Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1978 19 Prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Guðríður Elíasdóttir Ég legg megináherzlu á, að sterkt og heilbrigt atvinnulíf er undirstaða allra framfara í bæn- um. Til þess að tryggja farsæla þróun atvinnulifs í bænum, þurfa bæjaryfirvöld að hafa góða sam- vinnu við verkalýðsfélögin og aðra launþega svo að sjónarmið þessara aðila séu ekki fyrir borð borin þegar teknar eru þýðinga- mikiar ákvarðanir í uppbygging- armálum atvinnulífsins og gefa launþegum betra tækifæri til að fylgjast með rekstri fyrirtækja. Hér i Hafnarfirði eru tækifæri kvenna til atvinnu af alltof skorn- um skammti^og sorglega einhæf, er nærri þvi* ekki um annað að ræða en fiskvinnslu. Þetta er eitt af því sem ekki má viðgangast lengur og verður að leita nýrra | leiða, koma af stað nýjum grein- um í atvinnurekstri og gefa kon- um aukna möguleika á fjölbreytt- ari vinnu. Bæjaryfirvöld ættu að gefa iðnfyrirtækjum það tækifæri að setjast hér að og greiða götu þeirra eftir beztu getu. Ég vil einnig nefna atriði sem oft stend- ur í vegi fyrir því að konan njóti jafnréttis við karlmanninn til að fá að taka þátt í atvinnulífinu, eða taka þátt í þvi að vinna fyrir nauðsynjum heimilisins, en það eru dagvistunarmálin. Ef gift kona í Hafnarfirði ætlar að fara að vinna úti beilan eða hálfan daginn til þess að drýgja heimilis- tekjur og þ arf 2 ð koma barni þeirra hjóna á leikskóla eða dag- heimili á meðan er það engan veginn auðvelt. Hún þyrfti að bíða svo árum skipti eftir plássi á leikskóla en um dagvistun á dag- heimili væri ekki að ræða. Þær stofnanir anna ekki einu sinni almennilega þörfum einstæðra foreldra. Það er þess vegna bráð- nauðsynlegt að bæjarstjórn beiti sér fyrir stórátaki í þessum mikil- vægu mannréttindamálum kvenna, réttinum til að fá tæki- færi til vinnunnar og hins dag- lega lífs utan heimilanna. Eitt af þeim málum, sem ég mun reyna Framhald á hls. 39. Mér eru atvinnumálin efst í huga, þar vil ég að við í Hafnar- firði færum okkur út á víðara svið, og það verði tryggt að at- vinna verði fyrir alla vinnufæra ibúa. Ég vil gera það þannig að við löðum til bæjarins fleiri fyrir- tæki sem veitt geta atvinnu, t.d. léttan iðnað. Ég vil auka fram- leiðsluna og gera fiskvinnsluna fjölþættari, fullvinna allan fisk sem til bæjarins kemur. Þá er unglingavinnan mikið vandamál hjá okkur sem þarf að vinna bráð- an bug að, þannig að unglingar fái vinnu við sitt hæfi yfir sumartím- ann. Við verðum i því sambandi PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði fer fram í dag og á morgun. Af þvi tilefni sneri Morgunblaðið sér til frambjóðendanna í prófkjör- inu og bað þá að skýra frá sínum helztu baráttumálum í þessu prófkjöri og væntanlegum kosningum. Fara svör þeirra hér á eftir, þá reyndi Morgunblaðið að ná sam- bandi við frambjóðendur í prófkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi til að skýra sín sjónarmið, en það tókst ekki.Ekki náðist í Lárus Guðjónson. að leita á náðir fyrirtækja, sem gætu tekið unglinga í sumar- vinnu. Mjög mikilvægt er, að það ástand skapist hér í bænum, að næg atvinna sé fyrir alla innan bæjarmarkanna þannig að fólk þurfi ekki að sækja vinnu út fyrir byggðarlagið. Skipulagsmál eru mjög ofarlega á baugi hjá okkur. Eins