Morgunblaðið - 11.04.1978, Síða 10

Morgunblaðið - 11.04.1978, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 Þörfin fyrir áætlanagerð vex í takt við verðbólguna Nú í vikunni efndi Stjórnunar- félanió til námskeiðs er nefndist „Fyrirtækið í óstöðugu um- hverfi“. Á námskeiðinu var m.a. fjallað um mikilvæjji áætlana- gerðar. Til að afla nánari vitneskju um námskeiðið o.fl. ræddi Viðskiptasíðan við John Winkler. framkvæmdastjóra, en hann var stjórnandi þess. Við hófum þó viðtalið með því að spyrja hr. Winkler um möguleika lítilla fyrirtækja á því að standa fyrir hagnýtri áætlanagerð? Hann sagði að fyrirtæki hefði almennt ekki marga válkosti. Ef það seldi ekki til þeirra sem þess óskuðu þá gerði bara einhver annar það. Rétt væri því að reyna að standa sem bezt að fram- kvæmdinni. Winkler tók fram að hann væri ekki talsmaður stórra áætlana heldur hins að forsvars- menn fyrirtækja settu hugmyndir sínar niður á blað — ekki endilega blöð, í skipulagðri röð. Hér væri ekki nóg að endurskrifa það sem gerst hefði + eitthvað annað, heldur þyrftu þessar hugmyndir að vera í tengslum við raunhæf markmið. Vandi stórfyrirtækj- anna er hins vegar' sá að oft er erfitt fyrir þau að samræma alla verkþætti samtímis. En er ekki áætlanagerð gagns- lítil þegar umhverfið er jafn óstöðugt og raun ber vitni hér á íslandi? Reynslan er sú sagði John Winkler að þau fyrirtæki sem stunda einhvers konar form af áætlanagerð ná árangri, önnur ekki. Verðbólgan hefur t.d. stöðugt truflandi áhrif, sem kalla á aðgerðir af hálfu fyrirtækisins. Hafa verður auga með breytingun- um, samræma aðgerðir og eftirlit. Jafnframt verður að tryggja að áætlanagerðin sé ekki of föst í skorðum, því fyrirtækin hafa minni efni á að gera vitleysur eftir því sem verðbólgan vex. Til að tryggja nytsemina verður að endurskoða forsendur og framtíð- aráform nógu oft, t.d. mánaðar- lega ef því er að skipta. Og enn einu sinni undirstrikar Winkler hversu vonlitlar stórar áætlanir eru. Þegar talið berst aftur að verðbólgu almennt bætir hann því við að ísland sé eina landið í heiminum sem hefur verið með verðbólgu yfir 50% og samt haldið lýðræðisskipulagi. Hvert var megin markmiðið með þessu námskeiði? Hann segir það vera að sýna þátttakendum fram á nauðsyn nægilegrar arð- semi og greiðsluhæfi fyrirtækja. Til skýringa er notast við dæmi og verkefni, þar sem vel kemur fram hvernig ná megi þessu markmiði með tiltölulega litlum ytri breyt- ingum en þeim mun meiri hugar- farsbreytingu. Endurskipulagning framleiðslunnar, stöðvun á fram- leiðslu vara er skila tapi og verðstefna eru meðal þeirra atriða er rætt var um. Einnig var rætt um hvernig ný tækifæri opnast og þeim þá skipt eftir því hvort þessi tækifæri eru til staöar í lengri eða skemmri tíma. Orsakir þessara tækifæra geta verið margs konar, allt frá breyttu olíuframboði til gjaldeyrisbreytinga. Oftast koma þessi tækifæri skyndilega og því er nauðsynlegt að minnka áhættuna á því að mistök séu gerð þegar þau gefast. Winkler tók sem dæmi nauðsyn þess að langtíma áætlanir væru gerðar fyrir sjávarútveg okkar Islendinga ella gæti komið upp slæm staða. Ef full not eiga að vera af áætlanagerðinni þarf einnig að koma til hugarfarsbreyt- ing. Trúin á að hægt sé að gera hið ómögulega þarf ávallt að vera