Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. MARZ 1978 29 y JLf "W "f 2c Veöur víða um heim Amsterdam 12 skýjao AÞena 16 skýjað Berlín 10 skýjaö Briissel 14 rigning Chicago 2 snjókoma Frankfurt 12 skýjaö Genf 15 sólskin Helsinki 3 skýjaö Jóh.borg 23 skýjad Kaupm.h. 3 skýjað Lissabon 16 rígning London 9 bjartviðri Los Angeles 14 rigning Madrid 12 rigning Malaga 16 skýjað Miami 23 skýjað Moskva 2 skýjað New York 0 snjókoma Ósló 2 skýjað Palroa, Majorka 15 alskýjað París 11 bjartviön Róm 15 bjartvíðri St&kkh. 3 skýjað f ef Aviv 26 skýjað Tokýó 13 skýjaö Vancouver 9 bjartviðrí Vinarborg 9 skýjað Ihalds- flokkur- inn vann Ilford Ilford, 3. marz. AP. FRAMBJÓÐANDI íhalds- flokksins sigraði með yfir- burðum í aukakosningu til þings í Ilford í gær. Er sigurinn talinn bera vott um vaxandi stuðning brezkra kjósenda vjð Margaret Thatcher og íhaldsflokkinn. Segja fréttaskýrendur, að úrslitin í Ilford færi mönn- um heim sanninn um að Ihaldsflokkurinn sigraði með yfirburðum í almennum þingkosningum í dag. Frambjóðandi íhalds- flokksins, Vivian Bendall, hlaut 22,548 atkvæði í auka- kosningunum á móti 17.051 atkvæði frambjóðanda Verkamannaflokksins. Full- trúi frjálslyndra hlaut 2,248 atkvæði og fulltrúi Þjóðfylk; ingarinnar 2,126 atkvæði. í síðustu þingkosningum vann Verkamannaflokkurinn þetta kjördæmi með aðeins 778 atkvæðum, en nú sigrar íhaldsflokkurinn með 5,497 atkvæðum. Efnt var til auka- kosninganna í kjördæminu þar sem fyrrverandi þing- maður þess lézt fýrir skemmstu. Thorneycroft lávarður, einn helzti leiðtogi íhalds- flokksins, fagnaði í dag úr- slitunum í Ilford. Sagði hann sigurinn ljósastan vott vax- andi vinsælda stefnu Thatcher. Þá er sigurinn tákn óánægju manna með stefnu Verkamannaflokksins í verð- lags-, mennta- og atvinnu- málu. Sigurinn er einnig táknrænn fyrir vinsældir Thatcher sem flokksforingja, sagði Thorneycroft. Búnaðarbing að störfum. Sigmundur Sigurðsson, bóndi í Syðra-Langholti, talar. Ljósm. Mbi. Friðþjófur. Búnaðarþing: Heyverkun bætt og útflutn- ingur á heyi verði kannaður BÚNAÐARÞING 1978 situr nú í Reykjavík. Þingið var sett 20. febrúar sl. af Asgeiri Bjarnasyni, formanni Bún- aðarfélags íslands en einnig flutti landbúnaðarráðherra Halldór E. Sigurðsson ávarp. Búnaðarþing sitja 26 fulltrúar búnaðarsamband- anna í landinu og er gert ráð fyrir að þingið standi fram í miðja næstu viku. Alls hafa verið ló'gð fram 33 mál á þinginu og þar af hafa 8 þeirra hlotið endanlega af- greiðslu en önnur eru til umfjöllunar hjá nefndum. Meðal þeirra fhála, sem Búnaðarþing hefur afgreitt, má nefna ályktun um veru-legt átak til bættrar heyverkunar, þeirri áskorun er beint til markaðs- nefndar, að hún láti nú þegar fara fram frekari athugun á markaðsmöguleikum fyrir ís- lenskt hey í næstu nágrannalönd- um okkar, samþykkt var ályktun um merkingu hrossa og einnig hefur þingið afgreitt ályktun þar sem mótmælt er frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi um breytt eignarráð yfir landinu og skorað á Alþingi að fella frum- varpið. Samþykkt hefur verð ályktun um viðbótarákvæði við frumvarp það sem síðasta Búnarðarþing samþykkti um vinnuaðstoð í sveitum. Er þessi viðbót gerð þar sem í fyrra frumvarpið skorti ákvæði um vinnuaðstoð við heim- ilisstörf þannig að makar bænda ættu einnig kost á afleysinga- þjónustu. Þarf því að gera ráð fyrir heimild til ráðningar heldur fleiri starfsmanna til að sinna þessu. Einnig hefur þingið sam- þykkt áskorun til sveitarstjóra um hvort ekki sé unnt að bæta Margir hafa á undanförnum dögum lagt leið sína á bókamarkaðinn en honum Jýkur í dag kl. 18. Ljósm. Friðbjófur. Erum enn bókaþjóð — segja forsvarsmenn bókamarkaðarins BÓKAMARKAÐUR Bóksala- félags íslands hefur nú staðið yfir í nokkra daga og átti-Mbl. stutt samtal við þá Lárus Blöndal og Jónas Eggertsson. forsvarsmenn bókamarkaðar- ins. Þeir sögðu að aðsókn hefði verið mjbg ntikil um helgina. nánast fullt hús, og þá kæmi einmitt öll fjölskyldan. „Við höíum opið samkvæmt sérstakri reglugerð og á síðasta degi, n.k. laugardag, er opið til kl. 18. sögðu þeir félagar. Þeir kváðu staðinn vera góðan, nema að