Morgunblaðið - 07.02.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977
37
— Hart í bak . .
Framhald af bls. 35
í stúf við aðrar persónur í fyrsta
þætti. ekki vegna leiks sins, sem
réttlætti hann svo sannarlega í siðari
framgöngu sinni, þegar hann og
viðhorf hans eru raunverulega
skýrð, heldur vegna þess hve ger-
ólikur hann er hinni rótlausu samtíð,
óbifanlegur i viðhorfum sinum til
guðdómsins á hverju sem gengur
Sjómaðurinn sjálfur, Svavar Óskars-
son, sigldi skútu sinni þarna ódeigur
um úfinn poll, veiðimaður á hverju
sem gekk
Pétur kennari, umvandarinn, leið-
beinandinn, er nokkuð stirður í
fyrsta þætti, sem má eftilvill skrifast
á reikning leikstjórans Hann og af-
staða hans þarf að mótast betur
strax í upphafi leiksins, því hann
nær ekki samhygð áhorfenda fyrr en
í lokin er hann veðjar á réttan hest
Járnsmiðnum Unnsteini Kristins-
syni, sem er annar af leikendunum
nú, sem áður hefir leikið hjá Litla
leikfélaginu, skólastjórinn i Koppa
logni Jónasar, tókst bezt upp er
hann snaraðist burt af sviðinu i
lokin, en það var lika hans stóra
stund.
Nú fara stjörnurnar að Ijóma
skærar þarna suður i Garði Inga
Stefánsdóttir, sem starfar sem
verkamaður, handlangari, mannleg
skurðgrafa með skóflu hjá íslenzkum
aðalverktökum uppi á velli, gengur
hér fram sem Árdis, dæmigerð
kvenvera, enn óskekin af hrolli lifs-
baráttunnar, sautján ára föðurleys-
ingi, nýbúin að missa móðurina,
leitandi föðursins, en skynjandi af
innsæi sinu að þar sem hann hefir
aldrei fengið að takast föðurhlutverk
á hendur, kann hann ekki að vera
faðir, foreldri, og af vorkunnsemi
sinni og eðlislægri elsku, fórnar hún
tilkalli sinu til hans. Inga túlkar
þessa skiru sál vel, umhyggjusemi
hennar og ást á öllu sem minna má
sín, jafnvel föðurnum sem ekki kann
að vera faðir Henni förlaðist aldrei i
viðureign sinni við Láka, og um-
breyting hans var eðlilega skýrð
vegna eiginleika þeirra er í henni
búa Hér ris Jökull hátt i persónu-
sköpun
Einar Tryggvason, vörubilstjóri i
Garðinum, leiðir Finnbjörn fyrir
sjónir okkar og gerir honum góð
skil Honum tekst meira að segja að-
sýna fram á minnim^Morke'nnd hans
oaonvori samborgurum sinum, með
mænandi hundsaugum á ástkonu
sina, draumadis allt frá unglingsár-
um, fjötraður í umhverfi sínu, en
brýst um af rammri karlmennsku
sinni Nýliði á sviði sem tókst ákaf-
lega vel að skila frumraun sinni.
