Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978
BLÚM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB.
Hversvegna
blómstra blómin?
Vafalaust hafa flestir þeirra sem við blómaræktun fást
einhvern tíma velt fyrir sér spurningu þeirri sem er fyrirsögn
þáttarins i dag
í garðyrkjuþætti i norsku timariti þót'ti spurningunni best
svarað með þvi að birta eftirfarandi greinarkorn sem ekki er
óliklegt að ræktunarfólki þyki nokkur fróðleikur i enda segir
það sina sögu Greinin sem hér verður birt i tvennu lagi —
niðurlagið á laugardaginn kemur — er á þessa leið
,,Það var árið 1973 að smárit var gefið út i Berlin sem bar
heitið ..Uppgötvun leyndardómsins við uppbyggingu og
frjóvgun blómanna” Höfundurinn var þýskur grasafræð-
ingur Conrad Sprengel gð nafni Hann hafði greinilega spurt
sjálfan sig þeirrar spurningar hvernig á þvi stæði að jurtirnar
blómstruðu. Voru hin margvislegu fögru blóm og hinn höfgi
blómailmur aðeins til vegna mannanna svo þeir gætu glaðst
við fegurð þeirra og angan, eða var náttúran ef til vill að
Blómaleikur
dylja einhvern dýpri tilgang sem falinn var að baki fjölbreyti-
legrar fegurðar blómanna?
Þannig spurði Sprengel sjálfan sig og nú hófst hann handa
og vann að því dag eftir dag og ár eftir ár að fylgjast með
þroska og hegðun næstum þvi 500 mismunandi plöntuteg-
unda
Eftir margra ára athuganir úti i náttúrunni varð hann
sannfærður um að hvert eitt og emasta blóm var undraverð
og aðdáunarverð „uppgötvun", já bverju og einu einasta
blómi i öllum hinum óendanlega margbreytileik og mismun i
stærð, lögun, lit og angan var'ætlað ákveðið hlutverk Hann
sá að heilbrigt blóm var aldrei i kyrrstöðu, krónublöðin
beygðu sig og hneigðu af fullkomnum yndisþokka, breiddu
úr sér eða lukust aftur Frjóhnapparnir breyttu um stellingar
og frævan blikaði í sólinni. Anganin bylgjaðist frá þeim
Sprengel komst að þeirri niðurstöðu að hinn duldi tilgangur
sérstæða þessa ..blómaleiks" eins og hann orðaði það var
ekki sá að gleðja mannsaugað, heldur .var að þvi stefnt að
vekja athygli vissra skordýra, sem með eða mót vilja sinum,
sáu um að frjó frá einni plöntunni væri fært yfir á frænu
annarár plöntu sömu tegundar Sprengel komst einnig að
því að viss blóm nota aðeins viss skordýr til þess að flytja frjó
sin á hnilli plantna. Án þess að vita það sjálf ráku skordýrm
áríðandi erindi milli blómanna og gerðu það sem hreínir
sérfræðingar í sinni list, eftir þögulli en ákveðinni leiðsögn
blómanna sjálfra (frh)
sem bezt. Ping og fylgdarlið verða
f Burma f séx daga og munu eiga
viðræður við ráðamenn þar f
landi um samskipti rfkjanna og
málefni landanna f Suðaustur-
Asfu almennt.
Þetta er í fyrsta sinn sem Teng
fer í ferðalag til annarra 1 :nda frá
því hann var endurreistur til
valda í annað sinn í júlí á fyrra
ári. Þykir för þessi tiðindum sæta
af þeim sökum en einnig vegna
þess að enginn kfnverskur leið-
togi hefur farið í opinbera heim-
sókn til annarra ríkja frá þvi
Teng sjálíur fór til Frakklands á
árinu 1975,
nfi 'fii*---,"’ u r Rf'fflCÍ t?|i/
Teng Hsiao-
Ping í Burma
Rangoon, Burma, 26. jan.
AP. Reuter.
KlNVERSKI leiðtoginn og
aðstoðarforsætisráðherrann Teng
Hsiao-Ping kom f dag í opinbera
heimsókn til Burma með 25
manna fylgdarliði. Var tekið á
móti kínversku gestunum á flug-
vellinum f Rangoon með meiri
viðhöfn en áður hefur sézt f
Burma, að því er fréttir herma, og
hafa yfirvöld þar í landi gert sitt
bezta til að heimsóknin takist
Jón Börkur
/
Akason
stýrimaður:
Ætla þeir
að biðjast
afsökunar?
