Morgunblaðið - 11.04.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1978
3
Vestmannaeyjar:
„Prófkjörið staðfest
ir traust fylgi sjálf
stæðismanna”
TÆPLEGA 900 manns tóku þátt
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Vestmannaeyjum um síðustu
helgi vegna væntanlegra bæja-
stjórnarkosninga í vor en flokk-
urinn fékk 931 atkvæði í siðustu
bæjarstjórnarkosninum. 16 voru í
framboði og hlutu 5 efstu bind-
andi kosningu. Sá háttur var
hafður á í prófkjörinu að merkt
var við 5 frambjóðendur og fékk
efsta sæti 5 stig, 2. sæti 4 stig og
svo koll af kolli. Sjálfstæðisflokk-
urinn í Vestmannaeyjum hefur
nú 4 af 9 bæjarfulltrúum í
Vestmannaeyjum.
Úrslit í prófkjörinu urðu þau að
Arnar Sigurmundsson fram-
kvæmdastjóri hlaut 1780 stig,
Sigurður Jónsson yfirkennari 1564
stig, Gísli Geir Guðlaugsson vél-
virki 1333 stig, Georg Þór Krist-
jánsson verkstjóri 986 stig og
Sigurður Olafsson stýrimaður 920
stig.
Morgunblaðið hafði samband
við Arnar Sigurmundsson og innti
hann álits á prófkjörinu.
„Við viljum þakka Eyjafólki,"
sagði Arnar, „fyrir þessa miklu
þátttöku í prófkjörinu og hún
sýnir ljóslega að Sjálfstæðisflokk-
urinn er leiðandi afl í stjórnmál-
um Vestmannaeyja og staðfestir
traust fylgi flokksins. Þegar stað-
reyndir eru skoðaðar þá liggur það
ljóst fyrir að mestu tilþrif í stjórn
bæjarmála og framkvæmda hafa
verið þegar sjálfstæðismenn hafa
haft forystuna. Við hyggjum gott
til glóðarinnar og erum ánægðir
með að þorri Eyjamanna vill
leggja okkur lið til þess að taka
fast og ákveðið á vandamálum
Eyjabyggðar."
Garðabær:
„Mikill áhugi á bæjar-
málum og stuðningur
við sjálfetæðisflokkinn”
I PRÓFKJÖRI sjálfstæðismanna
í Garðabæ vegna væntanlegra
bæjarstjórnarkosninga kusu 1123
en flokkurinn fékk við síðustu
sveitarstjórnarkosningar 989
atkvæði. Niðurstöður urðu þær að
Garðar Sigurgeirsson bæjarstjóri
hlaut 1. sæti með 379 atkv. í það
sæti, en 657 atkv. í 1,—5. sæti.
Næstur varð Jón Sveinsson for-
stjóri með 273 atkv. í 1,—2. sæti
en 601 í 1.—5. sæti. í þriðja sæti
varð Markús Sveinsson fram-
kvæmdastjóri með 318 atkv. í
1.—3. sæti og 522 atkv. í 1,—5.
Fjórði varð Sigurður Sigurjóns-
son lögfræðinur með 376 atkv. í
1.—4. sæti og 464 í 1.—5. sæti og
í 5. sæti varð Fríða Proppé
húsmóðir með 418 atkvæði í
1.—5. sæti.
Þegar Morguriblaðið hafði sam-
band við Garðar Sigurgeirsson og
innti álits hans á prófkjörinu,
sagði hann: „Þetta tækifæri nota
ég til þess að koma á framfæri
þakklæti til þess mikla fjölda
Garðbæinga sem tók þátt í próf-
kjörinu og lét með því í ljós
mikinn áhuga sinn á bæjarmálum
og stuðning við Sjálfstæðis-
flokkinn."
Prófkjör sjálfstæðismanna í Mosfellssveit:
196% aukning fylgis
frá síðustu kosningum
ÚRSLITIN í prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Mosfellssveit urðu þau að
Salóme Þorkelsdóttir hlaut 491
atkv. eða 81,4%, Jón M.
Guðmundsson hlaut 427 atkv. eða
70,8%, Bernhard Linn hlaut 390
atkv. eða 64,8%, Magnús Sig-
steinsson hlaut 295 atkv. eða
48,9%, Örn Kjærnested hlaut 230
atkv. eða 38,1% og í 6. sæti varð
Hilmar Sigurðsson með 221 atkv.
eða 36,7%.
Atkvæði greiddu 603, en á
kjörskrá voru 1282. 47% kosninga-
bærra íbúa í hreppnum tóku þátt
í prófkjörinu, en í síðustu kosning-
um hlaut Sjálfstæðisflokkurinn
307 atkvæði. Aukning í prófkjörinu
er því 196%.
