Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 —ÁLXIAMkl „Milton Friedman er ekki hugmyndafræðingur herforingjastjórna. heldur rökfærslumaður fyrir markaðskerfið, hagkerfi frelsis og framtaks." eftir Hannes Gissurarson Hugvitssamur uppreisnarmaður Hver er Milton Friedman? Flestir hafa heyrt nafn nóbelsverðlaunahafans í hag- fræði 1976, fæstir kunna einhver skil á kenningum hans. Ér hann daprasti full- trúi vísindanna dapurlegu? Hugmynda- fræðingur herforingjastjórnarinnar í Chile, áhugamaður um áframhaldandi fátækt mannkynsins, eins og þjóðvilja- menn halda? Bókstafstrúarmaður á markaðskerfið, hálfgerður stjórnleys- ingi, eins og margir nútímahagfræðingar halda? Hugvitssamur uppreisnarmaður gegn hefðarspeki nútímahagfræðinga, málsvari frelsis og framtaks, eins og minni hluti hagfræðinga heldur? Skoð- un Þjóðviljamanna á Friedman er varla umtalsverð, en með því að þeim hefur tekizt að blekkja fáeina aðra einfeldn- inga en sjálfa sig, kemst ég ekki hjá því að víkja að ósannindum þeirra um hann. Milton Friedman er ekki hugmynda- fræðingur eða ráðgjafi herforingja- stjórnarinnar í Chile. Hann er yfirlýstur andstæðingur hennar og annarra ein- ræðisstjórna. Hver eru afskipti hans af henni? Hann flutti á sínum tíma fyrir- lestra í eina viku við Kaþólska háskól- ann í Santíagó, höfuðborg Chile, vegna samnings þessa háskóla og Chicagohá- skóla, sem Friedman kenndi við, um fyrirlesaraskipti. Þessi eru öll afskipti hans af herforingjastjórninni (hvort sem hún hefur reynt að nota nafn hans eða ekki). Friedman hefur haldið fyrir- lestra í öðrum einræðisríkjum, til dæmis í Júgóslavíu. (En er það skoðun Þjóð- viljamanna, að rjúfa eigi öll menningar- tengsl ' við íbúa Ráðstjórnarríkjanna vegna einræðisstjórnarinnar í Kreml- báðir hagnast af (eila takast ekki samn- ingar með þeim). En markaðskerfið er einnig kerfi samkeppni, því að aðilarnir keppa um það, við hverja þeir eigi að hafa samvinnuna (viðskiptin). Markaðs- kerfið er þannig kerfi frjálsrar sam- vinnu (og frjálsrar samkeppni), en mið- stjórnarkerfið er kerfi nauðungarsam- vinnu. Teknar ákvarðanir um vöruverð Frá siðferðilegu sjónarmiði eru hag- kerfin tvær lausnir á því, hverjir eigi að hafa réttinn til að taka efnahagslegar ákvarðanir, einstaklingarnir sjálfir eða ráðamenn rikisins. Markaðskerfið er reglugrind utan um sjálfsákvörðunar- rétt einstaklinganna, miðstjórnarkerfið er tilskipanakerfi. Frá efnahagslegu sjónarmiði eru þær tvær lausnir á því, hvernig eigi að gefa lífsgæðunum, sem einstaklingarnir sækjast eftir, gildi, hvernig eigi með öðrum orðum að ákvarða vöruverð. 1 markaðskerfinu ræðst verð vöru af framboði og eftir- spurn, samið er um það. í miðstjórnar- kerfinu ræður stjórnin verði vöru. Vöru- verðið er með öðrum orðum í markaðs- kerfinu ,,boð“ seljanda til kaupanda, og úr viðskiptum þeirra verður, ef báðir sætta sig við verðið. Kosturinn við slíka verðákvörðun er sá, að verðið segir til um hagkvæmustu viðskiptin, það er um- fram allt samanburðarverð, varan verð- ur að vera á samkeppnisfæru verði. Taka má svo til orða, að markaðskerfið