Morgunblaðið - 11.04.1978, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
UfflHORP
Umsjón. TRYGGVI GUNNARSSON OG ANDERS IIANSEN.
Ég sat í dúnmjúkum sófa
í einbýlishúsi upp í Breið-
holti. Þetta var eitt af
þessum vætusömu sumar-
kvöldum, og úti fyrir skein
birta frá raflýstum ljósa-
staurum niður á malbikaðan
botnlangann. Þarna inni átti
sér stað skemmtileg veisla,
og ég, ásamt öðrum, hámaði
í mig snittubrauð með ýms-
um lystisemdum álögðum.
(Það eru stórkostleg forrétt-
indi að vera Vesturlandabúi).
Við hlið mér sátu ung hjón,
einstaklega miklir áhuga-
menn um líf og vistfræði.
Þau lýstu áhyggjum sínum
yfir þessum heimi, og sáu
fram á endalok hans innan
fimmtíu ára, ef ekki kæmi til
stórkostleg breyting á hugs-
unarhætti fólks eða tækni-
þróun. Þau töluðu um ofnýtt-
ar auðlindir, offjölgun mann-
kyns, hungur og mengun.
Með þessu voru innbyrtar
snittur ásamt reykjarmeng-
un, sem fjöldasamkvæmum
fylgir. Ég dró takmarkaðan
árafjölda í efa. Ég lýsti því
yfir, að ég teldi vestrænt
hagkerfi hafa sýnt af sér svo
mikinn sveigjanleika, að
saman með frjálsum skoð-
anaskiptum væri þetta ekki
hið geigvænlega vandamál
sem þau töluðu um. Ég trúi
þessu ennþá,... en til þess að
eitthvað sé gert er kominn
tími til að vakna og hefja
hin frjálsu skoðanaskipti.
Þessu hafa einmitt allt of
margir gleymt. Þeir hugsa
ekki lengra en innan síns
daglega amsturs og þurfta;
hitinn, rafmagnið, svita-
spreyið, salernið, bensínið,
máltíðirnar, vinna og afþrey-
ing; borgarlíf í hnotskurn.
Vandamál eins og úrgangs-
efni verða aðrir að hugsa um.
Á tækniöld er að skapast
kynslóð, sem aðeins hrærist í
afrakstri tækninnar en sér
ekki vandamál hennar.
Við hvað skal miða?
Það eru nær fjórir milij-
arðar manna á jörðinni í dag,
og um tveir þriðju hlutar
þeirra lifa við bág kjör á
mælikvarða Vesturlanda.
Innan þessa hluta er um einn
fimmti mannkyns sveltandi
eða álíka stór hluti og lifir
við góð kjör. Þar fyrir utan
eru um einn sjöundi hluti
mannkyns vannærður. Jú,
þetta eru Homo Sapiens
alveg eins og við, einstakling-
ar sem að öðrum kosti gætu
skapað sina menningu og
lífsfyllingu. Með ofgnótti vill
lífsfyllingin oft hverfa, rétt
eins og í þjóðfélögum þar
sem menn svelta, Aðeins
einn sjöundi hluti mannkyns
lifir við sæmileg - kjör, og
aðeins einn fimmti við góð
kjör. Við það borð sitjum við.
Enginn skyldi loka augun-
um fyrir ofangreindum stað-
reyndum og enginn skyldi
halda að hann geti ekkert
gert.
Um landið gengur nú góð-
ur og gildur áróður fyrir
eldvörnum. Við höfum séð
fórnarlömb eldsins, af-
skræmd andlit og líkama. Því
hefur verið varpað fram, að
þetta gæti verið þú, og það
hrífur. — En hungur er svo
fjarrænt hugtak r Ýelmegun
okkar, að það hrífur ekki.
Enginn getur séð sjálfan sig
að bana kominn með biðjandi
augu vegna hungurs. Nei, það
hrífur ekki, það kemur ekki
nægu róti á „tilfinningarnar"
til þess að við, af sterkum
vilja aðhöfumst eitthvað. Við
getum ekki afsakað okkur
með jákvæðum tilraunum
kirkjunnar, við verðum að
sýna að auðæfum skal skipt
með hagsmuni allra jarðar-
búa fyrir augum. Heimurinn
er ein heild og of mikil
röskun á einum stað er
einnig röskun annarsstaðar.
