Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 34
34
Síðustu vikurnar hefir verið
mikið rætt og ritað um þær nátt-
úruhamfarir sem urðu við suður-
ströndina 14. des. s.l. Þá gerði
mikil sjávarflóð sem vfða urðu
skaðar af. Meðal annars slitnuðu
upp fjórir bátar sem bundnir
voru við bryggju á Stokkseyri og,
að því að menn töldu, tryggilega.
Þá rak upp í fjöru og það hærra
en nokkurn kunnugan gat grun-
að. Þá brustu víða varnargarðar,
og jafnvel þar sem menn áttu þess
síst von. Ymsir fleiri skaðar urðu
með suðurströndinni, svo sem í
Grindavík, Selvogi, Eyrarbakka
og eitthvað austur um sýslur.
Það er stórfengleg sjón að sjá
slíkar hamfarir, en hrikalegt um
leið. Ög sjálfsagt gera menn sér
ekki ljóst við fyrstu sýn hvaða
ógn við erum að líta þegar Ægir
konungur fer hamförum. En af-
leiðingarnar láta ekki á sér
standa, því það er fátt sem stenst
þann ægikraít sem býr í haföld-
unni, þegar hún kemur æðandi að
landi yfir öll sker og brimbrjóta
undan sunnanstorminum, þá
verður eitthvað undan að láta, því
skerjagarðurinn hér fyrir suður-
ströndinni og annað það sem veit-
ir öldunni viðnám er hin raun-
verulega vörn fyrir landið og
byggðina sem er fyrir opnu hafi.
En þegar sjávarhæðin verður svo
mikil sem raun varð á 14. des. s.l.
þegar allt viðnám hverfur í djúp-
ið þá er voðinn vís. Sjávarflóð
koma alltaf af og til hér við suður-
ströndina en oftast án verulegra
skaða.
Viðbrögð manna við þessum
vanda nú eru æði misjöfn. Þau
eru á einn veg hjá þeim sem búa
við þessa hættu og verða að þola
hana. Það er byrjað strax við
fyrstu hentugleika að hreinsa til
og búa í haginn eins og hægt er i
svipinn og síðan að huga að fram-
tíðinni.
Útí frá er víða annað hljóð i
strokknum. Maður heyrir jafnvel
á umræðum manna að hæpið sé
að gera nokkuð raunhæft fyrir
þessa staði, sem búi við slíka
hættu sem þorpin við suður-
ströndina gera, og alla vega svari
það ekki kostnaði. Jafnvel hafa
menn tekið svo djúpt í árinni að
segja, að það mætti gjarnan koma
aftur annað eins flóð, þá myndu
þessir eymdarstaðir við suður-
ströndina þurrkast út og ekki
þyrfti að hafa áhyggjur af þeim
lengur, eða byggðinni þar
Hversu stór sá hópur manna er
sem þannig ályktar veit ég ekki,
en vonandi ræður hann litlu enn
sem komið er, hvað síðar kann að
verða veit ég ekki, en maður á
ýmsu von því margs konar
stefnur éru að stinga upp kollin-
um á okkar dögum, miður æski-
legar. Það er bara spurningin
hversu mjög þeim vex ásmegin,
og hverju þær fá áorkað f framtíð-
inni.
Það yrði of langt mál að fara að
ræða það hér um þetta nútíma-
fyrirbrigði sem kemur fram á
margvíslegan hátt og meðal ann-
ars birtist í áróðrinum gegn
bændastéttinni, og væri freist-
andi að taka það mál tíl meðferð-
ar en það verður að bfða betri
tíma.
Ef sú stefna á eftir að verða
ofan á í þessu landi að ekkert eigi
að gera fyrir þá staði sem verða
fyrir einhverjum skakkaföllum
þá færi að fækka byggðum bólum
á íslandi því ef við gáum betur að
er víða um hættur að ræða af
ýmsum náttúruhamförum, svo
sem sjávarflóðum, snjóflóðum,
eldgosum, jarðskjálftum o.fl. og
æðimargir eru þeir staðir í þessu
landi sem einhver hætta vofir yf-
ir, og hafa oft goldið mikil afhroð.
