Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
39
Svanhvít Guðmunds-
dóttir - Minningarorð
Fædd 8. september 1907.
Dáin 21. desember 1977.
Hinn 30. desember s.l. var til
moldar borin tengdamóöir mín,
Svanhvit Guðmundsdóttir.
Svanhvít eða Svana eins og hún
var kölluð af kunningjum fæddist
8. september 1907 vestur á Snæ-
fellsnesi. Foreldrar hennar voru
Sigríður Jónsdóttir og Guðmund-
ur Ásmundsson, svokallað þurra-
búðarfólk á Búðum á Snæfells-
nesi. Eins og mörgum börnum á
þeim tímum var Svönu komið í
fóstur. Hún ólst upp á Þorgils-
felli, en um fermingu fer hún að
Ölkeldu í Staðarsveit og er þar til
17 ára aldurs, að hún fer til
Reykjavíkur.
4. janúar 1930 giftist Svana Ottó
Guðjónssyni sjómanni. Þau eign-
uðust 7 börn, en tvö þeirra dóu á
unga aldri og hefur það verið
mikil raun svo barngóðu fólki
sem þau voru. Þau 5 sem upp
komust og sameinuðust um hátíð-
irnar við dánarbeð sinnar ást-
kæru móður eru Guðjón Árni,
Sigríður Unnur, Guðrún Erla,
Sjöfn og yngst er Svandís. Er
Svana lést átti hún 27 barnabörn
og 5 barnabarnabörn.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
Svana og Ottó I leiguíbúðum, oft
var pakkað niður og stundum
ekki náð að taka upp úr kössum
áður en flutt var aftur. Ottó
stundaði sjó meiri hluta ævi sinn-
ar og kom þá í hlut Svönu að vera
bæði húsbóndinn og húsmóðirin á
heimilinu. Kjörin voru oft k.röpp
á þessum árum og kóm þáð sér þá
vel hvað Svana gat gert mikið úr
litlum hlut. Ófáar voru þær flík-
urnar sem hún saumaði á börnin
sín og síðar á barnabörnin. Kring-
um 1950 réðust Svana og Ottó I
það stórvirki að byggja sér íbúð-
arhús að Mosgerði 18, hér í borg,
og var það mikið og fórnfúst starf
sem þar var unnið. Svana lagði
mikið á sig til þess að þessi
draumur rættist, enda eflaust
búin að fá nóg af eilífum flutning-
um. Og í kringum 1955 var svo
flutt inn í húsið og draumurinn
orðinn að veruleika. Arið 1971
missti Svana mann sinn. Hann
hafði þá undanfarin ár stundað
millilandasiglingar á m/s Reykja-
fossi sem vélstjóri. Hann kom
heim degi áður en kallið stóra
kom og hefði hann hvergi annars-
staðar viljað enda lífdaga sína, en
I því húsi, sem þau bæði höfðu
lagt svo mikið á sig til að eignast.
Ég sem þessar fátæklegu línur
rita, fluttist að Mosgerði 18 í nóv.
1968, en þá kvæntist ég yngstu
dóttur þeirra hjóna og byrjuðum
við búskap okkar i lítilli risíbúð I
þessu húsi og bjuggum þar I rúm
6 ár. Betri tengdaforeldra gæti ég
vart hugsað mér, en Ottó féll frá
eins og fyrr segir aðeins rúmum 2
árum eftir að ég fluttist í Mos-
gerðið.
Svana var búin að gera mikið í
þessum heimi, Ottó langtímum
frá heimili sinu vegna vinnu sinn-
ar og börnin að vaxa úr grasi.
Áhyggjur og önn dagsins, sjá varð
um öll þau mál, sem bóndinn gat
ekki sinnt þann stutta tíma sem
stoppað var í landi, en eljusemin
og dugnaðurinn var mikill og
aldrei féll verk úr hendi. Jafnvel
mánuði áður en hún lést, er hún
dvaldi á heimili okkar um mánað-
artíma og þrekið að bresta og
sjónin farin að daprast eftir mikil
veikindi undanfarna mánuði, og
ekki lengur hægt að glima við hin
finu spor við útsaum, sem hún
hafði mikið yndi af, var sporið
stækkað og haldið áfram.
Árið 1975 fluttumst við hjónin
austur J Biskuþstungur, og kom
Svana þá oft austur og dvaldi um
tíma og tíma. Síðast var hún hér
rétt mánuði áður en hún lést, far-
in að kröftum, en andlegt heil-
brigði eins og best varð á kosið.
