Morgunblaðið - 17.02.1978, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978
Dönsk Herkúlesvél, svipuð þeirri er Israelsmenn notuðu í Entebbeárásinni með
góðum árangri, sótti okkur heim í gær — í friðsamlegum tilgangi þó.
(Ljósn Mbl. Ól KJVl).
Borgarstjórn:
Rannsóknin snýst
annars vegar um meint
lát vegna lyfjagjafar
— og hins vegar um misferli á
lyfjaávisun segir landlæknir
AF HÁLFU rannsóknarlögreglu hefur
enn ekkert verið látið uppi um rann-
sókn embættisins á tveimur dauðs-
föllum í Reykjavík, sem grunur leik-
ur á um að stafi af óvarlegri lyfja-
meðferð sama læknis, eins og greint
var frá í frétt Mbl. í fyrradag
Vegna þessarar fréttar hefur Ólafur
Ólafsson, landlæknir. beðið Mbl fyrir
yfirlýsingu. þar sem fram kemur. að
einungis í öðru tilfellinu er mannslátið
talið geta stafað af lyfjagjöf en í hinu
tilfellinu snýst rannsóknin um það
hvort misferli á lyfjaávisun sé að ræða
Yftrlýsing landlæknis er svohljóðandt
,.í minni tið sem landlæknir hefur
ekkt komið fyrir nema eitt mál. þar sem
um er að ræða grun um lát vegna
•yfjagjafar 09 er það annað þeirra mála
sem nú eru i athugun Hitt málið er
rannsókn á því hvort um misferli á
lyfjaávísun sé að ræða.” segir land-
læknir
Rádstefna um
borgarskipulag
SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu hafa ákveðið að
boða til ráðstefnu um skipulags-
mái svæðisins á morgun, laugar-
dag 18. feb. kl. 13.30—18.30. Segir
í tilkynningu frá samtökunum að
á ráðstefnunni verði fjallað um
núverandi ástand skipulagsmála í
höfuðborginni og hugmyndir um
þróun þeirra. Verður ráðstefnan
haldin í Valhúsaskóla og félags-
heimili á Seitjarnarnesi og halda
þar framsöguerindi Þorbjörn
Broddason, lektor, Hilmar Olafs-
son, arkitekt, og Gestur Ólafsson,
arkitekt. Aðrir þátttakendur
verða sveitarstjórnarmenn á höf-
uðborgarsvæðinu og fulltrúar í
skipulagsnefndum, svo og aðrir
sem áhuga hafa.
I tilkynningunni segir að reynt
verði a svara spurningum eins og
eftirfarandi: Hvað er átt við með
skipulagi og hvert er hlutverk
þess? Hvaða þörfum sveitarfélag-
anna er skipulagstillögu ætlað að
mæta? Er þörf á samvinnu sveit-
arféláganna á höfuðborgarsvæð-
inu í skipulagsmálum? Hvernig
verður réttur hvers sveitarfélags
tryggður með hliðsjón af heildar-
hagsmunum?
„Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu" segir í fréttatil-
kynningu undirbúningsnefndar,
Blaðamannafélagið
frestar verkfalli
hjá Frjálsu framtaki
Blaðamannafélag tslands frest-
aði í gærkvöldi verkfalli gagnvart
útgáfufyrirtækinu Frjálsu fram-
taki, þar sem þá hafði verið geng-
ið frá drögum að samkomulagi
milli þessara aðila.
„voru stofnuð 4. april 1976 af 8
sveitarfélögum frá Kjalarnesi til
Hafnarfjarðar. Skipulagsmál
svæðisins voru frá upphafi tilefni
samtakanna, enda segir í 2 gr.
samþykktar þeirra „Tilgangur
Framhald á bls. 27
Skipulag á Eiðs-
granda samþykkt
A FUNDI borgarstjórnar í gær-
kvöldi var staðfest skipulag á
Eiðsgranda I í öðrum byggingar-
áfanga.
A svæðinu er gert ráð
fyrir einu 7—9 hæða fjölbýlis-
húsi, 13 2ja hæða raðhúsum og
ennfremur nokkrum 3ja hæða
f jölbýlishúsum. Samtals verða
138 fbúðir á svæðinu. Morgun-
blaðið hafði samband við Magnús
L. Sveinsson, borgarfulltrúa, og
spurði hann nánar um þetta mál.
