Morgunblaðið - 29.03.1978, Page 36

Morgunblaðið - 29.03.1978, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 vlf® MORödK/- KAftlNl) (0 cí Fleiri stóla? — Ætlar þú að hjóða gestum til okkar? 'W1 Ágætis nautahuff. — En horðhúnaðurinn virðist ekki hannaður fyrir það! I’ahhi, viltu ekki kenna mér að flauta á eftir stelpum? Plat eða raunverulegt? Sem kunnugt er sýndi sjónvarp- ið þátt frá Filippseyjum laugar- daginn fyrir páska þar sem fjallað var um lækningar nokkuð sérstak- ar, að mati bréfritara hér á eftir: „Þeir sem horfðu á sjónvarp að kvöldi laugardags fyrir páska urðu vitni að nokkuð undarlegum lækningaaðferðum, svo ekki sé meira sagt og er erfitt að ségja til um hvort eru hreint plat og sjónhverfingar eða á að taka alvarlega. I þessum sjónvarps- þætti, sem var brezkur, var skýrt frá því hvernig hópur fólks fór frá Bretlandi til að leita sér lækninga hjá andalæknum (eða hvað á eiginlega að kalla þá) í Manila og fengu sjónvarpsmennirnir að fylgjast nokkuð náið með lækning- unni. Það fór ekki á milli mála að sjónvarpsmaðurinn var fullur efa- semda allan tímann, þótt hann segðist vilja vera með opinn huga og vera jákvæður og svo hefur sjálfsagt verið einnig um okkur hin, sem sátum heima og fylgd- umst með þessu. En niðurstaða hans varð samt sú, að hér væri aðallega um fjárplógsstarfsemi að ræða eða að miklu leyti, jafnvel þótt sumir fengju e.t.v einhverja bót meina sinna. Ekki get ég eftir þennan þátt langt neinn dóm á það hvort hér er um eitthvað alveg sérstakt og raunverulegt fyrirbrigði að ræða eða algjörar sjónhverfingar. Til að skera úr um það þarf sjálfsagt að gera sér ferð til viðkomandi og athuga málið. Nýlega var frá því skýrt, að Islendingar hefðu farið til Filippseyja til að leita sér lækninga og af blaðafregnum hefur mér skilizt, að þar hafi allt gengið vel, og margir hlotið lækningu meina sinna. Hefur mér einnig skiiizt að þessi íslenzki hópur hafi ekki verið til meðferðar hjá sömu mönnum og komu fram í fyrrgreindum sjónvarpsþætti. Ekki mun því vera ráðlegt að bera saman þessa tvo „lækningaaðila" en samt má spyrja spurninga. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ekki er allt sem sýnist, má nefna úrspilsþraut vikunnar. Spilið virðist upplagt enda virðist einum of lítið sagt á hcndur norðurs og suðurs í þetta sinn. Austur er gjafari en allir eru á hættu. Norður S. K53 H. ÁK T. Á L. 10965432 Suður S. ÁDG1094 H. G10987 T. KD L. - Eftir að þú opnar á tveim spíiðum á hendi suðurs, lesandi góður, verður þú sagnhafi í sex spöðum. Andstæðingar þínir sögðu alltaf pass og vestur spilar út laufás. Hvernig hyggst þú spiia spilið? Þetta virðist einfalt. Taka tvisv- ar tromp, hjartaás og kóng og trompa síðan hjarta með spaða- kóngnum. Þrettán slagir. Nei, þetta var fljótfærni. Spilin liggja alltaf illa í svona þrautum og þessi er engin undanteknin. Norður S. K53 H. ÁK T. Á L. 10965432 Vestur S. - H. D6542 T. 10874 L. ÁKI)G Austur S. 8762 H. 3 T. G96532 L. 87 Suður S. ÁDG1094 H. G10987 T. KD L. - Við trompum útspilið og tökum fjórum sinnum tromp. Og frá borðinu látum við tígulásinn. Síðan látum við hjartaás og kóng í tígulhjónin og gefum einn slag á hjarta en eigum