Ég skrifaði grein haustið
1976, þar sem ég ræddi og
deildi á siðleysi og vinnubrögð
ákveðinna manna í þjóðfélag-
inu, manna sem þekkja mátti af
lýsingu minni, enda hef ég
grun um, að einhver þeirra hafi
kannast við sjálfan sig af þeirri
lýsingu og látið það í ljós með
háttalagi, sem óþarft er að fjöl-
yrða um.
Ég hef f hyggju að taka upp
þráðinn og halda áfram þaðan,
sem frá var horfið og máli mínu
beini ég nú sem fyrr beint til
þeirra, sem hafa svipaða af-
stöðu og ég, og vilja reyna að
halda niðri óábyrgum öflum í
þjóðfélaginu og gera fólki ljóst
hvert stefnir, ef slík öfl ná of
miklum tökum á þjóðinni.
Vera má, að við ramman reip
sé að draga og að það verði allt
annað en auðvelt að fylgja
þessu markmiði eftir, en víð
ættum þó að geta fyrirbyggt að
fjórða flokks vara verði seld
sem gæðavara og þannig tryggt,
að áiitið verði í samræmi við
manngerðirnar.
Það má telja öruggt, undan-
tekningar finnast þó, að róg-
burður, þörfin til þess að gera
aðra óheiðarlega í augum al-
mennings, er sprottin af hvöt-
um, sem rekja má til ófara eða
óhamingju þeirra sem rógburð-
inn ástunda. Öll höfum við mis-
stigið okkur og sum okkar
meira en góðu hófi gegnir. Ein-
mitt af þeim sökum mætum við
takmörkunum okkar fyrr en
ella. Ekki er það alltaf vegna
þess að aðrir bregða fyrir okkur
fæti, heldur oft vegna okkar
eigin samvisku, sem hvíslar að
okkur í tíma og ótíma viðvörun-
um og fær okkur til að viður-
kenna staðreyndir, sem ekki
verða umflúnar.
Ég hygg, að flestir, sem finna
sig að nokkru eða miklu leyti í
þessum pistli, reyni að betrum-
bæta sig og greiða þá skuld,
sem þeir stofnuðu til með
breytni sinni, af vangá og
barnaskap oft á tíðum. Þetta er
oft erfitt, stundum jafnvel
ómögulegt, en þeir sem reyna
til þrautar sigra að lokum. Sú
kynslóð, sem nú er nýorðin
myndug, eftirstríðskynslóðin,
er fyrsta kynslóðin í sögu þjóð-
arinnar, sem þekkir ekkert
annað en velmegun og þá þau
vandamál sem henni fylgja.
Nægur matur, nægur fatnaður,
upthitað húsnæði, frjálst náms-
val, tjáningarfrelsi, athafna-
frelsi, frelsi og aftur frelsi. Það
má því segja, að erfitt sé að
finna leiðsögumenn fyrir þessa
kynslóð, þar sem eldri kynn-
slóðin þekkir ekki vandamál,
sem sprottin eru af velmegun
og ofeldi. Það er líka að koma í
ljós, að Islendingar hafa meiri
tilhneigingu nú en áður til að
beita öðrum og oft varasömum
aðferðum við lausn vandamála,
aðferðum, sem hafa verið
reyndar áður með ömurlegum
afleiðingum. Að mínu áliti get-
ur þetta vart stafað af öðru en
því, að þekking þjóðarinnar á
sinni eigin fortíð og þekkingin
á aðferðunum, sem beitt var
með þeim árangri, að þjóðin
endurheimti fornt frelsi sitt,
fer því miður minnkandi, hún
er ekki nægileg, til þess að við
getum varast þá, sem forfeður
okkar kunnu að varast.
Það er ljóst, að sú kynslóð,
sem nú er að taka við og að
sumu leyti hefur tekið við, hef-
ur innan sinna vébanda af-
sprengi, ógæfusama og ofmetn-
aðargjarna einstaklinga, sem
Dr. Magni
Guðmundsson:
Meira
um verðtrygg-
ingu sparifjár
Verðtrygging sparifjár var
gerð að umtalsefni í Morgun-
blaðsgrein minni 12. nóv. s.l.
Þessi þáttur má skoðast eins
konar framhald þeirrar grein-
ar.
