Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 28. JANUAR 1978 I tilefni af blaðaskrifum um bandútflutning Alafoss h/f er rétt að benda á örfáar staðreyndir f þessum málum, til þess að al- menningur geti m.vndað sér hlut- drægnislausa mynd af málin I heild sinni. Brautr.vðjendastarf Álafoss h/f Álafoss h/f hefur verið braut- ryðjandi í útflutningi islenzks ullarfatnaðar á vesturlöndum, og er enn langstærsti útflytjandi ullarfatnaðar til þeirra landa, eins og skýrast kemur fram i eftirfarandi töflu: lleildarútflutnínKur ullarfatnaðar Sovétríkin ekki medtalin Ar (ni.kr.) 1969 20.8 1970 31.8 1971 56.9 1972 161.6 1973 198.9 1974 217.8 1975 375.7 1976 934.5 1977 (jan—nóv) 1380.9 fisk í smásöluumbúðum?). Magn og verðmæti þessa ullarbands- útflutnings hefur verið sem hér segir (skv. Hagtiðindum) Magn Verðmæti Ar (onn m.kr. 1969 36.1 14.0 1970 84.8 31.8 1971 75.4 26.0 1972 128.5 46.0 1973 233.9 100.2 1974 358.3 236.9 1975 358.5 370.4 1976 361.2 430.7 1977 (jan.-nóv.) 370.7 524.9 Láta mun nærri, að um 90% þessa útflutnings hafi verið á FatnaðarútflutninKur lllutur Alafoss h/f Alafoss h/f Sovétríkin ekki meðtalin af heild (m.kr.) % 3.8 18.3 22.4 70.4 53.9 94.7 161.4 99.9 174.4 87.7 114.7 57.7 200.3 53.3 424.1 45.4 591.1 42.8 Eins og sést af þessum tölum, var Álafoss h/f svo að segja eini stóri útflytjandi íslenzks ullar- fatnaðar fram til ársins 1974. Á þessum árum tókst Álafossi h/f að opna vestræna markaði fyrir fslenzkum ullarvörum. Hér var erfitt brautryðjandastarf unnið, sem krafðist þrotlausrar vinnu og hafði mikinn kostnað í för með sér við markaðsleit og vörukynn- ingu. Mikil breyting varð á aðstæðum í ársbyrjun 1974. þegar Álafoss h/f missti stærsta erlenda við- skiptaaðila sinn erlendis (American Express), þar sem annar íslenzkur útflytjandi gat undirboðið Álafoss h/f m.a. með því að láta vinna vöruna að hluta til erlendis. (Þeim sem vildu kynna sér það mál nánar skal m.a. bent á Vísi frá 6.2. 1974, Morgun- blaðið frá 7.2., 8.2. og 9.2. s.á., Tímann og Þjóðviljann frá 10.2. s.á.) Þrátt fyrir þetta áfallt var Álafoss h/f enn i forustuhlut- verki í útflutningi íslenzks ullar- fatnaðar. Á síðari árum hafa kom- ið fram fjölmargir ullarvöruút- flytjendur, sem hafa fetað í þá slóð, sem Álafoss h/f hefur rutt íslenzkum ullarvarningi á vest- rænum mörkuðum. Útlfutningur ullarhands Álafoss h/f hefur einnig verið brautryðjandi í útflutningi ullar- bands. Stærsti hluti þessa útflutn- ings er i smásöluumbúðum til sölu í hannyrðaverzlunum yd. (er ekki talið æskilegt að flytja út vegum Álafoss h/f. Þessi tafla sýnir að ekki hefur orðið stórkost- leg aukning á þessum útflutningi á liðnu ári. Hins vegar varð mikil aukning á árunum 1973 og 1974 enda var þá svo gott sem búið að kippa fótunum undan fataút- flutningsiðnaðinum, nema með því að framleiða erlendis að hluta a.m.k. (sbr. hér að ofan). Til þess að standast þessi áföll, lagði fyrir- tækið aukna áherzlu á bandút- flutninginn. Stobi Aps. Danska prjónastofan Stobi Aps. hóf vinnslu úr lausspunnu íslenzku ullarbandi (lopa) á árinu 1968, ári fyrr en fyrsta prjónastofan, sem framieiddi úr íslenzku ullarbandi, sá dagsins ljós (Fataverksmiðjan Hekla þó undanskilin). Fyrirtækið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á mikil gæði. Þar sem ég þekki þó nokkuð til gæða í framleiðslu þess fyrir- tækis, teidi ég ekki fjarri lagi að íslenzkir framleiðendur reyndu að líkja eftir þeim, en tel hinsveg- ar ólíklegt að Stobi Aps. þurfi mikið að sækja til íslenzkra fram- leiðenda í þeim efnum. Staðreyndin