Morgunblaðið - 11.04.1978, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
Eldur í húsi
sambyggðu
Ásgríms-
safni
ÍBÚI hússins við Bergstaða-
stræti 74A, varð var við að
reyk lagði út úr kjallaraher-
hertji í húsinu í ífærmorgun,
þar sem hann vissi að fyrir var
maður. Manninum var
hjarxað út fljótlega, og kom
slökkvilið á vettvanj;. Var
frekari útbreiðsla elds heft, en
hann hafði þá aðeins læst si«
i rúmföt mannsins. Litlar
skcmmdir urðu á hýbýlum.
Þess má geta að húsið er
sambyggt húsi því er Asgríms-
safn er í, svo að illa hefði getað
farið ef ekki hefði tekist að
hefta útbreiðslu eldsins svo
fljótt. í Ásgrímssafni eru
hverju sinni milljóna verðmæti
í málverkum.
Krísuvíkur-
fjósið selt
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarð-
ar hefur samþykkt að selja
fjósið og súrheysturna í Krísu-
vík. Kaupandinn er Halldór
Júliusson sem þar hefur rekið
svínabú að undanförnu, og er
söluverðið 6 milljónir króna.
Þá er Ilalldóri einnig leigður
1.1 hektari lands umhverfis
húsið til 25 ára.
Bygging fjóssins var á sínum
tíma mikið pólitískt hitamál í
Hafnarfirði, að því er fram
kemur í blaðinu Hamri. Það var
að tilhlutan Alþýðuflokksins,
sem þá var í meirihluta í
bæjarstjórn, að bærinn byggði
þessi mannvirki í Krísuvík og
átti að hefja þar rekstur
kúabús með um 200 kúm.
Aldrei varð þó neitt úr þeim
búrekstri en hins vegar hafinn
þar fjárbúskapur. Þessi rekstur
varð hins vegar mjög umdeild-
ur og síðar var öllum rekstri á
vegum bæjarins hætt í Krísu-
vík.
Tillagan um sölu fjóssins og
súrheysturnanna var samþykkt
samhljóða í bæjarstjórninni.
Atvinnulaus-
um fækkar
ATVINNULEYSISDAGAR í
marz voru á öllu landinu 9.186
og hafði fækkað frá fyrra
mánuði úr 9.973. Samtals voru
skráðir atvinnulausir einhvern
tíma í marzmánuði 468 manns,
en höfðu verið í febrúar 511.
Færeying-
arnir koma
REIKNAÐ er með að færeysk-
ir togarar hefji veiðar á ný á
íslandsmiðum í dag, en þeir
hafa ekki verið hér við land
síðan í lok janúar, en þá höfðu
þeir lokið við að fiska upp í
Íiann kvóta, sem þeir hafa á
slandsmiðum, en það eru alls
17.000 tonn af fiski á ári, þar
af 7000 tonn þorskur.
Færeysku togararnir höfðu
heimild til að hefja veiðar á
Islandsmiðum á ný strax að
þorskveiðibanni loknu, en fær-
eyska landstjórnin heimilaði
ekki togurunum að hefja veiðar
fyrr en 11. apríl. Hins vegar
héldu línuveiðarar á Islands-
mið, strax og þorskveiðibanni
var lokið. Mest mega vera 10
færeysk skip á íslandsmiðum í
»inu.
Sjópróf vegna strands Leó VE:
Skipstjórinn sofn-
aði og báturinn sigldi
stjórnlaus upp í fjöru
SJÓPRÓFUM vegna strands vél-
hátsins Leós VE á Landeyjasandi
er að mestu lokið. Aðeins er eftir
að taka skýrslur af skipverjum á
varðskipinu Ægi, sem reyndi að
ná bátnum á flot og verður það
gert í Sjó- og verzlunardómi
Reykjavíkur við fyrstu hentug-
leika.
Að sögn Júlusar B. Georgssonar,
fulltrúa bæjarfógetans í Vest-
mannaeyjum, kom það fram við
sjóprófin að ástæðan fyrir strandi
Framhald á bls. 30.
Annar listi sjálfstæðismanna í Kópavogi:
„Vegna riftunar nið-
urstöðu í prófkjöri”
— segir Guðni Stefánsson járnsmíðameistari
MORGUNBLAÐIÐ hafði sam-
band við Guðna Stefánsson járn-
smíðameistara í Kópavogi og
spurði hann um ástæður fyrir því
að hann hefur sagt sig af lista
sjálfstæðismanna til bæjarstjórn-
ar ásamt tveimur öðrum. Guðni
átti að skipa 5. sæti á listanum
samkvæmt tillögu uppstillingar-
nefndar, en í undangengnu próf-
kjöri varð hann í 2. sæti. Þá hcfur
Guðni tilkynnt að hann ásamt
fleirum sjálfstæðismönnum muni
hjóða fram sérstakan lista sjálf-
stæðismanna í kosningunum.
