Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÁNUAR 1978 15 Á tillögu þeirri um Grjótaþorp, sem nú er til meSferðar, er gert ráð fyrir varðveizlusvæðum, sem merkt eru með punktaflötum Reiknað er með að flytja megi að hús i sama stil á vissa staði, sem merktir eru með stórum punkti. En stór punktur með hring táknar niðurrif og aðflutt hús. Gert er ráð fyrir nokkurri uppbyggingu nýrra lágra húsa með risþökum og eru þeir reitir ómerktirþorpi. Yfirlits- mynd af Grjóta- þorpi. TíUögur upp um vissa verndun í Gr jótaþorpi í FRÉTTUM i gær var skýrt frá þvi að baráttumenn fyrir varðveizlu Bernhöftstorfunnar ætluðu i dag að boða til útifundar til varðveizlu Grjótaþorps. Þar er gefið i skyn, að fyrir liggi að rifa gömlu húsin i Grjótaþorpi. Þar sem skipulag Grjótaþorps er i vinnslu í nefndum borgarstjórnar og hefur tekið allt aðra stefnu, tel ég nauðsynlegt að gera grein fyrir málinu. Sumum þeirra, sem standa að fundinum, er kunnugt um hvernig mál standa, en ég tel að aðrir borgar- búar eigi lika kröfu á að fá að vita það. Skipulagsnefnd borgarinnar og umhverfismálaráð eru að fjalla um tillögu til borgarstjórnar, sem gerir ráð fyrir mikilli verndun húsa í Grjótaþorpi, sem I aðalskipulagi er skilgreint sem endurnýjunarsvæði Umhverfismálaráð fjallaði sl mið- vikudag um þá tillögu, sem skipu- lagsnefndarmenn hafa komið sér saman um, og þótti öllum hún góð lausn, held ég að óhætt sé að segja, þó að ekki hafi hún verið afgreidd formlega Ráðið hafði fyrir tveimur árum farið fram á það við Nönnu Hermannsson minjavörð, að hún léti gera úttekt á húsunum i Grjótaþorpi, til þess að undirbyggja ákvarðana- töku. Sú skýrsla er komin út og hefur verið kynnt Ég held að flest- um sé Ijóst af henni, hversu merki- legur hluti af Reykjavíkurborg er enn til þarna í brekkunni. Eftir það sendi umhverfismálaráð borgarráði og skipulagsnefnd tílmæli til þessar- ar skýrslu, sem hefur verið gert Hefur skipulagsnefnd að undan- förnu verið að fjalla um málið og er sem fyrr segir að bera tillögur sínar undir umhverfismálaráð. Nanna Hermannsson minjavörður sat fund- in á miðvikudag og er sátt við þá tillögu, sem var kynnt Gert er ráð fyrir þvi I tillögunni að skapað verði hlýlegt umhverfi í Grjótaþorpi með blandaðri byggð íbúða, verzlana, skrifstofa, þjónustu- fyrirtækja og létts iðnaðar eða hand- verks Því sé æskilegt að verulegar umbætur á núverandi mannvirkjum og umhverfi eigí sér stað á næsta skipulagstímabili. Er stefnt að þvi að gatnakerfið verði óbreytt í meginatr- iðum. Einstök hús í hverfinu falli undir hugtakið „verndun mann- virkja", og eru þau hús tiltekin (með smápunktum á korti) Eru þau i samræmi við könnun þá sem gerð var á Grjótaþorpi. Á auðar lóðir er reiknað með að megi flytja gömul hús og eru þær lóðir tilgreindar á korti (stórir punktar). En menn gera sér Ijóst, að til þess að fullmóta Grjótaþorp þarf að eiga sér stað nokkur uppbygging nýrra húsa á ákveðnum svæðum og þar gert ráð fyrir þéttri og lágri byggð á einni til fjórum hæðum með risþökum. Verð- ur að sjálfsögðu að vanda mjög til þess að þau hús falli vel inn í. En málið er ekki alveg einfalt Þó ar og fasteignir i Grjótaþorpi og myndi sjóð, sem gegna myndi þessu hlutverki ^ Upphaf Reykjavíkur í hnotskurn Það hefur haft sína galla, að svo lengi hefur dregist að ákvarða örlög Grjótaþorps, m a. að húsum hefur ekki verið við haldið En það hefur líka haft þá kosti, að eyðilegging þess hefur dregist og fjöldamörg húsanna eru þar enn til í uppruna- legu útliti og merkilega heil, eins og fram kemur i skýrslunni um Grjóta- þorp, þar sem hvert hús um sig var tekið fyrir, rakin saga þess, ástandi lýst, sagt frá breytingum síðari ára og reynt að meta gildi húsanna. En húsin eru þar flokkuð eftir því hve mikla endurnýjun þau þyrftu Að sjálfsögðu er þar gert ráð fyrir að þar inni eigi svo mikið af sinum uppruna á litlu svæði Og ég er hrædd um að eftirkomendur okkar mundu ekki þakka okkur fyrir að farga þvi nú, og skilja eftir eintómar „nýtizku bygg- ingar" frá 7. áratugnum. Að blanda Grjótaþorpi með svo heillegum minjum í húsagerð saman við öll önnur hverfi með gömlum húsum er ekki málefninu til gagns, eins og nú er reynt að gera. Það hefur sérstöðu I aðalskipulagi er Grjótaþorp sam- þykkt sem endurnýjunarhverfi, þar sem gert er ráð fyrir vissri verndun en líka að byggja megi upp í eyður eða flytja önnur hús þangað, sem þar eiga heima. En Miðbærinn, frá Aðalstræti að Lækjargötu, er upp- byggihgarsvæði