Með því, að sýna skynsemi í
lifsgæðakapphlaupinu
leggjum við okkar skerf að
mörkum.
Um stjórnarkerfi
Út úr tölunum hér að ofan
má lesa ýmislegt athyglis-
vert, sérstaklega með tilliti
til stjórnkerfa. Til þess að
heimurinn fái lifað við góð
kjör eða sæmileg, er sýnt að
framleiðsluaukning verður
að eiga sér stað. Þó svo að
við, forréttindahópurinn,
sýnum aðhald er stórt skarð
óuppfyllt. En með hvaða
hætti skal það gert og hvert
er hentugasta stjórnkerfið?
Lítum nú á skiptingu
heimsins eftir 'velmegun og
stjórnkerfum. Um ‘A ríkja
heims býr við kommúnista-
stjórn en af þeim eru það
aðeins Sovétríkin, Tékkó-
slóvakía og A-Þýzkaland sem
ganga í forréttindahópinn. %
kommúnistaríkjanna til-
geyra neðsta hópnum, þeim
sem lifa við bág kjör. Ekki
má þó túlka þetta eins
neikvætt og það virðist í
fljótu bragði og má þar nefna
landfræðilega og náttúru-
fræðilega erfiðleika. En þeir
ná ekki að leysa allt dæmið.
Sterkustu gallarnir liggja í
stjórnkerfinu. Hin innbyggða
gagnrýni sem felst í tjáning-
arfrelsi er ekki til staðar. Án
gagnrýni, sem fær að koma
fram í sviðsljósið, hlýtur að
vera erfitt að fást við galla
og villur í hagkerfinu, rétt
eins og öðrum þáttum þjóðfé-
lagsins. Hið sósíaliska skipu-
lag er því síður en svo
Árni
Sigfússon:
til lítils að aðstoða þróunar-
löndin til efnahagsvelmegun-
ar þegar barist verður í
örvæntingu við mengun.
Þannig fylgjast þessi vanda-
mál að. Hinar tilbúnu þarfir
velferðarríkjanna eru æði
orkufrekar og úrgangsríkar.
Með niðurskurði á þeim væri
stórfellt skref stigið til
bjargar náttúrukeðjunni.
Slíkt er því miður nær
draumi en veruleika. Það
væri vissulega verðugt um-
hugsunarefni hvers og eins
að gera sér grein fyrir því
sem hann raunverulega
þarfnast og hins sem laumað
er inn og verður hin tilbúna
þörf.
ísland farsældar Frón
Við Islendingar höfum
mikla og góða aðstöðu til
lífsviðurværis. Hér er orka,
Lífsgæða-
kapphlaupið
ákjósanlegt til þess að brúa
bilið. Skipulagningin getur
orðið andstæð vilja fólksins.
Frjáls skoðanaskipti eru
grundvallarforsenda vænlegs
árangurs í þessu efni. Vest-
urlönd tilheyra forréttinda-
hópnum eins og nærri má
geta, enda hið frjálsa hag-
kerfi afsprengi frjálsra skoð-
anaskipta.
Nú á tímum gerir fólk í
þróunarlöndunum sér grein
fyrir því, að til þess að ná
upp lífvænlegum kjörum
þarf hjálp hinna ríku þjóða.
Sú hjálp má ekki felast í
auknum efnahagsumsvifum
ríkra þjóða í þróunarlöndun-
um. Þau verða sjálf að taka
þau skref sem nauðsynleg
eru en með aðstoð velferðar-
ríkjanna sem enkenndist af
„mannúðarsjónarmiðum" en
ekki aukning hagvaxtar á
kostnaði menningarinnar
sem fyrir er.
Velmegun á kostnað
hvers?
Efnahagsvelmegun fylgja
ógrynni vandamála, lífrænna
og sálfræðilegra. Við kaupum
dýru verði velmegun okkar
og vissulega á kostnað alls
heimsins.
Alls staðar um-
hverfis okkur vex notkun
hráefna og orku. Með aukn-
um fólksfjölda minnkar rými
fyrir hvern einstakling ótrú-
lega fljótt. Reynt er að auka
uppskeru af hverri flatarein-
ingu jarðar og náttúrukeðjan
er spennt til hins ítrasta.
