Morgunblaðið - 11.04.1978, Side 4

Morgunblaðið - 11.04.1978, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1978 ■ ■P^ SÍMAR jO 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTUNI 24 LOFTLEIDIR 'ZT 2 11 90 2 11 88 Ný stjórn í Verzlunar- mannafélagi r Arnessýslu AÐALFUNDUR Verzlunar- mannafélags Arnessýslu var haldinn í Selfossbíói 15. mars, 1978. Eftir venjuleg aðalfundarstörf voru kynntar lagabreytingar. Síðan fór fram kosning stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Gunnar Kristmundsson, sem verið hefur formaður frá 1971, baðst undan endurkjöri. Tveir aðrir gáfu ekki kost á sér. I nýja stjórn voru kjörnir: þormóður Toríason formadur, Hveragerði. Gunnar Kristmundsson varaformaður, Selfossi. Garðar Ilólm Gunnarsson gjaldkeri. Selfossi. Maria Hauksdóttir ritari, Selfossi. Pétur Iljaltason meðstjórnandi. Selíossi. í trúnaðarmannaráð voru þessir kjörniri Magnús Aðalbjarnarson. Selfossi. Erla Jakobs- dóttir. Seifossi. Guðmundur Geir ólafsson, Selfossi. Steini borvaldsson, Selfossi. Endurskoðendur voru kjörnin Kristmann Guðmundsson. Selfossi. Leifur Guðmundsson, Selfossi. Ægir verður mánaðarblað Tímaritið 70 ára UM þessar mundir er verið að vinna að breytingum á Ægi, tímariti Fiskifélags íslands, og verður blaðið framvegis mánaðar- rit, en til þessa hefur Ægir komið út hálfsmánaðarlega. Jónas Blöndal, ritstjóri Ægis, sagði í samtali við Morgunblaðið, að i júnímánuði n.k. yrði farið að offsetprenta Ægi og nú um leið og blaðið kæmi út mánaðarlega, yrði síðufjöldi í hverju blaði aukinn. „Þá er og hugmyndin, að hvert blað verði helgað sérstöku viðfangsefni, auk þess sem haldið verður áfram að birta efni, sem ávallt hefur verið í Ægi, eins og skýrslur Fiskifélagsins o.fl. T.d. verður næsta tölublað helgað kolmunnaveiðum.“ Þá sagði Jónas, að nú yrði reynt að fá fleiri utanaðkomandi til að skrifa íblaðið en verið hefði. Þá má geta þess að Ægir er 70 ára á þessu ári. útvarp Reyklavlk ÞRIÐJUDtkGUR 11. apnl MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15i Steinunn Bjarman Ies söguna „Jerutti bjargar Tuma og Tinnu“ eftir Cecil Bödker (7). Tilkynningar kl. 9.30 Þing- frcttir kl. 9.45. Lctt lög milíi atriða. Áður fyrr á árunum kl. 10.25. Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00. György Sandor leikur á píanó „Tíu þætti“ op. 12 cftir Sergej Prokofjeff / André Gertler og Diane Andersen leika Sónötu fyrir íiðlu og pi'anó eftir Béla Bartók. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. „ Við vinnuna. Tónleikar. V SÍÐDEGIÐ 14.35 Stund í Ásgrímssafni, Tómas Einarsson ræðir við umsjónarmann safnsins, Bjarnveigu Bjarnadóttur. 15.00 Miðdegistónleikar, Fílharmoníusveitin í Los Angeles leikur „Don Juan“, sinfónískt ljóð eftir Richard Strauss, Zubin Mehta stjórnar. Fflharmoníusveit- in\JL Vín leikur Sinfóníu nr. 9 í e-moll „Úr Nýja heiminum“, eftir Antonín Dvorák, Istvan Kertesz stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatfminn, Finn- borg Scheving sér um tímann. ÞRIÐJUDAGUR 11. aprfl 1978 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Svínafórn og sætar kart- öflur (L) Kanadísk heimildamynd um lífshætti og siði hins frumstæða Mendi-ættflokks á Nýju-Guineu. Þýðandi og þulur Oskar Ingimarsson. 17.50 Að tafli, Jón Þ. Þór flytur skákþátt. Tónleikar . Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Rannsóknir í verkfræði- og raunvísindadeild Iláskóla íslands. Sigurður Helgason dósent ræðir um samband saltbúskapar og vaxtar hjá laxfiskum. 20.00 Einsöngur í útvarpssaL Boris Borotinskí frá Finn- iandi syngur lög eftir Sibelíus og Tsjaíkovský. Guðrún Kristinsdóttir leikur á píanó. 21.25 Sjónhending (L) Erlendar myndir og mái- efni. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 21.45 Serpico (L) Bandarískur sakamála- myndaflokkur. Afstyrmið Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.35 Dagskrárlok 20.30 Útvarpssagan, „Pfla- grímurinn“ eftir Par Lager- kvist, Gunnar Stefánsson lýkur lestri þýðingar sinnar (16). 