Morgunblaðið - 17.02.1978, Page 3
i
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978
3
NiðurfeUing 3iu grein-
arinnar brey tir engu
r
- segja formenn ASI og BSRB
„1 MlNUM huga breytir það
engu um okkar andstöðu við
frumvarpið og baráttu gegn
því, þótt ríkisstjórnin hafi
dregið þriðju grein þess til
baka,“ sagði Björn Jónsson,
forseti ASl, er Mbl. spurði
hann í gær álits á þeirri breyt-
ingartillögu meirihluta fjár-
hags- og viðskiptanefndar efri
deildar Alþingis að 3ja grein
frumvarps um ráðstafanir í
efnahagsmálum verði felld nið-
ur. „Eftir sem áður stendur það
óbreytt,“ sagði Björn, „sem ráð-
gert er með frumvarpinu að
skerða kjarasamningana út
samningstímann og það er auð-
vitað það sem brennur heitast á
okkur.“
Björn sagði, að eftir sem áður
væri engin vissa fyrir hendi um
það, að viðhorf ríkisstjórnar-
innar til efnis þriðju greinar-
innar hefðu breytzt, „og því
getur vel farið svo, að þessi
draugur verði vakinn upp að
nýju.
Annars er þetta sem stendur
lítið mál í augum verkalýðs-
hreyfingarinnar og við hefðum
út af fyrir sig getað geymt deil-
una um þriðju greinina til betri
tíma, enda átti hún ekki að taka
gildi fyrr en um áramótin.
Þannig er niðurstaða mín sú,
að þetta breyti engu um okkar
afstöðu eða ráðagerðir".
„Ég tel þetta ekki breyta
neinu," sagði Kristján Thorlac-
ius, formaður BSRB, er Mbl.
Ieitaði álits hans. „Mér skilst af
yfirlýsingu forsætisráðherra að
grundvöllur vísitölunnar verði
endurskoðaður og þar verði
áfram stefnt að því marki, sem
þriðja greinin boðaði, en hún
átti ekki að koma til fram-
kvæmda fyrr en 1. janúar 1979.
Efnislega stendur óbreytt í
frumvarpinu að það á að rjúfa
okkar kjarasamninga og það tel
ég vera kjarna málsins. Launa-
fólk getur ekki lengur unað því
að fjárskuldbindingar í kjara-
samningum standi ekki eins og
aðrar fjárskuldbindingar.
Hins vegar sýnir þessi tillaga,
að ríkisstjórnin er á undan-
haldi fyrir sameinaðri andstöðu
launafólksins í landinu og það á
að sýna mönnum nauðsynina á
því, að baráttan verði hert og
þessu undanhaldi ríkisstjórnar-
innar fylgt eftir, þar til fullur
sigur er unninn."
Þriðju áskriftar-
Kamm-
ersveitar
Doktor í norr-
ænum fræðum
EYSTEINN Sigurðsson varði doktors
ritgerð sína i norrænum fræðum við
Háskólann i Lundúnum skömmu fyr-
ir áramót. Ritgerð hans fjallaði um
erlend samtimayrkisefni i islenzkri
Ijóðagerð á timabilinu frá 1750 til
1930. Andmælendur i vörn ritgerð-
arinnar voru prófessorarnir Peter G.
Foote i London og Amold R. Taylor i
Leeds.
Eysteinn Sigurðsson er fæddur i
Reykjavík árið 1939 sonur hjónanna
Þóru Eyjólfsdótlur og Sigurðar Sveins-
sonar fyrrv aðalbókara hjá Skipaút-
gerð rikisins Hann lauk kandidatsprófi
i islenzkum fræðum frá Háskóla ís
iands 196 7 Siðan hefur hann starfað
hjá fræðsludeild Sambands islenzkra
samvinnufélaga með nokkrum hléum
síðustu árin, sem hann hefur notað til
að vinna að þessu verkefni en ritgerðin
var samin við norrænudeild University
College i London
ÞKIÐJU áskriftartónlt'ikar
Kammarsveitar Reykjavfkur á
þessu starfsári verða haldnir n.k.
sunnudag í samkomusal Mennta-
skólans við Hamrahlfð og hefjast
kl. 17.
