Morgunblaðið - 17.02.1978, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 1 01 00
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 90 kr. eintakið.
Stefna forystumenn
verkalýðssamtaka í
ólöglegar verkfalls-
aðgerðir?
Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir ráðstöfunum í efnahagsmálum,
sem munu tryggja launþegum sama kaupmátt launa og þeir höfðu á
síðasta ári, jafnframt þvi, sem þær gefa vonir um, að takast megi að halda
fullri atvinnu Þetta eru tvö meginmarkmið aðgerða ríkisstjórnarinnar enda
er óhindraður rekstur undirstöðuatvinnuvega forsenda nægrar atvinnu.
Verkalýðssamtökin hafa hins vegar mælt með samdráttarleið i efnahagsmáf-
um. sem óhjákvæmilega mundi leiða til atvinnuleysis. Það er einkennileg
afstaða hjá verkalýðssamtökunum, en óraunsæi og sjálfsblekking, ef forystu-
menn þeirra trúa þvi, að atvinnuleysi mundi ekki fylgja i kjölfar þeirrar
stefnu, sem þeir vilja beita sér fyrir. Vissulega hefði mátt búast við því, að
verkalýðssamtökin veldu þá leiðina, sem enga áhættu hefði i för með sér
fyrir atvinnu landsmanna en svo er ekki. Verkalýðssamtökin hafa mælt með
leið, sem að flestra dómi leiðir örugglega til atvinnuleysis, en hefur alla vega
í sér fólgna mikla hættu á atvinnuleysi.
Enn undarlegra er þó, að svo virðist sem Alþýðusamband íslands stefni að
ólöglegum verkfallsaðgerðum hinn 1. marz n.k. vegna ráðstafana rikisstjórn-
arinnar Ályktun sem ráðstefna formanna verkalýðsfélaga innan Alþýðusam-
bands Islands. formanna landssambanda og svæðasambanda svo og mið-
stjórnar ASÍ sendi frá sér, verður ekki skilin á annan veg en þann, að
Alþýðusamband íslands ætli að beita sér fyrir ólöglegum verkfallsaðgerðum
um næstu mánaðamót. Til viðbótar þvi benda ummæli Kristjáns Thorlaciusar,
formanns BSRB, til þess. að hann hyggist leiða samtökin út í ólöglegar
verkfallsaðgerðir.
Ástæða er til að minna á, að verkalýðssamtökin hafa uppi yfirlýsingar nú
um slikar aðgerðir þrátt fyrir þá staðreynd, að þær aðgerðir, sem núverandi
rikisstjórn hefur beitt sér fyrir, stefni að þvi að tryggja hagsmuni launþega og
séu mun mildari en aðgerðir, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir vorið 1974.
Þá lét ASÍ hins vegar sitja við orðin tóm. Ef verkalýðssamtökin gripa hins
vegar nú til ólöglegra verkfallsaðgerða er augljóst, að þær aðgerðir eru af
pólitiskum toga spunnar. Forystumenn verkalýðssamtakanna eru þá ekki að
hugsa um hagsmuni launþega heldur sinna pólitiskum áhugamálum sinum.
Það er fáheyrð framkoma gagnvart umbjóðendum þeirra.
Þjóðin þarf á öllu öðru að halda nú en verkföllum — hvað þá ólöglegum
verkföllum. Hún þarf á að halda sáttfýsi og samstöðu. Sú yfirlýsing Geirs
Hallgrímssonar, forsætisráðherra, á Alþingi i gær, að 3. grein frumvarpsins,
um óbeina skatta, verði felld niður úr frumvarpinu er merki um sáttfýsi, hún
er framrétt hönd. Ef verkalýðssamtökin slá á hana sýnir það, að forystumenn
þeirra vilja ekki sættir — heldur átök. Þá kemur til kasta hinna óbreyttu
félagsmanna verkalýðssamtakanna að hafa vit fyrir forystumönnum sinum
Við íslendingar búum við lýðræðislegt stjórnskipulag. Við kjósum þjóðþing
* kosningum á fjögurra ára fresti. Það þing kemur sér saman um myndun
rikisstjórnar, sem fer með framkvæmdavaldið meðan hún hefur að baki sér
meirihluta þingsins. Aðrir aðilar geta hvorki tekið lögin i sínar hendur með
þvi að brjóta þau lög, sem þjóðþingið hefur sett, né framkvæmdavaldið. með
þvi að taka fram fyrir hendurnar á rétt kjörinni rikisstjórn. Þeir, sem reyna að
beita slikum brögðum, munu að lokum sitja uppi með afleiðingar þess sjálfir.
