Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 13 greinilegt er að þeim virðist fara eitthvað fækkandi, • þótt það sé annars mjög sveiflukennt, og hvort hér er um að ræða logn á undan stormi eða eitthvað annað skal ég ekki segja um. — Annasamasti timinn hjá okkur er kringum miðnættið eða allt frá kl. 10 á kvöldin til 2—3 að nóttu og má segja að mestur tími fari í það að sinna ölvuðu fólki á einn eða annan hátt á þessum tíma sólarhringsins. Það hefur fjölgað í yfigri árgöngunum og kemur það fyrir að við höfum afskipti af 12 ára börnum. Stund- um er hægt að aka þeim beint heim, er stundum er ástandið heima fyrir ekkert betra eða ekki tekst að ná sambandi við heimil- in. Fyrir um það bil 20 árum var það algjör undantekning ef við þurftum að hafa afskipti af fólki undir tvítugu, en nú er það aftur á mofi algengt. En það lagast ekki meðan fólk telur það vera ein- hvers konar heilaga skyldu að unglingum sé útvegað áfengi. — Um afbrot er það segja að yfirgnæfandi meirihluti þeirra er tengdur áfengi á einn eða annan hátt, það vantar peninga til að hægt sé að kaupa áfengi, ölvað fólk lendir i slagsmálum, meiðsli, árásir og nauðganir, oftast er þetta i sambandi við ölvað fólk. P’jársvikamál og slík afbrot eru hins vegar oftast fyrirfram skipu- lögö og unnin af yfirlögðu ráði. — Við urðum mjög varir við Hér má sjá yfirlit yfir fjölda gistinga í fanga- geymslu lögreglunnar í Rvfk. sfðustu 10 árín. 1967 . 7.063 1968 . 6.444 1969 . 5.890 1970 . 6.898 1971 . 7.406 1972 . 8.453 1973 . 10.456 1974 . 10.145 1975 . 8.820 1976 . 7.525 Eitt kvöldið fengum við að lfta inn í stöðvar iögreglunnar við Hverfisgötu. Páll Eiriksson aðal- varðstjóri sagði að aðalannatím- inn væri milli kl. 10 og 2, en þetta kvöld bar svo við að það var rólegt, og sagði Páll það vera mjög misjafnt frá einni helgi til annarrar hversu mikil umsvif væru hjá þeim. Ljósm. Rax. það í verkfalli opinberra starfs- manna í vetur, að það dró úr hvers kyns klögumálum og var t.d. tómt hús hér hjá okkur, og það gerðist ennfremur um árið er þjónar voru i löngu verkfalli. Yfirleitt má segja að störf okkar séu að alltof miklu leyti tengd áfengisneyzlu, sagði Bjarki Elías- son að lokum. J. Hérna má sjá hvernig skiptist niður á ýmsa staði hvar fólk hefur verið, en tölurnar eru frá árinu 1976: karlar konur alls Af heimili sfnu 375 37 412 úr fbúðarhúsi 520 69 589 úr leigubifreið 155 19 174 frá veitingahúsi 648 68 716 Af almannafærj 4.093 230 4.334 óskað gistingar 685 49 734 ölvun við akstur 121 8 129 frá Kópavogi 146 13 209 7.018 507 7.525 Um það bil 13% af áfengisneyzlu Islendinga fer fram á vínveitinga- stöðum og telja veitingamenn að hækki það hlutfall muni vínmenning breytast til batnaðar. Er ekki timabært að lengja dag- legan vfnveitingatíma? Það gefur heldur afkáralega mynd af ís- lenzku þjóðskipulagi, að erlendur ferðamaður á hóteli getur ekki fengið afgreiddan einn drykk um miðjan dag, en hinsvegar er allt í lagi að, senda bil eftir heilli flösku í ,,ríkið“ fyrir hann. — Öheimilt er að veita áfengi 1. dag stórhátíða Þjóðkirkjunnar, aðfangadag og föstudaginn langa. Enn fremur skulu bannaðar allar vínveitingar á miðvikudögum. — Þetta gerir 57 daga ársins og ber þar hæst hið fáránlega miðviku- dagsbann. Hugmyndin að baki þess er, að bindindismenn geti þann dag vikunnar skemmt sér, án þess að verða vitni að áfengis- neyzlu annarra. Reyndin er bara sú, að hvorki þeir né aðrir sækja skemmtistaði á þessum degi með þeirri afleiðingu, að þeir eru nú almennt lokaðir. Þess má geta að Normenn, sem til skamms tima voru með svipaða reglu, hafa nú afnumið hana. Ættu íslendingar að fara eins að, sérstaklega þar sem engan veginn er um að ræða þurran dag hjá þjóðinni, enda út- sölur ATVR opnar miðvikudaga sem aðra daga. Þá er nefnt að veitingamenn hafa ýmislegt að athuga við opn- unartíma