Morgunblaðið - 25.02.1978, Page 7

Morgunblaðið - 25.02.1978, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978 7 Einu sinni á ári hverju (og rúmlega þó) Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra benti réttilega á þaS i útvarps- umræðum um ráðstafanir i efnahagsmálum, að ,,AI- þingi hafi ekki sjaldnar en 25 sinnum siðan 1956 (eða á 22 árum) talið sig knúið til að gripa inn i launasamninga með ein- um eða öðrum hætti". Hann benti og á, að allir núverandi þingflokkar (og forystumenn þeirra) hefðu margoft staðið að hlið- stæðum efnahagsráðstöf- unum og þeim, sem nú væri gripið til. til að forða rekstrarstöðvun i sjávar- útvegi og koma i veg fyrir viðtækt atvinnuleysi i landinu. Halldór E. Sigurðsson Sá veldur miklu sem upp- hafinu veldur Halldór E. Sigurðsson vakti jafnframt athygli á því, að Lúðvik Jósepsson, núverandi formaður Al- þýðubandalagsins, hefði hafið ráðherraferil sinn í vinstri stjórninni fyrri (1956—1958) með þvi að binda verðbætur á laun i þrjá mánuði. Þessi sami forvigismaður lauk ráð- herraferli sinum i vinstri stjórninni síðari (1971 — 1974) með þvi að fella niður verðbætur á laun (rjúfa tengsl kaup gjalds og visitölu), eftir að hafa staðið að bæði gengislækkun og sölu skattshækkun. Samtök frjálslyndra og vinstri manna stóðu að vinstri stjórninni siðari sem kunnugt er, þó að þau klofnuðu i afstöðu sinni til kaupbindingarstefnunnar 1974, stóð núverandi for- maður þeirra vel i istaðinu i þágu þáverandi efna- hagsráðstafana meðan sætt var á valdastóli. Alþýðuflokkur og efnahags- ráðstafanir Halldór E. Sigurðsson staðhæfði að minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins, sem Gylfi Þ. Gislason sat í, hafi lögfest „verulega launalækkun árið 1959". Einu ári siðar hafi við- reisnarstjórnin, sem Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðu- flokkur stóðu að, lögfest aðgerðir til skerðingar visitölubóta. Núverandi formaður Alþýðuf lokks, Benedikt Gröndal, greiddi atkvæði með þvi lögbanni á vísitölubætur, en hann sat á þingi i bæði þau skipti, er hér um ræðir. Ráðherrann sagði að efnahagsmálaf rumvarp núverandi rikisstjómar væri þvi ekkert nýmæli, heldur hafi leiðtogar stjórnarandstöðunnar itrekað staðið að hlið- stæðum ráðstöfunum, þegar þeir hafi í stjórnar- aðstöðu metið þær nauð- synlegar til að hindra rekstrarstöðvun fram- leiðslu, atvinnuleysi og enn meiri kjaraskerðingu, sem óhjákvæmilega fylgdi i kjölfar aðgerðarleysis i efnahagsmálum við rikj- andi þjóðfélagsaðstæður. Hvað rekur sig á annars horn Þegar kemur að þvi, hver eru úrræði stjórnar- andstöðu, rekur hvað sig á annars horn i málflutn ingi hennar. Gylfi Þ. Gislason lýsti þvi yfir, að gengislækkun hafi verið óumflýjanleg við núver- andi efnahagsaðstæður, enda byggðust takmark- Gylfi Þ Gisiason aðar efnahagstillögur stjórnarandstöðu i Verð- bólgunefnd á 10% gengis- lækkun. Lúðvik Jóseps- son fordæmdi hins vegar gengislækkunina, þó að hann stæði að efnahags- tillogum, sem bókstaflega byggðu á gengislækkun sem fyrr segir. Gylfi sagði að hlutdeild launþega i þjóðartekjum „mætti trV99ja með þvi að tengja laun þeirra visitölu um þróun þjóðartekna", sem i grundvallaratriðum kem- ur heim við þau sjónar- mið, að taka óbeina skatta út úr vísitölu. Lúð- vik snerist hins vegar hart gegn þeirri ráðstöfun, þó að hann hefði áður (1 974) varað mjög eindregið við þvi, að kaupgjald æddi óheft upp méð verðlagi, sem leiða myndi til stöðv- unar i framleiðslugreinum við þáverandi aðstæður. Þannig er stjórnarand- staðan margátta, ósam- stæð og litt til forystu fall- in, þegar kemur að raun- hæfum aðgerðum á efna- hagssviði. Menn greinir vissulega á um efnahagsráðstafanir núverandi rikisstjórnar. Um hitt er enginn ágrein- ingur, almennt talað, að stjórnarandstaðan er stór- um lakari valkostur, þegar að þvi kemur að velja þjóðmálaforystu, hvort heldur er i efnahagsmál- um eða á öðrum sviðum viðfangsefna þjóðarbús- ins. jHlEösíur á morguti DÖMKIRKJAN t dag, laugar- dag kl. 10.30 árd. er barnasam- koma í Vesturbæjarskólanum við Öldugötu. Séra Hjalti Guð- mundsson. A morgun sunnudag kl. 11 árd. Messa Séra Þórir Stephensen. Föstu essa kl. 2 síðd. Séra Hjalti Guðmundsson. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Lesmessa n.k. þriðju- dag kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárusson LANDSPÍTALINN Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Arbæjarprestakall Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðs7jónusta í skólanum kl. 2. Séra Guðmund- ur Þorsteinsson. BREIÐHOTSPRESTAKALL Barnasamkoma i Ölduselsskóla kl. 10.30 laugardag. Barnasam- koma í Breiðholtsskóla sunnu- dag kl. 11. Messa í Breiðholts- skóla kl. 2. (föstuguðsþjón- usta). Séra Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðsþjónusta ki. 2 siðdegis. Kór Menntaskól- ans við Sund syngur við mess- una. Barnagæzla. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Kirkjukaffi eftir messu. Séra Olafur Skúlason, dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópacogskirkju kl. 2. Séra Þorbergur Kristjáns- son. FELLA- OG HÓLAPESTA- KALL Barnasamkoma i Fella- skóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1, kl. 2 síðd. Séra Hreinn Hjart- arson. GRENSASKIRKJA Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2, organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldórs S. Gröndal. HAEIGSKIRKJA Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Arn- grimur Jónsson. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Tómas Sveinsson. Síðdegisguðsþjónusta og fyrir- bænir kl. 5. Séra Arngrímur Jónsson. KARSNESAPRESTAKALL Barnasamkoma i Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Séra Arni Pálsson. LAUGARNESKIRKJA Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2 i umsjá Assafnaðar. Séra Grím- ur Grimsson messar. Sóknar- prestur. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Arelíus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2. í stól séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson, við orgelið Jón Stefánsson. Fullskipaður kór kirkjunnar syngur. Sóknar- nefndin. NESKIRKJA Barnasainkoma kl. 10.30 árd. Séra Guðmundur Öskar Ölafsson. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Frank M. Halldórs- son. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Fræðslu- og kynningarfundur Guðspjall dagsins: Lúk. 11.: Jesús rak út illan anda. Litur dagsins: Fjólublár. Litur iðrunar og yfirbótar. verður í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20.30. SELTJARNARNESSÓKN Barnasamkoma kl. 11. Séra Frank M. Halldórsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 2 siðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema laugardögum, þá kl. 2 síðd. ASPRESTAKALL Messa í Laugarneskirkju kl. 2 síðd. Séra Grimur Grimsson. FlLADELFlUKIRKJAN "Safn- aðarguðsþjónusta kl. 2 siðd. Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. HJALPRÆÐIS ERINN Helg- unarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. og Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 siðd. Brig. Ingidjörg Jónsson: FRÍKIRKJAN Reykjavik Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ Hámessa kl. 2 síðd. KEFLAVIKURPRESTAKALL Skátaguðsþjónusta í tilefni af Baden Powell-degi, kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Sóknarprestur. LISTER Höfum fyrirliggjandi hjálparvélasett 70 kw/ 871/2 KVA Gott verð og greiðsluskilmálar Landrafstöðvar fyrirliggjandt, stærðó: 2V2 kw/ 2Vi KVA, 7kw/, 7 KVA, 70 kw/ 871/2 KVA Leitið nánari upplýsinga: Vélasalan hf. Garðastræti 6 s 15401,16341. Gódar b*kUr Bokamarkaóurnn Í HÚSI IÐNAÐARINS VD INGÓLFSSTR/ETI argus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.