Hinn rétti vettvangur til þess að útkljá deilumál af þvi tagi, sem vefjast fyrir
sumum leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar, eru almennar kosningar. Þær
fara fram eftir nokkra mánuði og þá og fyrst þá er upp runninn timi þess
pólitiska uppgjörs, sem einstaka forystumenn verkalýðsfélaganna eru ber
sýnilega að stefna að nú. Mikill meirihluti islenzku þjóðarinnar mun áreiðan-
lega ekki þola slíka misnotkun aðstöðu. Þegar þessar linur eru ritaðar er ekki
vist að dagblöðin komi út á næstunni vegna kjaradeilu Morgunblaðið vill þvi
hvetja landsmenn til þess að standa traustan vörð um lög landsins á næstu
vikum og hrinda sérhverri tilraun til þess að brjóta þau. Þessi aðvörunarorð
eru ekki mælt að ástæðulausu.
Hagsmunamál bænda
Nokkrir bændur úr Þingeyjarsýslu hafa sent frá sér ályktun þar
sem áherzla er lögð á, að bændum verði tryggt umsamið verð fyrir
afurðir sinar en vinnslustöðvarnar sjálfar verði ábyrgar fyrir rekstri sinum.
Þessi ályktun bændanna er bersýnilega stuðningur við þær hugmyndir, sem
hafa verið á döfinni um, að ýmsar greiðslur til landbúnaðarins gangi beint til
bænda. Stuðningur við þær hugmyndir kemur nú úr ýmsum áttum. Halidór E.
Sigurðsson, landbúnaðarráðherra, hefur laqt áherzlu á nauðsyn þess, að
bændur fengju sem skjótast það verð, sem þeim ber fyrir afurðir sinar. Fyrir
nokkru ritaði Ingólfur Jónsson, alþingismaður og fyrrverandi landbúnaðar
ráðherra einn mesti baráttumaður fyrir hagsmunum bænda i áratugi, forystu
grein i blaðið Suðurland, þar sem hann ræðir þessi mál og vitnar til ummæla
Árna Jónssonar, fulltrúa Stéttarsambands bænda, um gaumgæfilega athug
un á þvi, hvort ekki megi nýta á hagkvæmari hátt það fjármagn, sem til
landbúnaðar gengur. Ingólfur Jónsson segir: ,,Samtökum bænda verði falin
ráðstöfun þess og það greitt til bænda á lögbýlum i hiutfalli við bústærð upp
aðákveðnu marki
Einn af þingmönnum Framsóknarflokksins, Ingi Tryggvason, sagði i ræðu
er hann hélt i umræðum um þingsályktunartillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar
og Jóhanns Hafstein um þetta efni, að hann teldi vel koma til greina að
greiða útflutningsbætur beint til bænda Þetta sýnir, að þær hugmyndir, sem
Eyjólfur Konráð Jónsson hefur manna mest beitt sér fyrir um greiðslu á
rekstrar- og afurðalánum beint til bænda og jafnvel einnig öðrum greiðslum
svo sem útflutningsbótum njóta stöðugt almennari stuðnings. Framkvæmd
þeirra mundi mjög bæta hag bænda í landinu.
Inngangsorð
Hér hefur nú göngu sína vikulegur þáttur í umsjá
Guðmundar Emilssonar, þar sem fjallað verður um
tónlist og tónmennt í landinu almennt. Jón Ásgeirs-
son og Egill Friðleifsson munu rita tónlistargagn-
rýni í blaðið eftir sem áður.
