Morgunblaðið - 17.02.1978, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.02.1978, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1978 37 — Minning Örn Framhald af bls. 39 reyr, stör og rósir vænar, reiknar hann jafn fánýtt." Við skiljum ekki, en við eigum ekki annars kosta en að hlita. Við Kiwanisbræður minnumst og þökkum félaga okkar Erni Arn- ljótssyni. Hans skarð verður vandfyllt. Þar sem hann gekk, fór drengur góður. Við sendum hans góðu konu Höllu, foreldrum, tengdaforeldr- um, börnum og öðrum ættingjum, innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um Örn Arnljótsson vera okkur öllum huggun harmi gegn. Eldborgarfélagar. Hinn 11. febrúar s.l. varð Örn Arnljótsson bankaútibússtjóri bráðkvaddur á heimili sinu í Ölafsvík. Örn var fæddur I Reykjavik 31. október 1936, sonur hjónanna Agústu Figved og Arn- ljóts Davíðssonar. Örn var elstur þriggja sona þeirra hjóna. Kynni okkar Arnar hófust er við vorum saman við nám í Samvinnuskólan- um, en þaðan brautskráðist hann árið 1955. Sama haust byrjaði Örn að starfa hjá útgerðarfyrirtækinu Garður h/f I Sandgerði, og starf- aði hann þar, uns hann byrjaði að vinna hjá Landsbanka tslands. Fyrstu ár sín starfaði Örn í Veð- bréfadeild, varð siðar deildar- stjóri í víxladeild Landsbankans að Laugavegi 77. Arið 1972 var Erni falið að gegna tímabundnum störfum sparisjóðsstjóra við Eyr- arsparisjóð á Patreksfirði. Næst tekur Örn við störfum útibús- stjóra Landsbankans á Kefla- víkurflugvelli, og var hann þar til ársins 1975. Það sama ár stofnset- ur Landsbankinn útibú á Snæ- fellsnesi, og árið eftir eru opnuð útibú í Ólafsvik og á Hellissandi. Eins og hér að framan greinir, þá fól Landsbankinn Erni mikil trúnaðarstörf. Ráðning Arnar sem fyrsta bankastjóra Lands- bankans á Snæfellsnesi sýnir að stjórn bankans hlýtur að hafa borið mikið traust til hans með því að fela honum að gegna jafn vandasömu starfi, sem er banka- stjóri nýrra útibúa. Árið 1961 kvæntist Örn eftirlif- andi konu sinni Höllu Gísladótt- ur, dóttur hjónanna Gísla Guð- mundssonar og Hallfríðar Jóns- dóttur. Byrjuðu Halla og Örn bú- skap sinn á Baldursgötu í Reykja- vík, en fluttust síðan til Hafnar- fjarðar. Á meðan Örn var við Landsbankann á Keflavíkurflug- velli bjuggu þau þar, þar til þau fluttust til Ölafsvíkur. Eins og hjá jafn ágætu fólki og Höllu og Erni þá varð hjónaband þeirra mjög farsælt. Þau eignuðust þrjú börn sem eru: Arnljótur fæddur 1961, Gísli fæddur 1965 og Agústa fædd 1969. Að eiga að lýsa Erni í stuttri minningargrein er mér æði tor- sótt, en segja verð ég að örn var með meiri mannkostamönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, og er það mér mjög sárt að sjá á eftir honum í blóma lífsins, og er ég enn varla búinn að átta mig á því að hann sé okkur horfinn héð- an. Örn hafði alveg einstaklega glaðværa lund, varð mjög vin- margur og vinsæll, ekki veit ég til að hann hafi nokkru sinni eignast óvildarmenn. Var hann æði glögg- ur á manngerð og sérkenni fólks, kom oft auga á hið broslega í fari okkar mannanna og gat verið hnyttinn í góðlátlegum athuga- semdum um menn og atburði. Eins og ég gat um áður hófst kunningsskapur okkar Arnar er við vorum samtíða í Samvinnu- skólanum, síðan eru liðin 23 ár, og varð þessi kunningsskapur okkar að vináttu. Margar ljúfar minn- ingar um ánægjulegar samveru- stundir koma upp í hugann þegar ég kveð