veitingastaða, svo og við einkasali eða félagsheimiti ýmissa aðila, sem þeir telja að taki veru- lega frá þeim viðskiptin. „Innan við 13% af áfengis- neyzlu Islendinga eiga sér stað á vínveitingahúsum. Það yrði áreið- anlega til þess að stuðla að bættri vínmenningu og draga úr heildar- neyzlu áfengra drykkja, ef þetta hlutfall hækkaði. En það er borin von að svo geti orðið án gagn- gerðrar endurskoðunar á núgild- andi lögum“. Myntsöfnun fyrir byrjendur Ég lofaði því i siðasta þætti mínum um mynt, að leiðbeina frekar byrjendum i myntsöfnun. Ég tók þá fyrir einseyringa, fimm- eyringa og tieyringa og nefndi ár- tölin, sem þessi mynt var slegin eftir 1946. Þetta er það sem myntsafnarar nefna venjulega ,, lýðveldismynt". Ég vona að þeir, sem hafa nú byrjað myntsöfnun með þessum leiðbeiningum min- um hafi komist sæmilega af stað, og séu kannske farnir að reka sig á það að sumir peningar, þ.e.a.s. peningar með sumum ártölum eru torfengnari en aðrir. Þarna má kannske strax benda á 5 aura með ártölunum 1958, en það ár voru slegnir 400.000 fimmeyringar og árið 1959 voru slegnir 600.000 stykki. Það mætti einnig nefna að það eru til tvenns konar tiu aura peningar frá árinu 1969. Þeir eru eins að öllu leyti nema þvi að kanturinn er mismunandi rifflum Rifflurnar eru ýmist grófar eða finar. Sumir myntsafnarar setja þvi báða þessa peninga í safnið sitt. Sjálfsagt hafa menn tekið eftir þvi að peningarnir eru misjafnlega útlitandi. Myntsafnarar hér á landi hafa tekið upp flokkun peninga hina sömu og notuð er á Norður- löndum. Flokkur O er ógengin mynd, 01 er nær ónotað eintak, 1 + er mjög litið notað og gott eintak. 1 er allmikið notað, en sæmilegt eintak, 1 — er mikið not- að og slitið eintak og flokkur 2 er slæmt, flatslitið eintak. Það er dálitíll vandi að flokka mynt eftir þessu kerfi og fjandakornið að nokkrir tveir myntsafnarar flokki alveg eins, að minnsta kosti þegar annar er að selja og hinn að kaupa, en hvað um það, kerfið er það bezta sem völ er á og með nokkurri æfingu, er það vel brúk- legt. Það er auðvitað draumur hvers myntsafnara að eiga allt safnið sitt i flokki 0, en það er draumur sem liklega aldrei rætist eftir RAGNAR BORG fullkomlega. Reynið samt að halda eftir sem beztum peningum. Það er lika spurning hvernig á að geyma peningana. Helzt á hver peningur að vera fyrir sig. Til að byrja með má geyma þá i litlum umslögum þar sem stendur utaná hvaða peningur er, en liklega er bezt að fara sem fyrst að huga að góðri möppu fyrir myntina. Svona möppur fást hjá myntsölum flest- um og eru af nokkrum gerðum. Svo við höldum áfram með söfnunina skulum við taka til við 25 og 50 aura peninga. 25 aurar voru slegnir árin 1946, 1951, 1954, 1957. 1958, 1959, 1960, 1961, 1962, 1963, 1965, 1966 og 1967. 50 aura peningarnir voru aðeins slegnir fimm sinnum, árin 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Það er sama að segja um þessa peninga og myntina, sem ég nefndi í siðustu viku. að þessir peningar hafa báðir verið innkall aðir og fást þvi ekki lengur i bönk- um og sparisjóðum. Það gildir það sama um þessa mynt og hina aur- ana, þetta eru ekki það verðmiklir peningar, að óhætt er að skipta á þeim pening fyrir pening, ártölin skipta litlu máli, verðmætamunur er sáralitill. Það skiptir þó máli hvort verri peningur er fenginn fyrir betri samanber flokkunina hér að framan. Og munið svo, að ekki má pússa peninga. ARNARFLUG hefur flutt skrifstofur sínar að Skeggjagötu 1 (á horni Skeggjagötu og Snorrabrautar) Nýtt símanúmer: 29511 ARNARFLUG Nýir snjóhjólbarðar 1100x20 1000x20 900x20 825x20 Mjög hagstætt verð u§ Einnig ávallt fyrirliggjandi flestar stærðir hjólbarða sólaðir og nýir Póstsendum um land allt fíjót og gód þjónusta GUMMI VINNU STOfAN HF Skipholt 35 105 REYKJAVÍK sfmi 31055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.