Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
23
Leiðbeiningar þessar um út-
reikning þeirra opinberu gjalda
sem birtast í skatt- og útsvars-
skrá, svo og um ákvörðun
ónýtts persónuafsláttar og
barnabóta, eru fyrst og fremst
miðaðar við launþega, þó svo
að framteljendur með sjálf-
stæðan atvinnurekstur geti haft
þar nokkur not af.
Þvi aðeins koma þessar
leiðbeiningar að notum að
framteljandi hafi fyllt út framtal
sitt fyrir árið 1978 og lagt
saman alla liði þess.
Með leiðbeiningunum er
eyðublað sem framteljandi
getur skrifað þær upphæðir á
sem um er að ræða við út-
reikning hvers gjalds. Til hag-
ræðis fyrir framteljendur fylgir
texti leiðbeininganna stafliðum
eyðublaðsins.
Jafnframt fylgja tvö dæmi
um útreikning á opinberum
gjölduriri á eyðublaðinu og eru
tekin sem dæmi barnlaus hjón í
Reykjavík sem búa í eigin ibúð
og einstætt foreldri með þrjú
börn, yngri en 1 6 ára, 3 1 . des.
1977. Einstæða foreldrið á
ekki íbúð
Með dæmunum fylgja nokkr-
ar tölulegar skýringar:
A. Tekjuskattur eða
ónýttur persónu-
afsláttur.
1. Hreinar tekjur til skatts eru
mismunur tekjukafla fram-
talsins, III, á bls. 2 og
beggja frádráttarkaflanna.
Leiðbeiningar við útreikn-
ing tekjuskatts, útsvars og
fleiri opinberragjalda ’78
IV og V, á 2. bls. framtals-
ins.
2. Ef framteljandi telur sig
eiga rétt til ivilnunar skv.
52. gr. skattalaganna (sjá
nánar i Leiðbeiningum um
útfyllingu skattframtals
1978) skal hann draga þá
upphæð frá hreinum tekj-
um. (Skattstjóri úrskurðar
fjárhæð ívilnunar.).
3. Skattgjaldstekjur eru
annaðhvort sama upphæð
og hreinar tekjur til skatts
(þ.e. í heilum hundruðum)
eða hreinar tekjur til skatts
að frádreginni ivilnun skv.
52. gr. Skattgjaldstekjur
eru þvi þær tekjur sem
skattur er reiknaður af.
4. Þegar skattgjaldstekjur hafa
verið reiknaðar út skal
reikna skatt af þeim á eftir-
farandi hátt:
a) Hjá einstaklingum og
hjónum telji þau fram hvort
i sinu lagi:
Af fyrstu 1.310.700 kr.
skattgjaldstekjum reiknast
20% skattur.
Af næstu 524 300 kr
reiknast 30% skattur.
Af þvi sem Jmfram er reikn-
ast 40% skattur
b) Hjá hjónum sem sam-
sköttuð eru og hjá sam-
býlisfólki sem átt hefur barn
saman og óskað hefur eftir
að sameina skattgjaldstekj-
ur sinar og skattgjaldseign:
Af fyrstu 1 835.000 kr.
skattgjaldstekjum reiknast
20% skattur.
Af næstu 786.500 kr.
reiknast 30% skattur.
Af því sem umfram er reikn-
ast 40% skattur.
Færið siðan reiknaðan skatt
i samtalsreit.
Færíð inn Viðeigandi
persónuafslátt en persónu-
afsláttur er:
a) 206.610 kr. fyrir ein-
stakling og hjón sem telja
fram hvort í sinu lagi.
b) 308.850 kr. fyrir hjón
sem samsköttuð eru, ein-
stætt foreldri með barn,
yngra en 16 ára á heimili
og á framfæri 31 des
1977, og sambýlisfólk sem
átt hefur barn saman og
óskar eftir að sameina skatt-
gjaldstekjur sinar og skatt-
gjaldseign
Reiknið út mismun reiknaðs
skatts og persónuafsláttar. Ef
persónuafsláttur er hærri en
reiknaður skattur myndast
ónýttur persónuafsláttur (sjá
síðar hvernig má nota ónýttan
persónuafslátt til greiðslu út-
svars).
Ef reiknaður skattur er hærri
en persónuafsláttur kemur
fram sá tekjuskattur sem fram-
teljanda bér að greiða. Þó þarf
að bæta þar við 1 % álagi til
Byggingarsjóðs rikisins er
greiðist með tekjuskatti.
B. Eignarskattur.
Eignir alls i I kafla framtals-
ins á bls. 1, eins og framtelj-
andi á að ganga frá þvi, fela i
sér gildandi fasteignamat húss
og lóðar sem tók gildi 31. des.
1977, sbr. Leiðbeiningar um
útfyllingu skattframtals 1 978.