Ekki náðist samband við Salóme
Þorkelsdóttur í gærkvöldi til þess
að fá álit hennar á hinni miklu
þátttöku í sveitinni í prófkjöri
sjálfstæðismanna.
Hveragerði:
273% aukning í próf-
kjöri sjálfstæðismanna
213 MANNS kusu í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Hveragerði
vegna væntanlegra hreppsnefnd-
arkosninga og er það 273%
aukning frá síðasta prófkjöri.
Úrslit urðu þau að Hafsteinn
Kristinsson hlaut 108 atkvæði í 1.
sæti, Helgi Þorsteinsson hlaut 59
í 1. og 2. sæti, Ólafur Óskarsson
hlaut 100 í 1,—-3. sæti, Ævar
Axelsson hlaut 92 í 1,—4. sæti og
Aðalsteinn Steindórsson hlaut 123
í 1,—5. sæti.
„Það verður nokkuð mikil breyt-
ing á lista sjálfstæðismanna,"
sagði Hafsteinn í spjalli við
Morgunblaðið í gær,“ tveir menn
fara út úr efstu sætunum og nýju
mennirnir þrír sem koma inn eru
allir iðnaðarmenn sem hafa getið
sér gott orð fyrir dugnað og við
væntum góðs af starfi þeirra í
hreppsnefnd. Við erum bjartsýn
hér og ánægð, sérstaklega með
þátttökuna sem er óvenju mikil
miðað við prófkjörið fyrir 4 árum.
Það var mikil stemning í kring um
þetta prófkjör, enda var það opið
öllum þar sem við töldum það
vænlegast. Þessi þátttaka stað-
festir einnig að fólk hér hefur
áhuga á starfi okkar og stefnumál-
um og vill styðja við í þeim
efnum.“
Gestir skoða hið nýja heimili.
Nýtt dagheim-
ili í Kópavogi
OPNAÐ hefur verið nýtt dag-
heimili í Kópavogi og stendur það
við Furugrund í Snælandshverfi.
Þetta er fjórða dagheimilið í
Kópavogi og sagði Stefnir
Helgason, formaður félagsmála-
ráðs Kópavogs, við opnun
heimilisins, að þctta væri
helmingsaukning dagheimila á
s.1. fjórum árum.
Dagheimilið rúmar 34—36 börn,
en húsið er einingahús frá Húsa-
smiðjunni h.f. og tók bygging þess
um 9 mánuði. Sagði Stefnir að það
væri mun skemmri byggingartími
en á fyrri dagheimilisbyggingum í
Kópavogi sem hefði verið um það
bil 3 ár að meðaltali. Kostnaður
nam tæplega 70 milljónum króna.
Stefnir Helgason sagði að nú væri
nokkurn veginn búið að fullnægja
Kristján Guðmundsson félags-
málastjóri í Kópavogi opnar
heimilið.
þörf fyrir dagvistunarpláss og
engir biðlistar væru nú á
heimilunum. Sagði hann að nú
væri rúm fyrir um það bil 25% af
aldursflokknum 2— 6 ára á
dagheimilum.
Hið nýja dagheimili er búið
ýmsum nýjungum t.d. þeirri að nú
væri tekið við leikskólabörnum
einnig þ.e. að 6 börn dveldu á
heimilinu í 4 tíma fyrir hádegi og
önnur sex í fjóra tíma eftir hádegi
og fengju þessi börn þar að auki
hádegismat þannig að þau dveldu
á heimilinu í um það bil 5 tíma.
Er þar með bætt nokkuð úr brýnni
þörf, sagði Stefnir, þar sem sumir
foreldrar þurfa ekki á 8 tíma
gæzlu í dag að halda, en þurfa
helzt meira en 4 tíma gæzlu. Þessa
tilraun á að gera í eitt ár og taka
síðan til endurskoðunar þessa
tilhögun. Af öðrum nýjungum má
nefna að gangstéttir og sandkassi
eru upphituð sem kemur sér vel á
veturna. Að innan er heimilið búið
eftir nýjustu kröfum og m.a. er
eldavél þar sem börnin geta
„poppað" með aðstoð fóstranna.
Að lokum nefndi Stefnir
Helgason þá erfiðleika sem verið
hefðu í byggingu þessa dagheimilis
en skv. lögum tekur ríkið þátt í
byggingu dagheimila, en á fjárlög-
um þessa árs er áætlað að þrjár
milljónir fari til þessarar bygging-
ar. — Þessir peningar frá ríkinu
koma því of seint til að þeir nýtist
vel, sagði Stefnir og segja má að
núverandi skipan þessara mála sé
of þung í vöfum þar sem liðið geta
jafnvel nokkur ár frá því hlutur
ríkisins er að fullu greiddur.
Framhald á bls. 31.
Urval flytur í hús Al-
mennra trygginga
FERÐASKRIFSTOFAN Úr-
val hefur tekið á leigu
húsnæði í húsi Almennra
trygginga við Pósthússtræti.