Fjölskylda mín og ég erum
mjög þakklát fyrir að hún skyldi
taka sér þá ferð á hendur, ekki
síst börnin, sem elskuðu hana og
dáðu. Alltaf var hún reiðubúin að
rétta hönd og alltaf gátu börnin
leitað til hennar hvenær sem var
og fengið úrlausn mála sinna.
Ömmu sem alltaf var svo hlý og
gó ð, ömmu sem gat sagt svo
skemmtilegar sögur, ömmu sem
spilaði við þau, ömmu sem kyssti
þau góða nótt og kenndi þeim
bænirnar sínar. Og er við lögðum
af stað til Reykjavíkur til að
fylgja henni til grafar fór 2ja ára
dóttir okkar að gráta, því að fara
til Reykjavíkur var það sama og
að fara til ömmu, en nú var engin
amma.
Svana var mikill vinur vina
sinna, skaprík og föst fyrir ef því
var að skipta, hún vildi láta hlut-
ina ganga og allt væri rétt og vel
gert, hún hafði og mikið yndi af
lestri góðra bóka og tónlist var
henni hugleikin og kunni hún
mikið af góðum gömlum lögum,
var hrókur alls fagnaðar á góðra
vina fundum, enda oft gestkvæmt
hjá henni. Hún tök vel á móti
gestum, hvort sem um var að
ræða skyldfólk eða aðra vini og
kunningja.
Eg þakka tengdamóður minni
fyrir alla okkar góðu og skemmti-
legu viðkynningu og þá miklu þol-
inmæði sem henni var gefin og
mér sýnd og oft hefur reynt á i
gegnum árin. Megi góður guð
leggja blessun sína yfir hana og
ég veit að heimkoman hefur verið
góð.
Nú legg ég augun aftur
ógud þínn náðarkraftur
mfn veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka
Méryfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
Pétur Guðmundsson.
Guðmundur Garðar
Guðmundsson - Kveðja
Fæddur 20. desember 1973.
Dáinn 20. desember 1977.
Fjögurra ára líf upp á dag, er
ekki langur tími. En hann var
bjartur og fagur.
Guðmundur Garðar var sonur
Ástu Guðmundsdóttur, Hólmi,
Austur-Landeyjum og Guðmund-
ar Hlöðverssonar, búsettum að
Reynihvammi 4, Kópavogi. Guð-
mundur Garðar ólst upp í Hólmi
með móður sinni, móðurbróður og
ömmu, Gróu Helgu Kristjánsdótt-
ur, „mömmu litlu“ eins og hann
kallaði hana otast. Þessi litli sól-
argeisli bar birtu og hlýju um
bæinn daginn út og daginn inn.
Fjögur ár samfellt, sem hamingja
og gleði eru horfin, en falleg
minning lifir um lítinn frænda,
sem var manni miklu meira en
frændi, Aldrei sagði hann ljótt
orð og sjaldan grét hann en dug-
legur og þolinmóður. Þegar
, mamma ,,stóra“ eins og hann kall-
| aði mömmu sina, fór í iðnskóla
siðastliðinn vetur, að nema söðla-
smíði, var hann brosandi eftir hjá
ömmu sinni, sém var honum allt-
af svo góð og hjálpsöm. Og þegar
mamma hans átti við veikindi að
stríða s.l. haust og þurfti að dvelja
á sjúkrahúsi, beið hann hennar
skilningsríkur en fullur eftir-
væntingar, heima hjá ömmu og
Garðari frænda, sem var honum
góður sem faðir. En sú bið tók
enda á annan veg, en ætlað var og
það var hljóðlát og dapurleg mót-
taka við heimkomuna. Gott þótti
Gumma Garðari, að koma í hlýj-
una hjá ömmu og gott var að sitja
i fangi hennar og hlusta á allar
fallegu sögurnar hennar. Já, hún
á miklar þakkir skilið fyrir alla
hlýjuna og umönnunina, sem hún
veitti honum. Sár er söknuðurinn,
þegar ungt og fagurt líf slokknar
svona snögglega og maður skilur
ekki tilgang guðs með því að taka
frá okkur lítinn vin svo snögg-
lega. Við verðum að trúa og
treysta þvi, að líf sé eftir dauðann
og því fyrr, sem líf slokknar, því
óflekkaðra og dýrmætara sé það
fyrir guði.
Það líður í hug minn þessi lína
úr sálmi: „Og dátt lék sér barnið
um dagmálamund, en dáið var og
stirðnað um miðaftans stund."