síðan afganginn. Lesendur ættu að athuga spilið vel og munu komast að raun um, að þetta er eina vinningsleiðin. MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 8 — Það ga-ti verið að farið yrði fram á það. En ekki víst þó. Ilún leit á klukkuna. — Það. fer lest eftir tuttugu mínútur. sagði hún við systnr sína. Beindi síðan máii sínu til Maigrets og sagði< — Þér ga tuð kannski látið aka okkur til stöðvarinnar? Systirin sagði. — Etlar þú ekki að bíða eftir Minique? — Nei. hún bjargar sér áreiðanlega sjálf heim. Þeir óku heim til Gare de I.yon og verurnar tvær hurfu upp stigann. Ég stríddi honum og sagði hann héldi vfst hann væri orðinn unglingur aftur og hann var ekki þannig gerður „ að hann reiddist við strfðnina í mér. Svo röbbuðum við saman um stund um dóttur hans, sem ég hef aldrei séð, en hann hefur sýnt mér gamlar myndir af henni. Ég hef sjaldan hitt mann sem var jafn stoltur af því þegar hún fæddist á sínum síma. Ilann gekk á miili allra og sagði þeim fréttina og hafði alltaf mynd af henni í vasa sínum. í vasa hans hafði aðeins verið barnamyndin af Monique. eng- in nýrri. — Og þér vitið ekki fleira? — Hvað aðti ég að vita? Ég bý hér og hreyfi mig lítið. Eftir að Kaplan flutti og hár- greiðslukonan á annarri hæð flutti er ekki mikið líf í húsinu lengur. — Sögðuð þér það við hann? — Já. við töluðum um dag- inn og vcginn, um leigjendurna sem flyttu héðan einn af öðrum. og um þessa þróun sem hefði orðið og arkitektana sem maður sér svona annað kastið og sem eru alltaf að undirbúa kvikmyndahúsið sitt án þess maður sjái svo sem mikið til þeirra. Hún var ekki bitur. Samt hafði Maigret á tilíinningunni að hún yrði síðasta manneskjan sem færi úr húsinu. — Hvernig gerðist það? spurði hún — Þjáðist hann mikið? Hvorki frú Thouret né Monique höfðu spurt þessa. — Nei. la'knirinn segir að hann hafi dáið samstundis. — Hvar gerist það? — Skammt héðan. í undir- gangi við Boulevard Saint Martin. — Rétt hjá skartgripabúð- inni? — Já. Morðinginn hlýtur að hafa veitt honum eftirför og þegar fór að dimma stungið hann niður. Margit hafði kvöldið áður og aftur um morguninn hringt á rannsóknarstofu lögreglunnar. En ekki hafðist mikið upp úr því þar eð í ljós kom að hnífurinn var þeirrar gerðar sem íá má í hverri einustu verzlun. Ilann var nýr og engin fingraför á honum. — Veslings hr. Luis! Hann var svo lífsglaður maður! — Var hann léttur í iund? — Ja, það væri ekki hægt að kalla hann dapran mann. Ég veit ekki hvernig ég á að skýra það fyrir yður. Hann var vingjarnlegur í viðmóti við alla og lagði sig í líma við að vera hlýr og notalegur. En hann reyndi aldrei að sýnast meiri en hann var. — Ilafði hann áhuga á kven- fölki? — Nei, það gat ég aldrei fundið. Og þó hafði hann átt sína möguleika ef hann hefði viljað. Því að þeir voru ekki margir karlmennirnir í fyrir- tækinu og konurnar sem unnu í fyrirtækinu voru ekki dyggð- ugri en gengur og gerist. — Og hann drakk ekki? — Hann drakk vínglas eins og aðrir og stöku sinnum fékk hann sér koníak með kaffinu. — Ilvar borðaði hann hádegisverð. — Hann hafði alltaf nesti með sér í vinnuna. Vafið inn í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.