Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
a^'u if
% Of hratt ekið
„Hinn 29. des. var birt í Vel-
vakanda grein eftir mann sem
kailaði sig borgara, en í þeirri
grein vitnar hann í grein sem ég
skrifaði til Velvakanda og var birt
7. des. en hún hét Akstur lang-
ferðabíla. Ég er sammála þessum
borgara að skv. lögum mega bif-
reiðar yfir ákveðnum tonnafjölda
og þar eru strætisvagnar engin
undantekning, ekki aka yfir 60
km hraða á Keflavíkurveginum
en bflstjórar þessara bíla eru oft á
um 100 km hraða. Löggæzlan er
ekki góð á þessari leið, en stöku
sinnum sést iögreglan þar sem
hún er að mæla ökuhraðann, en
væri nú ekki eðiilegra að nota
venjulegar bifreiðar við slík tæki-
færi, en ekki vel merkta lögreglu-
bíla í bak og fyrir, eins og gert er.
Og hvers vegna er svo oft hægt að
fara kringum lögin; þarf ekki að
auka þetta umferðareftirlit bæði
á Keflavlkurveginum og víðar?
E.K. 1730 — 6804“.
% Verðið vantar
„Hvernig stendur á því að
þeir sem auglýsa vöru sína í dag-
blöðunum, láta nær aldrei verð
vörunnar fylgja með í auglýsing-
unni? Eru ekki einhversstaóar til
lög um verðmerkingu á vörum i
sýningargluggum verzlana?
Hversvegna gildir ekki það sama
um auglýsingar I dagblöðum?
Ein ágæt verzlun i Reykjavik
auglýsir gallabuxur, það fylgir
mynd af buxum, tafla yfir mittis-
mál, skálmasídd og vidd, tegund
efnis og miði fyrir nafn og heimil-
isfang væntanlegs kaupanda, sem
yill fá buxurnar sendar i póst-
kröfu. En verðið, það er eins og
það skipti ekki nokkru máli.
Þessi auglýsingamáti er léleg
þjónusta við fólkið úti á lands-
byggðinni, þvi það er bæði mjög
dýrt og oft á tíðum afar seinlegt
að hringja til Reykjavikur, vilji
maður panta eitthvað eftir öllum
þeim auglýsingum sem birtast i
dagblöðunum.
Ég þori að fullyrða, að meira
yrði pantað eftir auglýsingum í
blöðunum, ef verð vörunnar væri
látið fylgja með auglýsingunni.
Z.“
Þessir hringdu . . .
% Ekki viðeigandi
H.Þ.:
— Nýlega birtist ein mynda
Sigmunds i Morgunblaðinu og var
hún af krossfestri kú og var eitt-
hvað verið að skjóta á málefni
bænda þar sem minnt var á grein
er nefnd var Krossferðin mikla.
Ég verð að segja að mér finnst
það litið viðeigandi að taka þann-
ig krossinn og gera grín af hon-
um, krossin, sem er tákn fyrir
kristna menn, um það sem gerðist
á krossinum. Finnst mér að fara
verði varlega i að leika sér þannig
með hluti sem eru mjög mörgum
heilagir, þetta særir fólk og er alls
ekki viðeigandi. Það er ekkert á
móti því að gera grin að hlutun-
um, en sumir hlutir mega kyrrir
liggja.
% Slæmt ástand
Sfmnotandi:
— Á undanförnum vikum
hafa dagblöð skipst á um að segja
okkur fréttir af slæmu ástandi
simamála. A það við um Reykja-
vikursvæðið, þ.e. nágrannabæina
og nokkra staði úti á landi. Sagt
er að ekki sé til fjárveiting til að
kaupa ný tæki er þarf til að
stækka simstöðvarnar og ekki fá-
ist fjárveiting heldur til að reisa
hús utan um þær. Þannig fást
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
í Bikarkeppni T.R. í vetur kom
þessi staða upp i skák þeirra Guð-
mundar Agústssonar, sem hafði
hvítt og átti leik, og Magnúsar
Sólmundarsonar:
30. Bxa5! — Hxdl 31. Bx*.
Hxbl 32. Bxe7 og hvitur vann le«...
Bikarmeistari T.R. 1977 varð
Benedikt Jónasson. Umhugsunar-
tími var hálftími á skákina og
voru keppendur úr leik eftir
fimm töp.
ekki nýir símar og þeir sem vilja
flytja milli bæjarfélaga hér á
Reykjavíkursvæðinu geta þurft
að bíóa æði lengi eftir sínum
simaflutningi. Þvi er ástæða til að
spyrja að því og hvetja ráðamenn
simamála til að svara: hvenær og
hvernig á að leysa þennan vanda?
Á það virkilega að taka allt að því
2 ár, eins og sagt hefur verið i
þessum fréttum, eða er hægt að
láta málið hafa algjöran forgang?
H0GNI HREKKVISI
/ /a © 1»78
• McNaught Synd., Iae.
Þú getur ekki fengið aö tala við hann í dag — ’ann
var settur í einangrun!
Félag
járniðnaðarmanna
Allsherjar-
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trún-
aðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna
fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila
tillögum rennur út kl. 1 8.00 þriðjudaginn
31. janúar n k.
Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn
félagsins og auk þess um 14 menn til
viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 vara-
menn þeirra.
Tillögum skal skila til kjörstjórnar félags-
ins í skrifstofu þess að Skólavörðustíg 1 6,
3 hæð, ásamt meðmælum, a.m.k 77
fullgildra félagsmanna
Stjórn
Félags járniðnaðarmanna.
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf-
stæðishúsinu Háaleitisbr. 1 á laugardög-
um frá klukkan 1 4:00 til 16:00 Erþar
tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum
boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa
Laugardaginn 28 janúar verða til viðtals Ragn
hildur Helgadóttir, alþingismaður, Elín Pálma
dóttir, borgarf ulltrúi, Bessi Jóhannsdóttir,
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavfk
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarfólki
VESTURBÆR
Ægissíða,
AUSTURBÆR
Sóleyjargata
Ingólfsstræti,
Lindargata,
Hverfisgata 63—125
Háteigsvegur
oruxmXíIafoifo
—. Upplýsingar í síma 35408.