Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 Minning: Einar Halldórs- son á Setbergi Meö Einari Halldórssyni, bónda á Setbergi við Hafnarfjörð, er genginn sérstæður persónuleiki sem vakti athygli hvar sem hann fór, enda með glæsilegustu mönn- um. Það er ekki oft í íslensku þjóð- lífi, að stýrimaðurinn tekur pok- ann sinn, fer í land og gerist bóndi. Þessu var þannig farið með Einar á Setbergi, og dugnaði hans var viðbrugðið, hvort heldur starfað var við sjómennsku eða búskap. A slíkan mann hlutu að hlaðast fjölmörg trúnaðarstörf og var bóndinn á Setbergi ætíð reiðubúinn að ljá liðsinni félags- og framfaramálum, enda víða kallaður til forystu af samferða- mönnum sínum. Sjálfstæði var Einari á Setbergi í blóð borið. Hann valdist í for- ystusveit sjálfstæðismanna. Var kjörinn fyrsti formaður kjör- dæmisráðs sjálfstæðismanna i Reykjaneskjördæmi þegar það var stofnað, og í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar. A þeim vettvangi áttum við Einar á Set- bergi náið samstarf, sem nú er þakkað, um leió og ég flyt hónum þakkir sjálfstæðismanna. Húsfreyjan að Setbergi, Elisa- bet Jóhannesdóttir Reykdal, stóð við hlið eiginmanns síns við hin margþættu störf hans, af miklum myndarbrag og var honum það skjól, ásamt börnum þeirra, sem hann þarfnaðist oft eftir erilsam- an starfsdag og þegar halla tók undan fæti. Þegar leiðir skiljast og Einar Halldórsson, bóndi á Setbergi, er kvaddur af fjölmörgum vinum, biðjum við honum blessunar Guðs og sendum eiginkonu hans, börn- um og fjölskyldum þeirra, sam- úðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Vinur minn og velgjörðarmað- ur, Einar á Setbergi, andaðist sl. sunnudagsmorgun, 22. janúar, að Sólvangi, þar sem hann hafði dvalið sjúkur um nokkurt skeið. Víst hefur hvíldin verið honum lausn, svo erfitt sem það er slíku karlmenni að finna orkuna dvína fyrir aldur fram og geta ekki lengur fylgst með því lífi sem lifað er í umhverfinu, sem honum var svo kært. Einar var fæddur 28. júlí árið 1910 í Reykjavík, sonur hjónanna Halldórs Ólafssonar, trésmiðs, og Sigrúnar Jónsdóttur. Hann var yngstur í hópi sex systkina, sem á legg komust. Faðir hans lézt þeg- ar Einar var á 14. ári. Snemma varð þá að taka til hendi við vinnu. Frá 15 ára aldri stundaði' Einar sjómennsku og til þess er hann var þrítugur orðinn. Samt gafst tími til náms. Hann lauk prófi frá Hvítárbakkaskóla árið 1930 og prófi frá Stýrimannaskól- anum árið 1934. Hann var stýri- maður á togurum þar til hann hætti sjómennsku, og raunar skipstjóri um skeið, eftirsóttur í skiprúm þegar á ungum aldri, þrátt fyrir harða samkeppni hraustra manna á tímum atvinnu- leysis, og þegar skiprúm á togara var hið eftirsóknarverðasta allra starfa. Arið 1938 hóf Einar búskap á jörðinni Setbergi í Garðahreppi. Þar rak hann mikið myndarbú þar til fyrir fáum árum að hann lét búskapinn í hendur sonum sinum, sem halda nú merki hans á, lofti. Einar kvæntist þann 10. sept- ember 1938, Elisabetu Reykdal, dóttur hins kunna athafnamanns, Jóhannesar Reykdal á Setbergi. Ungu hjónin tóku við