er sú að bæði fram- leiðsla Stopi Aps. þurfi mikið að sækja til íslenzkra framleiðenda í þeim efnum. Staðreyndin er sú að bæði framleiðsla Stobi Aps. og ullarbandsútflutningur Álafoss h/f hafa víða opnað markaði fyrir íslenzkan fataútflutning með því að kynna gæði íslenzka ullar- bandsins. Frá sýningu á Álafossvörum erlendis. Örfáar staðreynd- ir um íslenzkan ullarvöruútflutning Greinargerd frá Álafossi h.f. Hefur íslenzka ullin sérstök einkenni? Gæði og sérkenni íslenzka ullar- bandsins hefur verið undirstaða framsóknar islenzks fataút- flutnings en ekki sérstaklega sérkenni íslenzku ullarinnar. A.m.k. þriðjungur af hráefni íslenzku spunaverksmiðjanna er innflutt ull, og hlutfall erlendu ullarinnar er mun hærra í sumum framleiðslutegundum. Álafoss h/f hefur fyrir mörgum árum síðan hætt að merkja fram- leiðsluvörur sínar á þann veg að um 100% íslenzka ull væri að ræða, nema um sérstaka samninga hafi verið að ræða, enda þá gætt þess að nota ein- göngu íslenzka ull. Þótt engin ein ullartegund samsvari íslenzku ull- inni, er unnt að ná mjög líkum eiginleikum með blöndun nokkurra tegunda. Geta ménn leitað staðfestingar forstjóra Rannsóknarstofnunar iðnaðarins Péturs Sigurjónssonar um þetta atriði. Ennfremur má benda á þá staðreynd að eftirlíkingar íslenzks ullarbands eru fram- leiddar víða um heim, þannig að enginn vandi er fyrir prjóna- verksmiðjur að kaupa þess háttar band, ef tekið yrði fyrir út- flutning héðan. Hitt er annað mál, að hörmulegt er, hve stór hluti íslenzku ullarinnar er ónothæfur til framleiðslu lopa eða prjóna- bands og verður að notast til framleiðslu gólfteppabands eða flytjast út algjörlega óunnin. Fram til nóvemberloka 1977 höfðu 220 tonn af hráull verið flutt út. Sá útflutningur var ekki á vegum Álafoss h/f. Bréf til stjórnar Stéttarsambands bænda frá þremur bændum í Borgarfjarðarsýslu Við Undirritaðir erum óánægð- ir með margt í forustu Stéttar- sambandsins og mótmælum harð- lega þeirri afstöðu sem tekin var á síðasta þingi Stéttarsambands- ins. Þeirri afstöðu að byrjað skyldi á því að skattleggja sjálfa sig til lausnar á vandamáli sem fyrir lá. Þessi fóðurbætisskattur getur aldrei orðið annað en skatt- lagning á landbúnaðinn og leysir engan vanda. Slíkar aðgerðir í stéttarbaráttu teljum við að sé algert einsdæmi. Við teljum að það þurfi ekki að hjálpa ríkis- stjórninni til þess að skattleggja, svo þjálfuð sem hún er í þeirri list, því ætfð nær hún í mjóu bökin en ekki þau breiðu. Þið t.d. viðurkennið með þessum skatti og kvótakerfi offramleiðslu, sem er alger firra, þar sem framleiðsla á kindakjöti er síst meiri en að undanförnu. Salan innanlands hefur minnkað og það er hún sem við þurfum að ná upp aftur. Salan árið 1974 er 1660 tonnum meiri en árin 1976 og 1977 eða þar um bil. Þetta sýnir svo að ekki verði um villst að salan er mest þegar kaup- máttur launa stendur sæmilega. Kvótakerfi á því engan rétt á sér. Það er ekki um stóran einstakl- ingsrekstur að ræða, en það þyrfti að athuga ríkisbúin okkar. Okkur virðist að það ætti að vera hægt að gera tilraunir með eitthvað minna, en sem svarar til yfir 30 meðalbúum. Það teljum við hins vegar rétt að stéttarsambandsþing fer fram á niðurfellingu á söluskatti af landbúnaðarvörum svo og niður- fellingu á innflutningsgjöldum af vélum og varahlutum. Við teljum að þegar bæði setulið og auð- hringar eru með tollfrfðindi, þá sé það dálitið öfugsnúið að topptolla allt bæði til landbúnaðar og inn- lends iðnaðar, og svo ekki hvað síst út frá þeim samanburði þegar erlendir