Morgunblaðið - 29.03.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 29.03.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 11 Káta ekkjan Káta ekkjan er nú í annað sinn uppfærð hér á Islandi. Fyrri uppfærslan var gerð 1956, undir stjórn dr. Victors Urbanc- ic, og eru það þó nokkur tíðindi, að Magnús Jónsson syngur nú sama hlutverk og þá. Hljóm- sveitarstjóri er nú Páll P. Pálsson og verður ekki annað sagt en að Páll „depúteri" sem óperustjórnandi með glæsibrag. Káta ekkjan er ekki erfitt viðfangsefni, en Páll hefur mikla reynslu í stjórnun og Þjóðleikhúsið ætti að sækjast eftir því að fastráða slíkan starfskraft, því hann gæti staðið fyrir erfiðum uppfærslum og um leið endurnýjað Þjóðieikhúskór- inn og veitt honum aðhald, sem hann hefur ekki notið um áratuga skeið. Með Pál P. Pálsson sem stjórnanda gæti Þjóðleikhúsið boðið upp á vandaðar óperu- og ballettsýn- ingar og ekki síður flutning stærri kórverka. Þjóðleikhúsið hafði á að skipa fastráðnum hljómsveitarstjóra fyrir tuttugu árum og ætti slíkt ekki að þykja nein ósköp í dag. Aðalhlutverkin, Hanna Glawari og Danilo greifi, voru sungin af Sieglinde Kahmann og Sigurði Björnssyni. Sigurður skilaði sínu mjög vel og vár framburður söngtextans hjá honum mjög skýr. Aftur á móti átti Sieglinde Kahmann í erfið- leikum með íslenska textann, en hún bætti það svo sannarlega upp með frábærum söng sínum. Mikro Zeja barón og konu hans Valencienne sungu Guðmundur Jónsson og Ólöf Harðardóttir. Barónninn á að vera auli, sem einn sér ekki að kona hans er honum ótrú og frúin hégómlegt fiðrildi, sem hefur ekki hugrekki til að hlýða kalli ástarinnar. í þessum ástaklúbb er Camille de Rosillon, sem sungin er af Magnúsi Jónssyni, nokkurs kon- ar fimmta hjól á vagni. Efnis- lega er verið að fjalla um ástina, framhjáhald, peningagræðgi og hið ljúfa líf og er í rauninni furðulegt hve góð skemmtan er í þessari endemis þvælu. Fag- lega unnin og ljúfleg og létt tónlistin eftir Franz Léhár, í góðum flutningi, hefur skapað þessari óperettu meiri vinsældir en flestum öðrum söngverkum. Árni Tryggvason leikari, fór með hlutverk Njegusar kansil- ista og snerist kringum ástar- kvintettinn með helst til mikl- um skrípatilburðum. Önnur hlutverk voru framfærð af söngvurum úr kórnum og vant- aði allan borgarbrag á fram- komu þeirra og engu líkara en þeir væru í pappafötum, sem ekki þyldu of mikla hreyfingu. Það litla sem kórinn söng gerði hann þokkalega, nema innkoma tenóranna eftir aðalaríu Glawari, sem stakk óþægilega í stúf við fallegan söng Sieglinde Kahmann augnabliki fyrr. Is- lenski dansflokkurinn söng og dansaði og lífgaði upp á sýning- una, en ótímabær dansatriði í millispili söngatriða verkuðu truflandi, þó atriðið sjálft væri ekki ósnyrtilega gert. Danshöf- undur er Yuri Chatal og var mesta furða hvað dansarnir voru. Það er eins með dansa og söngva, að blær þeirra er ekki að öllu leyti fólginn í réttri gerð, heldur fíngerðari venjum máls og atferlis, sem ekki verða numin í einni svipan, en eru mjög áberandi og afmarkandi fyrir ýmis menningarsvæði. Álistair Powell er höfundur leikmyndar og búninga og var sviðsmyndin mjög við hæfi. Gervin voru flest nokkuð góð, nema Magnúsar Jónssonar. Bæði hárið og gervið í heild verkaði truflandi á undirritað- an. Benedikt Árnason og reynd- ur leikstjóri og hefur tekist að gefa sýningunni léttan og gamansaman blæ og greinileg forðast leiktilburði, sem bæði gætu spillt verkinu og auk þess er erfitt að koma til skila, með að mestu leyti óreyndu og óleikhæfu fólki. Sýningin mæddi mest á Guðmundi Jóns- syni og Árna Tryggvasyni í leiktilburðum en sönglega á Ólöfu Harðardóttur, Magnúsi Jónssyni, Sigurði Björnssyni og Sieglinde Kahmann. Magnús söng sama hlutverk fyrir 22 árum og var söngur hans nú mjög góður. Ólöf hefur fallega rödd og af þessari frumraun hennar má hiklaust ætla henni framtíð sem óperusöngkonu. Möndlupersónur verksins voru Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson. Sieglinde var frábær og vill undirritaður leggja áherslu á, að hún og Páll P. Pálsson áttu kvöldið. VULCAN Skátar í 10 daga rannsókn- arleiðangri BANDALAG íslenzkra skáta mun í sumar gangast fyrir 10 daga rannsóknarleiðangri á Öskjusvæðinu í samvinnu við skáta frá hinum Norðurlöndun- um og Norrænu eldf jallastöðina. Hefur leiðangurinn hlotið heitið „Vulcan projekt Island 1978“ og er það framhald af samvinnu eldri skáta á Norðurlöndum, sem hvað hæst bar er þeir stóðu saman að alheimsmóti skáta, Nordjamb 1975, eins og segir í frétt frá undirbúningsnefnd. Um 100 skátar frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og íslandi, 18 ára og eldri, munu ferðast um og kanna svæði sem afmarkast af Mývatni, Jökulsá á Fjöllum, Vatnajökli og Skjálfandafljóti. Á ferðinni munu skátarnir vinna að athug- un á gróðri og dýralífi svo og kanna jarðsögu svæðisins. Nord- isk Ungdomsforbund hefur veitt styrk til verkefnisins og mun hann verða notaður til að jafna ferðakostnaði erlendra þátttak- enda. Yfirlýsing EFTIRFARANDI yfirlýsing, sem fylgja átti grein Ragnars Björns- sonar, sem birtist í blaðinu s.l. fimmtudag, féll því miður niðun „Reykjavík 10. febr. 1978. Ég undirrituð, sem hefi verið formaður Tónlistarfélags Kefla- víkur í 18 ár og starfað allan þann tíma með Ragnari Björnssyni, sem var skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík, gef honum mín bestu meðmæli og þakka honum gott samstarf allan þann tíma. Ragnar vann ómetanlegt brautryðjanda- starf við skólann. Þau vita allt um Hafir þú hug á að kynnast betur hinum nýju IB-lánum og IB-veð- lánum, skaltu bara koma eða hringia. IB-ráðgjafar okkar kunna svör við spurningum þínum. Sé þess óskað, geta þeir einnig rætt og ráðlagt um hve lengi sparað er og hversu há upphæð. Að ýmsu þarf að hyggja til að sparn- aðaráætlunin standist. Hvað þarf lánið að vera hátt til að takmarkinu verði náð? Hvað eru líkur á að hægt sé að leggja mikið inn mánaðarlega? Svör við þeim spurningum ráða mestu um hve langt sparnaðartímabilið þarf að vera. Kynntu þér möguleikana betur. Hafðu samband við IB-ráðgjafana í aðalbanka eða einhverju útibúanna. Fyrirhyggja léttir framkvæmdir. Vigdís Jakobsdóttir'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.