Margt má eflaust segja um Dani en ekki verður það frá þeim tckið að þeir eru duglegir athafnamenn. Nægir í því sambandi að minna á hinn háþróaða og margháttaða iðnað, sem þeir stunda en einnig reka þeir fyrirtæki, sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum. Stærst þessara fyrirtækja er Austur-Asíufélagið. Vegna hinna nánu tengsla sem eru milli íslands og Danmerkur er ekki úr vegi að geta um nokkur atriði sem tengjast dönsku atvinnulífi. Ponkfor frá Dan- mörko Óhagstæður vöruskiptajöfnuður Undanfarin ár hefur vöruskiptajöfnuður ókkar við Dani verið mjög óhagstæður. Hér að neðan má sjá þróun síðustu ára í millj. kr. 1974 1975 1976 1977 Útflutningur (fob) 1903 1841 2302 2000 Innflutningur (cif) 4966 7536 8157 12367 Mismunur +3063 +5695 +5855 +10367 Á meðan við höfum staðið í stað hafa þeir rúmlega tvöfaldað útflutning sinn hingað. Árið 1976 voru aðalútflutningsmarkaðir Dana í Bretlandi (17,1%), Svíþjóð (15,8%) og Vestur-Þýskaland (14,4%). Heimild: Hagtölur mánaðarins marz 1977 og Industriens hovedtal 1977. Bang & Olufsen gengur vel Fyrir nokkrum árum gekk illa hjá þessum merka sjónvarps-, útvarps- og plötuspilaraframleiðenda. í lok ársins 1974 voru 3400 starfsmenn hjá fyrirtækinu en innan fárra mánaða var talan komin niður í 2100. Tapið 1974_75 nam 8 milljónum d.kr. Næstu árin varð hins vegar hagnaður milli 35 og 39 milljómr hvort ár. Þrátt fyrir töluverða veltuaukningu nam aukning hagnaðar ekki meiru en að framan greinir og er það vegna þess að mikíu hefur verið varið til vöruþróunar en það er mikilvægt ef tryggja á núverandi starfsmannafjölda (2600) nægilegt framtíðar- öryggi. I þeirri 4ra ára áætlun sem í gildi er, er gert ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist úr 660 millj. d.kr. 1976—77 í um 1000 millj. 1980-81. Burmeister og Wain Eflaust er mörgum kunnugt um að eigendaskipti urðu á þessu fyrirtæki fyrir nokkrum árum. í sjálfu sér ekkert sérstakt fréttaefni nema það að einn maður Jan Bonde Nielsen eignaðist meirihluta VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — KFNAHAGSMAL — ATHAFNALlF. Rætt við John Winkler, fram- kvæmdastjóra fyrir hendi. Þetta er nauðsynlegt ef komast á hjá stöðnun þar sem tilhneigingin til að halda í óbreytt ástand er alltaf fyrir hendi. Sem dæmi um þessa hugarfars- breytingu nefndi hann að skyrtu- framleiðandi einn átti í vandræð- um með reksturinn. Framleiðslan pr. stykki tók eina klst. Ráðgjafi var fenginn til aðstoðar. Jú, þeir í Sviðþjóð gera þetta á 25 mín. sagði ráðgjafinn, lagið a, b og c og sláið svo á þráðinn. Nú þetta tókst og því hringt í ráðgjafann. Þetta er gott og blessað en nú framkvæma þeir í Svíþjóð þetta á 10 mín. og reynið þið það líka. Þetta tókst, en þá voru Svíarnir komnir í 5 mínútur. Það tókst hins vegar ekki en það tókst að koma framleiðsl- unni niður í 6 mín., þ.e.a.s. tíminn pr. stk. hafði verið styttur um 54 mín. Hið ótrúlega hafði gerst. Þessi hugsun þarf einnig að vera fyrir hendi þegar leysa á vanda er getur komið upp vegna tak- markaðra auðlinda. íslendingar eiga t.d. að geta fundið lausn á vanda vegna minnkandi afla utan sjávarútvegsins. Lausnin gæti þess vegna verið í formi aukins ferðamannastraums til landsins. Að lokum spurðum við hr. Winkler hvert væri álit hans á okkar heimsþekktu