Rökin fyrir þvi eru þau, að bankar, skrifstofur og þing, sem starfa ekki nema hluta úr degi, hafa lagt undir sig bæinn (búar eru þar varla lengur og verzlanir að hverfa á eftir ibúunum, svo að þar er Eftir Elínu Pálmadóttur borgarfulltrúa Reykjavikurborg eigi margar eignir í Grjótaþorpi, þá eru þar lika stórar eignir i einkaeigu Með þá eigendur hefur verið illa farið, þar sem dregið hefur verið árum saman : ð taka ákvörðun um uppbyggingu á staðn- um, en þeir á meðan greitt fast- eignagjöld af dýrum lóðum. Og þó öll byggingasamþykktin hafi í raun ákvæði sem ákvarða hvernig byggð skuli vera á ýmsum svæðum í borg- inni til samrærhingar og heilla fyrir heildina, þá er þarna að vissu leyti um að ræða sérstætt mál Þvl er i tillögunni gert ráð fyrir þvl, að eigendum I Grjótaþorpi verði veittur stuðningur frá Reykjavíkur- borg til viðhalds og endurbóta á húseignum, gegn þvi að eigendur húsanna gangist þá undir þinglýstar kvaðir á eignum sinum um þau ákvæði verndunar er sett kunna að verða Og til að fá fé til þessa er lagt til að Reykjavikurborg selji lóðir sin- þurfi að koma fyrir baðherbergjum og öðru því sem tilheyrir nútíma lifnaðarháttum Af þessum gögnum má sjá, að i Grjótaþorpi er upphaf Reykjavikur- kaupstaðar í hnotskurn með iðnaði sínum og verzlun Við Aðalstræti, framhlið hverfisins, risu upp verzlan- ir og meiri háttar hibýli kaupmanna, en i brekkunni byggðu tómthús- ménn og iðnaðarmenn. Norðurhlið snýr að sjó og mótaði atvinna, bryggjur og pakkhús þá hlið og er þáttur í athafnasögu hverfisins og Reykjavikur Merki þessa sést í byggingunum En i Grjótaþorpi er einnig upphaf steinsteypualdar í góðu eintaki Og sögulegar minjar eru i hverju húsi. Þarna voru fyrstu skólarnir, iðnskóli, barnaskóli og kvennaskóli, þarna bjuggu okkar mestu sjálfstæðishetjur og fyrstu listamenn o.s.frv. Ég hygg að engin borg í veröld- litið líf og umferð lengur, nema hluta úr sólarhringnum, og æskilegt að lífga „bæjarlifið" aftur við Á þessum reit er ekki orðið mikið eftir af gömlum byggingum, þó þær séu að vísu til Þar sem sýnilegt er, að Alþingi muni halda áfram að koma sér fyrir i miðbænum, og að æskilegt er að heilleg gömul byggð haldist við Tjörnina, i brekkunni austan megin (Bernhöftstorfan, Menntaskólinn o.s.frv.), svo og vestan megin í Grjótaþorpi, þá virðist annar reitur varla betri til að auka llf I Miðbæn- um en auðu lóðirnar við Aðalstræti austanvert. þar sem Hótel ísland sáluga stóð Þar má koma fyrir ibúð- um fyrir 300 manns, smáverslun- um, innitorgi fyrir þá sem vilja fara i miðbæinn að skoða i búðarglugga og fá sér kaffisopa, eins og gert var áður, smáverzlunum, og með bíla- stæðum, sem svo mjög vantar, í kjallara. Bílastæði yrðu aftur á móti ekki inni i Grjótaþorpi, þó að þau mætti gera á hornlóðunum við Garðastræti Sá valkostur, að byggja helzt upp á Hótel íslandslóðinni til að auka lif i miðborginni held ég að sé ekki svo slæmur. En það verður vandaverk að teikna það hús svo að vel fari i umhverfinu Kubburinn á likani, sem birtar hafa verið myndir af, gefur mjög villandi hugmyndir, þar eð hann sýnir bara umfang byggingarinnar, en hún á að vera með mjög inndregnum efri hæðum Húsið sjálft á eftir að teikna. Nú er nánast eingöngu verið að samþykkja að eigendur megi gera tillögur um hús af þessari stærð og með vissum •forsendum, en siðan kemur aftur til skipulagsnefndar teikning af húsinu, ef þeir koma sér saman um ákveðna tillögu. Þarna er um að ræða viljayfirlýs- ingu um að bygging, sem gegni 'fyrrgreindum markmiðum, megi risa þarna Mun ég ekki fjölyrða meira um það Þarna eru að visu til hús, sem fengur er að standi, og væri e.t.v hugsanlegt að flytja einhver þeirra ef til kemur i Grjótaþorp eða annað Þar sem verið er að draga Grjóta- þorp og skipulagshugmyndir um það fram nú, tel ég rétt að gera borgarbum grein fyrir þeim hug- myndum, sem uppi eru um það i skipulagsnefnd og umhverfismála- ráði Ég held að þær hugmyndir séu nokkuð gófr lausn Og er raunar sannfærð um að eftirkomendur okk- ar eiga eftir að þakka fyrir, ef þeir eignast Grjótaþorp, uppgert og vel við haldið Og að ekki megi láta ráða alfarið stundarhagsmuni eða sam- viskubit yfir þvi að hingað til hefur verið farið illa með ákveðna aðila, með því að draga of. lengi að ákvarða skipulag staðarins Heldu að reyna að finna lausn, sem léttir á þeim og bætir þeim sem gert er að halda húsunum við, eins og þarna er gert L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.