Það er hins vegar ljóst að í dag
eru ráðartienn þjóðarinnar og hér-
aðs mjög jákvæðir í þessum mál-
um, að svo miklu leyti sem þeim
er unnt. Það sést best á því t.d., að
hér á Stokkseyri er þegar byrjað
að byggja sjógarðana að nýju á
vegutn vitamálastofnunarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
En það verk verður ekki unnið á
nokkrum dögum, það tekur marg-
ar vikur. Og vonandi tekst að gera
þá svo úr garði að þeir geti þjónað
því hlutverki sem þeim er ætlað,
og þeir hafa gert um langan ald-
ur. Unnið er að því að rétta við
bátana sem slitnuðu upp og skoða
þá, hver sem verður niðurstaðan
með ástand þeirra að lokum. Aðr-
ir skaðar á húsum og inannvirkj-
um hafa verið skoðaðir og metnir
og ráðstafanir gerðar til endur-
bóta.
Hér hefir sem betur fer ráðið
sama stefna og ráðið hefir fyrr í
þessu landi þar sem stórskaðar
hafa orðið, svo sem f Vestmanna-
eyjum, Neskaupstað og Kópaskeri
svo nokkrir staðir séu nefndir,
þar sem byggðirnar hafa goldið
mikið afhroð. íslendingseðlið seg-
ir til sín. Þrautseigjan ræður enn
ríkjum hjá meginþorra íslend-
inga sem betur fer, enda hefir
hún gert þá að þjóð sem lifað
hefur af í þessu landi þrátt fyrir
óbliða náttúru á stundum.
Ýmsir hafa spurt hvort ekkert
hafi verið hægt að gera til varnar
fyrir þetta flóð þar sem menn
gátu átt von á ýmsu, og jafnvel
gat verið hætta á ferð. Ég held
fátt afgerandi fram yfir það, sem
gert var og fram hefir komið í
fjölmiðlum. Fulltrúi almanna-
varna var líka spurður að því
sama. Hann taldi að tvennu hefði
vérið ábótavant. i fyrsta lagi, að
skort hefði nægar aðvaranir frá
veðurstofu. Um þann þátt fjalla
ég ekki og tæplega til þess ástæða,
enda annarra að fjalla um það
mál. Og í öðru lagi, að fara hefði
átt með bátana í örugga höfn dag-
inn áður, þar sem von var á slíku
ástandi. Þá kemur spurningin?
Hverjir áttu að fara með þá þar
sem heimamenn treystu sér ekki
með þá, og vissu að það var ófært
á Stokkseyri vegna brims, og svo
hafði verið síðustu daga fyrir
flóð.
Enda hafa komið hér stórflóð
eftir að höfnin komst í núverandi
ástand og ekkert orðið að bátum.
Það má líka benda á það að fram
að þessu hefir höfnin í Þorláks-
höfn alls ekki verið trygg í slæm-
um veðrum og stórsjó. Og þar
hafa oft orðið miklir skaðar, en
nú virðist höfnin þar vera orðin
nokkuð örugg eftir síðustu endur-
bætur en það hefir ekki reynt á
það fyrr en í þessu fjóði. En virð-
um nú fyrir okkur hvers virði
Steindór
Guðmundsson,
Stokkseyri:
Á Stokkseyri eftir síðustu hamfarir.
þessir staðir eru fyrir Suðurland
og reyndar alla landsbyggðina
eins og t.d. Stokkseyri. Hér gildir
flest það sama um Eyrarbakka og
Stokkseyri, þvi þó Eyrarbakki
hafi sloppið betur að þessu sinni
þá varð hann verr úti í sjávarflóði
1975. Og atvinnulega séð eiga
þessir staðir flest sameiginlegt
sem betur kemur fram siðar I
þessari grein.
