Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIOVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 25 Risaolíuskipið Amoco Cadiz, þar sem það marar í hálíu kafi út af strönd Bretagne-skaga. Beðið færis með að sprengja olíuskipið Portsall, Frakklandi, 28. marz. Reuter-AP. HVASSVIÐRI rnikið neyddi franska kafara til að fresta því að sprengja risaolíuskip- ið Amoco Cadiz, svo að þau 20.000 tonn af olíu, sem eftir eru í geymum skipsins, gætu runnið í sjóinn. Talsmaður franska sjó- hersins sagði veðurofsann hafa verið það mikinn að ekki hefði verið talið hægt að koma fyrir sprengju- hleðslum á kili skipsins án þess að stofna lífi kafaranna í hættu. Kafararnir éru reiðubúnir að sprengja upp skipið jafnskjótt og lægir, en franska stjórnin mælti svo fyrir í gær að skipið skyldi sprengt upp. Síðan risaolíuskipið strandaði út af strönd Bretagne-skaga hinn 16. þ.m. hafa 200.000 tonn af hráolíu runnið í sjóinn og mengað um 200 kílómetra af strandlengju Frakk- Fengu ekki landgönguleyfi Darwin. AP. VÍETNAMSKIR flóttamenn sem komu á togbáti til Darwin í Ástralíu fengu ekki leyfi til landgöngu þar. Var flóttamönn- unum gefið að sök að hafa rænt bátnum undan Saigon. Áströisk stjórnvöld rannsaka nú hvernig flóttamennirnir komust yfir farkostinn en stjórnin í Ilanoi segir bátinn eign stjórnvalda. Hanoistjórnin kallar flótta- mennina sjóræningja og segir þá hafa hent áhöfn bátsins fyrir borð undan strönd Malasíu. Áströlsk stjórnvöld segja ekk- ert benda til þess. Báturinn liggur enn í Darwin. Myndin sýnir afstöðu olíuskipsins Amoco Cadiz, en það strandaði fyrir 12 dögum síðan. lands. Um 3.000 hermenn og fjölmargir sjálfboðaliðar vinna nú að því að hreinsa sjóinn af olíu, og herma fregnir að á hverjum degi séu 2.000 tonn af olíunni hreinsuð úr sjónum, en við hvert flóð berst meira af olíu að ströndum lands- ins. Óttast var á tímabili að olíu- mengunin næði til Erma- sunds-eyja Bretlands en sú hætta leið hjá í gær er breytti um vindátt og veður versnaði. Er nú aðeins lítil olíubrák út af Ermasundseyj- unni Guernsey, en sérfræðingar telja að brákin muni hverfa á tveimur til þremur dögum, haldist veður óbreytt. Flugvallar-vígslu frestað í Tókíó Á mánudag fóru um 15.000 manns í kröfugöngu í borginni Brest og kröfðust þess að tekin væri upp harðari afstaða gegn olíumengun. Sló í brýnu milli um 2.000 mótmælenda og lögreglu fyrir utan ráðhús borgarinnar, en ekki er vitað til þess að neinn hafi meiðst alvarlega. Mengunin mun hafa mikil og slæm áhrif á fiskimiðin út af strönd Bretagne-skaga, en fisk- veiðar eru helzti atvinnuvegurinn þar. Þá mun mengunin einnig spilla dýralífi á svæðinu, sem og sólbaðsströndum og öðrum ferða- mannastöðum, en jdretagne-skagi er vinsæll ferðamannastaður. Tokýó, 28. marz. AP — Reuter JAPÁNSSTJÓRN írestaði í dag um óákveðinn tíma fyrirhugaðri opnun nýs al- þjóðaflugvallar í nágrenni Tókýó vegna skemmdar- verka sem unnin voru á flugturni vaflarins á sunnu- dag. Frestunin nú er sú tíunda frá 1971. Fimm manns hafa látið lífið og yfir 8000 særzt í átökum and- stæðinga flugvallarins og lögreglu frá því að hafizt var handa við lagningu vallarins sem er um 60 kílómetra norður af Tókýó. Um 6500 andstæðingar flugvall- arins, þar á meðal námsmenn og bændur, tókust á við lögreglu við flugvöllinn á sunnudag og köstuðu eldsprengjum, grjóti og stálbútum að lögreglu. Sex mótmælendanna komust fram hjá öryggisvörðum inn í flugturn vallarins vopnaðir sleggj- um og bareflum. Lögðu þeir Þingmenn í Moskvu fóru á fund gyðinga Moskvu, 28. marz. AP. BANDARÍSKIR þingmenn. sem staddir eru í Moskvu á vegum hermálanefndar bandan'sku full- trúadeildarinnar. brugðu í dag út af fyrirhugaðri dagskrá og ra'ddu við nokkra sovéska gyðinga. sem neitað hefur verið um brottfarar- leyfi frá Sovétríkjunum. Þingmennírnir, Henry Waxman, Robert Carr og Patricia N. Chroeder, ræddu meðal annars við móður sovéska andófsmannsins Anatoly Shcharansky, sem haldið hefur verið í haldi í meira en eitt ár. Shchar- ansky bíður þess enn að vera dreginn fyrir dóm, sakaður um landráð. Sagði móðir hans þingmönnunum að hún vissi ekki hvenær réttarhöldin hæfust, og að hún væri mjög kvíðin yfir afdrifum hans. rafeindabúnað og stjórntæki flug- turnsins í rúst. Viðgerðir í flug- turninum taka mánuð og frestast opnun flugvallarins að minnsta kosti sem því nemur. Yfir 1000 lögreglumenn réðust í gærkvöldi á • virki andstæðinga flugvallarins sem þeir reistu við völlinn. Yfirbugaði lögreglan mót- mælendur og tók jdrkið í sinar hendur. Handtók lögregla um 50 mótmælendur en margir komust undan eftir leynilegum neðanjarð- argöngum. Etna gaus Katanru. Reuter. ETNA, stærsta virka eldfjall Evrópu, tók skyndilega að gjósa árla á mánudag. Kváðu við miklar drunur og sprengingar frá miðgíg fjallsins og hraun flæddi niður hlíðar þess. Hraunrennsli náði niður í skógabelti fjallsins og kviknaði í nokkrum trjám, en síðdegis sljákkaði í Etnu og var byggð því aldrei í hættu. Þetta örstutta gos í Etnu var hið 17. i röðinni á níu mánuðum. 