Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977
fc>
Ennþár / :
er mikið yv s
'% úrval af \
p vörum
Terelyne & ullarbuxur
búnartil beint á útsölu
áaðeinskr. 6.900.—
Kakhibuxurá kr. 4.900.—
Kakhifötákr. 12.900.-
9.800.-
2.500.-
Leðurjakkarákr.
Mittis ullarjakkar á kr.
Skyrtur — Blússur,
mjög gott úrval frá kr
Bolir frá kr.
Kjólar frá kr.
Allar nýjar vörur með
meðan
áútsölunnistendur.
sem allir hafa
beöið eftir
helduráfram
á morgun í
5verzlunum
samtímis.
LATIO EKKIHAPPUR HENDISLEPPA
Greinargerð
frá Páli Líndal
MORGUNBLAÐINU barst f gær
eftirfarandi greinargerð frá Páli
Lfndal. fv. borgarlögmanni:
Þegar mér þann 3. febrúar
barst í hendur fréttatilkynning
ásamt syrpu af gögnum frá skrif-
stofu borgarstjóra, dags. 3. febrú-
ar 1978, var klukkan tæplega
17.00. Þessi tilkynning hefur
verið meira og minna birt í dag-
blöðum.
1. Það kom f Ijós, að maður sem
hefur verið samstarfsmaður minn
iengi og að ég hélt góður vinur,
Jón G. Tómasson skrifstofustjóri
borgarstjórnar, virðist hafa sent
alla syrpuna, sem ætlað er að
sverta mig, á undan til dagblað-
anna, sennilega um kl. 15.00.
Hann veit, sem er, að það er ekki
auðvelt að koma við svari í blöð-
um undir kvöld á föstudegi. Það
átti sem sé að mfnu mati að nota
helgina til, að ósannindin í frétta-
tilkynningunni gróðursettust vel f
hugum manna.
2. Ég hafði þegar samband við
Björn Jóhannsson fréttastjóra
Morgunblaðsins, og bað hann að
koma í blaðið athugasend frá mér
og hét hann því. Það loforð var
ekki efnt. Ég hef ekki tök á að
sanna þetta frekar en annað, sem
sagt er í síma. Hins vegar hef ég
enga ástæðu til að kenna honum
um. Einhver virðit hafa kippt í
spotta. Kæruna á borgarendur-
skoðanda afhenti ég aftur á móti
Styrmi Gunnarssyni að viðstödd-
um Kjartani Gunnarssyni for-
manni Heimdallar. Mig minnir að
ég hafi líka ámálgað þetta við
Styrmi.
Hefði ég satt að segja haldið, að
athæfi það, sem ég kærði, innbrot
í læstar hirzlur mínar undir for-
ustu borgarstjórans i Reykjavík,
hefði ef til vill þótt fréttaefni á
borð við fréttatilkynninguna frá
Jóni Tómassyni, sem er á útsiðu
Morgunblaðsins með stærsta letri,
en kæra mfn, er hálffalin á 5. síðu
við hliðina á bílaauglýsingu.
3. Næsti áfangastaður minn i
dreifingu á kæru minni var Þjóð-
viljinn. Þar hitti ég Úlfar Þor-
móðsson blaðamann og lét hann
fá ljósrit af bréfi því, sem ég hafði
óljósar fregnir af að væri til, og
hef minnzt 'á. Bréfið hljóðar á
þessa leið:
„Um skipulag
„Hallærisplans“
Fyrir nokkrum dögum skrifuð-
um við bréf til borgarstjórnarinn-
ar og óskuðum eftir að hún frest-
aði þvi að afgreiða mál sem borg-
arráðið hafði samþykkt bæði með
mótatkvæði og alls konar fyrir-
vörum frá a.m.k. tveim mönnum i
ráðinu.
Orsökin til að við fórum að
skrifa þetta bréf var aðallega sú
að við álitum að einn eða fleiri
embættismenn hefðu sagt bæði
borgarráði og skipulagsnefnd
ósatt frá undirbúningi og gangi
málsins. Þess vegna væri sjálfsagt
að fresta málinu. Þessi ósannindi
getum við sannað.
Það átti með pukri að svikjast
aftan að okkur. Við álftum að
eigandi Aðalstrætis 9 hafi notað
allan þann byggingarrétt sem
hann á. Við bentum á að þetta
væri ólöglegt því það striddi móti
gildandi skipulagi i Reykjavík.