Það sama verður sagt um Ingi-
björgu Gestsdóttur, húsmóður, sem
sinnir þeirri nauðsynlegu samfélags-
þjónustu að lesa af rafmagninu og
rukka það, ásamt þvi að bera út póst
til Garðbúa Meðferð hennar á Ár-
óru, með þörf hennar á sjálfstæði og
sjálfræði i umhverfi sinu, er einlæg
og sönn Hún siglir lika sinn sjó, ein
á báti í þess orðs fyllstu merkingu,
alandi önn fyrir sér og sinum á sinn
hátt, með tjáningarsvið sitt á kristi-
legri samkomu, berandi vitni, vit-
andi að.Guð skilur allt, alls ófeimin
og afsakar ekkert Hér tekst Jökli
einnig vel að skila raunveru tilver-
unnar i mannlifinu, eins og með
tveim næstu persónum, sem eru
meistaraverk Áróra leggur sitt fram
til að mynda og móta þær tvær,
föður sinn og soninn Ingibjörg átti
sviðið hvað eftir annað, en einna
helzt er hún leiddi fram fortið sina
og lifshamingju, stolt og fagnandi i
örbirgð sinni. ,Já, þeir ortu um
mig ”
Hólmberg Magnússon, sem er
sjálfmenntaður músikant, en verka-
maður daglega, skilar hlutverki Láka
með glæsibrag Svipbrigði öll ná að
lýsa sálarlifi þessa viðkvæma, djúpt
særða unglings. sem sér hreiðrið
sem augljósa rúst, albúinn að fljúga
út i framtíðina, en áttavilltur unz
hann kynnist Árdisi Hólmbert spil-
aði á bassa i Bóthildartriói i fyrra hjá
Litla leikfélaginu, og hann nær full-
um samhljómi á sinn bassa i þetta
skiptið. sem undiralda móður sinnar
og afa, kennarans og Árdísar, og á
sinn fulla þátt i þvi öldusogi sem líf
þeirra bifast á Liðugur hæfileika-
maður, Hólmberg, og á eflaust eftir
að beita sér á fleiri sviðum
Þótt ég hafi i upphafi þessa leik-
dóms lýst öldungnum sem baksvið-
inu, þá er hann einnig loginn og
Ijósmetið í þessan stjörnusýningu i
Garðinum Ólafur Sigurðsson,
byggingaverkamaður, sýnir með
túlkun sinni á Jónatan strand-
kapteini svo stórkostlega leikhæfi-
leika að með fádæmum er Blindan,
svo erfið i túlkun, var i hverri hans
hreyfingu og svipbrigðum. röddin,
hugsanirnar sem tættust frá honum,
sorg hans og hryggð yfir strönduðu
þjóðarskútunni, stolt hans og hóg-
værð, undarleg samtvinnun, hélt
áhorfendum i hendi hans frá upp-
hafi til enda leiks Hér er á ferðinni
mikill og hæfileikarikur túlkandi. og
það er ekki síst vegna framlags
hans, sem þessi sýning i Garðinum
Ijómar eins og stjarna í skammdeg-
inu
Leiktjöldin eru gerð af Steinþóri
Sigurðssyni listmálara. og leikstjór-
inn. Svavar Helgason, má vera stolt-
ur af árangri erfiðis sins og leiðbein-
inga yfirleitt
Hjá þvi verður ekki komist. við að
verða vitni að slikum afburða leik
sem sýning þessi í heild sinni er, að
sú tilkenning vakni, — hvilik sóun
að festa ekki þessa túlkun á filmu
— Allir leikendurnir lýstu yfir áhuga
sinum að viðhalda starfi Litla leikfé-
lagsins, sem var endurlifgað i fyrra,
eftir áratuga svefn, þegar Una okkar
i Garði hætti að geta leitt það og
stýrt þvi. Sú samfélagsþjónusta sem
slikt leikstarf veitir er svo sannarlega
meira en „menningarviðleitni ', hún
stofnar til gagnkvæmrar vináttu og
samhygðar á örskömmum tíma,
leiðir fram hjálpsemi hvers við ann-
an, við að koma frá sér tjáningu
sinni, sem er ein af æðstu frumhvöt-
unum, og örvar og eflir hugarþor og
skyn á allan hátt
Varla er það tilgangur skattyfir-
valda að skatta slika viðleitni, slikt
sjálfboðastarf? Hvers vegna er þess-
um söluskatti sem tekinn er af
ágóða miðasölu ekki veitt i sameig-
inlegan sjóð til þess að kvikmynda
með slíkan afburða árangur sam-
hents en fámenns leikfélags? Vel
yrði það eflaust metið í öðrum
landshlutum, að fá slikar leiksýning-
ar sem koma frá hinum ýmsu
áhugamannahópum um land allt.
inn á sjónvarpsskerm sinn á kom
andi árum, að nú ekki sé talað urr
að nýta slikan sjóð til að standa
undir kostnaði við þýðingar á slikum
meistaraverkum sem nú eru að fæð-
ast með þjóðinni, og koma þeim á
framfæri erlendis
Ég hvet alla Suðurnesjabúa og
ibúa Stórreykjavikur til þess að fá
sér ökuferð suður í Garð næstu
daga Vegurinn er beinn *>& toreíðúr
og versty atstaðin. Þar eigið
»þið kost á því að hryggjast með
hryggum og gleðjast með glöðum
yfir geislum umhyggjusemi og von-
ar Njótið verka meistaranna, Jökuls
og Litla leikfélagsins i Garðinum!
