Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ,.LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1978 Kaupmannahöfn. 27. jan. Reuler. FRÖNSKU leikkonunni Brigitte Bardot hefur verið álasað fyrir að hafa minnkað tekjur selaveiðara á Græn- landi. A fundi Evrópuráðs í Strassbourg á þriðjudag var tekin sú ákvörðun að banna kópaveiðar í Grænlandi en leik- konan sat þingið sem gestur. Bardot hefur árum saman bar- izt gegn kópaveiðum og mætti á þingið með loðkraga úr gervi- efni. Landstjórinn á Grænlandi, Lars Chemitz, iýsti því yfir að ákvörðun Evrópuráðsins um bann á kópaveiðum væri út í hött en sala á selskinnum frá Grænlandi hefði minnkað að mun síðastliðin ár og væri það baráttu Bardot mikið að kenna. Hann sagði að fjöldadráp á sei- um tíðkuðust ekki í Grænlandi eins og i Kanada, þangað sem leikkonan hélt í mótmælaskyni í fyrravetur. Sagði landstjórinn að vísindamenn hefðu ráðlagt auknar selaveiðar á Grænlandi, þar sem engin hætta væri á því að sú selategund sem mest væri veidd yrði útdauð. Dönsku blöðin tala um ákvörðun Evrópuráðs um bann á kópaveiðum sem pólitískan sigur fyrir Bardot. Mikillar reiði gætir víða út af Bardot kennt um tveggja ára bann á selaveiðum banninu og Otto Steenholdt, grænlenskur þingmaður sagði að Bardot væri boðið til Græn- lands til að kanna aðstæður selaveiðara og sjá með eigin augum hvernig veiðunum væri háttað. Sagði hann að selaveið- ar væru eina lífsviðurværi flestra á Norður-Grænlandi og spurði síðan hvað Bardot ætlaði selaveióurunum og fjölskyldum þeirra í staðinn. Ennfremur sagði þingmaðurinn að græn- lenskir selaveiðarar dræpu ekki kópa og nýttu kjöt og skinn fullorðnu selanna ein- göngu til heimilisnota. Sagði þingmaðurinn að til þess að Bardot yrði fullljóst fyrir hverju hún væri að berjast yrði hún endilega að koma til Græn- lands og finna fyrir kuldanum í norðrinu um leið og hún ferðað- ist um á kajak eða í hundasleða. Rádherra segir af sér í Póllandi Varsjá, 27. janúar. Reuter MENNINGARMALARÁÐHERRA Póllands, Jozef Tejchma, sagði af sér í gær, að þvf er talið er vegna deilna um pólska kvikmyndaiðnað- inn. Tejchma mun þó halda áfram að gegna ábyrgðarstöðum í stjórn landsins. Tejchma var settur menningar- málaráðherra 1974, en í fyrra urðu miklar deilur að tjaldabaki um menningarmál Póllands, en Tejchma hefur verið talinn frek- ar frjálslyndur í þeim efnum. Tal- ið er að kvikmynd pólska leik- stjórans Andrzej Wajda hafi veg- ið þyngst á metunum, en myndin sem fjallar um valdatímabil Stalins, var harðlega gagnrýnd af blöðum og trúum kommúnistum. Þá urðu einnig miklar deilur um bönn á myndum og i einu tilviki voru gögn stjórnarinnar þar að lútandi birt opinberlega á Vestur- löndum. Tejchma mun þó halda áfram að gegna störfum varaforsætis- ráðherra, en auk þess verður hann gerður að sérfræðingi stjórnarinnar I landbúnaðarmál- um og matvælaframleiðslu, æsku- lýðs- og kvennamálum og trúmál- um. Gert er ráð fyrir að hann verði jafnvel meira ráðandi í þeim málefnum en viðkomandi ráðherrar. Viðræðum Videla og Pinochet fram- haldið í febrúar Buenos Aires 27. januar. AP. FORSETAR Argentínu og Chíle, Jorge Videla og Augusto Pinochet munu eiga viðræður sjötta febrúar næstkomandi vegna deilu landanna tveggja um eigna- rétt á þremur eyjum við C Hornhöfða, að sögn talsmanns argentínsku stjórnarinnar. Þjóðirnar tvær vfsuðu deilu sinni til brezku krúnunnar 1971 en Argentínumenn undu ekki dómi hennar, sem féll á miðviku- dag, um að eyjarnar tilheyrðu Chíle. Videla átti viðræður við Pin- ochet fyrir viku og tilkynnti hon- um afstöðu Argentínumanna í þessum málum og urðu þá báðir aðilar sammála um að reyna frek- ari samningaumleitanir. En þegar brezka krúnan tilkynnti úrskurð sinn bökkuðu Chílemenn og sögðu úrskurð hennar endanleg- an. A eyjunum búa átta chílenskir sauðfjárbændur, en þær hafa mikilvægu hlutverki að gegna í landhelgismálum Argentinu og Chíle. Eyjarnar eru Argentínu- megin landamæranna, sem ákveð- in voru á 19. öld, en æ síðan hafa löndin staðið í stappi út af þeim. Rtzkhiladze handtekinn Moskvu 27. janúar. AP. ÁREIÐANLEGAR heimildir hermdu í dag. að Viktor Rtzkhiladze, félagi i mannréttindarnefnd Georgiu, hefði verið handtekinn af sovézku