Morgunblaðið - 11.04.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 11.04.1978, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 FRANK Herzlin er stjórnandi Freeport-sjúkrahússins, sem á undanförnum misserum hefur orðið að nokkurs konar goðsögn hér á landi. Tæp þrjú ár eru liðin siðan íslendingar foru að leita þar lækninga og nú er tala þeirra um 300. Árangurinn hefur orðið undravcrður, en samkvæmt þeim upplýsingum Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið (SÁÁ) hefur um 80% þeirra tekizt að halda sér algjörlega frá áfengi í eitt ár eftir heimkomuna. Að því er næst verður komizt hafa þau 20% sem eftir eru þó ekki farið erindisleysu, því að áfengisvenjur allmargra úr þeim hópi hafa breytzt mjög til hins betra. Nákvæmar töiur í þessu sambandi eru vandfundnar og liggja ekki fyrir svo óyggjandi sé, en allmargir hafa komizt f beina snertingu við nokkurs konar talandi dæmi, það er að segja fólk, sem bókstafiega talað var á valdi áfengis, en sneri svo við blaðinu eftir að hafa leitað sér lækninga vestra. Fólki hefur orðið tíðrætt um hvers konar undrastofnun það sé, sem kemur til leiðar slfkri breytingu, og stundum heyrist það sagt að á Freeport séu notaðar hinar svæsnustu aðferðir og að þaðan komi fórnarlömbin heiiaþvegin. Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir Frank Herzlin í spjallinu, sem hér fer á eftir, var um aðferðirnar, sem notaðar eru á Freeport-sjúkrahúsinui Texti, ÁSLAUG RAGNARS FRANK HERZLIN yfirlæknir af leiðandi við umgengniserfiðleika að stríða — í margmenni til að mynda — finna það þegar þeir eru búnir að fá sér glas, að feimnin hverfur eða að það dregur úr henni þannig að þeir eiga auðveldara með að tjá sig og komast í menningarsamband við náungann. í rauninni er auðvitað einhver sérstök ástæða — ein eða fleiri — fyrir því að feimni stendur viðkomandi fyrir þrifum. Með því að fá sér einn lítinn er hægt að slá á þessar tilfinning um stundarsakir en undirrót vandamálsins er áfram fyrir hendi. Þá má meira að segja gera ráð fyrir því að tilfinningahömlurnar hjá þessum manni séu allverulegar og að á „skemmtilega" stiginu opnist hálfgerð flóðgátt. Hann gæti átt það til að stíga J jGuðsmyndin, sem við gerum okkur, er svo mismunandi.. .99 — Heilaþvottur? Það getur vel verið að kalla megi alla fræðslu og allar upplýs- ingar, sem hafa áhrif á skoðanir manna og afstöðu, heilaþvott, en samkvæmt því erum við þá öll í stöðugum heilaþvotti. Meðhöndlunin á Freeport er fyrst og fremst fólgin í fræðslu, sem byggist á staðreyndum, læknisfræðilegum rökum, vísindalegum upplýsingum og heilbrigðri skynsemi. Þéssi fræðsla beinist að því að gera fólki ljósa þá hættu sem því stafar af ofneyzlu áfengis, það er aðstoðað við að grafast fyrir um orsakir drykkjunnar, og síðan er höfðað tii heilbrigðrar skynsemi um það hvernig ráðlegast sé að bregðast við þessum vanda. I flestum tilfellum, sem við fáum til meðferðar, er áfengissýkin komin á svo alvarlegt stig, að afleiðingar henner eru farnar að hafa áhrif á nánast hvert svið í lífi ein- staklingsins og afstöðu hans gagnvart öllu og öllum. — Hvað gerist þegar sjúklingur er lagður inn á Freeport? í mörgum tilfellum er fyrsta skrefið það að láta renna af honum, því að á meðan hann er undir áhrifum þýðir ekkert að reyna hina raunverulegu meðhöndlun. Fyrst í .stað notum við lyf samkvæmt sérstakri forskrift — róandi lyf, lyf sem koma í veg fyrir krampa, vítamín og steinefni svo eitthvað sé nefnt. Næst er sjúklingurinn settur í mjög nákvæma rannsókn. Hann er