A Stokkseyri eru um 570 íbúar,
flestir í þorpinu en 60—70 á bæj-
um i Stokkseyrarhreppi. Aðalat-
vinnufyrirtækið er Hraðfrystihús
Stokkseyrar h/f. Þar hefir fjöldi
manns atvinnu, bæði heimamenn
og aðrir, enda hafa í sambandi við
þetta fyrirtæki verið gerðir út
6—8 bátar. Launagreiðslur á ár-
inu ’75 námu 60—70 milljónum
sem að mestu leyti fóru til heima-
manna, en að hluta til næstu
byggðarlaga, mest að Selfossi. Og
seldar afurðir fyrir um 270
millj.kr. nettó. Á árinu ’76 eru
þessar tölur enn hærri. Hér er
ekki um svo iítinn atvinnurekstur
að ræða í ekki stærra byggðarlagi.
Og það má bæta því við, að Ioðna
hefir verið'fryst í stórum stíl á
Stokkseyri, og með því mesta í
einu húsi á landinu síðustu 5—6
árin. Og þó atvinnuástandið hafi
verió slæmt siðustu vikurnar von-
um við að úr rætist á næstunni,
enda má þegar sjá merki þess.
Það má líka benda á það, að þó
löndunarskýrslur sýni ekki mikla
löndun á Stokkseyri segir það
ekki alla söguna, því meginhluta
aflans er landað i Þorlákshöfn og
ekið á bílum um Selfoss til
Stokkseyrar, um 50 km leið. Og þá
kemur að öðrum þætti þessa máls,
sem mjög snertir byggðaþróunina
og er afgerandi fyrir framtíð
þorpanna austan ölfusár en það
er spurningin: Hvenær kemur
brúin á Ölfusá í Oseyrarnesi?.
Það hefir verið mikið áhugamál
íbúanna á Stokkseyri og Eyrar-
bakka að hrinda þessu máli í
framkvæmd, og að minnsta kosti
að menn sjái þess merki að undir-
búningur sé hafinn. Þessi áhuga-
mannahópur hefir stækkað eftir
atburðina 14. des. s.l. og nagr langt
út fyrir þessa tvo hreppa.
Mönnum finnst þessar hafnir
hér og á Eyrarbakka ekki nógu
öruggar og þvi þyrfti að létta und-
ir með þeim mönnum sem útgerð.
stunda á fyrrnefndum stöðum, og
telja sig þurfa að hafa bátana í
Þorlákshöfn yfir þann tíma sem
varasamastur er. En vegalengdin
er svo miklu styttri hér með sjón-
um en um Selfoss, það munar
30—35 km. Það er líka staðreynd
að alla tíma ársins þurfa stærri
bátarnir að koma að í Þorlákshöfn
og liggja þar, og aka þarf fiskin-
um þessa 50 km. Menn sjá hversu
gífurlega það munar á flutnings-
kostnaði þegar leiðin styttist um
% og oft þarf að flytja mikinn fisk
á báða staði, ekki síst á vertið.
Eg mótmæli eindregið þeim
röddum sem fram hafa komið að
komi brúin verði auðveldara fyrir
fólkið að flytja í burtu. Ef fólkið
vill fara sem er næsta litið um, fer
það hvernig sem samgöngumálum
er háttað. Það er hins vegar stað-
reynd að fólkið vill ekki fara sem
á annað borð hefir sest hérna að,
og íbúunum fer heldur fjölgandi.
Það hefir verið mikið byggt hér á
undanförnum árum, sem hver og
einn sér sem ekur í gegnum þessi
þorp. Og mikil uppbygging hefir
verið hjá fiskvinnslufyrirtækjun-
um, og þó syrti eitthvað að í bili er
ekkert uppgjafarhljóð í íbúum
þessara staða og forráðamennirn-
ir ,vita að þeir hafa fólkið á bak
við sig. Þess vegna teljum við það
skyldu þeirra sem fjármagninu
ráða á vegum þess opinbera, að
þeir láti sjá einhvern lit á því að
þetta fólk sé stutt til áframhald-
andi búsétu. En til þess þarf eitt-
hvað að gerast í brúarmálinu. í
beinu framhaldi af því sem áður
hefir verið sagt um nauðsyn brú-
ar yfir Ölfusárósa ætla ég að
koma inn á einn þátt í þessu máli
sem of sjaldan er minnst á.