Skv. gildandi lagaákvæðum,
þ.e. 26. gr. laga nr. 68/1971,
sbr. 2. gr laga nr. 63/1977,
greiðist enginn eignarskattur af
8 000 000 kr. skattgjaldseign
hjá einstaklingi og
12.000.000 kr. hjá hjónum.
Af þeirri skattgjaldseign sem
þar er umfram greiðist 0,8%.
Við útreiknaðan eignarskatt
skv. framansögðu bætist 1 %
álag til Byggingarsjóðs ríkisins.
C. Útreikningur
útsvars.
Útsvarsskyldar teljur eru
reiknaðar út á eftirfarandi hátt:
Dragið samtölu IV. kafla
framtalsins á bls. 2, „Breyting-
ar til lækkunar á framtöldum
tekjum skv. III.", frá samtölu
III. kafla framtalsins á bls. 2,
„Tekjur árið 1977" Mismunur
sá sem fram kemur er
nefndur„Vergar tekjur til
skatts". Útsvarsskyldar tekjur
ög vérgar tekjur til skatts eru
sama upphæðin hjá þeim sem
eru eingöngu launþegar og
eiga ekki eigin ibúð
Frá „Vergum tekjum til
skatts" skal draga reiknaða
leigu af íbúðarhúsnæði sem
framteljandi notar sjálfur og
fram kemur i a-lið 3. töluliðar
III. kafla framtalsins á bls. 2.
Framteljandi, sem er eingöngu
launþegi og býr í eigin ibúð,
hefur nú reiknað út útsvars-
skyldar tekjur sinar.
Þeir framteljendur sem hafa
tekjur af eignaleigu eða útleigu
ibúðarhúsnæðis, eiga að skila
rekstraryfirliti þar sem fram
koma leigutekjur og gjöld. Við
framtalsgerð á framteljandi að
færa hreinar tekjur skv. sliku
rekstraryfirliti í tekjulið 2 i III.
kafla framtalsins eða, ef tap
hefur orðið, að færa tap í frá-
dráttarlið 1 2 i V. kafla framtals-
ins.
Vaxtagjöld og fyrningar á
gjaldahlið áður getins rekstrar-
yfirlits má ekki draga frá
leigutekjum þegar útsvars-
skyldar tekjur eru ákvarðaðar
þó að leyfilegt sé að draga
þessa gjaldaliði frá við
ákvörðun hreinna tekna til
tekjuskattsálagningar. Þessa
tvo gjaldaliði þarf þvi að draga
út úr rekstraryfirlitinu við
ákvörðun útsvarsskyldra tekna.
Samsvarandi leiðréttingu þurfa
þeir aðilar að gera sem láta
öðrum i té ibúðarhúsnæði, án
eðlilegs endurgjalds, sbr. b-lið
3. töluliðar III. kafla framtals-
ins, og hafa fært þessa gjalda-
liði i 1. tölulið V. kafla framtals-
ins.
Ekki þykir ástæða tíl þess að
lýsa hér heimildum sveitarfé-
laga til hækkunar tekna til út-
svars enda gilda þær heimildir
eingöngu gagnvart fram-
teljendum með sjálfstæðan at-
vinnurekstur og auk þess not-
færa mörg sveitarfélög sér alls
ekki þessa heimild. Verður þvi
sérhver, sem þessi heimildar-
ákvæði gætu tekið til, að áætla
sjálfur um þetta atriði en getur
við þá áætlun haft útsvars-
álagningu sina frá fyrri árum til
hliðsjónar.
Þegar framteljandi hefur
reiknað út útsvarsskyldar tekjur
skv. framansögðu færir hann
þá upphæð i 1. tölulið C á
eyðublaðinu og reiknar út út-
svarið með þeirri prósenttölu
sem hann telur að verði notuð
við álagningu árið 1978. (Lik-
legt má telja að flest sveitarfé-
lög noti sömu prósenttölu og á
árinu 1 977 þó að ekki sé óhætt
að fullyrða það. Ijf útsvör voru
reiknuð i skýrsluvélum 1977
má finna prósenttöluna á
. álagningarseðli 1977.)
Þeir framteljendur sem telja
sig eiga möguleika á ivilnun
skv. 27 gr útsvarslaganna,
verða að ákvarða sjálfir þá upp-
hæð sem til greina gæti komið
þvi að vonlaust er að gefa
nokkrar leiðbeiningar um þetta
atriði, aðrár en þær að reikna
skal 1 0% af þeirri upphæð sem
framteljandi ákvarðar og færa
þannig fengna upphæð i 2.
tölulið C á eyðublaðinu. (Ein-
hverja hliðsjón gæti fólk haft af
ívilnun fyrri ára þó að um það
gildi engin föst regla.)
Að lokum skal lækka útsvar-
ið með hliðsjón af fjölskyldu-
stærð á eftirfarandi hátt og
Sjá nœstu I
síðu ^gj