leyni lögreglunni KGB á miðvikudag Rtzkhiladze. sem er starfsmaður menningarmálaráðuneytis Georgiu, var kallaður til yfirheyrslu hjá KGB á miðvikudag og hefur ekkert til hans spurzt siðan. Litlu eftir handtöku hans var gerð húsleit i ibúð hans og ættingjum hans var tilkynnt að hann hefði verið settur i varðhald. Ekki er enn vitað hvers vegna hann var handtekinn. Rtzkhiladze er sérfræðingur i verndun sögufrægra staða. og hefur gagnrýnt sovézk stjórnvöid fyrir að eyðileggja klausturfrá miðöldum. Hann var ásamt þeim Zviad Gamsaljirdoa og Mera Kostava stofnandi mannréttindanefndar Georgiu, en þremenningarnir sitja nú allir i fangelsi. CONSTANTINE KARAMANLIS forsætisráðherra Grikklands hélt i gær föstudag, frá Brussel til Parísar eftir viðræður við fulltrúa Efnahagsbandalagsins í Brussel. Lorenzo Natali fulltrúi EBE, sagðí að viðræðunum loknum að Grikkland gæti verið orðið aðili að bandalaginu eftirþrjú ár. Natali sagði að framhaldsviðræður myndu hefjast þann 10. febrúar n.k. og að hann byggist við að engar teljandi hiiídranir væru i vegi fyrir því að Grikkir gerðust þá aðilar, aftur á móti myndi ekki takast að leysá öll mál í sambandi við Spán fyrr en eftir mun lengri tima. Myndin var tekin á síðasta fundinum áður en Karamanlis fór og sézt hann hér með Roy Jenkins. Ræða Kennedys seld á 8000 dollara New York 27. jan. AP. Borgarstjórn Vestur- Berlínar greiddi í gær 8.000 dollara eða jafnvirði um 1.7 milljóna íslenzkra króna fyrir frumhandrit Johns F. Kennedys af ræð- unni: „Ich bin ein Berlin- er“ (Ég er Berlínarbúi), sem hann hélt í Berlín árið 1963. E.F. Baumann, háttsettur v- þýzkur embættismaður, sagði að handritið yrði að öllum líkindum sýnt almenningi í Ráðhúsi Berlín- ar, en Kennedy hélt ræðuna þar fyrir utan. Baumann sagði, að ræðaa væri mjög mikilvæg vegna legu borgarinnar, en hún er inni í miðju Austur-Þýzkalandi. „Kennedy sagði í ræðunni: „Allt sem kemur fyrir Vestur-Berlín, kemur einnig fyrir mig,““ sagði Baumann. Handritið keypti Vestur-Berlín á uppboði í New York í gær, en þar seldust einnig handskrifuð bréf Franklíns D. Roosevelts til dóttur sinnar á 2.500 dollara (562.000 íslenzkar krónur) og eig- inhandaráritun Elvis Presleys á 250 dollara (56.000 krónur.). VEÐUR víða um heim stig Amsterdam 5 skýjað Aþena 16 sól Berlfn 3 skýjað Briissel 4 skýjað Chicago +4 snjókoma Kaupmannah. 0 snjókoma Frankfurt 4 rigning Genf t 6 skýjað Ilclsinki -1-12 bjart Jóhannesarb. 24 skýjað Lissabon 15 sól I.ondon 8 rigning Los Angeles 21 bjart Madrid 12 bjart Montreal 7 snjókoma Moskva + 1 skýjað New York 12 skýjað Parfs 7 þungbúið Rómaborg 11 sól San Francisco 16 bjart Stokkhólmi +3 skýjað Tel Aviv 17 rigning Tókíó 15 hálfskýjað Vancouver 7 skýjað Vfnarborg 5 skýjað 196.400 Finnar atvinnu- lausir Helsinki 27. janúar AP TALA atvinnulausra I Finnlandi hækkaði um 32.700 frá 15. desem- ber til 15. þessa mánaðar og eru þá alls um 196.400 Finnar at- vinnulausir, um 9% af vinnufær- um mönnum. Að sögn atvinnu- málaráðuneytisins er þetta mesta atvinnuleysi í Finnlandi síðan í kreppunni. Arvo Aalto, atvinnumálaráð- herra, sagði i dag að búast mætti við að tala atvinnulausra næði 250.000 áður en ástandið i at- vinnumálum landsins batnaði að ráði, en fyrir ári voru 127.300 Finnar atvinnulausir. Flestir voru atvinnulausir í Lapplandi eða 16,6% af vinnu- færum mönnum, en helmingur hinna atvinnulausu er undir 25 ára aldri og hefur aldrei stundað neina vinnu. Búizt er við að stjórnvöld muni leggja fram áætlun snemma í næsta mánuði um leiðir til að minnka atvinnuleysið meðal ungs fólks. Sleppt Bonn 27. jan. AP. VESTUR-Þýzkur blaðamaður Werner Gengenbach, sem hef- ur setið f fangelsi í Tékkó- slóvakfu f þrjú ár, sakaður um njósnir, var látinn laus f dag. Vestur-þýzka utanrfkisráðu- neyti.ð skýrði frá þessu og sagði að Gengenbach væri á leið heim. Talsmaðurinn sagði, að blaðamaðurinn, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi, hefði verið látinn laus vegna skipunar frá Husak flokksleið- toga, en aðrar skýringar ekki gefnar á málinu. Gengenbach sem starfaði í Vfnarborg var handtekinn í Bruno í Tékkóslóvakíu er hann kom þangað á vöru- sýningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.