Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 27 Sovétmenn salta makríl í tunnur UNDANFARIÐ hafa tvö 14.000 tonna sovézk verksmiðjuskip, „Rybak Latvii“ og „Antarktika", verið undan suðvesturströnd Bretlands og keypt makríl af 20 brezkum veiðiskipum, togurum og hringnótabátum. 1 upplýsinga- bréfi Síldarútvegsnefndar segir, að sovézku skipin geti tekið til vinnslu samtals um 500 tonn af hráefni á dag. Upplýsingabréf Síldarútvegs- nefndar skýrir frá því, að stærsti makríllinn, sem verið hefur 5—6% af aflamagninu, sé flakað- ur og hraðfrystur, millistærðirnar séu saltaðar i venjulegar trétunn- ur en smæsti makríllinn sé heil- frystur og fluttur til Sovétríkj- anna til niðursuðu eða reykingar. Þá segir að í báðum skipunum séu litlar fiskimjölsverksmiðjur, sem geti tekið við 40 tonnum á dag og framleitt mjöl og lýsi. I sambandi við þessa frétt skal þess getið, að Sildarútvegsnefnd hafa áður borizt fréttir af því að farið sé að selja „tunnusaltaðan" makríl á sovézkum markaði, en ekki sé kunnugt um hvernig fólki falli þessi nýja vörutegund, né heldur hvort hér sé um að ræða alvarlega samkeppni við saltsíld- ina. Fréttir frá Patreksfirði: Sæmilegur afli þrátt fyrir rysjótt veður TlU stórir vélbátar eru gerðir héðan út f vetur. Níu þeirra eru á lfnu en 1 fiskar í net. Hjá Hrað- frystihúsinu Skildinum landa fjórir bátar, örvar, Birgir, Jón Þórðarson og María Júlía, auk skuttogarans Trausta, sem keypt- ur var hingað s.l. sumar frá Súg- andafirði. Hjá Hraðfrystistöðinni Odda landa 3 bátar, Vestri og Garðar og aðkomubáturinn Verð- andi, sem fiskar í net. Hjá Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar ianda Gylfi og Þrymur auk Dofra sem er nýkeyptur hingað af hluta- félaginu Hafnarnesi. Aðaleigend- ur eru Hraðfrystihús Patreks- fjarðar og Gísli Snæbjörnsson. Yfirmenn á Dofra eru synir Gísla, Snæbjörn Skipstjóri og Guð- mundur stýrimaður. Fyrirsjáanlegt er því að hér verður mikil vinna í vetur ef sæmilega aflast. Allmargt að- komufólk er komið hingað, flest ástralskar og nýsjálenzkar stúlk- ur sem þykja góður vinnukraftur. Veðurfar hefur verið afar rysjótt í þessum mánuði, mjög storma- samt og illviðri tið. Komið hefur Keisari og smiður í Nýja bíói í dag Óperukvikmyndin Keisari og smiður eftir samnefndri óperu eftir Albert Lortzing verður sýnd á vegum Germaníu og Tónleika- nefndar háskólans í Nýja biói í dag. Sýningin hefst kl. 14 og er öllum heimill ókeypis aðgangur. fyrir að bátar hafi verið á sjó i allt að 11—12 vindstigum. Afli hefur þó verið sæmilegur frá 4 til 10 lesta í sjóferð. Þorrablót Síðast liðinn laugardag hélt Kvenfélagið Sif sitt árlega þorra- blót. Gestir voru á þriðja hundrað og urðu margir frá að hverfa. Fór mannfagnaður þessi hið bezta fram og var konunum til sóma að venju. Fyrir þá sem ekki komust að bætir það úr skák, að fleiri þorrablót eru haldin hér af ýms- um aðilum, s.s. fiskvinnslustöðv- unum, starfsfólki sjúkrahússins og fleirum. Ennfremur eru þorrablót nágranna okkar nokkuð sótt, sér- staklega er eftirsótt að sækja þorrablót Rauðsendinga, en þorramatur þeirra hefur verið tal- inn mpð eindæmum góður. Félagsmál Alltaf er eitthvað um að vera í félagsmálum. Lionsmenn og Junior Chamber halda sína reglu- legu fundi, gömludansaklúbbur heldur dansleiki öðru hverju, bridge-félagið spilar á föstudags- kvöldum og stendur nú yfir þriggja kvölda mót. Línuklúbbur- inn fer i gang á morgun eftir jólahléið og fjúka þá mörg auka- kílóin sem menn bættu á sig þá. Unglingaklúbburinn 14—20 hef- ur opið hús annan hvern föstudag og Slysavarnafélag Patreksfjarð- ar er farið að hyggja að árshátið, sem jafnan er fjölsótt. Samgöngur Samgöngur á landi hafa verið nokkuð góðar þrátt fyrir illviðri en aðeins hér um nærsveitir. Vegasambandið við norðanverða Vestfirði og þjóðvegurinn austur um sýslu eru aldrei færir að vetr- Framhald á bls. 39. Frá vinstri: Hermann Einarsson, Páll Zóphóníasson, Reynir Guðsteinsson, Björn Bergsson, Jóhann Björnsson og sitjandi til hægri er Hákon Torfason. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. 