búskapn- um, en önnur börn Jóhannesar tengdust með ýmsum hætti hin- um fjölþætta atvinnurekstri, sem hann var frumkvöðull að í ná- grenninu. Einar mat konu sina mikils þar sem honum var mæta vel ljóst hvílík stoð hún var hon- um í starfi. Hann unni henni mjög og hélt meira upp á brúð- kaupsdaginn en afmælisdaginn. Hjónaband þeirra var hreint og tært, hvetjandi fyrir ungt fólk að kynnast þeirri ást og því umburð- arlyndi, sem sýnilega réði ríkjum á heimili þeirra að Setbergi. Hún lifir mann sinn og býr á Setbergi ásamt börnunum, sem þau eign- uðust, en öll hafa þau reist heim- ili sín í túninu heima, í þess orðs fyllstu merkingu. Börnin eru þessi: Halldór, búfræðingur og trésmiður, kvæntur Unni Jóns- dóttur frá Reykjavík; Kristín, lyfjafræðingur, gift Hauki Bach- mann, stórkaupmanni frá Borgar- nesi; Jóhannes, tæknifræðingur, kvæntur Pálínu Pálsdóttur frá Hafnarfirði; Friðþjófur, stúdent og búfræðingur, kvæntur Huldu Júlíusdóttur frá Reykjavík; Sig- rún, tækniteiknari, gift Sigurði Gíslasyni, arkitekt frá Reykjavik og Pétur, nemur viðskiptafræði við Háskólá Islanas. Forysta Einars í málefnum sveitar sinnar var ótvíræð frá þvi hann hóf afskipti af þeim málum. Raunar náðu þessi félagsmálaaf- skipti hans út fyrir sveit hans. Hann var formaður Búnaðarfé- lags Garða- og Bessastaðahrepps í 30 ár, í í stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings í tugi ára, fulltrúi á þingum Stéttarsambands bænda frá stofnun þess 1945 og endur- skoðandi þeirra samtaka á þriðja áratug. í hreppsnefnd Garða- hrepps sat hann frá árinu 1942 til 1972 og var oddviti hreppsnefnd- ar frá 1958 til 1970, eða f 12 ár. Hann sagði af sér störfum í hreppsnefnd þann 3. júlí 1972, en þann dag voru liðin 30 ár frá því hann var fyrst kjörinn í hrepps- nefnd. Störf hans að málefnum Garða- hrepps verða seint fullþökkuð. Hann var hinn trausti foringi. Þegar hann hafði krufið málin til mergjar og komist að niðurstöðu voru orð hans lög. Allir þekktu réttsýni hans og drenglyndi. Hann var náttúrugreindur mað- ur, fljótur að átta sig á vandamál- unum og hafði greind til að taka skynsamlegar ákvarðanir og þor til að taka á sig ábyrgð. Einar tók virkan þátt í starf- semi Sjálfstæðisflokksins. Hann var forystumaður Sjálfstæðis- manna í Garðahreppi í áratugi, skipaði fyrsta sætið á lista þeirra við sveitarstjórnarkosningar 1966 þegar fyrst var boðið þar fram í nafni flokksins, og vannst þá hreinn meirihluti. Hann var á framboðslista flokksins í Reykja- neskjördæmi 1963 og 1967 og fyrsti formaður kjördæmisráðs flokksins í Reykjaneskjördæmi 1961 til 1968. Svona var lífshlaup hans. Ef- laust mætti hér fleira telja, svo sem eins og hnyttiyrðin mörgu, sem af vörum hans hrutu, sum djúphugsuð, önnur eins og óvart, öil skemmtileg og umhugsunar- verð. Freistandi er auðvitað að segja frá kynnum okkar og sam- fundunum mörgu, en þar sem þetta er kveðja til Einars en ekki saga mín verður hér látið staðar numið. Ég þakka leiðsögnina á fyrstu árum hins raunverulega lífs- starfs, samstarfið að hugðarefn- um