A efnisskrá verða að þessu
sinni Sextett eftir Beethoven fyr-
ir tvö horn og strokkvartett. Er
það samið í Vín árið 1795. Kvint-
ettett eftir Jón Ásgeirsson fyrir
strokkvartett og sembal, er annað
verkið á efnisskrá. Kvintett þenn-
an fluttu félagar úr Kammersveit-
inni á móti norrænna kammer-
sveita í Osló i jan. s.l. Hlaut verk-
ió injög góðar undirtektir og lof-
samlega dóma. Síðasta viðfangs-
efnið verður Septet eftir stenska
tónskáldið Franz Adolf Berwald.
Berwald var samtíðarmaður Beel-
hovens og fyrsta tónskáld Svia
sem eitthvað kvað að. Aðeins ein
af sinfónium Berwalds og einn
strokkvartetl hefur verið flutt
hérlendis, svo segja má að Ber-
walds hai verið vanræklur af ís-
lenzkum flytjendum Septet þessi
er talinn vera eitt fágaðasta og
áheyrilegasta verk Berwalds, svo
tónleikagestuin gefst hér fteri á
að kynnast þessu inerka tónskáldi
Svía örlítið nánar.
Hlaut styrk úr
M álf r elsiss j óði
ASÍ: Samningsbundinn
mánaðaruppsagnarfrestur
BSRB: Lögbundinn samn-
ingstími tU 1. júlí 1979
í OKKAR kjarasamningi er
ákvæði um mánaðar uppsagnar-
frest", sagði Björn Jónsson, for-
seti ASÍ, er Mbl. spurði hann um
þetta mál i gær. Þessi frestur er
nú ekki bundinn við mánaðamót,
eins og oft hefur verið áður, held-
ur er um að ræða mánuð frá því að
uppsögn er tilkynnt."
..Okkar samningstimi er lög-
bundinn til 1. júli 1979," sagði
Kristján Thorlacius. formaður
BSRB, er Mbl. spurði hann um
það mál i gær. ,. i kjarasamningn-
um er ákvæði um endurskoðunar-
rétt á launaliðum á samnings-
timanum, en honum fylgir ekki
verkfallsréttur".
Dr. Eysteinn Sígurðsson
Eysteinn er kvæntur Elisabetu S
Magnúsdóttur manneldisfræðmgi og
eiga þau tvær dætur
„ÞAÐ er álit sjóðsstjórnar að
málalok þau, sem orðið hafa í
máli Guðsteins, séu til þess falin
að letja menn að taka þátt í um-
ræðum um alvarleg deilumál, er
hafa almenna samfélagslega skír-
skotun, og að sú aðstoð af hendi
Málfrelsisjóðs, sem Guðsteinn
leitar eftir, falli því undir það
hlutverk, sem sjóðnum var ætl-
að.“
Svo segir í áiiti stjórnar Mál-
frelsissjóðs uni úthlutun Ijár-
styrks til Guðsteins Þengilssonar,
en honum var i gær veittur styrk-
ur að upphæð 321.550 krónur og
er það í fyrsta sinn sem styrki er
úthlutað úr sjóðnum. Styrknum
skal varið til að standa straum af
kostnaði vegna Hæstaréttannáls
nr. 109/1975: Bjarni Ilelgasono.fi
gegn Guðsteini Þengilssyni.
Utankjörstaðakosning
hefst n.k. miðvikudag
UTANKJÖRSTAÐAKOSNING
vegna prófkjörs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík hefst mið-
vikudaginn 22. febrúar n.k. en
tveimur dögum áður eða á mánu-
dag á að vera búið að birta listann
yfir þá sem í framboði verða í
prófkjörinu.
Utankjörstaðakosningin mun
síðan standa daglega til föstu-
dagsins 3. marz frá kl. 5—7 nema
á laugardögum, þá frá kl. 10—3
og á sunnudögum frá kl. 2—5 í
Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut
1. Utankjörstaðakosningin er ætl-
uð þeim sem ekki geta verið á
landinu þegar sjálft prófkjörið
fer fram dagana 4. 5 og 6. marz
n.k. Atkvæðisrétt í prófkjörinu
hafa allir stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins i málefnum
borgarstjórnar auk flokkbundins
sjálfstæðisfólks.
Ólafur B. Thors
verður í framboði
„JU, ÞAÐ er rétt, að ég hef nú
tekið ákvörðun um að verða við
tilmælum kjörnefndar og gefa
kost á mér í prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar," sagði Ólafur B.
Thors, borgarfulltrúi og forseti
borgarstjórnar, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Kvaðst hann þegar vera búinn
að tilkynna formanni nefndarinn-
ar þessa ákvörðun sína. Ölafur B.
Thors var einn núverandi borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem
ekki gaf kost á sér þegar í upphafi
eftir að lýst hafði verið eftir fram-
boðum til prófkjörsins, en hann
gaf þá skýringu. að honum hefði
þá ekki gefizt timi til að fjalla um
þetta mál við vinnuveítanda sinn.
Heimsmeistaraeinvígið i skák:
Hollenzkt tilboð hæst, 162
millj. — Sjö tilboð bárust
SJÖ tilboð bárust í heimsmeist-
araeinvígið í skák milli Kar-
povs og Kortsnojs, að því er
Ineke Bakker, framkvæmda-
stjóri Alþjóðaskáksambands-
ins, tjáði Mbl. í gær.
Skáksamband Austurríkis
bauð 133 milljónir króna til
verðlauna og Graz sem einvigis-
stað, franska skáksambandið
bauð 13,3 milljónir og helming
af sjónvarpstekjum og París
sem einvígisstað, v-þýzka skák-
sambandið bauð 133 milljónir
króna'til verðlauna ög Ham-
borg sem einvígisstað, ítalska
skáksambandið bauð 20 millj-
ónir og Luago sem einvígisstað,
hollenzka skáksambandið bauð
162 milljónir til verölauna og
Tillsburg sem einvígisstað.
skáksamband Filippseyja bauö
140 milljónir til verðlauna og
Batuio sem einvígisstað og
svissneska skáksambandið
bauð 133 milljónir til verðlauna
og Luzern sem einvígisstað.
Tilboðin verða nú send þeim
Karpov og Kortsnoj til athug-
unar og hafa þeir frest til 16.
marz að gera upp hug sinn.
Verðlaunaupphæð íslenzku
tílboðshugmyndarinnar var 146
millj. með hækkunarleið
„ÞAÐ VARÐ ekkert af íslenzku
tilboði í heimsmeistaraeinvígið
í skák, þar sem menn heyktust
á málinu á elleftu stundu í
orðsins fyllstu merkingu, því
afsvar pósts- og slmamálaráð-
herra barst okkur fimmtán
mínútum fyrir klukkan ellefu í
morgun, en tilboðsfresturinn
rann út klukkan 11,“ sagði Ein-
ar S. Einarsson, forseti skák-
sambands Islands, í samtali við
Mbl. í gær. „Ég viðurkenni, að
hugmyndin kom fram nokkuð
seint, en hún var fyrirtakshug-
mynd. Við vorum alveg tilbúnir
með tilboðið og höfðum sett 146
milljónir króna sem verðlauna-
fé, en með þeim möguleika, að
sú upphæð yrði hækkuð, ef til-
boðið fengi jákvæðar undrr-
tektir."
Að sögn Einars var hugmynd-
in fólgin í því, að ef einvíginu
yrði ráðstafað til Islands myndi
póststjórnin gefa út fimm fri-
merkja seríu og yrði upplagið
takmarkað við 500.000 stykki.
Með sölu á öllu magninu hafði
brúttóhagnaðurinn af útgáfu
getað numið 7—800 milljónum
króna og voru þá verðgildin;
100, 200, 300, 400 og 500 krónur
höfð í huga.
Einar sagði, að hugmyndin
hefði formlega verið lögð fyrir
póst- og simamálaráðherra á
miðvikudag, „en við vorum
svona búnir að kalsa málið við
aðra ráðherra, sem lóku hug-
myndinni fjarska vinsamlega,"
sagði Einar. „Ráðherra álli sið-
an fund með póst- og simamála-
sljórn, en timinn of naumur,
þannig að menn vildu ekki
gleypa hugmyndina svona
hráa."
„Þessi hugmynd um fri-
merkjaútgáfuna fæddisl bara
svona smátt og smátt i umræð-
urn okkar," sagði Einar S. Ein-
arsson, ,,en því miður of seint".