þessa full-
vinnslu! Annað mál er, að með
óraunhæfri gengisskráningu, toll-
um, álögum og kvöðum, annars-
vegar, niðurgreiðslum og uppbót-
um hinsvegar, getur sú mynd sem
snýr að einstaklingum og fyrir-
tækjum verið svo skekkt, að hún
eigi ekkert orðið lengur skylt við
hvað sé þjóðhagslega hagkvæmt.
Þrátt fyrir margvíslegar félags-
legar skyldur stjórnvalda, mega
þeir ekki bregðast því hlutverki,
að skapa þann efnahagslega
grundvöll, að hver vinnandi hönd
nýtist sem best þjóðhagslega. Á
þessi grundvallarsannindi hefur
margoft verið bent af íslenzkum
iðnrekendum.
ÍJtflutningsverd
eru hærri en
innanlandsjæró.
^^jsienzku spunaverksmiðjunum
ber siðferðislega skylda til að sjá
íslenzku prjónastofunum fyrir
nægilegu ullarbandi til starfsemi
sinnar. í reynd hafa þær þó geng-
ið mun lengra, því þær hafa bein-
línis notað hagstæð útflutnings-
verð til að halda niðri verði ullar-
bands til prjónastofanna. Meðal-
verð á margumtöluðu ullarbandi
sem selt var til S.-Kóreu var kr.
1599 á kg. en á sama tíma var
íslenzkum prjónastofum selt
ullarband fyrir kr. 1215 á kg.
Annar markaður
og nýir möguleikar.
1 einu dagblaðanna var að því
vikið, að umboðsmaður Álafoss
h/f í V-Þýzkalandi væri með peys-
ur, sem framleiddar væru úr
íslenzku bandi í S-Kóreu til sölu.
A hinn bóginn gleymdist að
greina frá þvi, að um alsendis
ólíka vöru væri að ræða en fram-
leidd er af islenzku prjónastofun-
um, enda bandið sem flutt er út
mun gófara en það sem íslenzkar
prjónastofur nota almennt.
Einnig viil gleymast að eitt land
og einn markaður eru alls óskildir
hlutir. Einstakt land skiptist yfir-
leitt í fjölda markaða, bæði land-
fræðilega og ekki síður eftir
kaupgetu endanlegra viðskipta-
vina. Til þess að taka innlent
dæmi, eru það ekki sömu ein-
staklingarnir, sem kaupa kjólana
sína „hjá Báru“ og í Hagkaup.
Islenzki ullarfatnaðurinn er það
dýr, að viðskiptavinahópurinn er
mjög takmarkaður. Með því að
hafa ódýrari vörur á boðstóium,
er gerð tilraun til að opna nýjan
markað fyrir íslenzkan út-
flutningsiðnað, markað, sem er
tugum ef ekki hundruðum
sinnum stærri, en sá markaður,
sem við og aðrir útflytjendur höf-
um hingað til selt til. En úr þvi að
menn hafa þetta miklar áhyggjur
af markaðinum i V-Þýzkalandi er
rétt að athuga hverjir eiga mest í
húfi. Á fyrstu 11 mánuðum ársins
1977 var fluttur út fatnaður fram-
leiddur hérlendis til V-
Þýzkalands fyrir 308.7 m. kr.
(skv. Hagtiðindum.) Utflutning-
ur Alafoss h/f til þessa umboðs-
manns í V-Þýzkalandi nam á sama
tímabili 251.6 m. kr., eða sem
svarar 81.5% af heildarút-
flutningnum til V-Þýzkalands.
Allir aðrir útflytjendur til
samans skipta með sér þessum
18.5%, sem eftir eru. Mætti því
spyrja hvort heppilegt sé að að-
stoða aðra útflytjendur til sölu-
starfs í V-Þýzkalandi, og hvort
slíkt valdi ekki óheppilegri sam-
keppni? , "
Skyldur forstjóra.
Sem forstjóri Álafoss h/f ber
mér skylda til að reyna að sjá svo
um, að fyrirtækið standi við allar
skuldbindingar sinar, t.d. að
greiða 300 starfsmönnum reglu-
lega laun. Ég hlýt því að haga
rekstri fyrirtækisins í samræmi
við það sjónarmið. Ef salan er
ekki nægileg eða framleiðslan
ekki nógu hagkvæm, get ég ekki
gefið út ávísun á ótakmarkaðan
yfirdrátt í Seðlabankanum, né
vísað á ríkissjóð eða aðrar
peningauppsprettur. Framtíð
íslenzks útflutningsiðnaðar
byggist ekki á ímyndaðri einokun
hráefnis, heldur á þeim starfs-
grundvelli sem honum er
skapaður af löggjafar- og fram-
kvæmdavaldi.