Erla Guðmundsdóttir
— Lífríki
Framhald af bls. 34.
1870, eru nú alsett kræklóttum
dauöviði", segir „Newsweek"
hinn 19. september f. á.
Aðrar þjóðir hafa ekki verið
neinir eftirbátar Bandaríkja-
manna i að loka augunum fyrir
varnaðarvitum, nema siður sé,
eins og sjá má af þvi, að árlega
umhverfast 5—7.000.000 ha í
eyðimerkur.
Rúmlega 1/5 yfirborðs jarðar
er eyðimerkur eða auðnir, sem
stöðugt þenjast út, ekki sizt
vegna áfergju iðnaðar af ýmsu
tagi i trjávið til margs konar
framleiðslu, m.a. pappírsfram-
leiðslu.
Þannig torgar t.d. sunnudags-
útgáfa „The New York Times“
350 ha af skógum Kanada 52
sinnum á ári hverju.
Og allt ber að sama brunni —
— jafnframt því að skógarnir
eyðast, hækka blöð og tfmarit í
verði; náttúruránsskapur hefn-
ir sin í mynd verðbólgu og at-
vinnuleysis
reglustjóra, að fulltrúar borgar-
endurskoðunar hefðu leitað i
skrifborði hans. Nokkru síðar
kom Páll hins vegar á ritstjórn
Mbl. og afhenti skriflega athuga-
semd sama efnis. Var hún birt
næsta dag. Að sjálfsögðu var ekki
ástæða til að birta lika fréttina,
sem byggðist á simtali okkar.
- Vidskipti
Framhald af bls. 14.
þeim sí auknu kröfum, sem t.d.
lánastofnanir gera til viðskipta-
vina sinna.
Ég ætla svo að ljúka þessum
sundurlausu þönkum með því að
lýsa þeirri skoðun minni að við
séum á réttri leið I að bæta enn
stjórnun fyrirtækja. Dálftið hefur
áunnist, en til allrar hamingju er
enn mikið óunnið, því hvað er
gaman að lífinu án baráttu.
Það mætti ef til vill heimfæra
orð Churchills, þau er hann mælti
er innrásin hófst: „Þetta er ekki
endirinn, þetta er ekki einu sinni
byrjunin á endinum, en þetta er
endirinn á byrjuninni."
— Kvikmynda-
hátíð
Framhald af bls. 20
istans í stað þess að varpa honum
frá sér. Það er afleikurinn
— BVS
P.S. Af fljótfærni varð undirrituðum
það á í umsögn um myndina
Stroszek á sunnudag að ruglast á
þeim kumpánum Frankenstein og
Dracula Herzog er nú að gera mynd
um Dracula. sem auðvitað er ekki
síður utangarðsmaður en Franken-
steín. Eru lesendur beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum og von-
andi erfa þeir kumpánar þessi mis-
tök ekki við mig — bvs.
isins, ályktar sambandsstjórnar-
fundur Rafiðnaðarsambands ís-
lands eftirfarandi:
Rafiðnaðarsamband íslands
hefur frá stofnun sambandsins
barist fyrir aukinni verkmenntun
svo og því að gildi verklegra
starfa sé metið að verðleikum.
Sambandsstjórnin telur það
ekki i samræmi við þessa megin-
stefnu að dregið sé úr gildismati
verklegra starfa með skerðingu á
réttindum iðnaðarmanna, svo sem
stefnt er að með frumvarpi þessu.
Sérstaklega bendir sambands-
stjórnin á að þegar fjallað er um
iðnréttindi og iðnaðarstörf verður
að taka tillit til mikilvægis lög-
giltra iðngreina hverrar úm sig,
þar sem mjög mismunandi kröfur
eru i raun gerðar til hinna ýmsu
greina, bæði hvað þekkingu snert-
ir og ábyrgð.
Sambandsstjórnin varar við
þvi, að nokkrar þær breytingar
verði gerðar á núverandi lögum
um iðju og iðnað sem stefnt geti
gildi verkmenntunar og framtíð
iðnaðar í voða.
Sambandsstjórn lýsir yfir sér-
stakri andstöðu við 8. gr. frum-
varpsins svo og það ákvæði um að
fella niður heimild gildandi laga
til að áskilja próf frá meistara-
skóla sem skilyrði fyrir meistara-
réttindum.