sé kerfi skipta, en miðstjórnarkerfið kerfi skiptingar. Á markaðnum skiptast frjálsir borgarar á lífsgæðum eftir sett- um reglum ríkisins, í miðstjórnarkerf- inu skiptir miðstjórnin lífsgæðunum á milli þegna sinna eftir einhverjum hug- myndum sínum um réttlæti. Greinar- ekki að hreinu miðstjórnarkerfi að feng- inni reynslu af ráðstjórnarkerfinu aust- ræna. Friedman er andstæðingar allra miðstjórnarsinna og ríkisafskiptasinna, telur stigsmun á skoðunum þeirra, en ekki eðlismun. Rök hans eiga við skoðan- ir beggja. Hyggjum nánar að rökum hans. Frelsi í efnahagsmálum Allar takmarkanir ríkisins í efnahags- málum, höft og eftirlit, eru auðvitað takmarkanir á eiginlegu frelsi manna. Frjálshyggjuménn telja allar slíkar tak- markanir þurfa sérstaka réttlætingu (sem stundum er tíl). Takmarkanir rík- isins á frelsi manna til að ráðstafa fé sínu eru vitanlega að öllu jöfnu eins ósiðlegar og takmarkanir þess á frelsi manna til að koma orðum að skoðunum sínum. Tökum hversdagslegt dæmi til skýringar: Hvers vegna er ferðamanna- gjaldeyrir takmarkaður af islenzka rík- inu? Vegna þess að eftirspurnin eftir honum er meiri en framboðið. Lausn markaðarins er að hækka erlenda gjald- eyrinn í verði (eða fella gengið — það er að skrá það á réttu verði markaðarins), þangað til jafnvægi er náð, en ekki að skammta gjaldeyrinn, meina mönnum að kaupa hann. Og reyndar er það gert, því ;að borgararnir fullnægja þessari þörf isinni á „svörtum“ markaði, kaupa gjald- |eyri á hærra verði en hann er seldur á í |bönkum. Menn gera sér ekki heldur nægilega grein fyrir nánum tengslum frelsis í efnahagsmálum og annars frels- is, tengslum frjálsrarfullnægingarþarfar og frjálsrar fullnægingar þrár. Flestar eða allar þrár borgaranna kosta eitthvað í framkvæmd. Menn verða að útvega sér eintak af Njálu til að geta lesið hana, koma sér einhvern veginn til Þingvalla Trotzký kom að honum, þegar hann sagði, að f landi, þar sem rikið væri eini atvinnurekandinn, væri stjórnarand- stæðingurinn dæmdur til hægs hungur- dauða. Rósa Lúxembúrg kom einnig orð- um að honum, þegar hún sagði, að eina frelsið, sem skipti máli, væri frelsi stjórnarandstæðingsins. En íslenzku rót- tæklingarnir hafa hvorki þekkingu né vitsmuni til þess að komast að þessum kjarna (eins og sannaðist fyrir skömmu á kappræðufundi Heimdallar og ungra alþýðubandalagsmanna um ríkisrekstur og einkarekstur), þeir eru i hisminu. Hefði komizt upp um Watergate-málið, ef stjórn Nixons hefði ráðið blöðunum bandarísku, þau verið ríkisfjölmiðlar? Að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig Vestrænír ríkisafskiptasinnar segja líklega, þegar þeir lesa um þessi rök Friedmans (því að þeir hafa ekki fyrir þvi að lesa bækur hans); „Við vitum það, þótt við vissum það ekki fyrir þrjátiu árum, að stjórnin i austri er alræðisleg. En stjórnin í vestri er lýðræðisleg. Er henni ekki treystandi til þess að taka efnahagslegar ákvarðanir?" Já, segir Friedman, henni er ekki treystandi til þess, vegna þess að hún fullnægir ekki þörfum almennings, þjónar ekki hags- munum hans, heldur einhverjum