48 létust í flugslysi Rangoon. AP—Reuter. FARÞEGAR og áhöfn burmanskr ar flugvélar. 48 manns, létu lífið er vélin hrapaði til jarðar skömmu eftir ftugtak á Rangoon-flugvelli. Sjónarvottar kváðust hafa heyrt sprengingu er vélin klifraði. Flug- vélin varð að eldhafi við lendingu. Vélin var af Fokker Friendship gerð. Orsakir slyssins eru ókunnar. Páfinn messaði Vatikaninu. AP—Reuter. PÁLL páfi sjötti messaði á sunnudagsmorgni á torgi heilags Péturs að viðstöddum rúmlega 100.000 manns af mörgu þjóðerni. Páfi var óstyrkur í röddu og af honum dregið. Hann var og valtur á fótum og studdur við hvert skref. Páfi var nýstaðinn upp úr flensu sem hrjáði hann í tvær vikur. Mannfjöldinn á torginu fagnaði páfa mjög í lok 50 mínútna iangrar messu hans. Varð fyrir skotárás Tórínó. AP. FYRRVERANDI borgarstjóri Tórínó, Giovanni Picco, varð á föstúdag fyrir skotárás tveggja manna, sem yopnaðir voru vél- byssum rétt við heimiii sitt. Hlaut Picco skotsár á fótum, höndum og á öxl. Picco er áhrifamaður úr röðum kristi- legra demókrata á Italíu. Maður sem sagðist vera fulltrúi Rauðu herdeildarinnar hringdi á fréita- stofu og sagði hryðjuverkasam- tökin bera ábyrgð á verknaðin- K varti rússneskir verkamenn yfir aðbúnaði á vinnustað blasir geðVeikrahælið við Mannréttindasamtökin Amnesty International skýrðu nýverið frá því, að nú væri augljóst. að pólitísk misnotkun geðlækninga í Sovétríkjunum væri hluti þess bálks opinberra ráðstafana sem gripið væri til í viðureigninni við „erfiða borgara". Samtökin halda þessu nú fram í ljósi nýjustu heimilda sem þeim hafa borizt frá Rússlandi. Þessi skjöl sýna fram á. að stjórnvöld hafa látið fangelsa og sent óbreytta verkamenn á geðveikrahæli fyrir það eitt að kvarta yfir aðhúð á vinnustiiðum. Rússneskir verkamenn sem gengið hafa fram í því að kvarta jndan aðbúð á vir.nustöðum stofnuðu nýlega með sér samtök sem nefnast Samband frjálsra verkalýðsfélaga í Sovétríkjun- um. Félagar eru um 200 og þótt samtökin leggi áherzlu á, að þau séu ekki i hugmyndafræðilegri andstöðu við hið opinbera þá hafa félagar þess fundið litla náð í augum valdhafanna í Moskvu. Þeir hafa fengið óblíöar móttökur þar, verið reknir frá borginni eða sendir rakleitt á geðveikraspítala úr biðsölum ráðuneyta. Samband frjálsra verkalýðs- félaga í Sovetríkjunum hefur ekki hlotið \ iðurkenningu valda- manna í Kreml. Hefur sam- bandið nú leitað eftir viður- kenningu á tilveru sinni til alþjóðasamtaka verkalýðsins. I beiðni sinni til alþjóðasamtak- anna segir rússneska samband- ið, að opinber stéttarfélög í Sovétríkjunum hvorki verndi rótt sambandsfélaga né taki til greina kvártanir þeírra. Héízti talsmaður og aðál- hvatamaður að stofnun Sam- bands frjálsra verkalýðsfélaga í Sovétríkjunum, Vladimir Klebanov, hefur orðið illa fyrir barðinu á aðgerðum stjórn- valda. Þegar hann hafði lýst yfir stofnun samtakanna á fundi með erlendum blaðamönnum í Moskvu 26. janúar s.l. fór hann huldu höfði. Hann var ekki lengi frjáls, því 7. febrúar handtóku óeinkenniskheddir lögreglu- menn hann á járnbrautarstöð. Síðast fréttist af honum 22. febrúar, þá var hann í algerri einangrun á geöveikraspítala i Donetsk. I skýrslu HelSinki eftirlits- hópsins sém Amhesty barst fyrjr skennnstu 'segir, að lög- regla flytji Í2.inanns á degi hverjum í geðsjúkrahus úr biðsölum ráðuneyta í Kreml. Meðal dæma sem þar er að finna segir frá Nadezhdu Gaidar, vélvirkja frá Kiev. í maí 1975 fór hún til Moskvu til að kvarta yfir óréttmætri uppsögn sinni. Hún var flutt á geðsjúkrahús númer 13 í Moskvu og þar sprautað í hana Aminazin-lyfi. Læknir tjáöi Nadezhdu að henni. yrði haldiö á geðsjúkraluisinu svo hún hætti kvörtununi sin um. Frú Gaidar var tveggja Kramhald á hls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.