Ljúf er minningin "um lítinn
fallegan frænda. Hann var hægur
og hlýðinn, en metnaðargjarn og
hafði óslökkvandi áhuga fyrir bíl-
um óg öllúm vinnuvélum. Hann
var eins og öll börn, elskaði dýrin
og virti þau. Hans bezti vinur úr
dýraríkinu var hundurinn Gúdídi
og áttu þeir marga góða stund
saman. Endirinn hefði kannski
ekki orðið þessi, ef góði vinurinn
hans hefði fylgt honum úti þenn-
an dag, eins og hann gerði ævin-
lega.
Það var ógleymanlegt, þegar við
komum að Hólmi, þá beið litli
frændi með fallega brosið sitt og
kom á harðahlaupum til að fagna
okkur og hafði alltaf ótakmarkað-
an tíma til að halda mjúku hand-
leggjunum sínum um háls okkar.
Og hæglátt þakkarbros fékk mað-
ur að launum, ef' hann fékk eitt-
hvað gott I munninn. Það var stór
ljósgeislinn sem slokknaði í
Hólmi hinn 20. desember, þegar
átti að vera fögnuður á fjögurra
ára afmælisdegi hans.
Við kveðjum litla frænda okkar
Gumma Garðar, með sárum sökn-
uði, en flekklaus minningin um
gjafmilda og einlæga barnssál
mun lifa í huga okkarf,
Við sendum mððuí' háns. Ömmu
ög móðurbióður i Hölrtii og Öðrúrn
aðstandendum, einlægar samúð-
arkveðjur, og biðjum að algóður
guð huggi þau og styrki i þessari
þungbæru sorg.
I dauðans faðm nú fallið er.
og fölt og kalt þar sefur.
Það barn ó guð sem gafstu mér
og glatt um stund mig hefur.
Ó faðir Ift f Ifkn til mfn
og lát þú hiessuð orðin þfn
mér létta sviðann sára,
er sárra fær mér tára.
Við þökkum litla frænda okkar
fyrir liðin ár og biðjum guð að
varðveita sál hans.
Móðursystir.
150 slasazt í
jámbrautarslysi
Chicago 27. jan. AP. — Reuter.
TVÆR farþegalestir rákust á
járnbrautarstöð í Chicago f dag
og slösuðust um 150 farþegar við
áreksturinn, en talsmaður járn-
Dæmdur
fyrir
njósnir
Austur-Berlín, 27. jan. Reuter
HERDÓMSTÖLL f Austur-
Þýzkalandi dæmdi f dag vestur-
þýzka konu Renate Jahn, f 12 ára
fangelsi fyrir njósnir, að sögn
opinberu austur-þýzku fréttastof-
unnar ADN. Fyrir tveimur mán-
uðum var eiginmaður Renötu
dæmdur í Iffstíðarfangelsi fyrir
sömu sakir.
Renate var sjöundi Vestur-
Þjóðverjinn sem dæmdur hefur
verið fyrir njósnir á siðustu
þremur mánuðum, en hand-
tökurnar hafa verið gerðar á sama
tima og Vestur-Þjöðverjar hafa
verið að koma upp um austur-
þýzka njósnara.
ADN sagði að Jahn hefði verið
handtekin fyrir njósnir i þagu
vestur-þýzku leyniþjónustunnar
(BND) en tilgreindi ekki njósna-
starfsemi hennar nánar.
— Prófkjör
Jón
Framhald af bls. 19
betur frjálsa æskulýðsstarfsemi
og íþróttafélög og varast að setja
á stofn starfsemi í samkeppni við
starfandi félög. Sundaðstaða í
Hafnarfirði hefur ekki batnað
þótt íbúatala hafi þrefaldast frá
því Sundhöilin var vígð. Með til-
komu hitaveitu hafa opnast mögu-
leikar á að byggja ódýra útisund-
laug til notkunar fyrir bæjarbúa
án þess prjáls sem oft vill ein-
kenna íþróttamannvirki, sem enn
eru byggð á tslandi i anda
Ólympíuleikanna í Berlín 1936.
Bæjaryfirvöld þurfa að fylgja vel
eftir að vegur úr Hafnarfirði að
fólkvanginum í Bláfjöllum verði
gerður sem allra fyrst þar sem
Hafnarfjörður er aðili að þeirri
uppbyggingu skíðaaðstöðu sem
þar fer fram. Aðstaða til leik-
listarstarfsemi er afar bágborin
en mætti lagfæra án verulegs til-
kostnaðar með því að byggja við
sviðið í Bæjarbíói og styðja þann-
ig við bakið á þeim sem vilja
endurvekja leikhús í Hafnarfirði.
