Morgunblaðið - 16.03.1978, Page 1
48 SIÐUR
55. tbl. 65. árg.
FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Tel Aviv, Beirút, Damaskus,
15. marz. Reuter. AP.
ÍSRAELSKUR flugher, landher og floti hélt í dag áfram
stanzlausum árásum á Suður-Líbanon og hafa Israelsmenn
lagt undir sig stór svæði innan landamæra Líbanons
jafnframt því sem þotur þeirra hafa gert loftárásir á
bækistöðvar og flóttamannabúðir Palestínuaraba rétt utan
við Beirút, höfuðborg Líbanons. Upplýsingum um mannfall
ber ekki saman en ljóst þykir að mikill fjöldi óbreyttra
borgara hefur látið lífið í innrásinni og einnig fjöldi
Palestínuskæruliða og ísraelskra hermanna. Talið er að alls
hafi ísraelsmenn beitt 20 þúsund manna herliði í innrásinni,
sem er stærsta hernaðaraðgerð ísraelsmanna frá því í
stríðinu 1973.
ann sagói að innrásin væri til þess
gerö að uppræta í eitt skipti fyrir
öll alla starfsemi skæruliða á
þessu svæði, en þaðan hefðu þeir
gert mörg hundruð árásir á Israel
á undanförnum árum. Hann sagði
að ísraelsmenn vildu koma upp
nokkurra kílómetra öryggisbelti
við landamæri sín og Líbanons
sem ísraelsmenn réðu yfir þannig
að tryggt væri að árásir væru ekki
framar gerðar á ísrael frá Líban-
ón. Hann vildi ekki segja hvenær
ísraelskt lið yrði dregið til baka
frá Líbanon en sagði stjórn sína
ekki hafa neinn áhúga á því að
ráða yfir eða stjórna Suður-Líban-
on. Því yrði ekki um yfirráð
ísraelsmanna að ræða þegar til
sögunnar kæmi ríkisstjórn í
Líbanon sem réði við ástandið á
þessu svæðl og gæti haft stjórn á
því. Weizman gaf einnig í skyn að
Framhald á bls. 26
ísraelskur, brynvarinn herbfll á leið inn í Líbanon í gær.
Sýrlenzkar loftvarnaskyttur
skutu í dag á flugvélar ísraels-
manna við strendur Líbanons, en
að öðru leyti er ekki vitað til þess
að Sýrlendingar hafi blandað sér
í innrásina. Her Líbanons, sem er
margklofinn, hefur ekki veitt
viðnám, en Palestínuskæruliðar
sem innrásin beinist að hafa víða
veitt harðskeytt viðnám. Margir
óttast að Sýrlendingar muni
hlanda sér í átökin með fullum
herstyrk sínum og að þar muni
brjótast út nýtt stríð í Miðaustur-
löndum, en þess sáust þó ekki
merki í gær, enda þótt Sýrlending-
ar hafi lofað Palestínuaröbum
aðstoð herþota.
ísraelsmenn hafa þegar náð á
sitt vald fjórum mikilvægun-
bækistöðvum sínum í landamæra-
héruðum S-Líbanons og var hart
barizt um aðrar stöðvar þeirra, þ.á
m. höfuðstöðvar Yassir Arafats
skammt frá Beirút. Búizt er við að
ísraelsmenn muni reyna að halda
yfirráðum yfir hluta Suður-Líban-
ons til að koma í veg fyrir
starfsemi Palestínuskæruliða á
þeim slóðum.
Ezer Wiezman varnarmálaráð--
herra ísraels sagði í dag á fundi
með fréttamönnum að innrásin í
Líbanon væri ekki gerð í Vefndar-
skyni vegna árásar Palestínu-
skæruliða í ísrael um helgina sem
kostaði tugi manns lífið. Ráðherr-
Begin forsætisráðherra og Weizman varnarmálaráðherra Israels ræða við ísraelska herforingja á
landamærum ísraels og Lfbanons á meðan innrásin í Líbanon stóð sem hæst. (Símamynd AP).
Innrásin gagnrýnd víða
„Skipuleg fjöldamorð” segja Egyptar
New York, Moskvu, Washington,
Róm, Kairó, 15. marz.
AP. Reuter.
INNRÁS ísraelsmanna í
Suður-Líbanon var í dag
harðlega gagnrýnd víða um
heim og kölluð óðra manna
æði í Arabalöndunum og
Sovétríkjunum. Kurt Wald-
heim framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna sagðist
harma innrásina og hvatti
Rostropovich
sviptur
borgararétti
Moskva, 15. marz. AP.
MSTISLAV Rostropovich,
sellóleikarinn heimskunni,
var á miðvikudag sviptur
sovézkum borgararéttind-
um með þingskipun fyrir
athafnir á erlendri grund,
sem „sneiða að virðingu
Sovétríkjanna“ að sögn
hins opinbera málgagns
stjórnarinnar, Izvestia.