beggja. Eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum vottum við hjón- in innilega samúð við fráfall þessa mæta manns. Einar verður kvaddur hinstu kveðju frá Garða- kirkju í dag. Hann verður jarð- settur í kirkjugarðinum í Hafnar- firði. Þaðan má sjá yfir að Set- bergi, þar sem hann átti mörg sporin og vann mörg verkin. Eig- inkonan og börnin halda áfram lífsstarfinu, er mótað var af for- ystumönnunum Jóhannesi Reyk- dal og Einar Halldórssyni. Blessið sé minning Einars á Setbergi. Olafur G. Einarsson. Mér barst sú frétt síðastliðinn sunnudag, að vinur minn Einar Halldórsson hefði látizt þá um morguninn. Ekki kom fregn þessi að óvörum, þar eð Einar hafði þjáðst af heilsuleysi í nokkur undanfarin ár. Fyrstu kynni mín af Rín«ri voru á fundi Sjálfstæðis- félagsins á Garóaholti. Þar mætti ég nýfluttur í Garðahcépp á fyrsta pólitíska fund, sem ég hafði kom- ið á, en Einar stóð þar upp, stór maður og mikill yfirlitum, og tal- aði skýrt og röggsamlega fyrir sínu máli. Man ég að hann sagðist væntanlega ekki verða f hrepps- nefnd lengur þar eð I hreppinn væru þá að koma aðkomumenn, Fædd 22. júlí 1896 Dáin 19. janúar 1978 Enn einn af eldri borgurum Sauðárkróks hefur lokið hérvist- argöngu sinni, og haldið til nýs starfs og ástvinafunda guðs um geim. Margrét Gísladóttir er horf- in sjónum okkar, sem hér á jörð- inni búum. Kyrrláta og sistarf- andi, þannig man ég mömmu vin- ar míns og leikfélaga. Konuna, sem klappaði á koll lítils drengs og þrýsti kandískörtu í lófa hans og bar þessa undraverðu drif- hvítu svuntu á sunnudögum. Kona með hvíta svuntu hlaut að vera góð kona því að svona var mamma og líka Olafía með stóra hópinn sinn, María og Geirlaug, einnig sýslumannsfrúin og marg- ar fleiri. Þær fengu líka kiprur við augun þegar þær horfðu á starandi snoðklipptan strák- hnokka. Það var alveg óhætt að setjast á tröppurnar hjá henni, þegar maður var að spenna á sig skautana á vetrum, eða skipta hornsílaaflanum eftir vel heppn- aðan sílatúr á Flæðunum. Þannig minntist'ég Margrétar, sem verður til moldar borin frá Sauðárkrókskirkju í dag. Margrét fæddist 22.7 1896, að Illugastöð- um f Vestur-Fljótum. Foreldrar Margrétar voru Hugljúf Jóhanns- dóttir og Gísli Ólafsson. Eignuð- ust þau hjónin 3 börn, Nýbjörg sem býr i Kaupmannahöfn og son, Jóhannes, sem dó ungur. Þegar Margrét var 4 ára missti Hugljúf móðir hennar heilsuna og varð blind. Tvfstraðist þá fjöl- skyldan og var Margréti komið til vandalausra. Árið 1916, 22.7 eða á afmælis- degi sínum giftist hún Valdimar Guðmundssyni sem lézt 29. apríl 1970. Valdimar var um margt óvenjulegur maður. Góðmenni mikið og glaðsinna. Dökkur á brún og brá, friður umfram aðra sem mundu setja þá hina gömlu Garðhreppinga út úr nefndinni. Þegar fundinum lauk, voru held ég allir á þeirri skoðun að Einar væri bezti maður til hreppsnefnd- ar og til hennar var hann valinn aftur og aftur. Mér voru falin nokkur störf fyr- ir hreppsnefnd Garðahrepps. Var þar um að ræða aðalæð vatns- veitu, en einnig kom þar til gatna- gerð á Flötum, en þar var að rísa nýtt ibúðahverfi. Var þar