Þessa dagana er verið að
flytja bókhaldsskrifstofu
Úrvals á 2. hæð hússins, en
söluskrifstofan flyzt ekki
fyrr en eftir u.þ.b. 2 mánuði
og verður hún á jarðhæð.
Sem kunnugt er hafa Almennar
tryggingar fest kaup á húsi við
Síðumúla og hefur bifreiðadeild
félagsins þegar flutzt þangað.
Axel Einarsson hrl., stjórnar-
formaður Úrvals, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að Úrval hefði
til þessa verið með aðsetur á tveim
stöðum í borginni. Söluskrifstofan
hefði frá upphafi haft aðsetur í
Eimskipafélagshúsinu, en bókhald
hefði verið í leiguhúsnæði í
Hafnarstræti. Framvegis yrði því
bókhald og söluskrifstofa á sama
stað, og yrði það til mikillar
hagræðingar fyrir ferðaskrifstof-
una.
16 ára piltur
tapaði laúna-
umslaginu sinu
SEXTÁN ára piltur varð fyrir pví óláni
í gær að tapa launaumslaginu sínu en
í pví voru rúmlega 10 púsund krónur
í peningum og 4 púsund krónur í
sparimerkjum. Pilturinn tapaði um-
slaginu milli klukkan 5 og 6 í gær
annað hvort i Austurstræti eða á
Laugavegi. Skílvís finnandi er vinsam-
legast beðinn aö hafa samband við
lögreglustöðina.
Skuld ríkis-
sjóðs við
Seðlabanka
tæplega 22
milljarðar kr.
SKULDIR ríkissjóðs við Seðla-
oankann námu 14.928 milljónum
króna í ársbyrjun 1978 og í
marzlok 21.978 milljónum króna.
Að auki hækkuðu erlend endur-
lán Seðlabankans til ríkissjóðs
tm 2.728 milljónir króna vegna
gengisuppfærslu. Frá þessu er
skýrt í fréttatilkynningu, sem
Morgunblaðinu barst í gær frá
fjármálaráðuneytinu um afkomu
ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi
1978.
Fréttatilkynning fjármálaráðu-
neytisins er svohljóðandi:
„Greiðsluáætlun A-hluta ríkis-
sjóðs gerir ráð fyrir jöfnuði í
ríkisfjármálum í árslok 1978.
Fjárþörf ríkissjóðs er hins vegar
breytileg eftir mánuðum, þar'sem
tekjur innheimtast yfirleitt síðar á
árinu en gjöld falla til.
Fjárþörf ríkissjóðs til að brúa
slíkt bil tekna og gjalda var 7.050
milljónir króna í lok fyrsta
ársfjórðungs þessa árs, sem er 635
milljónum króna hærri upphæð en
greiðsluáætlun ríkissjóðs gerði ráð
fyrir. Frávik þetta má fyrst og
Framhald á bls. 30.
Patreksfjörður:
Stal bíl og
gereyðilagði
Patreksfirði, 10. apríl.
AÐFARARNOTT laugardags-
ins var stolið Saab bifreið hér
á Patreksfirði og ökuferðin
endaði á hvolfi við svonefnda
Þorsteinshjalla á veginum til
Tálknafjarðar. Ökumaðurinn
brákaðist á öxl og gekk niður
í Tálknafjörð en bifreiðin er
gjörónýt. Ung hjón, Hrafn
Asgeirsson og Ilalldís Atla-
dóttir, áttu bifreiðina og er
þetta tilfinnanlegt tjón fyrir
þau. Sá sem stal bílnum er
utanbæjarmaður og óvíst er
hvort hann er borgunarmaður
fyrir bflnum.
- Páll
Bjargey SH
strandaði
en náðist á
flot óskemmd
AÐFARARNÓTT s.l. sunnu-
dags steytti vélbáturinn
Bjargey SH-230 frá Rifi á
skeri undir Keflavíkurbjargi,
rétt hjá Rifi. Fljótlega komu
nokkrir bátar á staðinn og á
flóðinu klukkan sjö á sunnu-
dagsmorguninn náðu þeir
I ’argey á flot. Mjög gott
veður var, hvítalogn. Sam-
kvæmt upplýsingum Rögn-
valds ólafssonar fréttaritara
Mbl. á Ilellissandi rcyndist
Bjargey vera alveg óskemmd
og fór hún í róður í gær.
Bjargey er 64 tonna stálskip.
smíðað í Hollandi árið 1955.
Drengur
fyrir bil
DRENGUR á reiðhjóli varð
fyrir bifreið um hálfáttaleytið
á sunnudagskvöld á mótum
Melabrautar og Valhúsabraut-
ar á Seltjarnarnesi. Drengur-
inn slasaðist nokkuð og var
lagður inn á sjúkrahús.