„Annað framboð sjálfstæðis-
manna í Kópavogi er nú ákveðið,"
sagði Guðni í spjalli við Mbl., „allt
flokksbundinna sjálfstæðismanna
eða yfirlýstra sem slíkra. Ástæðan
fyrir þessu framboði er sú að haft
hefur verið að engu prófkjör
Sjálfstæðisflokksins frá 4. og 5.
marz s.l. en það hafði verið
samþykkt fyrr í vetur. Síðar kom
reyndar fram tillaga á fundi
fulltrúaráðsins um að efna ekki til
prófkjörs en hún var felld.
Þegar hins vegar niðurstaða
prófkjörsins lá fyrir var niðurstöð-
unni riftað af 18 manna uppstill'-
ingarnefnd með Richard Björgv-
insson í forsæti, en 10 úr þessari
uppstillingarnefnd hafa skipað
sjálfa sig á listann og þó eru tveir
þar sem ekki tóku þátt í prófkjör-
inu. 18 manna nefndin kaus 3
manna undirnefnd með Richard
Björgvinsson í forsæti og hlutverk
hennar var að ræða við frambjóð-
endur í prófkjörinu. Ég kvað
Framhald á bls. 30.
Magnús Magnússon í Hafskip:
Flýtti sendingu
myndanna út vegna
útflutningsbannsins
ÞEGAR Morgunblaðsmenn
komu niður á bryggju í Hafnar-
firði í gærmorgun var Sveinn
Björnsson lögregluforingi og
listmálari þeirra Hafnfirðinga
í óða önn að koma fyrir
myndum í gámi, sem hann
sfðan sendir til Kaupmanna-
hafnar. þar sem hann opnar
stóra sýningu seinna í vor. M.a.
var Sveinn að koma þessari
mynd fyrir, þeirri stærstu á
sýningunni, en hún er 2x4
metrar.
Sveinn sagði í gær að hann
hefði ætlað að senda myndirnar
utan með skipi 19. apríl, en
starfsmenn Eimskip hefðu tekið
vara við því að draga það að
senda myndirnar vegna út-
flutningsbannsins. Sagði Sveinn
þá hafa gengið í málið og flýtt
því að senda myndirnar og færu
þær með Háafossi annað kvöld.
„Ég vildi ekki taka neina
áhættu," sagði Sveinn, „þótt
kannsk^ hefði mátt fá undan-
þágu fyrir myndirnar mínar.“
Sveinn mun sýna 170 málverk
í hinum þekkta sýningarstað
Den Frie í Kaupmannahöfn.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Kannar möguleika á leigu-
kaupum á verksmiðjuskipi
Talið unnt að fá um 40 þúsund tonna skip fyrir 6-7 milljarða
KANNAÐIR hafa verið
möguleikar á því að kaupa
og reka íslenzkt bræðslu-
skip, sem einkum skal
miðast við vinnslu kol-
munna á miðum fjarri landi
en jafnframt mundi skipið
sinna vinnslu á vetrarloðnu
eftir því sem ástand loðnu-
stofnsins leyfir ellegar vera
sent á fjarlæg mið hluta
ársins. Hugmyndin er að fá
með svonefndum Ieigukaup-
um 36—40 þúsund tonna
flutningaskip, og breyta því
í verksmiðju- og móðurskip
en áætlaður kostnaður við
skipið nemur milli 6 og 7
milljörðum króna.
Það er Magnús Magnússon,
forstjóri Hafskips, og hlutafélag á
hans vegum sem unnið hefur að
athugun þessa máls, vegna lag-
anna um rétt til fiskveiða í
landhelgi þarf að koma til laga-
breyting, sem felur í sér að ákvæði
um bann við fiskvinnslu erlendra
aðila í íslenzkri fiskveiðilögsögu
skuli ekki standa í vegi fyrir því
í KVÖLD klukkan 20.30 verður
fundur í fulltrúaráði sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík, þar sem
tekin verður ákvörðun um fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík við næstu borgar
að ríkisstjórn sé heimilt að leyfa
íslenzkum aðilum er fullnægja
ákvæðum laganna að semja um
leigukaup á stóru verksmiðjuskipi
til vinnslu á kolmunna og öðrum
sjávarafla, eins og greint er frá á
þingsíðu. Ellert B. Schram hefur
ásamt Ingólfi Jónssyni lagt fram
á þingi frumvarp um þessa laga-
breytingu og sagði hann í samtali
við Mbl. að hann teldi hér þarft
mál á ferð er stuðlaði að því að
beina sókn í aðrar fisktegundir en
þorsk, og honum hefði þótt sjálf-
sagt að veita því lið.
