Morgunblaðið - 29.03.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978
3
Nígeríuskreiðin:
Frétta að vænta frá
Nígeríu 1.
„ÞAÐ IIEFUR enn ekkert nýtt
gerst í skreiðarsölumálum til
Nígeríu. en cins ok áður hefur
komið fram, þá kom fram á
síðustu viðræðufundum okkar við
stjórnvöld í NÍKeríu, að skrciðar
sölumálin yrðu athuguð með nýju
fjárhagsári, sem hefst 1. apríl
n.k. þar í landi." sagði Bjarni
Mannússon framkvæmdastjóri ís-
lenzku umboðssölunnar h.f.
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann í gær.
Bjarni Magnússon sagði að
fyrstu frétta vegna skreiðarmáls-
apríl n.k.
ins yrði jafnvel að vænta á
fimmtudaginn, þ.e. 31. marz, því
þann dag flytur forseti Nígeríu
ávallt ræðu, og er jafnvel gert ráð
fyrir að hann komi inn á skreiðar-
málin að þessu sinni.
Eins og Morgunblaðið hefur
margoft skýrt frá liggur skreið hér
á landi fyrir um 8 milljarða króna,
sem Nígeríumenn voru búnir að
semja um kaup á, en stjórnyöld
þar í landi hafa ekki heimilað
innflutning á þrátt fyrir ítrekaðar
viðræður við kaupendur og stjórn-
völd þar í landi.
Ekkí veruleg röskun á flugi
MORGUNBLAÐIÐ hafði sam
band við Arnarflug í gær og innti
frétta af stöðunni hjá flugfélag-
inu eftir óhappið sem önnur vél
félagsins varð fyrir í London um
helgina. Gunnar Þorvaldsson
kvað búið að koma öllum farþeg-
um félagsins út sem til hefði
staðið að flytja og öllum ís-
lendingum heim nema 19 manns
frá ísrael. sem hefðu þurft að
stanza í Luxemburg. en þeir eru
væntanlegir heim í dag.
Gunnar kvað Arnarflug aðallega
vera með flug erlendis um þessar
mundir og væri nú verið að kanna
möguleika á leiguflugvél i þær
Þessi mynd var tekin á
skírdag s.l. af þeirri flugvél
Arnarflugs sem lenti í
óhappinu í London, en vélin
var þá tilbúin til leiguflugs
fyrir Air Malta og var búið
aö mála vélina í litum þess
flugfélags.
Amarflugs
4—6 vikur sem það mun taka að
gera við vél félagsins í London.
Hin vélin er hins vegar í Kenya og
verður þar út apríl. Gunnar kvað
litla röskun verða á flugi Arnar-
flugs hér heima, því Flugleiðir
tækju að sér hluta þess flugs og
önnur ráð yrðu höfð þar sem vandi
væri. óleystur.
Þungt haldin eft-
ir umferðarslys
ELDRI kona liggur þungt
haldin á gjörgæzludeild
Borgarspítalans eftir um-
ferðarslys, sem varð seinni
partinn á miðvikudag fyrir
viku siðan.
Konan, sem er 74 ára gömul, var
á leið austur yfir Rauðarárstíg á
móts við húsið númer 48 þegar hún
varð fyrir bifreið, sem var á leið
norður Rauðarárstíginn. Konan
slasaðist mjög mikið, fótbrotnaði á
báðum fótum, höfuðkúpubrotnaði
og axlarbrotnaði.
Ásbjörn RE50;
Nýr skuttog-
ari væntanleg-
ur í gærkvöld
Hinn nýi skuttogari ísbjarnar-
ins h.f. í Reykjavík Ásbjörn RE 50
var væntanlegur til Reykjavíkur
um kl. 21 í gærkvöldi, en Asbjörn
er annar tveggja skuttogara, sem
Isbjöfninn hefur látið smíða í
Noregi, hinn fyrri, Ásgeir RE 60,
kom til Reykjavíkur í desember s.l.
Ásbjörn er smíðaður hjá Flekke-
fjord slipp og maskinfabrikk og er
tæplega 500 lestir að stærð, eins og
Asgeir, en þessir togarar eru sams
konar og Gyllir frá Flateyri.
D-listinn á
Akureyri
ákveðinn
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
flokksins við hæjarstjórnar-
kosningarnar á Akureyri var
ákveðinn á fundi fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna þar nyrðra
að kvöldi mánudagsins 20. marz.
Listinn er þannig skipulagður.
1. Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari, 2. Sigurður J. Sigurðsson
framkvæmdastjóri, 3. Sigurður
Hannesson byggingameistari, 4.
Gunnar Ragnars framkvæmda-
stjóri, 5. Tryggvi Pálsson fram-
kvæmdastjóri, 6. Ingi Þór
Jóhannsson framkvæmdastjóri, 7.
Margrét Kristinsdóttir skólastjóri,
8. Björn Jósef Arnviðarson lög-
fræðingur, 9. Rafn Magnússon
húsasmíðameistari, 10. Þórunn
Sigurbjörnsdóttir húsmóðir, 11.
Freyja Jónsdóttir húsmóðir, 12.
Hermann Haraldsson bankafull-
trúi, 13. Steindór G. Steindórsson
ketil- og plötusmiður, 14. Jónas
Þorsteinsson skipstjóri, 15. Drífa
Gunnarsdóttir húsmóðir, 16. Odd-
ur C. Thorarensen apótekari, 17.
Óli G. Jóhannsson listmálari, 18.
Hrefna Jakobsdóttir húsmóðir, 19.
Jón V. Guðlaugsson lyfjalæknir,
20. Friðrik Þorvaldsson forstjóri,
21. Bjarni Rafnar læknir og 22.
Jón G. Sólhes alþingismaðúr.
nordíHende
Gerum tilboð
í magnkaup,
yður að
kostnaðarlausu
BUÐI