Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 17
I
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
17
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF.
Utanríkis-
þjónustan
Oft hefur um verið rætt um að nauðsyn væri á
meiri þjónustu af hálfu utanríkisráðuneytisins við
' útflytjendur. Síðasta dæmið um áhrifamátt ráðu-
neytisins er för Sigurðar Bjarnasonar sendiherra til
Nígeríu vegna sölu á skreið þangað þó svo full
snemmt sé að spá nokkru um endanlega niður-
stöðu þess máls. En hvert er álit þeirra er starfa að
útflutningsmálum á þessu máli?
Úlfur Sigurmundsson framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðv-
ar iðnaðarins kvað það sína skoðun að starfsmenn utanrikisþjón-
ustunnar bæði hér heima og eriendis væru allir að vilja gerðir en
þeir væur fáliðaðir og hefðu þvi ærinn starfa á hinum stjórnmála-
lega vettvangi. Úlfur taldi að með þvi að bjóða útflytjendum upp
á ýmsa þjónustu i sendiráðunum gæti utanrikisráðuneytið tekið
fyrsta skrefið i þá átt að bæta þjónustuna við útflytjendur.
Orri Vigfússon framkvæmdastjóri Glits h.f. kvað sina reynslu
af utanríkisþjónustunni góða og sem dæmi gæti hann nefnt að
eitt sinn hefðu Agnar Kl Jónsson sendiherra og frú hans opnað
heimili sitt i Ósló þannig að Glit gat boðað þar til blaðamanna-
fundarl Siðan eru liðin þrjú ár og hefur útflutningur á keramik
sífellt verið að aukast til Noregs. Orri gat þess að lokum að um
þriðjungur af framleiðslu fyrirtækisins færi til útflutnings og þvi
væri afar mikilvægt að geta átt þess kost að leita til utanrikisráðu-
neytisins um ýmis konar þjónustu þegar svo bæri undir, ekki sist
þegar afla ætti nýrra markaða á erlendum vettvangi.
Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
1 967 1 flokkur
1967 2 flokkur
1968 1 flokkur
1968 2 flokkur
1969 1 flokkur
1970 1 flokkur
1970 2 flokkur
1971 1 . flokkur
1972 1. flokkur
1972 2 flokkur
1973 1 flokkur A
1973 2 flokkur
1 974 1. flokkur
1975 1 flokkur
1975 2 flokkur
1 976 1, flokkur
1976 2 flokkur
1977 1 flokkur
1977 2 flokkur
1978 1 flokkur Nýtt útb
VEÐSKULDABRÉF:
1 ár Nafnvextir 1 2% —23% p
\ 2 ár Nafnvextir 1 2% — 23% p
3 ár Nafnvextir: 23% p.a
HLUTABRÉF:
Verslunarbanki íslands ht
Iðnaðarbanki íslands hf
Kaupgengi Yfirgengi miðað
við innlausnarverð
pr. kr. 100 - Seðlabankans
21 54.23 34 1%
2139 54 15.8%
1883 29 3.6%
1 755 03 512%
1309 36 511%
1203 82 33 8%
880 67 2.5%
830 52 33.3%
730 12 3.6%
61 9 56 33 3%
478 53
442 35
307 22 25117 191 67 18216 147 92 137 39 1 1 5 08
100 00 -í- dagvextir Kaupgengi pr. kr. 100 -
a 75 00— 80 00
a 64 00—70 00 63 00—64 00 Sölutilboð óskast Sölutilboð óskast
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
1972- A
1973- B
1974 D
Sölugengi
pr. kr. 100 —
481 53 (10% afföll)
413.12 (10% afföll)
31 2 40 (10% afföll)
PIÁRPCmnGARPÉlAC ÍfUMIDS HP.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu)
Sími 2 05 80.
Opið frá kl. 1 3.00 til 1 6.00 alla virka daga.
Wartburg353W
Á næstu vikum bætist nýr bill
við þann fjölda sem er i framboði
hérlendis, en þetta er austur
þýzka bifreiðin Wartburg 353W
sem Ingvar Helgason við Sogaveg
hefur umboð fyrir.