Guðmundur Emilsson lauk tónmenntakennara-
prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1971, B.A.
prófi frá Eastman tónlistarháskólanum í Reykjavík
1975, og vinnur nú sem stendur að M.A. prófi frá
þessum sama háskóla. Hann hefur í námi sínu
aðallega lagt stund á kór- og hljómsveitarstjórn.
Guðmundur, sem var einn tónlistargagnrýnenda
Morgunblaðsins á árunum 1971—’73, dvelur nú hér
heima um nokkurra mánaða skeið við ritsmíðar og
önnur störf.
Krýpur Tónlistin, æðsta gyðja listanna, f auðmýkt fyrir Yfirvald-
inu f landi leynilegra þagnarheita?
Um daginn birtist viðtals-
langloka í einu Reykjavíkur-
blaðanna þar sem ungur tón-
víkingur, nýkominn heim frá
námi í kór- og hljómsveitar-
stjórn, hjó strandhögg í land-
námi Ingólfs, berandi eld að
völundarhúsi íslenskra tón-
mennta — af mannvonsku
einni saman. Þetta er ekki ný
bóla, því fer fjarri. Fyrir um
fimm árum birtist önnur blaða-
grein, svipaðs eðlis, þar sem
þessi sami öfriðarseggur sletti
framaní alþjóð þeirri fullyrð-
ingu, að tónmennt væri veikasti
hlekkurinn í menntakerfi okk-
ar. Talað var um hálfkák og
fordæmi, t.d. með því að benda
á, eða framkvæma, raunhæfar
úrbætur — en þegja eílaAHa?
— Skýjabólstrar —
Það er annars mesta furða
hvað kokhraustir labbakútar
láta hafa eftir sér á prenti, sér-
staklega ef mið er tekið af mót-
tökunum sem slík hljóta yfir-
leitt. Má til sanns vegar færa,
að oft hafi ékki staðið steinn
yfir steini í tilveru ungu, reiðu
mannanna þegar hinir eldri og
áhrifameiri hafa svarað fyrir
sig, þ.e. gefið kröfukindunum á
kjammann. Gott dæmi um hnit-
miðað rothögg' má finna á bls.
á íslenskan tónlistarmann lýsa
því yfir í erlendu sendiráði í
Reykjavík, að algert neyðar-
ástand riki í tónlistarmálum
landsins. Svona terror kalla ég
tilraun til landráða. Slíkt hjal
líkist mest nazisma, ef ekki
öðru enn verra... Mér er nær
að halda að það ætti að senda
þessar kröfukindur út í Surts-
ey, þessa ólukkugemsa sem
aldrei sitja á sárshöfði við
nokkurn mann og er fyrirmun-
að að túlka nokkur sjónarmið
nema þau lágkúrulegustu,
skilja lítið, vita minna; allt
þetta fólk sem á í botnlausu
rifrildi við fortíðina, metur
samtíðina einskis og heldur að
það sé sjálft persónugerð fram-
tíðin. Guð hjálpi mér. Mér
hefur stundum dottið í hug:
hvenær ferst þetta land, er því
við bjargandi? Mér finnst land-
ið stundum eins og mauraþúfa
af alls kyns pakki sem beinir
sér upp við guðdóminn og ligg-
ur á allífinu eins og marflær á
fiski.“ Svo mörg voru þau orð.
Já, af þessu sést, að það þarf
sannarlega fífldirfsku til að
gagnrýna tónlistarlíf á Islandi.
,,Fíflin“ eru ýmist þöguð í hel,
eða umsvifalaust sett . útaf
sakramentinu í samfélagskró
vorri. Stundum afskrifaðir af
kokkteilboðalistum fyrir lífstíð.
Og því spyr ég enn á ný: Hvern-
ig nenna menn að standa í
þessu ár eftir ár? Má aldrei
sigla milli skers og báru, má
aldrei þegja á réttum stöðum.
Er hin göfuga list, sem kallast
smjaður á bændamáli en heitir
réttu nafni diplómasí, komin
undir græna torfu?