um mik- ið góða samvinnu að ræða milli hreppsnefndar og sveitarstjóra, sem þá var ráðinn, annars vegar og min hins vegar. Stungið var upp á ýmsum nýjungum í gatna- gerð á Flötunum, bæði gatnagerð í öðru formi en áður hafði tíðkazt, svo og notkun olíumalar á göturn- ar. Sem dæmi um hve óhræddur Einar var við að standa að óvenju- legum ákvörðunum vil ég rekja afskipti hans og hreppsnefndar hans af olíumöl og brautryðjenda- ákvörðun hans í þvi efni. Það, að stungið var upp á að nota oliumöl á göturnar, olli því, að allt verkfræðiafturhald lands- ins stóð upp og lýsti því yfir, að það efni (oliumölin) væri ónot- hæf á götur, þar sem hún mundi berast inn á teppi og gólf i húsum, kvenhælar mundu sökkva ofan í götuna og nauðsynlegt væri að hafa öryggisbelti meðfram vegum og akbrautum vegna grjótkasts, sem kæmi af umferð á slíkum vegum. Mátti búast við, að hreppsnefnd, sem samanstóð af sveitamönnum að meiri hluta, tryði frekar slíkum mönnum en verkfræðingi, sem aldrei hafði komið nálægt gatnagerð og hefði þar af leiðandi litið vit á slíkum málum. Hreppsnefndin, en í henni voru þá auk Einars, Björn Konráðsson, Guðmann Magnús- son, Jóhann Eyjólfsson og Sigríð- ur Johnsen, ákváðu að láta ekki öliumaiaráætlunina detta niður, heldur sendu þéir okkur Ólaf G. Einarsson, sem þá var sveitar- stjóri, til Svíþjóðar og skyldum við taka myndir og afla upplýs- inga um olíumöl og athuga þar bæði það sem með henni væri og menn, samsvaraði sér vel, og var söngmaður góður, eins og títt er um Skagfirðinga. Eftir að Mar- grét og Valdimar giftust voru þau fyrst i Ási í Hegranesi en fluttust þaðan að prestsetrinu Barði í Fljótum. Síðar fluttu þau að Mið- mó í Fljótum, en þar fæddist þeim sonurinn Guðmundur 28. maí 1920. Hann er kvæntur Sigur- björgu Sigurðardóttur og eru þau búsett á Sauðárkróki. Eiga þau tvær dætur, Margréti og Guð- laugu, seni báðar eru giftar. ^Árið 1921 flytjast þau Margrét og Valdimar að Garði í Hegranesi og bjuggu þar til 1926, er þau fluttust til Sauðárkróks. Við Garð voru þau hjón kennd upp frá þvl. Margrét stundaði með húsmóð- urstarfi alla þá vinnu sem kostur var á að fá á þeim árum, bæði úti og inni. A sumrin fóru þau hjón í síldarvinnu til Siglufjarðar. Kom- ust þau sæmilega af með sparsemi og ráðdeild. Árið 1932 fæddist foreldrum eiginkonu minnar Jóni Þ. Björnssyni og Geirlaugu Jó- hannesdóttur níunda barn þeirra hjóna, Geirlaugur. Geirlaug dó af barnsförum þessum. Nokkru áður hafði Margrét fætt syeinbarn, sem dó eins árs. Vandi hún barn móti. Þegar heim var komið, var haldinn fundur í hreppsnefnd- inni og þar ákveðið að stefna að notkun olíumalar á götur þær, sem áætlun var verið að gera um. Fullyrða má, að það var ekki á færi neinna meðalmanna að taka slíka ákvörðun, en hreppsnefndin i Garðahreppi samanstóð heldur ekki af neinum meðalmönnum, heldur mönnum með heilbrigða skynsemi og mikið af henni. Á fyrstu götunum hefur olíu- möl legið í 14 ár og viðhald ekkert verið, og stofnað hefur verið fyr- irtækið Olíumöl h/f sem orðið er landsfélag og er Ólafur G. Einars- son