einka- hagsmunum. Enginn mælikvarði er til á þarfir manna annar en óskir þeirra sjálfra að kaupgetu þeirra gefinni, engin aðferð er til önnur til að gefa lífsgæðun- um, sem um er keppt, gildi en aðferð framboðs og eftirspurnar á frjálsum markaði. Réttlætið felst ekki i hugmynd- um stjórnarinnar um réttlæti, heldur í rétti einstaklinganna sjálfra. Friedman segir, að efnahagslegar ákvarðanir ein- staklinga (og fyrirtáekja) í markaðskerfi ~ FRELSI OG FRAMTAK kastala?) Vikjum frá ósannindum Þjóð- viljamanna: Hvað er hæft í skoðunum málsmetandi manna á Friedman? Víst er, að þeim hagfræðingum og stjórn- málamönnum fer fjölgandi, sem taka undir með honum. Kenningar hans eiga við vanda Vesturlandabúa, sífellda aukningu ríkisafskipta og verðbólgu. Ol- afur Björnsson prófessor reit fróðlega grein um Friedman i nýútkomið 19. hefti Hagmála, tímarit viðskiptanema, sem ég vona, að verði upphafið að alvarlegum umræðum um lausnir Friedmans á þess- um mikla vanda. Ég ætla að gera frjáls- hyggju nútímans og kenningar Fried- mans að umtalsefni í þessari grein og annarri eftir viku, einkum efni bókar hans. Frelsis og framtaks (Capitalism and Freedom), sem kom fyrst út árið 1962. Þörfum einstaklinganna fullnægt Friedman telur markaðskerfið (kapi- talismann, sem stundum er nefndur ,,auðvaldskerfi“ á íslenzku, þótt það nafn sé villandi) bæði réttlátasta og hag- kvæmasta tæki einstaklinganna til þess að fullnægja efnahagslegum þörfum sín- um. Hann er með öðrum orðum ekki á þeirri algengu skoðun, að ríkið eigi að fullnægja þessum þörfum þeirra, en sú er skoðun samhyggjumanna (sósialista). Markaðurinn er frumhugtak Friedmans, hann færir mörg rök fyrir yfirburðum markaðskerfisins yfir miðstjórnarkerfið. Flestír andstæðingar markaðskerfisins misskilja lögmál markaðarins, misnota markaöshugtakið. Hver er munurinn á markaðskerfinu og miðstjórnarkerfinu? Hann er sá, að einstaklingarnir taka sjálfir efnahagslegar ákvarðanir í mark- aðskerfinu, en ríkisstjórnin (miðstjórn- in eða ráðstjórnin) tekur þær fyrir þá í miðstjórnarkerfinu. Hagvald er skilið frá stjórnvaldi í markaðskerfinu, en í sömu höndum, höndum stjórnarinnar, i miðstjórnarkerfinu. Einstaklingarnir skilgreina þarfir sínar og fullnægja þeim sjálfir í markaðskerfinu, þörf kaupanda er eftirspurn hans, en stjórnin skilgreinir þarfir einstaklinganna í mið- stjórnarkerfinu. Markaðskerfið er í rauninni kerfi samvinnu. Samvinnan er fólgin í viðskiptum tveggja eða fleiri aðila. Þeir skiptast á vörum, þannig að munurinn, sem gerður er á markaðskerf- inu og miðstjórnarkerfinu, er auðvitað í vissum skilningi óraunhæfur, því að ekkert raunverulegt hagkerfi er hreint markaðskerfi eða hréint miðstjórnar- kerfi. Þau eru öll blönduð (þó að þessar tvær lausnir séu einar til frá fræðilegu sjónarmiði). Ágreiningur vestrænna samhyggjumanna og frjálshyggjumanna er því um það, við hvort hagkerfið beri að miða, en hvorir tveggja viðurkenna, að öll kerfi eru og hljóta að vera blönduð að einhverju marki. Þeir deila einkum um þetta mark, vestrænir samhyggju-, menn eru flestir fylgjandi auknum