og málin standa í dag liggur ekki fyrir skipulag iðnaðarbyggð- Framhald á bls. 39. Hörður Zóphaníasson Umhverfið í Hafnarfirði er sér- kennilegt og fagurt og það verður ávallt að gæta þess vel að fegurð bæjarstæðisins og sérkenni fái að njóta sin þegar byggðin er skipu- lögð. Jafnframt verður að kapp- kosta að uppbygging bæjarins og vöxtur verði með jöfnum hraða frá ári til árs og að staðfest Skipu- lag fyrir nýja byggð, bæði íbúða- hverfi og iðnaðarsvæói ásamt að- stöðu fyrir annan atvinnurekstur, sé alltaf fyrir hendi. Þetta tryggir festu og öryggi í atvinnulífinu og þá alveg sérstaklega í iðnaði. Bæjaryfirvöld þurfa líka að gefa hinum mannlegu þáttum í bæjar- félaginu gaum meira en verið hefur, bæði félagslega og menn- ingarlega. Hver Hafnfirðingur þarf að sjá og finna að bæjaryfir- völd taki tillit til þarfa hans og óska. Hafa tilfinningu fyrir að heimili hans stendur föstum fót- um í Hafnarfirði þar sé hans skjól og traust. Þetta má meðal annars gera með auknu lýðræði. Bæjar- yfirvöld verða að segja allri um- hverfismengun stríð á hendur, þá þarf að draga úr miðstýringu bæjarráðs, gera hinar ýmsu nefndir' bæjarfélagsins starfhæf- ari og styrkari. Samband bæjar- stjórnar við bæjarbúa verður að efla og auka. Sérstök verkefni bæjarfélagsins á að leysa í anda jafnaðarstefnunnar, það er með tilliti til hagsmuna heildarinnar, en ekki sérhagsmunahópa eða gróðahyggjumanna. Grétar Þorleifsson Ég tek þátt í prófkjöri Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði með það að stefnumiði að taka þátt í því á virkan og ábyrgan hátt að berjast undir fána jafnaðarstefnunnar í hverju því máli sem upp kemur fyrir Hafnfirðinga og Hafnar- fjörð. Mikilvægustu máiin tel ég vera atvinnumál. Leggja þarf höf- uðáherzlu á að laða fyrirtæki til Hafnarfjarðar svo að bæjarbúar hafi næga atvinnu i heimabyggð en þurfi ekki að sækja lífsfram- færi sitt til nágrannabyggðanna eins og því miður er alltof al- ’gengt. Gera þarf stórátak í bygg- ingu ibúða á félagslegum grund- velli t.d. byggingu verkamanna- bústaða sem gera myndi efna- minni íbúum bæjarins kleift að eignast eigið húsnæði. Gera þarf margvíslegar aðgerðir til að gera öldruðum lífsbaráttuna auðveld- ari, ég nefni það sérstaklega að ég tel að skilyrðislaust verði að fella niður öll fasteignagjöld, útsvör og önnur opinber gjöld hjá þeim sem aðeins hafa ellilífeyri til að fram- fleyta sér á. Ég læt hér staðar numið en vissulega eru mörg stór- mál ótalin, t.d. lífeyrismál, skóla- mál, íþróttamál og mörg fleiri. Að lokum vil ég hvetja alla Hafnfirð- inga, sem ekki eru bundnir öðrum flokkum en Alþýðuflokknum til þess að notfæra sér þann rétt að taka þátt í prófkjöri. Jón Bergsson I stuttu máli tel ég að þau verk- efni sem bæjarstjórn Hafnar- fjarðar þurfi að snúa sér að á næsta kjörtimabili markist fyrst og fremst af atvinnumálum innan bæjarfélagsins, atvinnutækifær- um hefur ekki fjölgað til jafns við aukna íbúatölu og þarf að finna nýjar leiðir til að laða að atvinnu- rekstur. Menn mega ekki láta til- komu álversins í Straumsvík villa sér sýn og huga ekki að fiskiðnaði og útgerð sem hefur farið hnign- andi síðustu árin. Athuga þarf hvort skipulag og rekstur hafnar- innar og rými til atvinnurekstrar við höfnina hæfi beinlínis útgerð frá Hafnarfirði. Rannsaka