I greínargerð með frumvarpinu
kemur fram að gert er ráð fyrir að
í skipinu yrði ný og fullkomin
verksmiðja með um 2 þúsund
tonna afköstum á sólarhring en
jafnframt aðstaða til frystingar á
loðnuhrognum. Um borð yrðu
einning vélar til flokkunar kol-
munna en úrval úr aflanum yrði
flutt í kælitönkum til vinnslu í
landi. Gert er ráð fyrir að skipið
myndi fá a.m.k. 150 þúsund tonn
af kolmunna til vinnslu á ári og
tæki einnig til vinnslu um 60 þús.
tonn af loðnu á ári þegar veiðiþol
stofnsins leyfir.
Þá kemur fram, að hugmyndin
stjórnarkosningar. Fundurinn
verður haldinn í Sigtúni (nýi
salurinn á 2. hæð).
Á fundinum mun Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra
flytja ræðu.
er að halda skipinu á kolmunna-
miðum fjarri landi og gera þær
veiðar arðbærar fyrir íslenzka
skuttogaraflotann, þannig að þær
stæðust fjárhagslegan samanburð
við veiðar á öðrum fiski. Hins
vegar væri með flutningi úrvals úr
kolmunnanum til vinnslu hjá
vinnslustöðvum í landi unnt að
skapa þeim verkefni og vinna
þannig upp það tjón er vinnslu-
stöðvarnar hefðu af því að
togararnir hættu þorskveiðum.
Gert er ráð fyrir að sjávarútvegs-
ráðherra setji nánari skilyrði um
Stofnlánasjóður
landbúnaðar:
Ekki meira
fé að íá
STÉTTARSÁMBAND bænda
hefur borið fjárhagsvanda
stofnlánasjóðs landbúnaðarins
upp við ríkisstjórnina, en eins
og kom fram í Mbl. hefur
sjóðurinn aðeins til ráðstöfun-
ar um 400 milljónir króna en
umsóknir nema um 2100 millj-
ónum króna. Að sögn Gunnars
Guðbjartssonar, formanns
Stéttarsambands bamda, hafa
þau svör fengizt hjá ríkisvald-
inu að ekki sé unnt að verja
meiri fjármunum til sjóðsins
en að framan greinir, og sagði
Gunnar að því væri óhjá-
kvæmilegt að synja yrði all-
flestum beiðnum nema þá
helzt einhverjum byggingar
umsóknum um heygeymslur.
vinnslu verksmiðjuskipsins en
skipið væri íslenzkt, með íslenzkri
áhöfn og nyti aðgangs að íslensk-
um sjávarauðlindum og aðstoðar
íslensks veiðiflota.
Fram kemur að auðvelt er að fá
notuð skip í góðu ásigkomulagi
með hagstæðum kjörum og nú
væri til athugunar hvort unnt
væri að fá skip af þessu tagi með
öllum búnaði á leigukaupakjörum,
sem er áþekk aðferð og beitt hefur
verið við kaup á farþegaflugvélum
hér á landi.
Stálu bíl og
óku ölvaðir
AÐFARARNÓTT laugardagsins
tók lögreglan í Reykjavík fasta tvo
pilta sem höfðu stolið bíl frá
bílasölu. Piltarnir höfðu neytt
áfengis og voru því ölvaðir við
aksturinn. Þá viðurkenndu þeir við
yfirheyrslu að hafa þrotizt jnn í
verzlunina Borgarkjör.
Patreksfjörður:
Seldi öll
málverkin á
skömmum tíma
Patreksfirði, 10. apríl.
LISTAMAÐÚRINN Baldvin
Árnason hélt málverkasýningu
og sýningu á styttum í félags-
heimilinu i gær, sunnudag. Sýn
ingin var mjög fjölsótt og seldust
öll málverkin upp á skömmum
tfma.
- PÁLL.
B orgarst j órn arkosn ingarnar:
Framboðslisti sjálfstæðis-
manna ákveðinn í kvöld