— Tónskrattar í túni —
Nú skal segja. Svo yfirmáta
klumsa varð ég við lestur skrifa
tón-víkings þess er nefndur var
í upphafi þessa máls, að ég
ákvað að guða á gluggann hans
Matthiasar, sem reit um hunda-
þúfur, haf og sólskinsdaga í
Flóanum um árið, til að spyrj-
ast fyrir um hvort háttvirt
Morgunblað vildi ekki stuðla að
jákvæðri upplýsingamiðlun um
tónlistarmál hérlendinga; að
þagga niðri píflingum þeim
sem alltaf eru að ybba gogg
framaní blaðamenn. Varla
hafði ég stunið upp erindinu er
skáldið kvað: „Samþykkt,
Guðmundur minn, samþykkt."
Og varð samtalið ekki lengra.
Bent skal á, að hér um ræðir
mann sem segist sjálfur vera
fáviti í tónlist, og sýna þessi
skjótu og vinsamlegu við-
bdstjórans að tónlistin á unn-
endur þar sem enginn hefði
þeirra leitað. Enda segir tón-
fræðingurinn Scholasticus á
einum stað: Oft er tónskratti i
túni en hrein fimmund í fjós-
haug. En hvað um það góðir
hálsar, hér er nú allt í einu til
Um strandhögg „nazista,,
inga í landi leynilegra þagi
ásamt raunhæfri úrbót og fram-
kvæmd hennar til hátíðarbrigða
sýndarmennsku, og einníg ýjað
að leynilegu þagnarheiti á
meðal þeirra sem einhvers
mega sín í tónmenntamálum
annars vegar, og yfirvaldsins
hins vegar. Berserkurinn kvað
eftirfarandi níðvisu til árétting-
ar: „Svo furðuleg dauðaþögn
hefur ríkt um þessi mál, að það
er engu líkara en yfirvaldið, og
þeir sem einhvers mega sin í
tónmenntamálum þjóðarinnar,
unnist hugástum og telji
ástandið bara prýðilegt.“ Mér
er spurn: Ætlar þessu gagn-
rýnisúrhelli aldrei að linna?
Sjá menn ekki svo mikið sem
einn hvítan díl á Frónskri til-
veru? Væri mönnum ekki nær,
að þakka það sem áunnist hefur
við kaldranalegar aðstæður,
eða ganga á undan með góðu
119 í bókinni t dag skein sól, en
þar komst Páll Isólfsson, sá
mæti maður, svo að orði þegar
ský dró fyrir sólu: „Ungir lista-
menn sem heim koma nú á dög-
um gera miklar kröfur til lífs-
ins, og ef þeir fá þeim ekki að
öllu leyti fullnægt þegar í stað,
ráðast þeir á allt sem hér hefur
verið gert, bæði í tónlist og á
öðrum sviðum, vega að góðum
mönnum sem brautina ruddu
og gáfu þeim í aðra hönd gott
land og allsnægtir. Sumir lista-
menn hafa jafnvel gengið svo
hart fram í sjálfsdekri og
kokkteilpexi að halda því fram,
að ekki sé hægt að líkja tónlist-
arstarfinu hér á landi undan-
farna áratugi við annað en
glæpsamlegt athæfi.
Ég hef jafnvel þurft að hlusta
staðar vettvangur til almennra
tónlistarskrifa í stærsta dag-
blaði landsins. Raunhæf úr-
bótatillaga númer eitt er komin
í heila höfn!
— Andlegar
kartöflur —
Nú er ég nærri viss um að
einhver hinna fjölmörgu hóg-
væru tónlistarmanna vorra segi
sem svo, að óþarfi sé að spand-
era prentsvertu á innanfélags-
króníkur tónlistarmanna. En ég
leyfi mér að benda á, að allt
milli himins og jarðar á erindi I
blöð á íslandi. Þær eru ófáar
blaðsíðúrnar sem útbía þarf
daglega í hildarleik islenskra
blaðamennsku. Enda eru rit-