21.00 Kvöldvaka, a. „Sálin hans Jóns míns" Ingibjörg Þorbergs syngur eigið lag við Ijóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. b. Er Gestur spaki Oddleifs- son höfundur Gísla sögu Súrssonar? Erindi eftir Eirík Björnsson lækni, — síðari hiuti. Baldur Pálma- son les. c. Alþýðuskáld á Héraði, Sigurður Ó. Pálsson skóla- stjóri les kvæði og segir frá höfundum þeirra, sjötti þáttur. d. Tveir heiðursmenn á Steinboga, Ilalldór Péturs- son segir frá. e. Samsöngur, Einsöngvara- kvartettinn syngur lög við ljóðaþýðingar Magnúsar Ás- geirssonar, Ólafur Vignir Álbertsson leikur á píanó. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Harmonikuiög. Hcidi Wild og Ranto Bui leika. 23.00 Á hljóðbergi, „A Delicate Balance", leikrit eftir Edward Albee, — síðari hluti. Með aðalhlutverk fara Katherine Hepburn, Paul Scofield, Kate Reid, Joseph Cotton og Betsy Biair. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. SKJANUM „Svínafórn og sætar kartöflur” KLUKKAN 20.30 í kvöld er í sjónvarpi kanadísk heimilda- mynd um hinn frumstæða Mendi-ættflokk á Nýju-Guineu. Nefnist myndin „Svínafórn og sætar kartöflur" og er tæplega klukkustundar löng. Þýðandi myndarinnar og þulur er Óskar Ingimarsson. Nýja-Guinea telst í dag vera næststærsta eyja í heimi, aðeins Grænland er stærri. Eyjan er í Suðvestur-Kyrrahafi, skammt norðan við Ástralíu. Þykir líklegt að Nýja-Guinea og Ástralía hafi einhvern tíma verið áföst. Eyjan er frekar hálend og alls staðar er þéttur frumskógur. Dýralíf er frekar fjölbreytt, og þar er meðal annars að finna dýr náskylt kengúrunni í Ástralíu. íbúar Nýju-Guineu eru á þriðju milljón, og er eyjan því állstrjálbýl. Skiptast íbúarnir í þrjá flokka: Pygmía, Papuana og Melansíumenn. Pygmíar eru fámennastir íbúanna og þeirra frumstæðastir. Þeir lifa í litlum þorpum, eru flestir veiðimenn og þekkja ekki neina málma. Fyrsti landkönnuðurinn sem fann Nýju-Guineu var Portúgal- inn Antonio d'Avreu árið 1511. Eyjan var skírð Nýja-Guinea árið 1546 vegna þess hve líkir Papúarnir voru íbúum Guineu í Vestur-Afríku. Meðal efnis á kvöld- vökunni í kvöld klukkan 21.00 er flutningur Ingi- bjargar Þorbergsdóttur á eigin lagi við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, „Sálin hans Jóns * míns“. Ferðamál — nýtt rit Ferðamálaráðs KOMIÐ er út nýtt rit Ferða- málaráðs íslands og heitir Danskt eftirlits- skip í heimsókn DANSKA eftirlitsskipið INGOLF kemur til Reykjavíkur í dag, 11. apríl 1978, kl. 0900. Meðan á heimsókn skipsins stendur gefst almenningi kostur á að koma um borð og skoða það, þriðjudaginn 11. apríl og miðviku- daginn 12. apríl frá kl. 15.00-16.30. það Ferðamál. Verður rit- inu dreift ókeypis meðal þeirra er starfa að ferða- málum og inna af hendi störf í hinum ýmsu greinum ferðaþjónustu. Ábyrgðarmaður ritsins er Lúðvík Hjálmtýsson og annast Guðbrandur Gíslason ritstjórnarlega umsjón ásamt Haraldi J. Hamar, sem- hefur að öðru leyti umsjón með útgáfunni. Gert er ráð fyrir að Ferðamál komi út fjórum sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Meðal efnis í þessu fyrsta tölublaði er frásögn frá auknu átaki í landkynning- Forsíða hins nýja rits Ferðamála- ráðs íslands. ar- og markaðsmálum, Lúðvík Hjálmtýsson segir frá starfsemi Ferðamálaráðs og sagt er frá útgáfu kynningarbæklinga á vegum Ferðamálaráðs á erlendum tungumálum. Þungatak- markanir á vegum VEGAGERÐIN hefur sett þunga- takmarkanir á flesta aðalvegi landsins að undanskildum vegum á Norðausturlandi, samkvæmt upplýsingum Hjörleifs ólafsson- ar hjá Vegaeftirlitinu. Að sögn Hjörleifs er hámarks- þungi nú miðaður við sjö tonna öxulþunga. Frost er víða að fara úr jörðu og töluverð aurbleyta á vegunum og eru takmarkanirnar settar til þess að koma í veg fyrir skemmdir á vegunum. Færð er nú með skásta móti á vegum landsins miðað við árstíma, að sögn Hjör- leifs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.