Vísindamenn okkar segja að
innan 30 ára megi búast við jarð-
skjálftum á Suðurlandi. Þeir telja
einnig að elnhver viðkvæmasti
staður fyrir jarðhræringum sé sá
staður sem núverandi ölfusárbrú
stendur á. Og vel gæti svo farið að
hún yrði óvirk um stundarsakir ef
til tíðinda drægi. Upp á Iðubrú er
allmikill krókur fyrir flesta, og sú
brú er á nokkuð virkum stað. En
væri komin brú yfir Ölfusá í Ós-
eyrarnesi stæði hún ’a stað sem
AÐ ÞREYJA
væri ekki nærri eins hættulegur í
jarðhræringum og sterkar líkur á
því að hún gæti oróið þrautaleið
við slíkar aðstæður.
Þetta byggja fræðimenn á sögu-
legum staðreyndum og jarðfræði-
legum mælingum. Og þá kemur i
ljós að jarðgrunnurinn (ef ég
mætti nota það orð) hér niður við
ströndina er allur annar en hann
er þegar nálgast fjöllin og landið
hækkar. Þar er viðast um að ræða
samfelldan berggrunn, en hér
niðri við ströndina byggist landið
upp á lagaskiptingu hrauns, sands
og malar, og þvi miklu minni jarð-
skjálftahætta. Enda greinir sagan
okkur ekki frá neinum veruleg-
um skemmdum við ströndina á
liðnum timum.
Af þessu má sjá að þessi marg-
nefnda brú gæti orðið þrautaleið
um stundarsakir við vissar
aðstæður. Umferðaþörfin er mikil
á Suðurlandi og má varla stöðvast
að heitið geti ef ekki á illa að fara
og flutninganetið nær frá Reykja-
vikursvæðinu allt til Austfjarða.
Það hníga því öll rök að því að
ráðist verði'sem allra fyrst í að
hefja undirbúningsvinnu við brú
yfir Ölfusárósa af atvinnulegum
ástæðum og vegna öryggis íbú-
anna á Suðurlandi. Það mætti líka
benda á í leiðinni að þetta yrði
örugglega vinsæl túristaleið, en
hlutur þeirra er mikils metinn í
okkar þjóðfélagi í dag.
Það væri kannski ósanngjarnt
að segja að ekkert hafi miðað í
þessum málum í rétta átt, en ekki
afgerandi. Og þegar kemur til
kasta þeirra sem völdin hafa er
bent á ýmsar framkvæmdir sem
hafi algeran forgang, og fjár-
magnið sé takmarkað )em úr sé að
spila hverju sinni. Krafla tekur
sinn skerf og margar fleiri fram-
kvæmdir eru og verða umdeildar.
Og ein af þeim er hin margumtal-
aða Borgarfjarðarbrú. Það verður
varla deilt um það að nauðsyn bar
til að byggja nýja brú yfir Hvítá i
Borgarfirði, en staðsetning henn-
ar er og verður umdeild og meðal
annars vegna þess hversu dýr hún
hlýtur að verða.
Augu okkar austanmanna
hljóta að beinast á næstunni til
þingmanna okkar og ekki síst til
þeirra sem von er til að sitji á
þingi eftir næstu kosningar.
Hversu vel þeim gengur að beita
áhrifum sínum á alþingi i þessu
hagsmunamáli meginþorra Sunn-
lendinga eins og ég hefi reynt að
benda á.
ÞORRANN
GÓUNA
Og hversu mörg mál verði látin
hafa forgang á undan því.
í umræðum manna er mörgum
getum leitt að því hversu lengi við
þurfum að bíða eftir því að fjár-
veitingavaldið leggi blessun sína
yfir þessa framkvæmd, og hversu
lengi við þurfum að „þreyja þorr-
ann og góuna” í brúarmálinu.
Steindór Guðmundsson.
Stokkseyri.