helzt vantaði fleiri bílastæði. — Við erum enn bókaþjóð, hér kemur fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri og kaupir bækur, en hér eru ekki yngri bækur en tveggja ára. Hér er líka að finna allt sem til er af íslenzkum bókum og það er hér sem síðustu eintökin fara, sögðu þeir enn- fremur. Þá sögðu þeir að á bóka- markaðinn kæmi fólk frá öllu landinu nánast, fulltrúar bóka- safna gerðu oft stór innkaup á bókamarkaðinum og svo mætti lengi telja. Sem fyrr segir lýkur bóka- markaðinum í dag laugardag. aðstöðu ferðamanna í sveitum. Þá hefur þingið falið stjórn Búnaðarfélagsins að beita sér fyrir því, að aftur verði tekinn upp í útvarpi þátturinn Spjallað við bændur. Fyrir Búnaðarþingi iiggja nú ýmis mál, sem bíða afgreiðslu og má þar nefna þrjár tillögur um skipulags- og framleiðslumál, tillögu um fækkun hreindýra, breytingu á verðhlutfalli neyslu- mjólkur og unninna mjólkurvara, eftirlit með tilbúnum áburði og tillaga þar sem átalinn er sá dráttur, sem orðið hefur á að lögum um Stofnlánadeild land- búnaðarins verði breytt. Búnaðarþingsfulltrúar eru kjörnir til fjögurra ára og er þetta síðasta þingið á þessu kjörtímabili. Kosningar til Bún- aðarþings fara fram á komandi sumri. Prentar- ar unnu á 2 vinnu- stöðuín nyrðra MORGUNBLAÐIÐ haíði af því spurnir. að verkíallsdag- ana tvo hafi einhver brögð orðið að því að félagsmenn Hins íslenzka prentarafé-- lags ynnu. Sums staðar í litíum fyrirtækjum munu þó prentarar og vinnuveitend- ur hafa komizt að samkomu- lagi og í stað þess að vinna dagana tvo. verður unnið nú um helgina, og því ekki dregið af launum við næsta launaútreikning. Morgunblaðið ræddi í gær við Ólaf Emilsson, formann HÍP, og spurði hann um framkvæmd verkfallsins, en HÍP var eitt þriggja félaga á landinu, sem boðaði verkfall. Ólafur kvað fram- kvæmd verkfallsins hafa gengið frekar vel, en þegar frá væri talið verkfallsbrot í tveimur prentsmiðjum á Akureyri — í Skjaldborg og Valprent. I Skjaldborg var haft samband við prentarana strax fyrri verkfallsdaginn og lögðu þeir niður vinnu. Einnig var rætt við þá þrjá prentara, sem unnu í Val- prent. Morgunblaðið spurði þá Ólaf, hvað félagið myndi gera í tilfelli þessara félags- manna. Hann kvaðst ekki geta svarað því á þessari sundu, en á mánudag yrði fulltrúaráðsfundur HÍP, sem eflaust myndi taka afstöðu til þessa máls. 50 ára leikafmæli Þóru Borg leikkonu Á frumsýningu á „Refunum" hjá Leikfélagi Reykjavíkur á miðvikudaginn kemur verður minnst 50 ára leikafmælis Þóru Borg leikkonu. Þóra Borg lítur á þessu leikári aftur til 50 ára leikferils, en hún byrjaði að leika reglulega með Leikfélagi Reykjavíkur haustið 1927 og tók þá þátt í sex af sjö nýjum sýningum félagsins. Á langri starfsævi hefur Þóra Borg leikið ótal hlutverk hjá Leik; félaginu og í Þjóðleikhúsinu. I sýningu Leikfélagsins fer hún með hlutverk negrakonunnar Addie, sem er í þjónustu hjá „refunum". Þóra Borg lék áður þetta hlutverk fyrir 30 árum, þegar Anna Borg systir hennar og Poul Reumert mágur hennar komu hingað til lands með gestaleik á dönsku á „refunum" á vegum Norræna félagsins Þóra Borg er önnur af tveim núlifandi íslendingum, sem geta litið til baka til hálfrar aldar Þóra Borg í búningsherbergi sínu hjá Leikfélagi Reykjavfkur að setja á sig negragervi á æfingu á „Refunum". leikferils. Hinn er Valur Gísla- son, sem hélt upp á afmæli sitt í fyrra. Búnaðarþing: Atak til bættrar heyverkunar BINADARÞINí; hofur sam- þykkt ályktun þar sem það leggur ríka áherzlu á. að gert verði verulegt átak til hættrar heyverkunar í landinu. í álykhin þingsins segir að þar seni fóðuriðnaöarnefnil þeirri, er landbúnaðarráðherra skipaði á áiinu 1976, hafi verið falið að taka hevverkunarmálin til meðferðar. lVli þingið stjórn Búiiaðarfélags Islands ttð hlulast tii um við iH'l'mlina, að hún skili áliti um þvssi mál sem allr;i tyrst. Jal'n- tVamt iVlui- })ingið stjórn Búnaðar- t'élagsins að eí'na til nánara samstarfs við Rannsóknastot'nun laiidbúnaðarins og búnaðarsam- böndin uill rannsóknir og leiðbein- ingar til ba'ttrar heyvorkunar hjá ba'ndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.