í reynsluakstri Morgunblaðsins
kom margt ágæti Wartburgsins i
Ijós Það fer vel um ökumanninn og
farþega. sérstaklega er rými meira
en oft gerist fyrir farþega i aftursæti
Auðvelt var að ná til allra stjórn-
tækja sem eru einföld i sniði og vel
auðkennd Staðsetning miðstöðvar-
stillinga gæti þó verið þægilegri en
sjálf er miðstöðin mjög góð
Bifreiðin er öll mjög björt að inn-
an og útsýni gott, enda rúður allar
stórar Smekklega er gengið frá öllu
að innan þótt iburður sé enginn
Þær Wartburg-bifreiðar sem fluttar
verða til íslands verða með stólsæt-
um að framan og verður höfuðpúði
áfastur Bakhalli sætanna er stillan-
legur svo og er hægt að stilla þau
eftir fótalengd manna og er auðvelt
að framkvæma þessar tilfæringar
Bifreiðin er 4ra dyra
í reynsluakstri Mbl reyndist Wart-
burg 353W vel á mjög holóttum og
stórgrýttum vegi Bifreiðin lá vel og
tók allar mishæðir nokkuð vel.hver
sem hraðinn var Hún lét vel að
stjórn bæði á malbiki og á malar-
vegi
Wartburg 3 53W er með 3ja
strokka loftkælda tvigengisvél og er
framdrifinn Er hér nánast um að
ræða gömlu Saab-vélina því á sínum
Bflar
Umsjón: Jóhannes
Tómasson og
r r
Agúst Asgeirsson
tíma hafði Saab framleiðsluleyfi á
sinar vélar frá Wartburg Vélin er 50
din hestöfl og er vinnslan sæmileg.
nema í bröttum brekkum misstum
við hraða nokkuð fljótt í háu girun-
um Girskiptingin var mjög þjál og
þrátt fyrir tvigengisvél er hávaði litill
i farþegarými
Eigin þyngd Wartburgs 353W er
um 900 kg Lengd hennar er rúmir
4 metrar, breidd 1,6 metrar og hæð
um 1 .4 mtr Hámarkshraði er 1 30
km/klst og 1 4— 1 5 sekúndur tekur
að keyra úr kyrrstöðu í 80 km hraða
Bensineyðsla er um 8,þ—9.5 litrar
á 1 00 kílómetrum
Á núverandi gengi kostar Wart-
burg 353W 1300—1350 þúsund
krónur og mun því sjálsagt heyja
harða samkeþpni i sölu við t d ódýr-
ari Lada bifreiðarnar og Skoda Bif
reiðin hefur sjálfstæð stileinkenni
þótt sumir kunni að likja hénni við
t d Skoda Niðurstaða okkar er sú
að Wartburg 353W er ágætur fjöl-
skyldubíll af ódýrari gerðinni
Vinna ad tilraunum
med nýja tegund véla
Wartburt 353W. Brfreiðin er byggð á grind og þvi sterkbyggð. Ljósm. Mbl. RAX.
Ágætur f jölskyldubíll
af ódýrari gerðinni
í Bandaríkjunum er nú unnið að
miklum rannsóknum og tilraunum
með nýja vél er standa á öðrum
langt framar hvað varðar spar-
neytni og endingu. Hugmyndin er
að hægt verði að taka þessa vél til
fjöldaframleiðslu innan 10 ára, en
að tilraununum er unnið hjá Ford-
verksmiðjunum og stofnun i
Bandarikjunum er hefur með
orkutilraunir að gera.
Meðal þess sem nýtt er við vél
þessa er að hún á að geta notað
fleiri en eina tegund eldsneytis og
sagt ef. að hún sé a m k 1 7%
sparneytnari en helztu vélar, sem nú
eru notaðar í bandariska bila, og
einnig á hún að verða viðbragðsfljót-
ari Þá hefur vélin sér það til ágætis
að hún fullnægir kröfum um meng-
unarvarnir, þ e ekki þarf sérstakan
mengunarútbúnað á hana og hún er
einnig hljóðlát
Um verðið er sagt, að það verði í
fyrstunni um 8% hærra en almennt
gerist, en það mum koma til baka i
því, að vélin sé 30—40% hag-
kvæmari í rekstri Sé augljóst að slik
vél geti verið mjög gagnleg i
um. sem hafa takmarkaðan aðgang
að oliu, þar sem hún sé svo miklu
sparneytnari
j
Gott rymi er fyrir farþega og bifreiðin mjög björt.
Vélinni er smekklega komið fyrir i vélarhúsi
auðvelt að komast að öllum hlutum hennar.
I