auðhringar hafa hér ná- lega fría orku. Þið farið í kringum vandann eins og köttur í kringum heitan graut. Hvernig ætlið þið að ráða fram úr vanda landbúnaðar til frambúðar, án þess að blanda stjórnmálum í heild inní málið? Hvernig getið þið hugsað ykkur að fá landbúnað á traustan grund- völl, ef allt annað sem snýr að efnahagsmálum er í ólestri? Við teljum að það sem þurfti að gera á stéttarsambandsþingi i haust var að kjósa starfsnefnd sem ynni að því að gera heildartiliögur í með- ferð mála aðalatvinnuveganna landsins og leggja þær fyrir al- þingi nú eftir áramótin og benda á í greinargerð með tillögunum þau atriði í stjórnun mála sem eru miður heppileg bæði fjárhagslega og þjóðlega séð. Það er t.d. erlendu auðhringarnir hér í at- vinnulífinu, sem virðast vera ofarlega í starfi ríkisstjórnarinn- ar, því heyrt höfum við að fyrir- hugað sé að stórauka álverið og lítur það þó ekki glæsilega út með þann rekstur eftir þvi sem Ární G. Pétursson ráðunaytur skrifar nú nýlega í Þjóðviljann. Þar lýsir hann því að íslenska þjóðin greiði þeim erlenda auðhring með sinni starfsemi margfalda þá upphæð sem fer til útflutningsbóta á land- búnaðarvörur. Hvað væri upp- hæðin orðin margir milljarðar, sem við yrðum að taka að okkur að borga, ef álverið yrði sjöfaldað eins og heyrst hefur? Við álítum að Stéttarsambandið ætti að benda ríkisstjórninni á slík atriði og að einnig mætti benda Vísi og Dagblaðinu á þvílfkan samjöfnuð. Því þessi blöð tala um að leggja niður landbúnað og þá ugglaust að láta það fólk sem við hann vinnur, allt frá bændum til neyt- enda, fá vinnu við slík fyrirtæki í eigu erlendra auðhringa, og hvar væri þá íslenskt atvinnulíf statt og í hvflfkt foræði værum við þá lentir? Einnig mætti benda Al- þýðuflokksforingjunum á þessa hlið málsins, sem hæst hafa ropað um þær feikna upphæðir sem bændur sjúga til sín úr vösum almennings. Sá flokkur var á sin- um tíma aðili að þeim háttvirta samningi við álverið og er hann lfka óskiptur með því óheilla fyrirtæki sem Járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga er. Aug- ljóst er að við verðum að greiða milljarða króna í halla, að því viðbættu að borga orkuna fyrir þann auðhring. Þið mættuð láta ríkisstjórnina Vita að þið sjáið og heyrið hvað er að gerast. Svo væri hægt að benda á skiptunguna á þjóðarkökunni, sem svo er nefnd. Sem stendur er efst í huga okkar misræmið sem er á milli hinna ýpisu hópa fólks í þjóðfélaginu. Tökum t.d. embættismannahóp- inn sem skiptir ugglaust hundruð- um. Embættismennirnir eru með 6—7 föld verkamannalaun og þá nálægt tfföld laun bóndans eins og þau eru í dag. Þar á ofan skattfrí bílakaup á tveggja gra fresti eða þriggja, að því leyti sitja þeir við sama borð og lamað- ir, að því viðbættu að þeir hafa frían rekstur á bílum, og sfðan þar á ofan sumir að minnsta kosti frítt húsnæði. Einnig er líklegt að ljós og hiti sé innifalinn. Það mætti benda á margþætt braskarakerfi, þar sem stór hluti af þjóðartekjum kemur ekki að neinum notum fyrir þjóðarbúið. Það mætti benda stjórnvöldum á þá staðreynd, að við erum með þúsundir manna, sem gera ekkert annað en að flytja inn í landið alla veganna óþarfa og drasl og pranga því i fólkið og eyða í það stórri upphæð af gjaldeyri. Það mætti ugglaust fækka þeim eitt- hvað þjóðinni að skaðlausu. Þið verðið að benda stjórnvöld- um á að það sé margt annað og stærra í okkar þjóðarbúi sem veldur verðbólgunni en bændur og láglaunafólk. Þeir verða að hætta að tala þannig. Það er fjar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.