Ríki Suður-Ameríku, sem
búið hafa við óðaverðbólgu,
hafa mesta reynslu í verðtrygg-
ingu sparifjár. Slík verðtrygg-
ing er þó ekki óþekkt í Norður-
Ameríku, sem nýtur einhverrar
styrkustu efnahagsstjórnar i
heiminum. í Kanada var farið
inn á þessa braut fyrir liðlega
þrem árum, þegar verðbólgan
þar náði um stundarsakir
tveggja talna stærðinni. Stærsti
viðskiptabankinn, The Royal
Bank of Canada, reið á vaðið og
hóf að verðtryggja spari-innlán
þeirra, sem komnir voru ýfir
sextugt. Það sjónarmið rtiun
hafa ráðið þessu formi vísitþlu-
uppbóta, að verðbólga keipur
hvað verst niður á eldra fölk-
inu, sem sparað hefir til elliár-
anna. Þetta sama fólk vill
geyma fé sitt á bankareikningi
— án áhættu og fyrirhafnar.
Með verðtryggingu á spari-
innlánum sextugra og eldri var
bankinn því öðrum þræði að
laða þá viðskiptamenn til sin.
Aðrir bankar fylgdu í kjölfarið,
enda er samkeppni öflugur
þáttur í kanadískri bankastarf-
semi.
Þannig byrjuðu sumir við-
skiptabankanna nýlega að bæta
vöxtum við innstæður í hverj-
um mánuði, og a.m.k. einn
þeirra reiknar vexti daglega
(Bank of British Columbia).
Það er sagt mjög vinsælt og
hefir raunar viðgengizt hjá
samvinnusparisjóðunum (cred-
it unions) um nokkurt skeið.
Samkeppni er hörð um alla
bankaþjónustu og um spari-
innlán sérstaklega bæði milli
viðskiptabankanna innbyrðis
og milli þeirra og annarra lána-
stofnana.
I Morgunblaðsgrein, sem til
er vitnað að ofan, var bent á
eina leið af mörgum til að fjár-
magna verðtryggingu spari-
innlána í bönkum. Það skal við-
urkennt, að kunnáttu og leikni
þarf til lánagtarfsemi með þeim
hætti. Én vaxtaskrúfa hefir
sjna annmarka líka. Hún felur
að vísu í sér eirls konar vélraént
skömmtuharkerfi f jármagns,
en aðeiris á takmörkuðu sviði
lánveitinga. Öhjákvæmilegt er
talið að undanskilja útflutn-
ingsatvinnuvegina, sem keppa
á erlendum mörkuðum og gefa
hartnær helming þjóðartekn-
anna. Þannig hafa vextir af-
urðalána verið ákveðnir mun
lægri en gildandi útlánsvextir á
hverjum tima, síðan vaxta-
skrúfan hófst. Þeir hafa jafnvel
verið untlir innlánsvöxtum al-
mennra sparisjóðsbóka. Hall-
ann af afurðalánunum hafa við-
skiptabankar ríkisins orðið að
taka á sig beint og óbeint. Það
hefir spillt afkomu þeirra og
gert þeim erfitt eða ókleift að
mæta þörfum iðnaðar og verzl-
unar. Þessum atvinnugreinum
er í auknum mæli vísað á
„vaxtaaukalán“ með 30% vöxt-
um. Liggur í augum uppi,
hvaða áhrif slíkt hefir á rekstr-
arkostnað þeirra og verðmynd-
unina. Vaxtaskrúfa er í eðli
sínu vítahringur.
Þegar vextir eru látnir fylgja
verðbólgu, gerist æ örðugra að
brúa bilið milli gildandi víxil-
vaxta og vaxta afurðalánanna.
Innlánsvextir, sem hækka sam-
hliða útlánsvöxtum, setja vöxt-
um afurðalána ákveðin tak-
mörk. Við vaxtahækkunina á
miðju sl. ári reyndist ekki leng-
úf mögulegt að halda vöxtum
afurðalána öbreyttum. Vextirn-
ir höfðu vértð 8, 9 01(30^6 éftfr
tegundurn afurða, en vorú
hækkaðir upp i 15% fyrir allar
afurðir. Hækkun vaxta í einu
stökki úr 8 í 15% fyrir sjávaraf-
urðir til útflutnings er mikið
áfall útvégi og fiskvinnslu. Það
á drjúgan þátt í erfiðleikum
þessara greina i dag, sem eru
um það bil að knýja fram geng-
isfeHingu með kunnum afleið-
ingum fyrir verðlagsþróunina.
Þetta mál allt þarfnast ræki-
legrar könnunar, og því verður
að gera ítarleg skil. Hér hafa
verið dregin fram fáein atriði