ríkis- afskiptum í blönduðu hagkerfi, þeir stefna frá hreinu markaðskerfi, en þó til að geta notið landslagsins. Þessi nánu tengsl fela auðvitað ekki í sér, að sjálf nautnin (af góðri bók eða fögru lands- lagi) sé metin til fjár. En þau fela i sér sigild rök frjálshyggjumanna. Frelsi í efnahagsmálum er eiginlegt frelsi, en einnig forsenda skoðanafrelsis. Maður, sem er efnahagslega sjálfstæður, óháður öðrum um afkomu sina, getur notað skoðanafrelsi sitt án ótta. Til gagnrýni iþarf tíma, aðgang að fjölmiðlum og aðra laðstöðu. Hvaða aðstöðu hefur maðurinn til gagnrýni, ef ríkið á.og rekur allt? Hver á að fjármagna stjórnarandstöð- una, ef stjórnin ræður öllu fjármagn- inu? Sumir róttæklingar hafa komið að þessum einfalda sannleikskjarna. séu annarrar rökgerðar en ákvarðanir bogara i stjórnkerfi, hagkerfið sé i raun- inni lýðræðislegra tæki til ákvörðunar- töku en stjórnkerfið. Hvað á hann við? Ákvarðanir í markaðskerfi eru einstak ar, einungis teknar af einstaklingnum og fyrir hann, en almennar í stjórnkerfinu, teknar af sumum fyrir alla. Gallinn við atkvæðagreiðslur i stjórnkerfi (þjöðar- atkvæðagreiðslur, þingkosningar eða at- kvæðagreiðslur á þingi) er sá, að borgar- inn getur aðeins greitt atkvæði með eða á móti einhverju tilteknu. Tökum einfalt dæmi um neyzluval til skýringar: Hvort á heldur að drekka kaffi eða te? Ef tekin er ákvörðun I stjórnkerfinu og 51% manna kjósa kaffið og 49% teið, þá er framleitt kaffi fyrir 100% manna. Kjós-i endur voru „með“ kaffinu og „á móti“ teinu. En framleitt er kaffi fyrir 51% manna og te fyrir 49% þeirra í frjálsu hagkerfi að gefnum sömu óskum. I markaðskerfinu kaupa menn það, sem þeir kjósa, ráða neyzlu sinni sjálfir. Tök- um annað dæmi: Á að fjárfesta í fram- kvæmdum í kjördæmi áhrifamikils þing- manns? Ef tekin er ákvörðun i stjórn- kerfinu, þá segja þingmennirnir já. Þeir taka ákvörðunina fyrir alla, því að skatt- borgararnir bera allir kostnaðinn af framkvæmdunum, hvort sem þeir búa í kjördæminu eða ekki. En sá, sem tekur ákvörðunina í frjálsu hagkerfi, ber einn kostnaðinn af framkvæmdunum. Mark- aðskerfið er tæki einstaklingsins til að velja fyrir sig sjálfan, en lýðræðislegt stjórnkerfi er tæki meiri hlutans til að velja fyrir alla, Markgðskerfið er því í rauninni það kerfi beins lýðræðis, sem marga róttæka sveimhuga dreymir um. Ekki er auðvitað hægt að taka allar ákvarðanir með aðferð markaðskerfis- ins. Segjum sem svo, að 80% íslendinga kjósi aðild að Atlantshafsbandalaginu, en 20% þeirra hafni henni. Merkir það, að 80% þeirra séu í bandalaginu, en 20% ekki? Alls ekki. Þessa ákvörðun verður meiri hlutinn að taka fyrir alla. Hún er stjórnmálaleg, en ekki efnahags- leg. Vegna þess og hins, að hreint mark- aðskerfi er hvergi til, er stjórnkerfi, lögbundið skipulag, nauðsynlegt. Ég hef í þessari grein sagt frá kenningum Friedmans um yfirburði markaðskerfis- ins yfir miðstjórnarkerfið og lýðræðis- legt stjórnkerfi, en segi því í næstu grein frá kenningum hans um hlútverk rikis- ins, hins lögbundna skipulags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.