Morgunblaðið - 11.04.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978.
17
Aðalíundur Iðnaðarbankans:
Innláns-
aukning
nam 37,4%
ADALFUNDUR Iðnaðarbanka
Islands var haldinn laugardaginn 1.
apríl sl. Fram kom að heildarinnlán
í bankanum hölðu aukizt um 37,4%
á árinu. Ákveðið var aö auka hlutafé
bankans í 500 milljónir króna. í
ræðu sinni á aðalfundinum vakti
Gunnar J. Friðriksson, formaður
bankaráðs, athygli á pví, að bundið
fé Iðnaðarbankans í Seðlabanka
heföi gert betur en aö standa undir
endurkaupum Seðlabanka af
viðskiptamönnum bankans og
næmi pessi mismunur 825 milljón-
Gunnar J. Friðriksson, formaður
bankaráðs, flytur skýrslu um
starfsemi bankans á sl. ári.
um króna, sem væri framlag
Iðnaðarbankans til „hinna svo-
nefndu hefðbundnu atvinnuvega."
Fréttatilkynning Iðnaðarbankans
um aöalfundinn fer hér á eftir í
heild:
Aðalfundur lönaðarbanka íslands
h.f. var haldinn laugardaginn 1. apríl,
á Hótel Sögu. Heildarinnlán í
bankanum námu um s.l. áramót
4.842 millj. kr. og höfðu aukist á
árinu 1977 um 1.318 millj. kr eða
37.4%. Heildarútlán bankans voru í
árslok 1977 alls eða 3.816 millj. kr.
og höföu aukist á árinu um 986 millj.
kr. eöa 34.8% Á aðalfundinum var
ákveðið að auka hlutafé bankans í
500 millj. kr.
Fundarstjóri á aðalfundinum var
Davíö Scheving Thorsteinsson, for-
maður Félags íslenskra iðnrekenda,
og fundarritari var Gísli Benedikts-
son, útibússtjóri. Fundinn sátu um
200 hluthafar.
Verðlausir
pappírsseölar
Formaður bankaráösins, Gunnar J.
Friðriksson, flutti skýrslu bankaráðs
um starfsemi bankans á s.l. ári. í
upphafi ræöu sinnar fjallaði hann um
þróun efnahagsmála áriö 1977 og
kjarasamningana, sem þá voru
gerðir.
Hann ræddi því næst um
Frá aðalfundi Iðnaðarbankans
verðbólgu undanfarinna ára og
sagöi, að hún hefði margfaldað svo
allt verölag, að það væri nú komið aö
því aö sprengja alla venjulega
reikningsskala og rugla gjörsamlea
allt verðskyn og verðmætamat. Hann
sagði, aö í þessu sambandi hafi veriö
rætt um , hvorl tímabært væri að
fella tvö núll aftan af krónunni. Hann
sagðist ekki sjá aö slík aögerö þjóni
nokkrum tilgangi nema jafnframt
væru geröar ráðstafanir, sem tryggja
verögildi krónunnar. Tvennt skipti
þar mestu máli. Annars vegar að
atburðir eins og þeir, sem áttu sér
staö viö síöustu kjarasamninga,
endurtaki sig ekki og aö raunvextir
væru jákvæöir. Eins og er, værum við
íslendingar einir meöal nálægra
vestrænna þjóöa, sem tækjum við
launum okkar í gjaldmiðli, sem aö
mestu væri verðlausir pappírsseölar,
þegar út fyrir landsteinana væri
komið. Það ætti að vera metnaðar-
mál aö gera krónuna að raunveruleg-
um gjaldmiðli sem gjaldgengur væri
meöal annara þjóða. Þannig mynd-
um við brjóta af okkur þá átthaga-
fjötra, sem núverandi kerfi hefur
bundið okkur.
Brýnasta hags-
munamál iðnað-
ar er stefnubreyt-
ing í endurkaupa-
málum Seðla-
banka, sagði
Pétur Sæmunds-
sen bankastjóri
Gunnar J. Friðriksson fjallaði því
næst um þróun peningamála á
síðastliðnu ári og sagöi, aö þegar á
heildina væri litið yrði að telja hin
sjálfvirku endurkaup megin orsök
peningaútstreymis úr Seölabankan-
um árið 1977. Aukning endurkaup-
anna í heild hafi verið 10,5 millj. kr.
eða sem svarar 65,5%. Þrátt fyrir
42% aukningu heilarútlána innláns-
stofnananna væri ekki hægt aö segja
að þau hafi verið þensluvaldur, því
aukning heildarinnlánanna stóö fylli-
lega undir þeirri aukningu. Hafi
innlánin aukist um 43% á árinu. Væri
greinilegt, að hin nýja stefna í
vaxtamálum hafi borið jákvæöan
árangur. Mætti fullyrða, að hún ætti
sinn þátt í, að innlánin hafi nú hætt
aö rýrna hlutfallslega miöaö viö
þjóöarframleiöslu.
Þótt þróunin væri sú að hækka
vexti, gera þá hreyfanlega og auk
þess að binda útlán fjárfestingarlána-
sjóða að meira eða minna leyti
vísitölu, þá heföu veöskuldabréf, sem
notuð eru í fasteignaviðskiptum ekki
fylgt þessari þróun. Algengt væri að
30—40% söluverös fasteigna væri
lánuð að hálfu seljenda. Þeir sem
ekki geta komið bréfum sínum að við
síðari fasteignakaup, sitja uppi meö
óseljanleg eða illseljanleg verðbréf,
sem brenna upp í verðbólgunni.
Afleiöingin væri óeölilega hátt og
óraunhæft verð fasteigna, sem
blekkti og truflaöi verðskyn fólks og
kynti undir verðbólgu.
Kramhald á bls. 35
LITAVER— LITAVER — LITAVER—LITAVER — LITAVER— LITAVER — LITAVER —LITAVER |
I
OC
lll
>
<
h
OC
lil
>
<
h
□
1
OC
UJ
>
2
□
I
oc
111
>
<
h
□
I
oc
III
>
<
h
□
I
oc
Ul
>
<
h
Rýmum fyrir nýjum vörum
Gólfteppi
Seljum nú og næstu daga góð
teppi á hagstæðu verði
Lítið við í Litaveri því það
hefur ávallt borgað sig
UIBTV
H
>
<
m
3J
i
r
H
>
<
m
3J
I
r
jí
X
I
r
H
>
<
m
x
r
H
>
<
m
x
I
r
>
<
m
21
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER —