Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 Greinargerð frá blaðaútgefendum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá blaðaútgefendum: Hér fer á eftir greinargerð frá blaðaútgefendum vegna fram- kominnar fréttatilkynningar frá Blaðamannafélagi Islands þar sem augljóst er að meginregla blaðamanna um hiutlaust frétta- mat hefur ekki verið í heiðri höfð við samningu hennar. Megin krafa blaðamanna er sú að algjörir breyjendur í blaða- mennsku verði á sömu kjörum og margreyndir og/eða velmenntað- ir fréttamenn Ríkisútvarpsins. Mætti líkja þessu við að iðnnemi á fyrsta ári ætti að fá sömu laun og iðnmeistari. Utgefendur hafa boð- ið að blaðamenn er hafa sambæri- lega starfsreynslu og/eða mennt- un og fréttamann Rikisútvarpsins njóti sömu kjara. Þessu hefur Blaðamannafélag Islands hins vegar hafnað, m.a. í því formi að neita algjörlega að taka nokkurt tillit til menntunar er skipa skal í launaflokka. Annað veigamikið atriði í þessum samanburði er það að blaðamenn njóta sérstakra fríðinda umfram fréttamenn, sem nema í dag milli 14 og 20 þúsund kr. á mánuði. Þessi fríðindi vill Blaðamannafélagió ekki meta. Er ekki náðist samkomulag milli aðila í sérstakri nefnd útgef- enda og blaðamanna var aðilum heimilt að segja upp gildandi kjarasamningi. Blaðamannafélag íslands notfærði sér þennan rétt og sagói upp samningi aðila frá og með 24. janúar s.l. Eins og venja er til er slíkt ástand skapast þá lagði Blaða- mannafélagið fram ýmsar kröfur. Auk ýmissa fríðindkrafna og ann- arra sérkrafna voru lagðar fram kaupkröfur er námu allt að 105% hækkun launa frá því sem nú er. í þessu sambandi er rétt að taka fram að launaþróun blaðamanna á tímabilinu 1. desember 1976 til 1. desember 1977 nemur um 47—48% hækkun launa meðan launataxtar prentara dagblaða hafa hækkað milli 52—56% á sama tímabili og meðaltalshækk- un launataxta ASI félaga í heild nemur um 60%. Vöntunin nemur því milli 5.7—8.4%. Síðasta tilboð vinnuveitenda samsvarar 6.5% hækkun launa en gagnboð blaða- manna eru nú upp á um 91%. Heildarhækkun iauna á eftir þessu að dæma að vera um 182% fyrir blaðamenn meðan hækkun launataxta ASI nemur um 60%. Til að ítreka enn frekar kröfur sínar hefur Blaðamannasélag ís- lands kvatt félaga sína til ólöglegs yfirvinnubanns og hófst það þann 14. febr. s.l. Að lokum er rétt að taka fram að samningsvilji blaða- manna hefur um nokkurt skeið verið í algjöru lágmarki og því vart von á lausn meðan óbreytt ástand ríkir. Hér fylgja með kröfur blaða- manna þannig að lesendur geti sjálfir dæmt um hversu réttmæt- ar og „hógværar“ kröfur Blaða- mannafélagsins eru. Blaðaútgefendur. Frá blaðamönnum 1.2. 1978. Tillögur Blaðamannafélags ts- lands til Félags blaðaútgefenda. Utgáfufélags Þjóðviljans og Dag- blaðsins h.f. um breytingar á kjarasamningi aðilanna, sem fall- inn er úr gildi. 1. Við 1. grein samningsins verði gerð sú breyting, sem til- greind er á fylgiskjali 1 við tillög- ur þessar. Greiða skal verðlags- uppbót að fullu á laun samkvæmt sámningi frá 1. júlí 1977. 2. Við þriðju grein þriðja lið komi talan 50% í stað tölunnar 36%. I fjórða Iið sömu greinar komi talan 100% í stað 85%, sem er greiðsla fyrir aukavinnu og í stað tveggja klukkustunda út- kalla, komi minnst fjórar stundir. Síðan skal eftirfarandi bætast við fjórða liðinn: Öll yfirvinna, sem unnin er á stórhátíðum (nýárs- dag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 1. maí, 17. júní, jóladag, eftir klukkan 12 á hádegi aðfangadag jóla og gamlársdag) greiðist með tvöföldu yfirvinnu- álagi. Standi blaðamaður svokallaða gæzluvakt utan síns vinnutíma. þ.e. í kallfæri við síma t.d. um helgar, fær hann fullt vaktaálag fyrir þann tima og ef til útkalls kemur fær hann yfirvinnuálag í samræmi við ofangreind skilyrði. Hafi starfsmaður ekki fengið samfellda hvíld í«a.m.k. 8 klukku- stundir vegna yfirvinnu eða ýmis- konar útkalla, ber honum átta klukkustunda hvíld frá því út- kalli eða yfirvinnu lýkur og þar til hann mætir til reglubundinnar vinnu á ný án skerðingar á þeim reglubundnu launum sem starfs- maður hefði fengið greidd. Fáist ekki tilskilin hvíld greiðist yfir- vinnukaup auk hinna reglu- bundnu laun'a (dagvinnu, vakta- álags og yfirvinnu) sem hann hefði fengið greidd. Þeir sem vinna vaktir skulu í viku hverri fá tvo samfellda frídaga þannig að næturfrí komi fyrir og eftir fri- dagana. 3. Fjórða grein hljóði svo: Ut- gefendur greiði fullt fastagjald heimasima félaga í Bl. Auk þess greiði þeir 220 umframskref á ársfjórðungi. Þá greiði útgefend- ur einnig afnotagjald útvarps og sjónvarps eftir eitt ár í starfi. „Litsjónvarpsafnotagjöld“ skulu greidd þar sem um slík tæki er að ræða. Þessu til viðbótar greiði út- gefendur krónur 2400 á mánuði upp í síma-, útvarps- og sjónvarps- afnot til allra félaga í Bl. Greidd sé ársfjórðungslega áskrift sex heimsendra dagblaða fyrir félaga í Bl. 4. Akvæði samningsins um sumarleyfi blaðamanna sem er að finna í sjöundu grein skulu breyt- ast á þann hátt, að sumarleyfi sé minnst 27 dagar (orlofsdagar). Eftir fimm ára starf verði orlofs- dagarnir 30, eftir 10 ára starf 33 og eftir 15 ára starf 36. Blaðamenn fái 12 daga vetrar- orlof. Sé sumarorlof tekið á tímabil- ínu 1. október til 31. maí, kemur á það 50% álag. Samsvarandi hundraðshluti fyrir orlof á yfir- vinnu verði reiknaður út. Laugardagar reiknist ekki sem orlofsdagar í orlofi. Ennfremur verði eftirfarandi breyting gerð á sjöundu grein: Blaðamenn, sem unnið hafa óslitið í fimm ár eða lengur á íslenzkum fjölmiðlum, skulu að loknu fimm ára starfi fá þriggja mánaða frí auk orlofs á fullum launum hjá þeim vinnu- veitanda, sem hann starfar hjá þegar fríið er tekið. 5. í áttundu grein verði eftir- farandi breyting gerð: Þá skulu félagar í Bl, sem hafa verið eitt ár í samfelldu starfi hjá sama blaði fram að fæðingu barns þeirra, fá þriggja mánaða frí á fullum laun- um, enda haldi þeir áfram störf- um að fríi loknu hjá sama vinnu- veitanda í a.m.k. eitt ár. Fyrri hluti áttundu greinar breytist einnig á þennan hátt: Veikíst blaðamaður, sem orðinn er fullgildur félagi í Bl langvar- andi á hann rétt á fullum launum á dagvinnukaupi í fimm mánuði og hálfum launum í næstu fimm mánuði þar á eftir, haldist veikindin. Blaðamaður, sem unn- ið hefur í fimm ár eða lengur á rétt á sex mánaða launum og hálf- um launum aðra sex mánuði, haldist veikindin. Blaóamaður, sem unnið hefur i 10 ár eða leng- ur á rétt á átta mánaða launum aðra átta mánuði, haldist veikind- in. 6. Við tiundu grein bætist: At- vinnurekendur greiði upphæð sem nemur 2% af öllum launum félaga í Bí í Eftirmenntunarsjóða Blaðamannafélags Islands. 7. Við tólftu grein bætist: Blaðamannafélag islands fái afrit af greiðslukvittunum tryggingar- félaganna vegna ferða- og slysa- trygginga félagsmanna. 8. Ný grein komi sem 14. grein, og númeraröð greina þar á eftir hækki samsvarandi. Greinin hljóði svo: Atvinnurekendur taka að sér að greiða ársgjöld félaga í Bí samkvæmt lögum félagsins. 9. Núverandi 14. grein breytist þannig: Stjórn Bl er heimilt að fyrirskipa meðlimum þess að leggja niður vinnu hjá atvinnu- rekanda, sem dregið hefur að greiða í Lífeyrissjóð, menningar- sjóð, orlofsheimilasjóð, eftir- menntunarsjóð og ársgjöld félaga í tvo mánuði eða lengur. Þetta skal þó aðeins gert að beiðni stjórnar sjóðanna og stöðvunin tilkynnt með mánaðar fyrirvara. 10. Núverandi 15. grein hljóði svo: Samningur þessi gildir frá 1. júlí 1977 til 1. marz 1979. 11. Núverandi 17. grein hljóði svo: Handritalesarar og prófarka- lesarar á blöðum skuli fá sömu laun og blaðamenn samkvæmt fyrstu grein samningsins. 12. Núverandi 18. grein hljóði svo: Allir fastráðnir starfsmenn sem stunda blaðamennsku, ljós- myndun, handrita- og prófarka- lestur og útlitsteiknun, skulu ger- ast félagar í Bi. Fyrir fastráðna félaga í Bl, skal uppsagnarfrestur útgefandans vera jafnlangur í mánuðum og starfsaldur í árum, þó ekki lengri en 12 mánuðir, nema hvað uppsagnarfresturinn skal aldrei vera styttri en þrír mánuðir. Uppsagnarfrestur fé- laga í Bi skal vera þrír mánuðir. 13. Inn í samning skuli koma ákvæði um að útgefendur sjái fé- lögum í Bi fyrir mat, ef þeir standa vaktir á matmálstímum. 14. 21. grein hljóði svo: Trúnað- armaður Bi á hverjum vinnustað skal m.a. hafa þau réttindi, að eigi er heimilt að ráða nýjan blaða- mann án hans vitundar né segja upp blaðamanni. Trúnaðarmaður félagsins skal vera fulltrúi i stjórn þess fyrirtækis sem hann starfar hjá, með tillögurétt og með frelsi. 15. Inn í samninginn komi ákvæði um greiðslu fyrir afnot af tækjum starfsmanna, svo sem bíl- um, Ijósnyndavélum og segul- böndum. 16. Inn í samninginn komi ákvæði um greiðslu 50% álags, þegar menn þurfa að gegna tveimur störfum samtímis t.d. þegar blaðamaður þarf auk skrifa sinna að annast Ijósmyndatökur og öfugt (þ.e. þegar ljósmyndarar þurfa að skrifa). 17. Blaðamannafélag islands áskilur sér allan rétt til frekari tillögugerðar i þessum samning- um. Blaðamannafélag íslands gerir tillögu um að laun blaðamanna verði svohljóðandi frá 1. júlí 1977. A fvrsta Mánaðarlaun Árslaun starfsári 2. f I. 3.fl. 2,fl. 3,fl. Eftir 225.275 234.737 2.703.300 2.816.844 1 ár 230.584 240.269 2.767.008 2.883.228 2 ár 271.619 283.027m 3.259.428 3.396.324 4 ár 278.415 290.108 3.340.980 3.481.296 6 ár 285.179 297.157 3.422.148 3.565.884 8 ár 292.038 304.304 3.504.456 3.651.648 10 ár 297.120 309.599 3.565.440 3.715.188 12 ár 307.929 320.862 3.695.149 3.850.344 15 ár 317.168 330.480 3.806.016 3.965.760 Hinn 1.' desember 1977 hækki allir mánaðalaunataxtar um 4.3%, hinn 1. júnf 1978 um 4.1% og hinn 1. september 1978 um 3.2%, hinn 1. desember 1978 um 5% og hinn 1. febrúar 1979 um 5%. Ritstjórnarfulltrúar og fréttastjórar taka laun samkv. 