Orkunotkun velferðarríkj-
anna nemur 80% orkunotk-
unar alls heims. Vandamálið
er ekki að finna upp orku-
linúir, heldur að losa okkur
við öll hin óheillavænlegu
úrgangsefni sem orkunotkun
fylgja án þess að gera það á
kostnað náttúrunnar. Það er
fæða og almenn menntun, í
raun allt sem við þörfnumst.
Annað sér mannshugurinn
um. Við ættum því að geta
byggt upp heilnæmt og hag-
kvæmt þjóðfélag. Vandinn er
að skilja hismið frá kjarnan-
um. Það er einmitt þar sem
við höfum ráfað svo illilega
út fyrir heilbrigðið. Lífs-
gæðakapphlaupið er að
sundra þessu þjóðfélagi
hvort sem það er í líki
verðbólgu, fjármálaspilling-
ar, persónusvívirðingar eða
landsölu. Það eru þegar
merki þess að við hættum að
greina muninn á þjóðfélags-
afætunum og hinum vinn-1
andi mönnum, á olíumöl og
fullveldi Islands.
Ef við getum ekki haldið
vandamálum óhófs og meng-
unar frá efnahagskerfinu þá
verðum við að berjast gegn
sýkingu hugarfarsins.
Formanna-
fundur SUS
Hinn árlegi formanna-
fundur Sambands ungra
sjálfstæðismanna var hald-
inn í Valhöll hinn 18. febrúar
síðastliðinn. Rétt til setu á
fundinum eiga formenn allra
félaga ungra sjálfstæðis-
manna, formenn kjördæmis-
samtaka ungra sjálfstæðis-
manna og stjórn S.U.S. Auk
þess er ýmsum trúnaðar-
mönnum einnig boðið að sitja
fundinn.
Fundurinn tókst vel að
þessu sinni, og urðu bæði
fjörugar og gagnlegar
umræður, en fundurinn hófst
klukkan 10.30. árdegis og
lauk ekki fyrr en klukkan
rúmlega 18.
Mestur hluti fundartímans
fór í umræður um málefni og
skipulag ungra sjálfstæðis-
manna og félaga þeirra, en
einnig var Ólafi G. Einars-
syni boðið á fundinn til að
ræða efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar.
Sem fyrr segir urðu um-
ræður á fundinum fjörugar,
og meðal þeirra mála sem
rædd voru, voru skipulags-
mál Sambandsins. Va eink-
um rætt um á hvern hátt
mætti auka tengsl stjórna
hinna ýmsu félaga ungra
sjálfstæðismanna út um land
við stjórn S.U.S., og á hvern
hátt best sé að kjördæmis-
samtökin starfi.
Þá var einnig rætt um
kosningaundirbúninginn, og
á hvern hátt ungir sjálf-
stæðismenn skyldu standa að
undirbúningi þeirra kosninga
er í hönd fara í maí og júní
næstkomandi. Var meðal
annars rætt um hvort ungir
sjálfstæðismenn ættu að
beita sér fyrir einhverjum
sérstökum málaflok'kum auk
Nokkrir fulltrúa á formannafundi S.U.S. Talið frá vinstrii Bessí Jóhannsdóttir, Baldur
Guðiaugsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson og Þórólfur Halldórsson.
þeirra er Sjálfstæðisflokkur-
inn sem slíkur og/eða ríkis-
stjórnin legðu áherslu á. Var
sámstaða um að leggja enn
aukna áherslu á „báknið
burt“, og að vinna því máli
aukið brautargengi jafnt
innan Sjálfstæðisflokksins
sem utan. Þá var einnig rætt
um samgöngumál, og um
sérstaka stefnumótun í vega-
málum.
Þá var rætt um stöðu
Sjálfstæðisflokksins í hinum
ýmsu kjördæmum og byggð-
arlögum, bæði með tilliti til
sveitarstjórnarkosninganna
og Alþingiskosninganna.
Skýrðu fulltrúar frá hverju
byggðarlagi frá stöðu flokks-
ins hver á sínum stað og
svöruðu fyrirspurnum.
í heild var fundurinn hinn
gagnlegasti, og fóru ungir
sjálfstæðismenn af honum
staðráðnir í að standa
traustan vörð um flokkinn í
þeirri baráttu sem framund-
an er.
- AH