Örn, og vil ég biðja hinn hæsta höfuðsmið er öllu ræður að vera með Erni og ættingjum hans, sem eiga um svo sárt að binda. Við hjónin og möðir mín sendum Höllu, börnunum, foreldrum og tengdaforeldrum hins látna inni- legar samúðarkveðjur í sorg þeirra. Það er alltaf huggun í harmi að geta minnst góðs drengs sem Örn Arnljótsson var. Hrólfur Ilalldórsson. Opið til kl. 7 í kvöld og til hádegis á morgun HERRADEILD iAUSTURSTRÆTI 14J SKÁKSTYRKIR ERU SKATTFRJÁLSIR SKÁKSAM BAIMD GIRO 625000 ÍSLANDS ÞJÓÐHATÍÐARSJÓÐUR Stjómunarfélag Islands Hvernig stjómum við? LEAP-Stjórnunamámskeið Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir LEAP- Stjórnunarnámskeiði 25. — 26. febrúar n.k. Námskeiðið kennir ungum og verðandi stjórnendur sex hagnýta þætti stjórnunar sem komið geta þeim að notum í daglegu starfi. Þessir þættir eru: Skapandi hugsun og hugarflug. Hóplausn vandamála. Mannráðningar og mannaval. Starfsmat og ráðgjöf. Tjáning og sannfæring. Hvatning. Námskeiðið er tilvalið fyrir unga og verðandi stjórnendur úr öllum greinum, atvinnulifs, hjá félagasamtökum og í opinberri þjónustu. Leiðbeinandi: Árni Árnason rekstrarhagfræðingur Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu SFÍ, að Skipholti 37, í síma 82930. SJÓB- UTSALA DOMUDEILD: Flónel 300 kr. m. Köflótt denim 300 kr. m Köflótt bómullarefni 400 kr m. Kjólaefni 400 kr m Terylene kjólaefni 600 kr. m. Svart rifflað flauel 800 kr m. Diolin efni b. 1 .50, 1 000 kr m. Denimefni br 1 .50 1 000 kr m. UII- og teryleneefni br 1.50, 1 200 kr. m Kvenbuxur 300 kr Handklæði frá 400 kr. Ullargarn margarteg. Borðdúkarfrá 500 kr. HERRADEILD: Herraskyrtur 2000 kr. Peysur frá 2000 kr. Náttföt 1700 kr Hlírabolir 675 kr Stuttar buxur 675 kr Hálfermabolir 900 kr. Síðar buxur 1100 kr. Stuttar drenqjabuxur 475 kr Drenqjaskyrtur 1700 kr Ennþá er hægt að gera hagstæð innkaup OPIÐ TIL 12 LAUGARDAG Egill Sacobsen i ...1_A._JL? A ' Austurstræti 9 auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1 978. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr 361 30 september 1977 er tilgangur sjóðsins ..að veita styrki til stofnana og annarra aðila er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið i arf a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverð- mæta á vegum Þjóðminjasafna. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni i samræmi við megintilgang hans. og komi þar einnig til álita viðbótar- styrkir til þarfa, sem getið er i liðum a) og b) Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna. sem styrkt eru. en verði ekki til þess að lækka önnur opinþer framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau Stefnt er að fyrstu úthlutun á fyrri hluta þessa árs Umsóknarfrestur er til 20 april 1978 Umsóknareyðublöð liggja frammi i afgreiðslu Seðlabanka íslands Hafnarstræti 10 Reykjavik Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar. Sveinbjörn Hafliðason i sima (91) 20500 bjóðhá t íðarsjóðu r |* FERÐAKYNNING: Oenidorm Keflavík — Suóurnes Stapi föstudaginn 17. febrúar Kvöldverður kl 20 Ferðakynning: Benidorm Skemmtiatriði: Baldur Brjánsson Tlzkusýning: Karon-samtökin sýna fatnað frá Evubæ, Fataval, Herrariki og Capellu. Ferðabingó Danssýning: Sæmi og Didda Dans: Hljómsveit Stefáns P Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Simar 11255 12940 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.