verðbólgu? Hann kvað augljóst að hana þyrfti að minnka og það fljótlega annars væri mikil hætta á félags- og efnahagslegu skipsbroti. Aukið peningaframboð væri hvati á verðbólguna og því þarf að draga úr peningaframboðinu og eftir- spurn almennings. Áhrif slíkra aðgerða væru óþægileg og yrði að horfast í augu við þá staðreynd. Að láta verðbólguna haldast óbreytta gæti orðið mun óþægi- legra sagði hr. Winkler að lokum. hlutabréfanna. Eitt af fyrstu verkum hans var að afþakka ríkisábyrgð sem fyrirtækinu hafði verið veitt. Síðan hófst hann handa um allsherjar endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Breytingarnar voru meðal annars fólgnar í nýrri skipaframleiðslu og nýjum mótorum. Nú mun fyrirtækið skila einhverjum hagnaði enda færri starfsmenn en meiri framleiðsla og sala — allt án ríkisafskipta. Vinstri menn í Danmörku hafa haft hátt um þennan hagnað eða eru með öðrum orðum vonsviknir yfir því að tilraun Jan Bonde Nielsen hefur tekist. Þeir segjast vilja efnahagslegt lýðræði. Fyns Tidende er ekki sammála og segir að til allrar hamingju hafi B&W verið forðað frá pólitískum áhrifum. Ef það hefði ekki tekist þá hefði verið mokað milíjónum í fyrirtækið án þess að nokkuð fengist í staðinn. Nú hefði þó verið tryggður vinnustaður allmargra starfsmanna og þar sem það væri bæði í þeirra þágu og þjóðfélagsins þá væri það óréttlátt og óraunhæft að gagnrýna J.B. Nielsen fyrir það. Mörg smáfyrirtæki Margir halda því fram að erfitt sé að bera saman íslensk og erlend fyrirtæki vegna þess hve þau íslensku eru lítil. Hér að neðan má sjá hvernig dönsk iðnfyrirtæki skiptast eftir fjölda starfsmanna, og kemur þar fram að langflest fyrirtæki eru með minna en 50 starfsmenn. Starfsmannafjöldi Fjöldi fyrirtækja 6-9 1276 10 - 19 1933 20 - 49 1889 50 - 99 758 100 - 199 410 200 — 499 228 500 og fleiri 88 Heimild: Industriens hovedtal 1977. Launaþróunin En ekki er öll þróun mála í Danmörku jafn jákvæð. í nýlegu yfirliti er birtist um launakostnað hinna ýmsu landa kemur fram að meðal þeirra 4ra landa er hafa hæstan launakostnað í heimi eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að fyrirtæki loka fyrir framleiðslu sína í Danmörku og hefja þess í stað framleiðsluna í öðru landi þar sem framleiðslukostnaður er til muna minni. Minnkandi kaupmáttur í byrjun þessa áratugar bjuggu danskir launþegar við þau góðu skilyrði að kaupmáttaraukning varð á milli ára, jafnvel 1973 og 1974. En á síðasta ári breyttist þessi mynd verulega þannig að í stað kaupmáttaraukningar varð rýrnun kaupmáttar. Síðan vegna aukinnar skattheimtu hafa ráðstöfunartekjur einstaklinga rýrnað enn meir. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir áframhaldandi rýrnun beggja þessara þátta, þ.e. kaupmáttarins og ráðstöfunarteknanna. Á eftirfarandi töflu má sjá þróun vísitölu launa starfsfólks í iðnaði og einnig þróun neysluvöruverðlags. Aukning launa Vöruverðlag 1972 12.4% 6.6% 1973 18.6- 9.3- 1974 22.1- 15.2- 1975 19.1- 9.6- 1976 11.8- 9.0- 1977 10.0- 11.0- 1978 9.0- 10.0- Augljóst er því að Dönum hefur tekist að halda verðbólgunni í skefjum en hún er aðallega mæld í þróun neysluvöruverðlags þó svo fleiri þættir hafi þar áhrif á. Heimild: Perspektiv, no. 3 1978.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.