Þróunarstjórinn teiur allt í lagi
með vinnubrögðin f viðtali við
Vísi á laugardaginn og bætir því
við, að við kunnum náttúrulega
ekkert i lögum. Zóphonias Páls-
son skipulagsstjóri hefur lýst ann-
arri skoðun og trúum við honum
betur. Sama lét Aðalsteinn Júlíus-
son skrifa í fundargerð skipulags-
nefndarinnar í júlí s.l. ár. Um
lagakunnáttu okkar þróunar-
stjóra verður kannski skorið úr
fyrir dómstólum á sinum tíma.
Við ætLum að minnsta kosti ekki
að gefast upp í þessu máli. Margt
fleira mætti segja um framkomu
þeirra sem stjórna skipulaginu á
bak við tjöldin en það mun bíða
betri tima.
Af því að borgarstjórnin frest-
aði afgreiðslu málsins bara hálfan
mánuð er okkur afskaplega nauð-
synlegt að fá að kynna okkur
gögnin sem borgarráð og aðrir
hafa byggt afstöðu sína á. Það
hlýtur hreint og beint að flokkast
undir mannréttindi.
Ég fór því til borgarstjóra strax
á föstudagsmorgun til að biðja um
að fá gögnin tafarlaust. Fyrsti
maóur f viðtalstima og mættur á
undan mér var sjálfur Ragnar
Þórðarson og fræddi mig án þess
að ég bæði um, um ýmislegt fróð-
legt um samskipti sin við yfir-
menn skipulagsmálanna.
Borgarstjóri taldi sjálfsagt að
taka beiðni mína til greina, en ég
fór fram á að fá þ.á m. öll gögn frá
Þróunarstofnun Reykjavíkur.
Borgarstjóri sagði fulltrúa sín-
um sm heitir Ölafur Jónsson að ég
ætti að fá umbeðin gögn. Mér var
sagt að ég mætti koma kl. 3. Ég
var viðstaddur þegar Ólafur tók
við fyrirmælum borgarstjóra.
Þegar ég kom aftur til að sækja
gögnin kl. 3.30 voru engin gögn til
og beið ég til kl. rösklega 4.
Ölafur gerði allt sem hann gat til
að hjálpa mér. Þróunarstjóri var
„týndur“, engin gögn fundust i
Þróunarstofnuninni þegar þang-
að var hringt, þeir bentu á skjala-
safnið f Austurstræti. Ólafur
hafði athugað það, þeir sem þar
eru sögðu að Þróunarstofnunin
væri nýbúin að fá öll gögnin.
Ólafi tókst með dugnaði að fá
eitthvað hrafl frá teiknistofu
Gests i Garðastræti og ársskýrslu
skipulagsnefndar frá Skipulags-
stjóra í Skúlatúni 2. Þetta er allt
sem ég hefi fengið og í dag er 24.
janúar.
Mér er ekkert ánægjuefni að
þurfa að kæra svona háttalag
fyrir borgarráði en okkur þykja
þessi vinnubrögð svoleiðis að það
sé skylda okkar. Borgarráð er
blekkt, fyrirmæli borgarstjóra
hundsuð, skjöl látin hverfa og em-
bættismennirnir „týnast". Á
meðan þetta gerist eru að renna
út möguleikar okkar til að gæta
hagsmuna okkar.
Ætlar æðsta stjórn höfuðborg-
arinnar að láta svona lagað líðast?
Við gerum enn kröfu um að staðið
verði við loforð borgarstjóra að
við fáum að kynna okkur öll gögn-
in frá Þróunarstofnuninni og ein-
hverjum samviskusömum og
kurteisum manni eins og Ólafi
Jónssyni sem við treystum full-
komlega verði falið að afgreiða
gögnin í okkar hendur.
Ég efast ekki um að hann muni
staðfesta að hér sé rétt greint frá
okkar samskiptum.
Með vinsemd og virðingu
f.h. -eigenda Aðalstrætis
8—16
Þorkell Valdimarsson.
Borgarráð Reykjavikur"
Hvort bréfritarar eru nú
ánægðir með þau gögn, sem þeir
hafa fengið, veit ég ekki, en það
er ekki ofmælt, að með tillögunni
um Hallærisplanið sé verið að
fjalla um hundruð milljóna og
einhverjir hljóta að hagnast mjög
mikið á þvf að fá allt í einu marg-
falda nýtingu á lóðum I Miðbæn-
um. Það þekkja allir lóðaverðið
þar. 1 fréttatilkynningu Jóns G.
Tómassonar er talað „um óljósar
aðdróttanir í garð borgaryfir-
valda“ í sambandi við þetta mál.
Hverjar eru þær?