4. flokki sem séu a.m.k. 20% hærri en 3. fl. Ritstjórar taki laun sem séu a.m.k. 40% hærri en 3. fl. Tauni Aikáá Matti Tuloisela Tveir Finnar halda Dómkirkjutónleika TVEIR Finnar halda kirkjutón- leika f Dómkirkjunni í Reykjavík nk. sunnudag 19. feb. Tónlistar- mennirnir eru styrkþegar úr menningarsjóði er finnska rfkið stofnaði til að stuðla að auknum menningartengslum islands og Finnlands f tilefni af 1100 ára afmæli islands byggðar að þvf er segir í tilkynningu frá fínnska sendikennaranum á lslandi, Ros- mari Rosenberg. Finnsku tónlistarmennirnir eru prófessor Tauni Aikáa, kennari í organleik við Sibelíusarakademí- una og organleikari við Jóhannes- arkirkjuna í Helsingfors og bari- tonsöngvarinn Matti Tuloisela. Prófessor Tauni Aikáá er fædd- ur 1917 og nam við Tónlistarskóla kirkjunnar í Viborg. Aikáá kom fyrst fram sem organisti 1939 og sem píanóleikari 1947 og útskrif- aðist í þessum tveimur greinum frá Síbelíusarakademíunni 1950 og 1951. Hann stundaði fram- haldsnám í organleik í Stuttgart m.a. hjá Hermann Keller og Marie-Claire Alain og nam píanó- leik hjá Suzanna Guébel. Hann er einna þekktastur finnskra organ- leikara, hefur leikið inn á margar hljómplötur, farið margar tón- leikaferðir og leikið í útvarp utan heimalands síns. Matti Tuloisela er fæddur 1931. Hann er lögfræðingur að mennt er jafnframt lagði hann stund á söng og kom í fyrsta skipti fram 1953 í óperunni í Helsingfors. Hann hélt fyrstu sjálfstæða hljómleika sína í Helsingfors 1955. Tuloisela hefur sungið í ein- söngshlutverkum í óratórium og margoft farið með gestahlutverk við finnsku óperuna. Hann hefur sungið inn á margar hljómplötur og farið í margar söngferðir um Norðurlönd, V-Þýzkaland og Mið- Evrópu. Einnig er hann þekktur söngkennari og var aðstoðarfor- stjóri Síbelíusarakademíunnar 1971—1974. Tónleikarnir verða kl. 17.00 í Dómkirkjunni í Reykjavík á sunnudaginn nk. Þriðja bílslysið í Perú á tíu dögum i.ímu, Pcrú, 16. febr. ap. hrapaði niður í ána aðeins smá- Abba syngur áfram POPPHÓPURINN ABBA sagði i London í dag að þeim væri ekki í huga að draga saman seglin, og myndi þau halda áfram að syngja saman og semja lög eins lengi og fært yrði. Plötur með Abba sem í eru þau Anni Frid Lyngstad, Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Agneta Faltskog hafa nú selst í um 50 milljónum eintaka siðan þau slógu i gegn fyrir fimm árum mixi laginu „Waterloo". Þau eru í London til að vera við frumsýningu á fyrstu kvikmynd þeirra sem heitir „Abba — the Movie“. Hefur koma Abba hópsins vakið geysilega athygli f Englandi og þau ekki getað þverfótað fyrir blaðamönnum og aðdáendum sem fylgja þeim hvert fótmál. TALIÐ er að fjörutíu hafi látið lífið og sextán særðust þegar langferðabfll hrapaði niður fimmtán hundruð metra i ána Tarma, um 150 kílómetra frá Lima. Fregnir frá borginni Tarma i Andesfjöllum herma að bílstjór- inn hafi sofnað við stýrið þegar slysið átti sér stað á miðvikudags- morgun. Þetta er þriðja alvarlega um- ferðarslysið sem á sér stað í Perú á tíu dögum. Langferðabíllinn spöl frá þeim stað, þar sem annar langferðabíll hrapaði á föstudag með þeim afleiðingum, að átján manns létu lífið og tuttugu særð- ust. Þriðji langferðabíllinn hrapaði niður í Manterofljót, sem rennur rétt hjá Tarmafljóti, fyrir tiu dög- um og þá létu 35 manns lífið. Síðdegis á miðvikudag höfðu tuttugu lík fundist af þeim er létust í þriðja slysinu. Tugir Iangferðabíla lenda í óhöppum í hinum þröngu gljúfr- um Andesfjalla árlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.