Magnús sagði, að sjálf úthlutun-
in hefði ekki enn farið fram en
taldi skammt í hana. Magnús
sagði nokkrar mismunandi hug-
mqndir um skipulag hafi komið
en sú sem samþykkt var hefði átt
mestu fylgi að fagna og uppfyllti
bezt mismunandi sjónarmið
þeirra aðila, sem að málinu unnu.
ASÍ heldur átta
svæðarádstefnur
FJÖGUR verkalýðsfélög hafa nú
tilkynnt skrifstofu ASl um sam-
þykktir varðandi uppsagnir á
launaliðum kjarasamninganna;
Eining á Akureyri, Vaka á Siglu-
firði, verkalýðsfélagið í Borgar-
nesi og verkalýðsfélagið á Þórs-
höfn.
„Það hafa æði mörg félög
auglýst fundi um þetta mál í
kringum helgina," sagði Björn
Jónsson, forseti ASi, í samtali við
Mbl. í gær, „og á morgun, föstu-
dag, eru til dæmis fundir hjá
Dagsbrún og Sókn.“
Björn sagði, að af hálfu ASl
væri nú verið að undirbúa svæða-
ráðstefnur, en svæðasambönd
innan ASÍ eru 8 talsins. Sagði
Björn að fyrsta svæðaráðstefnan
yrði sennilega haldin á ísafirði á
sunnudag og siðan kæmu hinar á
eftir og væri stefnt að þeim sið-
ustu á miðvikudag.
A þessum ráðstefnum verða
vætanlegar aðgerðir verkalýðs-
hreyfingarinnar ræddar og skipu-
lagðar, en Björn lagði áherzlu á,
að ASÍ myndi hafa full samráð og
samflot með BSRB og Farmanna-
og fiskimannasambandinu í þeim
málum.
Polugaevsky
vann Larsen
Á Reykjavíkurskákmótinu í gær
urðu þau tiðindi helzt að
Polugaevsky vann Larsen i 38
leikjum, Miles og Hort gerðu jafn-
tefli einnig Friðrik og Kuzmin, og
skák Margeirs og Helga fór í bið.
Öðrum skákum var ólokið, þeirra
Jóns L. og Ögaards, Brownes og
Guðmundar, og Smeikals og
Lombardy.
Hraðskákmót verður haldið i
Skákheimilinu við Grensásveg
n.k. þriðjudag og hefst kl. 8 en þar
munu ýmsir af þátttakendum
Reykjavikurskákmótsins verða
meðal keppenda.
Síðustu fréttir:
!-• Árnasorr og Ögárd gerðu
jafntefli, en skákir þeirra Browne
og Guðmundar og Smeikals og
Lombardy fóru i bið.
Góð loðnuveiði:
Skákmeistarinn Polu-
gayevski mun tefla fjöl-
tefli við skákmenn á Akur-
eyri á miðvikudagskvöld í
næstu viku, og hefst fjöl-
teflið kl. 20 t samkomu-
salnum Félagsborg (sam-
komusal starfsmanna SÍS)
60 þúsund tonn vantar
enn upp á aflann í fyrra
GÓÐ loðnuveiði var hjá loðnubát-
unum I fyrrinótt en þá tilkynntu
alls 27 bátar samtals um 10 þús-
und tonn. Bezti sólarhringsaflinn
til þessa var hins vegar sólar-
Allt á kafi í snjó í Eyjum og Vík:
Fólk í hrakningum
heima við túnfótinn
GÍFURLEGT fannfergi er
nokkurn veginn miðsvæðis á
Suðurlandi og f Vestmannaeyj-
um, að því er fréttaritarar Mbl.