stjórnarformaður þess félags. Seinna kynntist ég Einari betur og heimilisfólki hans einnig og voru þau kynni á þann veg, sem bezt geta talizt. Hann og Elisabet Reykdal (dóttir Jóhannesar Reyk- dals) bjuggu að Setbergi mesta myndarbúi, áttu mörg börn, sem öll eru mjög efnileg og hafa öll getað lært vel i skólum. Einn son- ur þeirra, Jóhannes vann hjá mér um tíma, og var auðséð, að ekki fór þar neinn ættleri, enda var hann bæði vel vinnusamur og ágætur stærðfræðingur. Það er mikið skarð fyrir skildi, þegar mikill maður eins og Einar er genginn, en það er ekki óbæt- anlegt, þar eð hann hefur látið eftir sig einstaklega myndarleg börn, sem alin eru upp i sama anda og ríkt hefur á því heimili alla tíð og mun haldast áfram með þjóð vorri, það er mesti auður, sem hægt er að láta þjóð eftir, enda þótt hreint ekki liggi fyrir, hvort þjóð okkar kunni að nýta slika eiginleika einstaklinga þar eð meðalmennskudýrkun háir henni úr hófi fram. Einar var aldrei meðalmaður i neinu og var til heilla og gæfu öllu sínu umhverfi og persónu- lega færi ég honum og hans fólki öllu mikið gott þakklæti fyrir þau kynni, sem ég og fjölgkylda min hefur haft af honum og hans fölki, og óska honum velfarnaðar á þeim leiðum, sem hann hefur nú lagt út á. Sveinn Torfi Sveinsson. sitt af brjósti Qg lagði hið líflitla barn Geirlaugar að brjósti sér. Má ætla að það hafi þar fengið þann lífsneista sem þurfti til að það héldi lífi og fengi litið ljós kom- andi daga. Margrét og móðir mín voru báð- ar hæglátar og dular konur og flíkuðu lítt tilfinningum sinum. Vinátta þeirra var trygg og inni- leg. Breyttist það ekki þótt móðir mín flytti búferlum. Skiptust þær á bréfum og gjöfum, svo lengi sem móðir mín lifði. En ffram heldur lífsvefurinn og vináttuböndin ganga i erfðir. Margrét ól þann son, sem reynst hefur meðal minna beztu vina, þótt landshlutar skilji okkur, dag- lega. Vinátta okkar hefur aldrei slitnað jafnvel ekki þann tima er úthöf og heimsstyrjöld hafa að- skilið okkur tímabundið. Litla húsið þá syðst í Króknum er enn- þá litið, en það hýsti gott og göf- ugt fólk, sem naut fjölskyldulífs í þeim mæli sem við öll keppum að. Seinustu árin var heilsu Mar- grétar farið að hnigna en fótaferð hafði hún til þess síðasta og bjó að nokkru ein í húsi sínu, en með daglegu samneyti við son sinn og tengdadóttur. Góð kona er geng- in, hún hefuf lokið farsælu lífs- starfi. Björt verður hennar heim- koma og vel verður henni fagnað af ástvinum, sem áður eru gengn- ir. Við hjónin minnumst hennar með þökk og virðingu. Guð geymi hana og sendi ástvinum hennar hérna megin styrk. Reykjavik Ottð A. Michelsen. t Inntlegar þakkir fyrir samúð og vinsemd vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARITASAR HALLDÓRSDÓTTUR, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Öldrunardeildar Landspitalans að Hátúm 1 OB Jens Hinriksson, Kristin Jónsdóttir, Jósafat Hinriksson, Ólöf Hannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Minning: Margrét Gísla- dóttir Sauðárkróki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.