Morgunblaðið - 29.03.1978, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978
Ný-nasistar ætl-
uðu að frelsa Hess
Luenborg,
Vestur-Þýzkalandi
27. marz. Reuter.
LÖGREGLA tilkynnti í dag
að hún hefði komist á snoðir
um áætlanir þýzkra ný-
nasista til að frelsa Rudolf
Hess, fyrrum staðgengii
Hitlers, úr Spandau-fangels-
inu í Vestur Berlín. Hess
sem er 84 ára að aldri, er
eini fanginn í fangelsinu.
Að sögn lögreglu hafa fimm
ný-nasistar verið handteknir og
leitað er nokkurra annarra. Upp
komst um tilraunina þegar gerð
var húsleit hjá tveimur Vest-
ur-Þjóðverjum, sem eru í fangelsi
fyrir til að hafa gert árás á
herbúðir í Saxlandi í síðasta
mánuði. -
I ljos kom að tvimenn-
ingarnir voru hægrisinnaðir öfga-
menn og komst lögreglan fljótt á
slóð samstarfsmanna þeirra. I
árásinni á herbúðirnar yfirbuguðu
grímuklæddir menn verði og stálu
vopnum og skotfærum. Vopnin
hugðust ný-nasistarnir nota til að
frelsa Hess úr haldi.
Kúluis fyrir mömmu og
pabba óg barnaís
og bamashake á bamaverði
Rudolf Hess
Hver af áskrifendum Vísis
Kannski Gúndi á horninu, Steinka í mjólkurbúðinni eða jafnvel
Bensi frændi (þó hann eigi það ekki skilið). Nú, það er tilfellið, þau eiga
ölljafnmikla möguleika og ég, því öll erum við áskrifendur að Vísi, (égdreif
mig að vísu í það í gœr). Þið hin sem ekki eruð áskrifendur fáið
sjálfsagt bara að hlaupa apríl eins og venjulega. Ekki satt?
Námamenn
til vinnu
Washington. Reuter — AP.
FLESTIR 160 þúsund handa-
ri'skra kolanámamanna hófu
störf á ný í dag eftir 110 daga
verkfall. Vinna gat þó ekki
hafist að fullu því gagnasmið-
ir eru áfram í verkfalli á
nokkrum svæðum.
í nýjum kaupsamningi fá
námamennirnir nú 10 dollara
og 20 sent á timann. Hækkuðu
launin um 2,40 dollara á
klukkustund.
Ummælum
hrundið
Washington. Reuter.
Varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna vísaði á bug í
dag ummælum í brezka blaðinu
Daily Telegraph um að Rússar
væru að byggja stöð fyrir
kjarnorkukafbáta sína í hafn-
arborginni Cienfuegos á Kúbu.
Daily Telegraph sagði einnig
að sterkur grunur léki á að
Rússar hefðu einnig komið
fyrir langdrægum eldflaugum á
Kúbu í óþökk við Bandaríkin.
Hert á
gagnrýni
Washington. Reuter.
BANDARÍSK stjórnvöld
herða nú á gagnrýni sinni á
samkomulag Ians Smith for-
sætisráðherra Rhódesíu við
hófsamari leiðtoga svartra í
landinu. Segja stjórnvöld sam-
komulagið ólöglegt og veru-
lega ábótavant. Talsmaður
stjórnvalda sagði að stjórn
Smiths hcfði komist til valda
með ólöglegum hætti og allir
samningar hennar í Rhódcsíu-
deilunni því óiögmætir.
r
Atta manns
fórust
Zúrich — AP.
AÐ minnsta kosti átta manns
létu lífið af völdum snjóflóða í
svissnesku Ölpunum um páska-
helgina. Fjórir hinna látnu
voru breskir hermenn.
Drukknuðu
í flóðum
Maputo, AP.
AÐ MINNSTA kosti 40 manns
drukknuðu og 200 þúsund
manns urðu heimilislausir í
miklum flóðum í miðri Mozam-
bique um páskana. Áin Zam-
besi flæddi yfir bakka sína í
kjölfar mikilia rigninga og
eru flóðin sögð hin mestu í
mannaminnum. Flóðin sem
enn eru ekki í rénum hafa
valdið miklum landspjöllum í
Mozambique.
Stutt við
skæruliða
Dar Es Salaam. AP — Reuter
FORYSTUMENN svartra
skæruliða í Ródesíu, Joshua
Nkomo og Robert Mugabe,
ræddu um helgina við leiðtoga
fjögurra blökkumannaríkja er
liggja að Ródesíu. í yfirlýsingu
að fundinum loknum heita
leiðtogar Tanzaníu, Zambíu,
Botswana og Mozambique
stuðningi við hernað fylkinga
Nkomos og Mugabe.
Bandaríkjamenn og Bretar
eru hvattir í yfirlýsingunni til
að sýna í verki afstöðu sína til
friðar í Ródesíu og kalla sem
fyrst saman fund leiðtoga til að
koma samningaviðræðum í
gang á ný.