Alafossi 25.1. 1978.
Pétur Eirfksson,
forstjóri.
Eirikur Sigfússon, Silastöðum:
Greiðsla á land-
búnaðarafurðum
Sflastöóum 18/1 1978
Mik>ð hefur verið rætt um hin
bágu kjör bændastéttarinnar að
undanförnu. Eg ætla að taka fyrir
einn þátt, sem mér finnst ekki
hafa verið skýrður nógu vel, en
það er sá þáttur er lýtur að
greiðslum á landbúnaðarafurð-
um.
Þannig er málum háttað, þar
sem við framleiðum mjólk, að út-
borgun nemur um 81% af grund-
vallarverði og afganginn fáum við
greiddan í júni ári seinna. Er talið
að fastur kostnaður kúabúa sé um
73,5%, en launakostnaður þá
26,5%. Sést á þessu að mjólkur-
framleiðendur fá greitt sem svar-
ar 33%, af þeim launum sem
þeim eru ætluð í verðlagsgrund-
vellinum, á því ári sem varan er
framleidd.
Til að sýna fram á hvernig þetta
rýrir laun okkar á verðbólgu- og
hávaxtatímum vil ég taka bú okk-
ar til viðmiðunar.
Af framleiðslu síðasta árs mun-
um við eiga vangreiddar eftir-
stöðvar að upphæð um 3,5 millj-
ónir króna og fáum þær ekki
greiddar fyrr en í júni n.k. Á
þessu sést að við þurfum að bíða í
eitt ár eftir þessum 3,5 milljón-
um, sem eru um 67% af þeirri
upphæð sem ætluð er til launa í
verðlagsgrundvellinum. 'Á þeim
tíma rýrriar þetta að kaupmætti
um 36% vegna verðbólgunnar og
væru greiddar á þetta verðbólgu-
bætur næmu þær um 1.260.000
kr., en þar fyrir utan verðum við
fyrir vaxtatapi úm 10%, sem nem-
ur vöxtum á framleiðsluárinu og
er um 350.000 kr. Sést best á
Eirfkur Sigfússon
þessu hvað verðbólgan og há-
vaxtatimar valda okkur miklu
launatapi, þegar svona er greitt.
Ég tel að allir geti verið sammála
um, að svona greiðslufyrirkomu-
lag sé fráleitt og ætti bændafor-
ustan að vera búin að setja þetta
mál á oddinn fyrir löngu, því
þetta er svo stórt mál að minum
dómi, að kjör bænda væru mun
betri í dag væri þetta lagað.
Stór hluti bænda skuldar meira
og minna í kaupfélögunum, því
þau sjá þó bændum fyrir nauð-
þurftum. En það er ákaflega nið-
urlægjandi að biðja um peninga
eins og ölmusumaður, þegar mað-
ur þarf að greiða eitthvað eða
kaupa, sem ekki fæst í kaupfélag-
inu, en á sama tíma eiga bænd-
urnir meira og minna ógreitt af
sinni framleiðslu, fyrir utan inn-
stæður sem þeir hafa þurft að
leggja i mjólkursamlagsstofnsjóð,
þeir sem mjólk framleiða, en ég
kem að því seinna.
En hvernig ætti þá að haga
greiðslum?
Ut á mjólkurframleiðslu teldi
ég að mánaðargreiðslur ættu að
vera um 80% eins og í dag, en
reikna ætti út giundvallarverðið
á þringja mánaða fresti, þannig að
mán.iiðirnir ian. til marz yrðu
greiddir að fullu 1. maí og eftir-
stöðvarnar vaxtafærðar tvo og
hálfan mánuð aftur og svo koll af
kolli, en uppgjör fyrir síðustu 3
mánuði ársins mætti draga til 1.
marz og yrðu þá greiddir að fullu.
Vegna sauðf járframleiðslu yrði
að brúa bilið með samsvarandi
rekstrarlánum.
Varðandi vinnslustöðvarnar, þá
á ég við mjólkursamlög og slátur-
hús, yrði sú upphæð, sem þeim er
ætluð af sexmannanefnd til
rekstrar, að vera það há að alls
ekki þyrfti að taka af launum
bænda til að halda þeim gang-
andi, en það hefur oft komið fyr-
ir.