011 framhaldsmenntun í Eyjum samræmd Miðvikudaginn 25. janúar var formlega staðfestur samningur milli menntamálaráðuneytisins og Vestmannaeyjakaupstaðar um rekstur samræmdrar framhalds- kennslu I Vestmannaeyjum. Öll framhaldsmenntun f Vest- mannaeyjum hefur verið sam- ræmd á yfirstandandi skðlaári og eru eftirtaldar námsbrautir starf- ræktar: Almenn bóknámsbraut, uppeldis- viðskipta- og heilsu- gæslubraut, iðnnám, vélstjóra- nám og stýrimannanám. Kennsla á fiskvinnslubraut er fyrirhuguð í haust. Lokagrein samnings þessa felur í sér ákvörðun um formlega stofn- un Framhaldsskóla i Vestmanna- eyjum fyrir skólaár 1978—1979. Hákon Torfason, fulltrúi úr verk- og tæknimenntunardeild menntamálaráðuneytisins kom með samninginn fyrir hönd menntamálaráðherra, Vilhjálms Hjálmarssonar, en Páll Zóphóníasson bæjarstjóri undir- ritaði samninginn fyrir hönd Vestmannaeyjakaupstaðar, að viðslöddum forseta bæjarstjórn- ar, Reyni Guðsteinssyni, Jóhanni Björnssyni, form. skólanefndar, Birni Bergssyni, form. undirbún- ingsnefndar um stofnun fjöl- brautaskóla í Vestmannaeyjum og Hermanni Einarssyni, skóla- fulltrúa i Vestmannaeyjum. Síldarsaltendur á Suðvesturlandi: Vilja síldarleit A AÐALFUNDI Félags síldar- saltenda á Suðvesturlandi fyrir skömmu, var samþykkt að fara þess eindregið á leit, að rann- sóknaskip verði við sfldarleit við Suðvesturland á næsta hausti. Aðalfundur Félags sfldarsaitenda á Suðvesturlandi var haldinn í Reykjavfk 16. janúar s.l. Ólafur B. Ólafsson. formaður félagsins, gerði grein fyrir störfum F.S.S. á s.l. ári og Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefnd- ar, skýrði frá sölu- og markaðs- málum saltsfldar og skyldum málum. A fundinum urðu miklar umræður um ýmis hagsmunamál saltsfldarframleiðslunnar, að því er segir í nýútkomnu upplýsinga- bréfi Sfldarútvegsnefndar. A fundinum voru gerðar eftir- farandi samþykktir: „Aðalfundur Félags sildarsalt- enda á Suðvesturlandi, haldinn 16. janúar 1978, lýsir óánægju sinni með það að engin skipulögð sfldarleit fór fram á síldveiði- svæðinu fyrir Suður- og Vestur- landi á siðustu sildarvertið. Fund- urinn fer þess eindregið á leit, að rannsóknaskip verði látið stunda skipulagða síldarleit á þessu svæði á næstu síldarvertíð." Þá var ennfremur samþykkt á fundinum að fara þess eindregið á leit að tímanlega fyrir næstu sildarvertíð verði gefin út reglu- gerð um gæðamat á ferskri síld. Einnig kom fram tiliaga um að fela stjórn félagsins að kanna möguleikana á sameiningu F.S.S. og Félags síldarsaltenda á Norð- ur- og Austurlandi, en tillaga þessi var felld. Auglýsingaherferðin með MagnúsiMagnússyni slær í gegn EINS og frá var skýrt i Morgun- blaðinu sfðla á sfðasta ári hóf skrifstofu Flugleiða í London sérstaka auglýsingaherferð til þess að hvetja brezka þegna til Islandsfarar á komandi sumri. Fékk Jóhann Sigurðsson, for- stjóri Flugleiðaskrifstofunnar, til liðs við sig Magnús Magnús- son, hinn góðkunna sjónvarps- mann f Bretlandi, sem sérstak- lega hvatti Breta í auglýsingum til lslandsferðar. Arangur þessarar auglýsingaherferðar er nú að koma I Ijós og fer fram úr björtustu vonum. Prentaðar voru sérstakar upplýsinga- möppur f 1.000 eintökum, en strax og herferðin fór af stað kom f Ijós að upplagið var allt of Iftið og varð að tvöfalda það. Jóhann Sigurðsson, sem hér er staddur um þessar mundir, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að búizt væri við að ferða- mannastraumur Breta til ís- Jóhann Sigurðsson og Magnús Magnússon ræða auglýsingaherferð- ina. Yfir þeim stendur Richard Rawlings, forstjóri Hyde & Partners Ltd., sem er auglýsingaskrifstofan, sem séð hefur um herferðina. Be a guest in my country. I prnmise you a unique experience: an aduenture instead of a mere holiday jiííiAaD THBINCFWIBU /SLANV Spjaldið, þar sem Magnús hvetur Breta til Islandsferðar. „Heimsækið land mitt. Ég lofa ykkur sérstæðri reynslu — ævintýri í stað venjulegs sumarleyfis." lands yrði i ár meiri en nokkru sinni fyrr. Hann sagði að fyrsta auglýsingin fyrir almenning hafi birzt í Sunday Times 1. janúar og fyrir þremur dögum höfðu borizt 1.400 fyrirspurnir frá einstaklingum. Einnig var auglýst hinn 5. og 6. janúar í sérstökum ferðablöðum, Travel Trade Gazette og Travel News, heilsíðuauglýsingar í báðum blöðunum. Jafnframt var aug- lýsingin sérstaklega send til 3.500 ferðaskrifstofa um allt England. Síðastliðinn þriðju- dag, er Jóhann fór frá London, höfðu borizt svör frá rúmlega 600 ferðaskrifstofum, sem báðu um eintök af möppu Magnúsar Magnússonar, svo og sérstakt auglýsingaspjald, sem gert hef- ur verið í tilefni herferðarinn- ar. Jóhann sagði að þessi auglýs- ingaherferð væri helmingi áhrifameiri en hann sjálfur hefði vonazt til í upphafi. Aður en ferðamannastraumur frá Bretlandi til Islands varð f.vrir því áfalli, sem hann varð fyrir. komu til Islands tæplega 8 þús- Framhald á hls. 39.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.