— Greinargerð
frá Páli. . .
Framhald af bls. 5.
sína verðskuldaða doktorsgráðu
út á „friðhelgi einkalífs“ látið það
viðgangst, að bæði ég undirritað-
ur og mitt fólk þurfi vikum saman
að liggja undir ofsóknum óvand-
aðra manna í borgarkerfinu. Þær
ofsóknir eru náttúrlega kostaðar
af fé okkar allra Reykvíkinga.
Reykjavik, 5. febrúar
Páll Lfndal
Athugasemd frétta-
stjóra
ÞAD ER rétt, að Páll Líridal átti
sfmtal við mig. Höfuðatriðið í
frétt, sem ég skrifaði að þvi
loknu, var, að Páll hygðist kæra
þá þegar um kvöldið til ríkislög-
— Vesturveldin
Framhald af bls. 46.
um frá Benelux-löndunum er boð-
ið að fylgjast með.
Sérfræðingarnir munu hafa
takmarkaða yfirsýn yfir heræf-
ingarnar ef tekið er mið af fyrri
æfingum en þeir hafa þó mögu-
leika á hagkvæmu sambandi við
sovézka liðsforingja. Bandarikja-
menn og Bretar senda tvo sér-
fræðinga hver.
— Nicaragua
Framhald af bls. 47.
muni ekki láta af völdum, en fjöl-
skylda hans hefur nú setið á
valdastjóri í landinu í samfleytt
42 ár.
Kosningaúrslit þau, sem nú
liggja fyrir í byggðakosningun-
— 'Rafiðnaðar-
sambandið
Framhald af bls. 36.
um, komu fæstum á óvart. Frjáls-
lyndi þjóðernissinnaflokkurinn,
sem styður Somoza fékk yfirgnæf-
andi meirihluta greiddra at-
kvæða, eða 136 þúsund, Ihalds-
flokkurinn, sem er eini leyfði
stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk
7 þúsund atkvæði. Haft er eftir
opinberum talsmanni Somoza að
forsetinn sé hinn ánægðasti með
kosningaúrslitin.
— Rhódesía
Framhald af bls. 47.
Rhódesiu, þótt augsýnilega væru
mörg ljón á veginum. Hann sagði
að annar fundur yrði haldinn með
Þjóðarfylkingunni þegar þess
yrði þörf. Owen sagði að viðræður
Smiths og ANC í Salisbury hefðu
verið spor i rétta átt og sagði að
viðurkenning Smiths á jöfnum
kosningarétti benti til að Smith
hygðist reyna samningaleiðina til
þrautar.
Undanfarið hafa viðræðurnar i
Salisbury að mestu snúist um
hvernig kosningu hvítra manna á
þing skuli vera háttað. Samkomu-
lag hefur náðst í meginatriðum
um að 100 menn skuli sitja á þingi
og þar af 28 hvitir. Er það gert til
að hvítir menn geti komið í veg
fyrir breytingar á stjórnarskránni
sem skerði hagsmuni þeirra.
Babb hefur hins vegar komið i
bátinn vegna þeirrar afstöðu
Muzorewa biskups, leiðtoga ANC,
að svartir menn skuli kjósa bæði
hvita þingmenn og svarta.
Nkomo hefur sagt, að bardagar
muni halda áfram þó svo
samningaviðræður standi nú yfir,
en hann sagði í dag að 11.200
málaliðar berðust með herjum
hvíta minnihlutans. Þar af væru
4.500 frá Suður-Afríku, 2.300 frá
Bandaríkjunum, 2.000. Bretar,
1.800 Frakkar og töluverður
fjöldi Portúgala og Vestur-
Þjóðverja. Nkomo sagði að mála-
liðarnir væru dreifðir um alla
Rhódesíu, en flestir væru í
Sambesí-dalnum, „vegna þess að
málaliðarnir halda að skæru-
liðarnir berjist gegn vilja fólks-
ins“.
m
Glæsilegu hertogahúsgögnin
Nýkomið
<8>
Ekki bara skápasamstæður. heldur einnig
fáanlegur fjöldi annarra glæsilegra muna
á sérlega hagstæðu verði ..Old Charm"
verður ekki lýst með orðum. — Komið og
skoðið aldrei meira úrval
Tryggið ykkur Old Charm strax i dag.
DUNA
Síðumúla 23 - Simi 84200