Um stofnsjóði mjólkursamlaga
er það að segja, að i þá höfum við
mjólkurframleiðendur verið
skyldaðir til að greiða allt að 2%
af mjólkurverðinu, sem jafngildir
um 8% af launum okkar (425.000
kr. af búi eins og okkar) og þar að
auki greiðum við skatta af þessu,
sem ætla má að vegi um 3%
(150.000 okkar bú) þannig að
mjólkursamlagsstofnsjóðurinn
rýrir ráðstöfunarlaun okkar um
11% til viðbótar því, sem áður er
talið (samtals gerir þetta um
Framhald á bls. 31
stæða algjör, að verðbólgan sé
þessum hópum að kenna.
Ráðherrarnir gætu líka farið að
borga innflutningsgjald af sinum
bílakaupum, þar sitja þeir til
borðs með lömuðum, að viðbætt-
um rekstri á bílunum. Það mætti
einnig benda á viðskipti ríkisins
við aðalverktaka. Við erum að
halda að það sé ekki að ástæðu-
lausu að stjórnarandstaðan fór
fram á að fá yfirlit yfir þau við-
skipti og okkur finnst eftir þvi
sem við sjáum fyrir okkur í starf-
semi með rikisfé, að þar sé nú
jafnvel stór pottur brotinn.
Við bendum ykkur á í Stéttar-
sambandinu, að láta fara fram
gagngera athugun á þeirri stöðu
samvinnufélags bænda, sem nú
þegar hefur hafið göngu sína. Þar
er átt við þátttöku Sláturfélags
Suðurlands í Vinnuveitendasam-
bandi íslands og forstjóri þess
félags meira að segja formaður.
Þið sjáið það bændur góðir, hví-
lík fjarstæða það er ef öll okkar
samvinnufélög tækju höndum
saman við atvinnurekendasam-
tökin og stæðu þar fremst i flokki,
að berja niður kaupmátt launa-
mannsins.
Hvað haldið þið, að alþýðan við
sjávarsiðuna gerði þá, ef bændur
lentu þannig i algjöru stríði við
verkafólk?
Hvað væri markaðurinn okkar
kominn, hverjum ættum við að
selja okkar vöru, hvað haldið„þið
að launafólk myndi kaupa mikið
af okkur?
Nei, þessu félagi okkar þurfið
þið, forustu stéttarsambands
bænda, að kippa til baka, við telj-
um að þetta hafi verið ákveðið án
samþykkis félagsmanna og einnig
teljum við, að stéttarsambandið
sem samanstendur af bændum i
heild, eigi að koma í veg fyrir að
svona tilfelli eigi sér stað með
reglugerð um samvinnufélög
bænda, hvernig þau beiti sínum
samtakamætti, ef um kjarabar-
áttu er að ræða.
Við teljum alveg ákveðið að
stjórn Stéttarsambandsins þurfi
alveg ófeimin og ákveðið að
stinga á einhverri af hinum
mörgu óheillabólum, sem okkar
ráðherrar ganga nú með og gerði
ekkert til þó að það væri gert
algerlega ódeyft, svo að þeir
tækju eftir þegar nálin færi inn
úr skinninu.
Við bendum þér, Gunnar Guð-
bjartsson, á þá staðreynd að þinn
flokksbróðir í stjórnmálum, land-
búnaðarráðherrann okkar, hefur
nú á þessu kjörtímabili algerlega
keyrt útaf stefnuskrá flokksinsog
liggur nú í járnblendifeninu.
Við viljum benda þér á að þú
skalt nú bjóðast til við hann að
berjast fyrir því í bændasam-
tökunum, að hjálpa honum upp
úr þessu feni þjóðarspillingar
með þvi að fá bændasamtökin til
þess að skora á rikisstjórn og
Alþingi, að endurskoða afstöðu
sína til verksmiðjunnar á
Grundartanga með það fyrir aug-
um að segja upp samningum við
Elkem og skipuleggja nýtingu
þeirra framkvæmda sem þar eru
komnar til arðbærari starfsemi,
en að vinna þar járnblendi með
erlendum auðhring með milljarða
meðgjöf.
Burt með erlenda auðhringa úr
islensku efnahags- og atvinnulifi
og við vitum harðlega það áhuga-
leysi bænda sem hefur verið til
þessa á þvi að kveða niður þessa
þróun.