á þessu svæði sögðu í samtali
við Mbl. f gær. Sigurgeir Jónas-
son í Vestmannaeyjum sagði
t.d. að þar væru dæmi þess að'
fólk hefði lent í hinum ótrúlcg-
ustu hrakningum vegna ófærð-
ar og veðurs, og Sigþór Sigurðs-
son, Litla-IIvammi, skammt frá
Vfk í Mýrdal, kvaðst sjálfur
hafa verið veðurtepptur f Vfk
allt frá því á mánudag en á
þessum slóðum hefði snjóað
meira eða minna frá því á laug-
ardag og allt fram til gærdags-
ins.
I Vestmannaeyjakaupstað
hefur hlaðizt upp gífurlegur
snjór og kvað Sigurgeir Jónas-
son dæmis þess, að skaflar þar
væru allt að 3—4 metrar á hæð,
og því víða myndarleg snjógöng
í bænum. Hins vegar sagði
hann að sögur gengju bæjarbúa
á meðal um hinar ótrúlegustu
hrakningar í veðrinu, sem
þarna gekk yfir.
„Það hefur t.d. verið sagt frá
sjómanni sem kom hingað frá
landi með Herjólfi til að fara í
3ja vikna skiptifrí. Það var ekk-
ert að veðri þegar maðurinn sté
um borð í Herjólf á meginland-
inu, svo að hann var aðeins
klæddur jakkafötur og blank-
skóm, en þegar hann gekk í
land f Vestmannaeyjum tók þar
á móti honum blindbylur.
Komst maðurinn við illan leik
upp í miðjan bæ og fékk nætur-
gistingu þar hjá mágkonu sinni.
Til eiginkonu sinnar komst
hann hins vegar ekki fyrr en
daginn eftir.
Þá gengur einnig sú saga, að
núna einn morguninn hafi ung
kona farið héðan að heiman frá
sér árla og ætlað til vinnu. Um
klukkustund síðar varð stjóri á
moksturstæki var við þúst í
skafli og blakandi trefil þarna
skammt frá. Við nánari athug-
un reyndist þetta vera unga
konan, að þvi komin að örmagn-
ast,“ sagði Sigurgeir.
Sigþór í Litla-Hvammi sagðist
enn vera tepptur í Vík í Mýrdal
en hann á að fara með flokk
manna til viðgerðar á sfma á
Höfðabrekkuheiði strax og
veðri slotar og tekizt hefur að
ryðja vegi í kring. Hann kvað
gífurlegan snjó hafa sett niður
á svæðinu milli Múlakvíslar og
Péturseyjar, enda hefði snjóað
meira og minna samfellt frá því
sl. laugardag og allt fram til
gærdagsins, en þá seinnipart-
inn virtist sem aðeins væri að
rofa til. Snjóblásari frá Reykja-
vík var í gær kominn á Mýrdals-
sand og átti að taka þar til við
að ryðja snjó strax og veður
leyfði.
hringinn þar á undan eða mið-
vikudag þegar samtals 29 bátar
tilkynntu um 12.600 tonn. Heild-
araflinn er þá orðinn það sem af
er þessari vertíð um 180 þúsund
tonn, en var sama dag í fyrra
orðinn 242 þúsund tonn.
Loðnan fæst nú úti af Austur-
landi og landsskipin afla í öllum
Austfjarðahöfnum, og reyndar
var einnig von á einu skipi til
Vestmannaeyja í gær, ísafold,
með fullfermi en skipið mun hafa
jafnframt þurft að fá viðgerð á
nót. Aflinn til Eyja bérst 3 vikum
til mánuði síðar en í fyrra. Bát-
arnir voru ekki farnir að tilkynna
afla á tiunda timanum í gær-
kvöldi.
Löndunarbannið:
Nýr fundur
í Grimsby
á sunnudag
ÁKVEÐINN hefur verið nýr fundur
me8 löndunarverkamönnum I
Grimsby n.k. sunnudag. þar sem til
umræðu verður hvort ekki sé tlma-
bært að aflétta löndunarbanninu af
íslenzkum fiskiskipum. sem þar hef-
ur gilt fré þvi i þorskastriðinu siðasta
eins og raunar i öðrum fiskihöfnum i
Bretlandi. í Hull átti að taka þetta
mál fyrir á fundi með löndunarverka-
mönnum i gærkvöldi, en Morgun-
blaðinu var ekki kunnugt um af-
greiðslu þess fundar á málinu.