4. Það er athyglisvert, að í
fréttatilkynningunni eru hvergi
nefndir heimildarmenn. Það er
sagt, að ég hafi „neitað vanskil-
um“. Hver segir það? Síðan hafði
ég greitt umræddar fjárhæðir.
Stendur það i bókhaldinu? Ekki
kannast ég við, að hafa greitt
borgargjaldkera neitt 9. des.
5. Enn stendur: „Var honum
tjáð af borgarstjóra, að endur-
skoðunardeild óskaði eftir að gera
leit að skjölum i herbergi hans, og
honum gefinn kostur á að vera
viðstaddur, sem hann afþakkaði".
Ekki kannast ég við þetta, og ekki
var ég beðinn um lykla að hirzl-
um.
6. Svo segir, að ég hafi veitt
móttöku bifreiðastæðagjöldum að
fjárhæð kr. 5.069.729, sem ekki
hafi verið skilað í borgarsjóð.
„Inn á þessa fjárhæð greiddi Páll
Lindal 9., 14. og 15. des. samtals
1.973.705.“ Ég greiddi enga pen-
inga i borgarsjóð 14. og 15. des.
frekar en 9. des.
7. Ég er sakfelldur hvað eftir
annað opinberlega af einum
æðsta embættismanni borgarinn-
ar fyrir, að ekki sjáist að greiðsl-
um frá mér hafi verið skilað i
borgarsjóð. Ekki reynir þessi
maður að leiðrétta þetta, þótt
hann telji nú að rangt sé eftir sér
haft. Þarf ekki óhlutdræga rann-
sókn og dóm, áður en slíkt er
gert?
8. Um viðtal mitt við borgar-
stjóra vil ég ekki fjölyrða meira
en orðið er, slíkur var ofsinn í
honum, að ég hef aldrei séð þenn-
an dagfarsprúða mann í slíkum
ham. Mér fannst því rétt að biðj-
ast lausnar eins og kunnugt er. Ég
hafði ámálgað við hann oftar en
einu sinni, að ég hefði hug á að
hætta í mínu starfi, svo að það var
mér síður en svo óljúft að hætta,
þótt ég hefði kosið, að það yrði
með öðrum hætti, sbr. bréf mitt
til borgarráðs.
9. Sú staðhæfing, að ég hafi
ekki sinnt tilmælum endurskoð-
unardeildar um að koma og gera
grein fyrur málum eftir að ég
fékk skýrslu endurskoðunardeild-
ar að kvöldi 31. jan., eru vfsvit-
andi ósannindi. Ég trúi því ekki,
að Bergur Tómasson haldi þvi
fram, enda stendur ekkert um
það f bréfi hans dags. 2. febrúar
s.l. Að morgni 3. feb„ áður en
fréttatilkynningin er send út bað
ég sérstaklega fyrir skilaboð til
Bergs og borgarstjóra, að ég væri
tilbúinn að mæta hjá þessari svo-
kölluðu stjórn endurskoðunar-
deildar strax eftir helgi. Ég hafði
nokkru áður verið beðinn af borg-
arendurskoðanda að aðstoða hann
við að reyna að skilja greinargerð
upp á 22 síður. Voru það skráðar
yfir 300 húsbyggingar allar götur
frá 1965. Eg kom strax næsta
morgun (14). jan.) og útskýrði
málið fyrir honum, en það held ég
að hafi tekið nær 3 klst.
10. Mér er sem sagt fagnaðar-
efni, að þetta mál skuli nú komið
í hendur manna. sem ég hef alla
ástæðu til að halda, að hafi vit og
dómgreind. Eg hefði ekki viljað
liggja undir þvf alla ævi, að „mál-
inu“ hafi verið stungið undir stól,
mér hlfft o.s.frv. af borgarráði og
„vinum mfnum".
11. Þessi grein er orðin alltof
löng, en hún er aðeins brot af því,
sem ég gæti sagt af lífinu í
Austurstræti 16 frá 1949. Það er
ekki ómerkur þáttur af sögu
Reykjavíkur.
12. Að lokum vil ég segja þetta
og beini þá máli mfnu til mfns
gamla húsbónda Gunnars Thor-
oddsen, sem er félagsmálaráð-
hcrra og þar með yfirmaður
sveitastjórnarmála f landinu.
Getur hann látið það viðgang-
ast, að æðstu stjórnendur borgar-
innar, brjóti opinberlega stjórnar-
skrá landsins og hegningarlög?
Getur maður, sem hefur tekið
Framhald á bls. 37.
Næst
slðasti da