Við teljum að það sé fullreynt
með þessa ríkisstjórn að hún
meinar að það verði að ráðast á
bændur og láglaunafólk til þess
að minnka verðbólguna. Við segj-
um láglaunafólk vegna þess að
það er aldrei komið við hátekju-
menn eins og til dæmis þann hóp
sem fyrr er nefndur i þessu bréfi,
og þetta stafar af því að þessi
ríkisstjórn vill ekki kveða niður
verðbólguna. Þeir græða það mik-
ið á henni sjálfir og þeirra postul-
ar, þeir vilja hafa herinn og þeir
vilja koma upp svo og svo mörg-
um stóriðjum með erlendum auð-
hringum og þessi tvö atriði grafa
undan öllu heilbrigði i okkar
þjóðfélagi. Samanber það sem
Þ.Þ. skrifar í Timann nú nýlega
þar segir hann að við þurfum að
auka siðgæðið á íslandi og við
þurfum að auka aga. Eru þið
kannski tilbúnir í það, forusta
bændasamlaka, að viðurkenna
líka allsherjar siðleysi í bænda-
stéttinni eins og þið hafið viður-
kennt offramleiðslu og með því
viðurkennt að við bændur séum
sekir í því ástandi sem nú er. Við
förum fram á það við formann
Stéttarsambands bænda að hann
taki fram opinberlega gagnvart
þessum skrifum hjá Þ.Þ. i Timan-
um að hann verði að vísa þessum
hugmyndum um skaðlegt siðleysi
og stjórnleysi á ákveðnum stað í
þjóðfélaginu en ekki að setja það
svona fram, þannig að það verði
allir að liggja undir þessum
óheilla ámælum og við þverneit-
um því að taka það til okkar.
Við erum sammála öllum atrið-
um í grein Halldórs Gunnarsson-
ar í Morgunblaðinu og hvetjum
stjórn Stéttarsambands bænda til
þess að taka vel eftir því, sem
bændur leggja til í þeirri kjara-
baráttu sem nú er staðið í og
einnig erum við sammála grein
Hafliða í sama blaði nema þvi
atriði að viðurkenna offram-
leiðslu, það teljum við fjarstæðu,
en þar sem hann minnist á bákn
Samvinnufélaganna þá viljum við
bæta þvi við að beina athygli
Stéttarsambands bænda að því
atriði hvort það sé ekki athugandi
ef um væri að ræða í því bákni
ofilagt á einhvern hátt í fjárfest-
ingu og einnig hvort á einhvern
hátt geti verið um óhagræði að
ræða en eins og bæði neytendum
og bændum finnst þá er sölu og
dreifingarkostnaður á land-
búnaðarvörum gifurlega nnkill.
Við teljum ekki neina fjarstæðu
Framhald á bls. 31
5
ISlSlSjiTSlSlSlSlSMS
ALLT MEÐ
EIMSKIP
Á næstunni
ferma skip vor
til íslands
sem hér segir:
ANTWERPEN:
Álafoss 30 jan.
Úðafoss 6. feb
Lagarfoss 13. feb
ROTTERDANI.
Urriðafoss 30. jan.
Álafoss 31. jan.
Úðafoss 7. feb.
Lagarfoss 14. feb.
FELIXSTOWE:
Mánafoss 31. jan.
Dettifoss 7. feb
Mánafoss 1 4. feb.
Dettifoss 2 1. feb
HAMBORG:
Mánafoss 2. feb.
Dettifoss 9. feb.
Mánafoss 1 6. feb
Dettifoss 23. feb.
PORTSMOUTH
Selfoss 6. feb
Bakkafoss 8. feb
Hofsjökull 9 feb.
Brúarfoss 28 feb
Bakkafoss 7. marz
GAUTABORG:
Laxfoss 30 jan.
Háifoss 6. feb.
Laxfoss 13. feb.
KAUPMANNAHÖFN:
Laxfoss 3 1. jan.
Háifoss 7. feb
Laxfoss 14 feb
HELSINGBORG:
Urriðafoss 2. feb
Tungufoss 13. feb
Urriðafoss 20 feb
MOSS:
Urriðafoss 3. feb
Tungufoss 14 feb.
Urriðafoss 21. feb.
KRISTIANSAND:
Urriðafoss 4. feb.
Tungufoss 1 5. feb
Urriðafoss 22. feb.
STAVANGER:
Urriðafoss 5. feb
Tungufoss 1 6. feb.
Urriðafoss 23. feb.
GDYNIA/GDANSK:
írafoss 13. feb
VALKOM:
Múlafoss 1. feb
Skógafoss 10 feb
RIGA:
Skógafoss 12. feb
WESTON POINT:
Kljáfoss 31. jan.
I
i
i
fj
|
m
í|
■1
I
H
I
Í
P
Í
m
I
m
I
íd
Kljáfoss
1 4 feb
lr ■
] ■-
1
j li
ri* Reglubundnar ferðir jjj
!—l alla mánudaga frá H
'iT Reykjavík til ísafjarð- ÍJ
Ijj ar og Akureyrar. UJ
Vörumóttaka í A-skála j-51
ALLT MEÐ