þarf hvort landsvæði bæjarins i Krísu- vík séu hættuleg til búsetu vegna eldvirkni, samanber Kröflu. Slík rannsókn tekur langan tima og ef engin hætta stafar af eldvirkni á svæðinu þarf að skipuleggja byggðarkjarna á heppilegum stað og laða menn til búsetu með því að veita þeim land og lóðir til atvinnurekstar sem óska að hefja þar rekstur með nýtingu jarð- varma í huga. Bæjaryfirvöld þurfa að styðja Framhald á bls. 39. Prófkjör Alþýðuflokksins í Keflavík Gottskálk Ólafsson Skipan í hinar ýmsu nefndir bæjarins að loknum kosningum eru mér mjög ofarlega i huga nái ég kjöri. Þar vil ég að skipað verði fólk sem hefur þekkingu á við- komandi málum og áhuga, það er ekki hægt að búast við miklum árangri t.d. í byggingar- og skipu- lagsmálum þar sem þekkingar- lausir menn á því sviði eiga að taka mikilvægar ákvarðanir. A það einnig við um aðrar nefndir. í sambandi við uppbyggingu i æskulýðsmálum mætti koma til t.d., að æskulýðurinn tæki þátt í tómstundastarfi fyrir aldraða. Guðrún Ölafsdóttir Ég tel að næsta bæjarstjórn verði að sinna betur málefnum aldraðra og jafnframt að greiða úr vandamálum dagvistunar- barna. Hér hafa verið miklar framkvæmdir í sambandi við hita- veituna, það er framkvæmd sem vissulega er þörf. Um þá fram- kvæmd hafa allir verið sammála. Það má geta þess, að bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins vildu láta bora í bæjarlandinu sjálfu, töldu það fljótvirkara og ódýrara. Rétt er að geta þess að Keflavikurbær hefur ekki greitt þessar fram- kvæmdir, ekki nema látið örfára krónur í fyrirtækið. Hins vegar er bærinn fjárvana og framkvæmdir í lágmarki. Næsta bæjarstjórn verður að gera átak í gatnagerð, hún verður einnig að leysa vanda- mál þeirrar byggðar, sem er mjög langt frá skóla og verzlun. aGunnólfur Árnason Félagsmálin eru mér efst í huga varðandi þetta prófkjör, þar sem það eru mál sem hafa verið alger- lega vanrækt hér. Taka þarf iðnaðarmálin til algerrar endur- skoðunar, aðallega í sambandi við ungt fólk. Þá eru dagvistunararhl- in hér i algeru lamasessi, langur biðlisti fólks er jafnan, vantar hreinlega eitt dagvistunarheimili í viðbót en yfirhöfuð þarf þetta mál endurskipulagningar við. I sambandi við iðnaðinn þarf að gera 5—10 ára áætlun, t.d. í sam- bandi við gatnagerð og hitaveitu- kerfið. PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninga í Keflavík fer fram um helgina. Að því tilefni sneri Morgunblaðið sér til frambjóðenda i prófkjörinu og innti þá eftir sínum helztu baráttumálum í þessu prófkjöri og í væntanlegum kosningum. Fara þau svör þeirra fram- bjóðenda, sem Mbl. náði í, hér á eftir. Karl Steinar Guðnason Framkvæmdir í bænum verða að sjálfsögðu áð mótast af því fjármagni sem fyrir hendi er hverju sinni. Ráðstöfunarfé bæjarfélaga hefur farið sírrtinnk- andi, ríkið hefur mjög seilst í fjármuni bæjarfélaga og hefur Keflavikurkaupstaður goldið þess mjög. Það fer ekki framhjá ókunnugum sem gistir Keflavik að bærinn er á eftir með margar framkvæmdir og félagsleg að- staða er af mjög skornum skammti. Þessu verður að breyta. Við verðum að gera sameiginlegt átak svo betur fari. Við verðum að velja okkur bæjarstjórn sem set- ur markið hátt og er staðráðin í að framkvæma gerðar samþykktir. Fulltrúar Alþýðuflokksins hafa lagt fram fjöldann