gegnum- lýstur, hin ýmsu líffæri eru athuguð og sjúklingurinn fer í allsherjarskoðun. Mjög algegnt er að lifur og magi séu illa farin líffæri eftir langvarandi áfengis- neyzlu, en einnig eru margir bókstaflega vannærðir og illa á sig komnir af þeim sökum. Um leið og sjúklingurinn fer að jafna sig fer hann að hlýða á fyrirlestra, jafnframt því sem læknar og sálfræðing- ar ræða við hann. Fyrirlestrarnir eru ýtarlegir og miðast að því að fræða viðkomandi eins nákvæmlega og kostur er um áhrif áfengis á líkamann, tauga- kerfið og sálarlífið. — Hvaða áhrif eru það þá, sem áfengið hefur? Til að einfalda málið má skipta þessum áhrifum í tvo flokka, ertandi og deyfandi. Áfengi ertir þá vefi líkamans sem það kemst í snertingu við. Það ertir lifrar- frumurnar og veldur því að lifrin stækkar, samsetning hennar breytist og hún verður síður fær um að gegna sínu lífsnauðsynlega hlutverki. Á sama hátt orsakar þessi erting magabólgur um leið og hún hefur mikil áhrif á taugakerfið. Þessi erting á taugakerfið er það, sem orsakar timburmenn, — höfuðverkinn, sem allir þurfa að ganga í gegnum þegar áfengið er að fara úr líkamanum, jafnt hófdrykkjufólk sem ofdrykkjufólk. Áfengi er deyfilyf og hefur því sljóvgandi áhrif á allt kerfið. Það er mikill misskilningur þegar menn neyta áfengis í þeirri trúa að það hressi þá, því að það hefur þvert á móti deyfandi áhrif á allan líkamann, hugann og tilfinningarnar. — En nú eru þeir marg- ir, sem finna til þægilegra áhrifa af áfengi sé þess neytt innanþeirra marka, sem við getum kallað hæfileg? Já, mikil ósköp, en nú skulum við athuga hvað það er, sem flestum finnst svona þægilegt þegar þeir fá sér einn lítinn, til dæmis í samkvæmi eða undir öðrum skemmtilegum kringumstæðum. Eftir nokkra sopa finnst breyting, sem yfirleitt felst í því að maður verður var við slakandi áhrif. Við það að slaka á verða menn gjarnan léttir í skapi og reita af sér brandara, verða hláturmildari en alla jafna og svo framvegis. Það sem er svona skemmtilegt og sótzt er eftir er einfaldlega það að slaka á. Orsakir spennu eru margvíslegar, en það er ekki hægt að losna við hana með því að fá sér neðan í því. Það er í bezta falli hægt að deyfa þessa spennu, — svæfa hana í bili. Það kaldranalega er svo það, að þótt yfirspennt fólk eigi svo sannarlega skilið að losna við streitu og álag, þá kemur það í ljós um leið og áhrifin komast á visst stig, að það sem átti að losa sig við er enn fyrir hendi, og hefur meira að segja magnazt. Streitan er hálfu verri daginn eftir en hún var þegar drykkjan hófst, álagið er meira, menn hafa kannski hagað sér bjánalega, orðið sér til skammar og jafnvel valdið spjöllum. Áfengið hefur því ekki leyst neitt vandamál, það hefur þvert á móti bætt við það, sem fyrir var, um leið og það hefur jafnvel orsakað ný. Þetta er sem sagt eins og snjóbolti sem veltir utan á sig. — Hvað um þá, sem drekka aí því að þeim þykir hragðið gott, til dæmis vín með mat? — Já, vín getur verið alveg ljómandi gott með mat, en það er ekki ástæðan fyrir því að það er drukkið með mat. Það eru margir drykkir sem eru ljúffengir með mat, ekkert síður en hin beztu vín. Það eru þessi sérstöku áhrif, sem vínið hefur, sem sótzt er eftir, ef málið er skoðað niður í kjölinn. Til dæmis um það hvers vegna fólki finnast áfengisáhrif þægileg getum við nefnt, að þeir sem eru feimnir og eiga þar sjúkrahússins í New York PPMeð sama áframhaldi verður ísland bezt á vegi statt í áfengis- málum eftir tvö eða þrjú ár PP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.