— Auglýsinga-
herferð
Framhald af bls. 27
und Bretar. Sagði Jóhann að
allt benti til þess nú, að þetta
hámark yrði nú slegið í áumar.
Auglýsingaherferðin með
Magnúsi Magnússyni hefur
slegið í gegn —sagði Jóhann,
— Fréttir frá
Patreksfirði
Framhald af bls. 27
arlagi. Einstaka maður fer með
bíl sinn yfir Breiðafjörð með flóa-
bátnum Baldri, en ferðir þessar
eru aðeins einu sinni í viku.
Veður hefur oft hamlað flugi en
aldrei marga daga i einu. Sam-
göngur á sjó eru alltof strjálar, en
menn binda vonir við að það lag-
ist með nýrri áætlun sem fyrir-
huguð er.
— Páll.
brautanna sagði, að meiðsl hefðu
ekki verið alvarleg.
Slysið varð klukkan 4.20 þegar
lest sem var á suðurleið rakst
aftan á kyrrstæða lest á Van Burr-
en-brautarstöðinni. Fregnir
hermdu að þrir vagnar kyrrstæðu
lestarinnar hefðu farið út af spor-
inu, en enginn vagna hinnar
lestarinnar. Fjórir vagnar voru í
hvorri lest og á milli 450 og 600
farþegar voru í þeim.
Vitni segir að „farþegarnir hafi
henzt til“ og „að allt í einu hafi
allir legið á gólfinu æpandi og
öskrandi".
Ekki er vitað hvað olli slysinu,
en talið er að slæm færð geti verið
orsökin.
— Prófkjör
Guðni
Framhald af bls. 19
ar norðan Reykjanesbrautar.
Náttúruverndarmál éru mér mik-
ið áhugamál. Það eru margir stað-
ir hér sem ég tel reyndar ekki í
beinni hættu en þurfa meiri að-
gæzlu við, t.d. Hvaleyrarvatn sem
ég hef áður tjáð mig um að stafi
hætta af sorphaugum bæjarins.
Svo er það Astjörnin sem var frið-
lýst nú fyrir skömmu, hún hefur
feikilega mikilvægt lifríki, sem
verður að gæta sérstaklega vel að.
Síðast ert ekki síst er það Hvaleyr-
in, sem sjór skerðir stöðugt og ég
tel að við verðum að gera viðeig-
andi ráðstafanir til að ekki verði
framhald á þeirri eyðileggingu.
Að lokum í sambandi við skóla og
æskulýðsmál. Ég tel að við verð-
um að vinna bráðan bug að því á
komandi kjörtimabili að reist
verði íþróttahús við Víðistaða-
skóla. Það íþróttahús sem nú er í
bænum er algerlega fullnýtt og
meira en það. Við verðum að hlúa
betur að æskulýðsstarfinu sjálfu,
fá í þvi sambandi aukin húsa-
kynni til þeirrar starfsemi.
— Prófkjör
Ólafur
Framhald af bls. 19
sem lögin setja geri sér rellu út
af. Að sjálfsögðu verður lagt fé á
móti ríkisframlögum til bygg-
ingar nýs barnaskóla, en eigi fjöl-
brautaskólinn að starfa áfram
duga mótframlög við ríkið stutt,
þvi þau eru nánast engin. Sveitar-
félögin verða að greiða stórfé fyr-
irfram i fjölbrautaskólann eigi
hann að starfa. Listi yfir allt sem
æskilegt væri að gera hér i bæ til
þess að mæta þeim kröfum sem
gjarnan eru gerðar til sveitar-
félaga i dag yrði býsna langur,
hann mætti þó stytta nokkuð ef
við fengjum greiddan þann reikn-
ing, sem við eigum inni fyrir að
veita hundruðum varnarliðs-
•manna hvers konar þjónustu allt
frá upphafi „verndar", þann
reikning eigum við að innheimta.
— Prófkjör
Guðríður
Framhald af b|s. 19
að vinna að, er dagvistunarinálin,
þ.e. skóladagheimili þar sem börn
á vissum aldri geta fengið að
dvelja frá því þau koma úr
skólanum við leik og lærdóm, uns
foreldrar þeirra koma heim úr
vinnunni. Þess konar heimili er
ekkert til hér. Einnig mun ég
beita mér fyrir að byggðar verði
íbúðir á félagslegum grundvelli,
það tel ég vera íbúðir sem ungt
fólk getur helzt ráðið við. Þá er
það eitt mál sem hver bæjarstjórn
á að beita sér fyrir en það eru mál
aldraðra, það er að búa þeim sem
bezt skilyrði til að lifa við i ell-
inni.