allan af tillög- um til úrbóta. Þær hafa allar ver- ið samþykktar, enda eru í bæjar- stjórn velviljaðir menn, sem ekki leggjast á móti góðum málum þótt andstæðingar beri þau fram. En okkur þykir seint ganga að fram- kvæma gerðar samþykktir sofandaháttur og sinnuleysi er mjög áberandi. Nálægðin við Varnarliðið og þær stórfelldu framkvæmdir sem þar hafa verið hafa slævt árveknina svo að nú er atvinnulíf í Keflavík á heljar- þröm og bryddar á atvinnuleysi. Það er því vissulega af mörgu að taka. Við Alþýðuflokksmenn göngum til næstu kosninga undir kjörorðinu: Gerum góðan bæ betri. Við viljum sem fyrr leggja lóð á vogarskálina og vinna að uppbyggingu í samstarfi við þá sem vilja breytingu og breytta stjórnun bæjarins. Ölafur Björnsson Allt bendir til þess, að áður en til bæjarstjórnarkosninga kemur, verði búið að loka öllum fisk- vinnslustöðvum í Keflavík, en jafnvel þó sumum þeirra verði haldið gangandi með einhverjum bráðabirgðalausnum framyfir kosningar er staða þeirra orðin slík, að fullvíst mál telja, að meginverkefni nýrrar bæjar- stjórnar verði að endurreisa atvinnulifið í bænum. Það er áður óþekkt verkefni sveitarstjórnar- manna hér um slóðir að ég tali nú ekki um þá sem hafa átt að teljast þingmenn okkar. Þar sem ég hef setið í bæjarráði hlýtur minn óskalisti að verða nokkuð styttri en annarra, sem kost gefa á sér í þessu prófkjöri og minna þekkja til. Raunin er sú að bæjarfulltrú- ar hafa næsta lítið val um hvernig tekjum sveitarfélaganna er varið. Þvi hefir rikisvaldið séð fyrir i vaxandi madi. Að ganga lengra i skattheimtu tel ég ekki fært, nema með réttlátari skattalögum og virkari skatteftirliti. Slikt er ekki á valdi sveitastjórna. Helzta ráðið til að auka ráðstöfunarfé er að beita hagsýni i rekstri, auka allt aðhald, það er vel hægt og því vil ég beita mér fyrir. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum hefur farið vaxandi og gefið góða raun, það þarf að efla. Kjörnir fulltrúar eiga að taka við stjórn þeirra mála i stað þess að kasta þeim i hendur embættismanna, sem nóg eiga með sin störf. íþróttahús kemst væntanlega i notkun á þessu ári og þar með tel ég eð ekki verði lengur vikist und- an að takast á við að leysa vanda- mál aldraðra og öryrkja. Þau hafa beðið ailt of lengi hér sem víðar. Fræðslulög hafa verið sett, sem fyrr eða seinna munu sliga alla sveitasjóði, og rikissjóð hafa þau þegar sett um koll, án þess að þeir Framhald á bls. 39. Sæmundur Pétursson Ég vil að næsta bæjarstjórn beiti sér fyrir auknu samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum og er timabært að setja á fót orkubú Suðurnesja. Það eykur hag- kvæmni,og sparar fé. Þá.tel ég að okkar bæjarfélag þurfi að leggja meiri áherzlu á aðstoð við þroska- hefta og þá aðra sem við hliðstæð vandamál eiga að striða. Það er vafalaust að samfélagið býr ekki eins herfilega illa að nokkrum þegnum sínum og þroskaheftum börnum og aðstandendum þeirra. Bæjarstjórn verður að sinna þessu vandamáli í samvinnu við hina ýmsu aðila sem málið varðar. Arangurinn fyrir einstaklinginn, sem þetta snertir, er ómetanlegur ábati samfélagsins af því að forða t.d. einum einstaklingi frá ævi- langri vist á sjúkrahúsi eða hælí. Þá þurfum við að fegra og snyrta bæinn okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.