Einnig var kona Rostropov-
ich, óperusöngkonan Galina
Vishnevskaya, svipt þegnrétt-
indum. Tilskipun þessi þýðir í
raun að hjónin geta ekki snúið
aftur til heimalands síns.
Rostropovich er nú stjórnandi
Rostropovich
þjóðlegu sinfóníuhljómsveitar-
innar í Washington. Hann fór
frá Sovétríkjunum 1974 og bar
því við að hann hefði verið
sviptur „frelsi til listsköpunar“.
aila til að sýna stillingu.
Vance utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði að inn-
rásin mundi verða hindrun í
vegi friðarumleitana og
páfagarður lét í ljós áhyggj-
ur vegna innrásarinnar.
Arababandalagið krafðist
þess þegar að Sameinuðu
þjóðirnar létu málið til sín
taka án tafar.
í Kaíró lét utanríkisráðuneytið
frá sér fara tilkynningu þar sem
innrás ísraelsmanna í Líbanon er
lýst sem skipulagðri útrýmingu
Palestínumanna í landinu og farið
afar hörðum orðum um aðgerðirn-
ar, sem sagðar eru leggja stein í
götu frekari viðleitni í friðarátt í
Miðausturlöndum. Fyrr um daginn
hafði Sadat forseti Egyptalands
neitað að láta neitt eftir sér hafa
um málið fyrr en hann hefði
fengið um það betri upplýsingar.
Ummæli Waldheims fram-
kvæmdastjóra S.Þ. þykja fremur
mild í samanburði við það sem
hann lét hafa eftir sér eftir árás
Palestínuskæruliða í ísrael um
helgina.
í Moskvu sagði Tass-fréttastof-
an að innrás Israelsmanna í
Suður-Líbanon , væri gerð með
samþykki og vilja Bandaríkjanna
og tengdi hana friðarumleitunum
Sadats, sem ísraelsmenn hefðu
tekið sem beina heimild til ofbeld-
is- og ódæðisverka gagnvart Pale-
stínumönnum.
Vance utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna sagði að innrásin og árás
Palestínumanna í ísrael á laugar-
dag væru hvort tveggja atburðir
sem mundu hafa slæm áhrif á
friðarviðleitni manna í löndunum
á svæðinu, en fram hjá þessum
hindrunum yrði að reyna að
komast. Vance sagði að Ísraels-
menn hefðu tekið ákvörðun sína
um innrás algerlega upp á eigin
spýtur, en Carter forseta hefði
verið tilkynnt um hana rétt áður
en hún hófst.
Standa vinstrimenn
saman á sunnudag?
París, 15. marz, Reuter.
FRAMBOÐSMÁL skýrðust í
Frakklandi í dag fyrir hólm-
göngu stjórnarsamstcypunnar og
vinstrimanna í seinni umferð
frönsku þingkosninganna á
sunnudag. í samræmi við samn-
ing þann. er gerður var á
mánudag. tóku jatnaðarmenn og
kommúnistar höndum saman um
að styðja þá frambjóðendur, sem
sigurstranglegastir eru í hverju
kjördæmi um sig. Gaullistar og
bandamenn þeirra fóru eins að í
flestum kjördæmum og eiga
kjósendur nú um skýra kosti að
velja.
Þegar stokkað var upp í kjör-
dæmum í dag, viku frambjóðendur
jafnaðarmanna hvarvetna úr sæti,
þar sem maður kommúnista stóð
betur að vígi eftir fyrri umferð
kosninganna. Fljótt á litið virtist
svo sem þessi ráðabreytni gerði
jafnaðarmönnum mun hærra und-
ir höfði á vinstri vængnum, með
241 frambjóðanda samanborið við
aðeins 145 kommúnista. A hitt ber
þó að líta að hingað til hefur veriö
miklu erfiðara að segja til um
'hvernig jafnaðarmenn greiða at-
kvæði heldur en kommúnistar,
sem oftast hlíta flokksaga dyggi-
lega.
Fulltrúar stjórnarinnar voru
snöggir að gera sér mat úr
óttanum við valdatöku kommún-
ista og báru leiðtoga jafnaðar-
manna, Mitterand, á brýn að hafa
gert hin mestu gumpkaup við
Marchais, leiðtoga kommúnista, og
myndi hann sennilega neyðast til
að láta kommúnistum eftir helm-
ing ráðherraembætta í stjórninni
Framhaid á bls. 26
„Upprætum skæruliða
í eitt skipti fyrir öll”
— segja ísraelsmenn um innrás í Líbanon
Mikið mannfail meðal óbreyttra borgara